Morgunblaðið - 23.05.1976, Page 17

Morgunblaðið - 23.05.1976, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAI 1976 17 Anthony Crosland ÞAÐ var síðla kvölds í Blackpool. Þing verkamannaflokksins stóð yfir. Allir voru þreyttir, sumir æstir. Einn af þeim áköfustu meðal viðstaddra tók skyndi- lega upp á því að saka Anthony Crosland um að vera latasta stjórnmálamann í Bretlandi. Crosland svaraði ekki, eins og hans er vani er hann verður fyrir árásum eða svívirðingum, með kuldalegu háði eða með því að bera fram gagnásökun á hendur viðkomandi um „heimskulega léttúð", sem er eitt af uppáhalds skammaryrðum hans. Né heldur reyndi hann að þykjast ekki muna nafnið á viðkomandi árásarmanni, — en það er annað af rökræðuvopnum hans. Hann var reiður, og hann var sár. Hann sagði að unnt væri að saka hann um marga hluti með nokkrum rétti; leti væri sannarlega ekki einn þeirra. Hann væri haldinn sektarkennd yfir hverjum þeim degi (þeir væru að vísu ekki marg- ir) sem hann hefði ekkert gert. Hann hefði verið alinn upp við það að menn ættu að leggja hart að sér, — að líta á iðjusemi sem dyggð. Á vissan hátt hafði hann á réttu að standa. Stjórnmálamenn og embættis- menn sem starfað hafa með honum hafa lýst ýmsum hæfileikum mannsins. Eng- inn efast um iðjusemi hans eða einbeit- ingarhæfileika. Charles Anthony Raven Crosland (og það er ekki aðeins tilgerð að nota hans fulla nafn því á titilblöðum bóka hans nefnir hann sig ávallt C.A.R. Crosland) er i raun og veru einstakt dæmi um þá spennu og þær aðstæður sem felast i enskum púritanisma. Faðir Croslands var háttsettur ríkisstarfsmaður; móðir hans var framúrskarandi fræðimaður og þýðandi, og frumkvöðull um menntun kvenna. Hann fór til náms við Highgate- skólann og siðar hlaut hann styrk til náms við Trinity College í Oxford. Hann er enn þann dag i dag að veru- legu leyti hinn klassiski fræðimaður. Hann skrifar knappan og skýran stíl, en þó með nokkrum erfiðismunum og án mikilla tilþrifa. Hann er haldinn þeirri ástríðu að taka á öllum rökræðum með tölusettum atriðum, og er mjög smá- smugulegur um það hvernig sú tölusetri- ing er gerð. Honum leið herfilega i marga daga eftir að einhver afskipta- samur yfirlesari hjá Jonathan Cape- forlaginu hafði gaumgæfilega breytt orðinu ,,fyrsta“ í ,,í fyrsta lagi“ i handriti einnar bóka hans. Sjálfur á hann erfitt með að skilja efnahagslega rökræðu eða hvers konar aðra rökræóu ef hún er sefl fram á stærðfræðilegan hátt. Einu sinni flutti hann fyrir nokkra vini sina stutta útlistun á hinni korréttu merkingu orðsins „umburðarlyndi". „Umburðarlyndi“, sagði hann, merkir ekki aó menri eigi að verja hið óverjan- lega eða mæla hinu illa bót. Það merkti ekki hvítþvott illskunnar. Það merkti að allur hefðu innra með sér sáðkorn end- urlausnar. Áður en hann hélt til Oxford kom stríðið. Crosland fékk, að eigin sögn, „gott stríð". Hann var fyrst í fótgöngu- liðinu og síðan fluttur í fallhlífasveitina, þar sem hann varð kafteinn. Honum er ekki gefið um að ræða mikið reynslu sína af stríðsárunum, en ljóst er að hann hefur orðið fyrir töluverðum áhrifum af þeim. Hann verður önugur er íhalds- menn eða Ihaldsblöð gefa i skyn að stjórnmálamenn í Verkamannaflokkn- um skorti föðurlandsást eða hugrekki. Ef „slík þvæla“ heyrðist aftur, sagði hann eitt sinn, ætlaði hann að taka fram gamla fallhlífahermannsbúninginn, — og heiðursmerkin. HINIR ALVARLEGU OG HINIR LÉTTÚÐUGU Á sama hátt og uppáhaldsskammar- yrði hans er „heimskulega léttúðar- fullur", er uppáhaldshrósyrði hans „al- varlegur“, og þar kemur púritanisminn upp í honum. Hann talar um alvarlegan mann, alvarlega bók, alvarlega grein o.s.frv. Þessi afstaða kemur fram á ein- kennilegan hátt í félagslífi hans. Hann er tregur til að taka þátt í samkvæmum, nema þvi aðeins að fyrir þeim standi nánir vinir hans. Hann hefur hafnað heimboðum fjölda fyrirmanna. en sendir oft konu sína f stáðinn. „Susan er stórkostlega lagin við að ná í kjaftasögur,“ segir hann. Þá er Crosland afar illa við að klæðast kvöldklæðnaði vegna samkvæmishalds. Hann krefst líka að fá vitneskju um það fyrirfram hverjir eru boðnir. Hann kýs frekar að sitja en standa i slíkum boðum. Hann vill ekki kampavin, heldur viskí. Ef um laugardagskvöld er að ræða verð- ur hann að geta fengið að horfa á knatt- spyrnuleik kvöldsins í sjónvarpinu. Hann kemur næstum þvi alltaf i eins konar inniskóm, því það finnst honum þægilegast. