Morgunblaðið - 23.05.1976, Side 3

Morgunblaðið - 23.05.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAl 1976 Háir tollar hafa stöðvað sölu á lag- meti til EBE-landa HÁIR tollar f löndum Efnahags- bandalags Evrópu hafa valdið miklum erfiðleikum við sölu lag- metis til þessa svæðis, sem við aðrar aðstæður gæti verið helzti markaður Islendinga fyrir lag- meti. I samningi Islendinga við EBE, sem undirritaður var árið 1972, var gert ráð fyrir að tollar á lagmeti lækkuðu f þrepum úr Ráðstefna um gerð og rekstur dagvistunarheimila SAMBAND fslenzkra sveitarfé- laga hefdur ráðstefnu um dagvist- unarheimili að Hótel Sögu næst- komandi þriðjudag og miðviku- dag. Ráðstefnan er haldin f sam- vinnu við menntamálaráðuneytið og Fóstrufélag tslands. Fjallað verður almennt um gerð og rekstur dagvistarheimila í ljósi nýrra viðhorfa, eftir að ríkið hef- ur hætt þátttöku f rekstrarkostn- aði þeirra. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra, flytur ávarp, en sfðan munu Svandís Skúladóttir, fulltrúi menntamála ráðuneytinu og bæjarstjórarnir Haukur Harðarson á Húsavík og Logi Kristjánsson í Neskaupstað hefja umræður. Arkitektarnir Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson kynna teikn- ingar að nýrri gerð leikskóla og dagheimila, og skoðuð verða ný dagvistunarheimili, sem Barna- vinafélagið Sumargjöf rekur í Reykjavfk. Á sfðari degi ráðstefn- unnar verður m.a. rætt um störf fóstrunnar og uppeldisgildi dag- vistunarstofnana. Nú eru starfræktir 50 leikskól- ar og 33 dagheimili eða samtals 83 dagvistunarheimili í 35 sveitar- félögum, og láta mun nærri að þau rúmi samanlagt 4600 börn. 20—30% niður f 0—10%, þannig að 1. júlf 1977 yrðu þeir komnir f lágmark. Þau ákvæði samning þessa, sem varða toll af fiskafurð- um, hafa sem kunnugt er ekki tekið gildi og þarf nú að greiða 20—30% toll af lagmeti f þessum löndum, á meðan keppinautar okkar, t.d. Danir og Þjóóverjar, sem framleiða mikið úr fslenzku hráefni, greiða litla sem enga tolla af sömu vöru. Þá hefur einnig gert SL erfitt um vik, að tollar fara hækkandi f Bretlandi og Danmörku eftir inngöngu þessara þjóða f EBE og eru nú 16% á lagmeti almennt, en 24% á grásleppukavíar. Á meðan lönd þessi voru f EFTA var enginn tollur greiddur af lagmeti frá Islandi. Þessi óhagstæða þróun í tolla- Framhald á bls. 47. - '' ■ ’ -f* Eftir myndtnnl að dæma mætti ætla að báturinn væri á leið niður á hafsbotn. en svo er nú ekki, sem betur fer, heldur er það Ijósmyndavélin, sem er þarna að plata okkur. Báturinn er aðeins staddur f Öldudal. Ljösm. Óskar Sæmundsson. Vertíðaraflinn á Vestfjörðum svipaður og hann var í fyrra Töluverð aukning línuafla VERTtÐARAFLINN hjá Vest- fjarðabátum á vetrarvertfðinni 1976 varð 27.142 lestir, sem er 128 lestum meira en f fyrra. Er þá miðað við þann afla, sem kominn var á land 11. maf. Nokkur afla- aukning hefir orðið f sex ver- stöðvum, en heldur minni afli hefir borizt á land f tveimur ver- stöðvum og á Bfldudal og Hóima- vfk var engum bolfiski landað á þessari vertfð, engöngu rækju. Þessar upplýsingar eru fengnar hjá Jóni Páli Halldórssyni á Isa- firði. Gæftir voru nokkuð sæmilegar alla vertíðina, en vegna verkfalls- ins í febrúar lágu róðrar niðri um tíma frá verstöðvunum við Djúp. Afli lfnubátanna var nokkuð jafn alla vertfðina og hélzt sæmilegur afli til vertíðarloka. Afli neta- bátanna var aftur á móti góður í marz, en tregaðist verulega, þegar leið á vertfðina. Afli flestra tog- bátanna var mun lakari en á seinustu vertfð. Á þessari vertfð stunduðu 37 (36) bátar bolfiskveiðar frá Vest- fjörðum lengst af vetrar (öfluðu yfir 100 lestir). Reru 16 (15) með línu alla vertíðina, 12 (13) með lfnu og net og 9 (8) með botn- vörpu. Heildaraflinn varð nú 27.142 lestir, en var i fyrra 27.014 lestir. Lfnuaflinn varð nú 12.285 lestir eða 45% vertfðaraflans, en var f fyrra 9.686 lestir. Afli togbátanna varð nú 10.905 lestir eða 40%, en var 11.961 lest í fyrra, og neta- aflinn 3.952 lestir eða 15% en var 5.367 lestir i fyrra. Aflahæst af togbátunum var nú Guðbjörg frá ísafirði með 1.798,3 lestir f 16 löndunum, en f fyrra var Bessi frá Súðavík aflahæstur á vetrarvertíðinni með 1.966,6 lestir f 17 löndunum. Af neta- bátunum varð Garðar frá Patreks- firði aflahæstur með 971,0 lest. Hann var einnig aflahæstur í fyrra með 890,0 lestir. Kristján Guðmundsson frá Suðureyri var aflahæstur þeirra báta, sem reru með lfnu alla vertíðina, með 797,2 lestir í 93 róðrum, en í fyrra var Orri frá tsafirði aflahæstur Iínu- bátanna með 713,3 lestir f 93 róðr- um. Aðalfundur bygginga- fræðingafélagsins NYLEGA var aðalfundur Byggingafræðingafélags Islands haldinn. Baldvin Einarsson var kjörinn formaður. Aðrir i stjórn félagsins voru: Björn Helgason varaform., Trausti Leósson ritari, Lúðvfk Leósson gjaldkeri, Sigurður Kjartansson, Jón R. Karlsson og Ásmundur Ólason. PANTIÐ RETTU FERÐINA TÍMANLEGA s. Costa del Sol 20/6, 4/7, 25/7, 26/7, 13/9, 26/9, 10/10 ÖRYGGI, ÞÆGINDI, ÞJÓNUSTA Costa Brava 18/6, 2/7, 16/7, 30/7, 13/8, 20/8, 27/8, 3/9, 10/9 Lignanö

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.