Morgunblaðið - 23.05.1976, Side 14

Morgunblaðið - 23.05.1976, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAl 1976 HANN var einn auðug- asti maður heims. Átti og stýrði fjölda stórfyrir- tækja, ekki aðeins í Bandaríkjunum, heldur og víðar: flugvélaverk- smiðjur, olíuhreinsunar- stöðvar, spilavíti og hót- el. Svo mætti lengi telja. Á fyrri árum var hann hrókur alls fagnaðar í hópi glæsikvenna í Holly- wood, vann afrek á sviði flugsins og gerði nokkrar athyglisverðar kvik- myndir. Síðar hvarf hann inn í sérkennilegt ein- angrunarlíf þar sem allt miðaðist við að forðast fólk og bakteríur. Hann sást ekki á almannafæri síðustu fimmtán árin. Hann var longu fyrir dauða sinn lifandi goð- sögn. Eftir andlát hans kom í ljós að hann hafði þjáðst af aðskiljanlegum kvill- um og það sem var kannski mótsagnakennd- ast af öllu: einn ríkasti maður heims hafói þjáðst af næringarskorti. Howard Hughes virðist hafa verið fáum likur. I honum sam- tvinnuðust eðlisþættir snill- ingsins og veruleikafirrð hins hugsjúka. Um hann spunnust sögur frá fyrstu tíð, ekki sízt á seinni árum eftir að einangrun- artímabilið hófst um og upp úr 1950. Hann var þó annað og fleira en sérvitur auðjöfur. Og þeir sem kynntust honum og gengu til þjónustu við hann sýndu honum ótrúlega holl- ustu. UPPFINNINGAMAÐURINN OG FLUGHETJAN Þó svo að hann hefði aldrei gert kvikmynd, aldrei lent í úti- stöðum við bandarisku öld- ungadeildina, aldrei rekið flug- félag né heldur á endanum komið heiminum fyrir sem ein- angraður sérvitringur, sem ekki vissi aura sinna tal — þó sVo að ekkert af þessu hefði komið til hefði Howard Hughes engu að síður skilið eftir sín spor, sem tæknilegur afburða- maður. Ferill hans byrjaði með til-. raunasmíðum hans á flugvél- um, frægust varð stærsta vél heimsins á sinni tíð, „Spruce Goose“, sem hann flaug aðeins einu sinni og hefur ekki farið á loft síðan — en eftir stíðið sneri hann sér að rafeindatækni og hönnun gervihnatta. Margar uppfinninga hans voru hrein- ustu snilldarverk að dómi sér- fróðra. A árunum um og upp úr 1930 hafði hann mörg járn í etdin- um, en kvikmyndagerð hans var þá í hvað mestum blóma. A þeim árum gat hann sér einnig óhemju mikinn orðstír fyrir af- rek á sviði flugsins. Hann setti hvert hraðametið á fætur öðru: flaug yfir þver Bandaríkin og settí met, til Evrópu og setti met og loks flaug hann um- hverfis jörðina árið 1938 í Lockheed 14, sem ger'ð var að fyrirmælum hans. Ferð hans! tók 91 klst og 14 mínútur og var að sjálfsögðu einnig hraðamet. Þessari vél var siðar breytt nokkuð og hafin á henni fram- leiðsia til nota í styrjöldinni og undir nafninu Hudson kannast margir við þessa flugvélarteg- und. Önnur fræg vél sem hann skóp var H-1 og hafði sú vél ákaflega mikil áhrif á þróun í flugvélasmíði á sfnum tfma, sérstaklega varðandi gerð her- flugvéla. I henni voru ótal margar nýjungar og tæknilega séð þótti vélin með ólíkindum fullkomin. Japanir óskuðu eftir að fá að kaupa vélina, en Hug- hes neitaði. Japönum tókst síð- ar að ná myndum af vélinni og notuð sem fyrirmynd að hinum frægu Zerovélum sínum í heimsstyrjöldinni siðari. Hugh- es átti einnig heiðurinn af ann- arri frægri herflugvél, P38 Lightning. Síðar gerði hann samning um framleiðslu hraðfleygrar könn- unarvélar með útbúnað til myndatöku úr Iofti XF-11. Við lá að þessi vél kostaði Hughes lífið. Þegar hann var í reynslu- flugi á vélinni yfir Los Angeles i júlí 1946, kom skyndilega fram bilun í hreyflum og vélin lét ekki að stjórn. Hughes ákvað að reyna ekki að forða sér út í fallhlíf en gerði hetju- lega tilraun til að koma vélinni til lendingar á stórum golfvelli skammt frá. Vélin rakst á þrjú hús, áður en hún skall á jörð- inni. Hughes slasaðist mjög alv- arlega og sumir hafa talið að aldrei hafi hann borið sitt barr eftir þetta. Atburðurinn virtist þó ekki fá meira á hann en svo að ári síðar gerði hann að nýju tilraun til að fljúga þessari vél og tókst það í alla staði mæta vel. Síðasta flugvélasmíði Hughes var stærsta flutningavél síns tíma. Hún kostaði stjórnina 18 inilljónir dollara og Hughes sjálfsagt nokkrum sinnum þá upphæð. Hughes kallaði vélina Spruce Goose. Aftur á móti rækti þessi vél aldrei það hlut- verk sem Hughes ætlaði henni og mun það hafa valdið honum hinum mestu vonbrigðum. Kostnaður við smíði vélarinn- ar leiddi til ágreinings Hughes við Bandaríkjaþing og var sér- stök nefnd sett á laggirnar til að kanna málið. Nefndarmenn staðhæfðu að vél þessi væri óskapnaður og myndi aldrei geta flogið. Hughes svaraði þessu með því að fljúga vélinni fáeinum mánuðum síðar, kom henni aldrei ofar en f 70 fet og flugferðin var of stutt og ekki endurtekin. En Hughes var óþreytandi við uppfinningar sínar. í mörgu var hann langt á undan samtíð sinni. Þegar hann lá rúmfastur eftir flugslysið notaði hann sjúkraleguna til að teikna vél- knúið rúm, sem var svo vel úr garði gert og sjálfvirkt, að læknir einn komst svo að orði að rúmið gæti allt nema flogið. Eftir að stiðinu lauk sneri Hughes sér að rafeindatækni, þyrlusmíði og eldflaugagerð og gervihnatta. ARIN I HOLLYWOOD Þegar Howard Hughes var ungur maður og þekkilegur, var hann ekki aðeins frægur flugkappi sem naut aðdáunar fyrir afrek sín á því sviði, heldur var hann einnig fram- leiðandi þó nokkurra kvik- mynda sem vöktu umtal. Hann uppgötvaði einnig þó nokkrar kvikmyndaleikkonur og kom þeim á framfæri. Hann var og sagður upp á kvenhöndina og sóttist eftir því að sjást í félags- skap þokkakvenna. Kunningjar hans sögðu að í fæstum þessum tilvikum hefði verið um ásta- sambönd að ræóa, en hins vegar hefði hann af þvi mikla unun að birtast á almannafæri með kvikmyndaleikkonum. En hvernig sem því er nú farið hafa þær konur, sem hann hafði samneyti við á Hollywood-árum sinum, yfir- leitt verið tregar til að tjá sig um kynnin við hann. Að undan- skilinni leikkonunni Terry Moore, sem lýsti því yfir að þau Hughes hefðu gifst á laun árið 1949 og hjónabandið staðið í nokkur ár. Leikkonan segir að Hughes hafi af einhverjum ástæðum eyðilagt alla pappíra um hjónabandið og samstarfS- menn Hughes'hafa aldrei feng- izt til að staðfesta frásögn Terry Moore. Olivia de Havilland sagði ein- hverju sinni eftir að samskipt- um þeirra lauk: „Ég minnist hans með þökk. En ég þakka einnig fyrir að við skyldum ekki gifta okkur. Hjónaband hefði orðið okkur til ógæfu.“ Katherine Hepburn var orðuð við hann um hríð, en síðar breyttist ástasambandið í vin- áttu sem lengi entist. Einhvern tíma á árunum upp úr 1930, þegar það fór fjöllum hærra að þau væru gift, var hún innt eftir þvi til hvaða ráða hún myndi grípa ef Hughes héldi uppteknum hætti að gamna sér við aðrar konur. „Ég held ég myndi myrða hann,“ sagði hún. Hughes giftist Ellu Rice árið 1925, þá tvítugur að aldri. Þau sildu fjórum árum síðar í Holly- wood. Þá var hann að ryðja sér braut sem flugkappi í háloftum og gleðimaður í samkvæmum og taldi hjónabandið vera orðið sér fjötur um fót. Fyrsta ástar- ævintýri hans, sem vakti veru- lega athygli, var með Billy nokkurri Dove, sem var fræg leikkona á tímum þöglu kvik- myndanna og stundum nefnd fegursta kona kvikmynda- borgarinnar. En Hughes lét hana sfðar lönd og leið, þegar hann uppgötvaði Jean Harlow sem hann kallaði „hvítagulls- ljósku“ og gerði hana að stjörnu. Meðal þéirra sem orðaðar voru við Hughes siðar voru leikkonurnar Ava Gardner, Linda Darnell, Ida Lupino, Mitzi Gaynor og Ginger Rogers. Aftur á móti munu aldrei hafa tekist ástir með honum og einni frægustu stjörnu hans, Jane Russel. Fyrir hana teiknaði hann nýja gerð brjóstahaldara sem hún notaði í hinu fræga hlutverki sínu í mynd Hughes, „Utlaginn". Hughes var um hríð stærsti eigandi kvikmyndafyrirtækis- ins RKO og allmargar mynda hans þóttu athyglisverðar. Vegna ágreinings um stjórnun og skipulag urðu þær lyktir að hann seldi hlut sinn í fyrirtæk- inu og eftir það fór ekki sögum af afskiptum hans af kvik- myndagerð. KAFBATA- BJÖRGUNIN — ÆVISÖGUFÖLSUNIN Eitt af þvi sem Hughes varð umtalaður fyrir var þegar hann lét smíða sérstakt björgunar- skip sem ætlað var það verk að ná upp á yfirborðið rúss- neskum kafbáti, sem hafði sokkið á Kyrrahafi. Hughes og CIA sameinuðust um þessa áætlun, sem lokið var á árinu 1974. þegar njósnaskipið Glomar Explorer var fullbúið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.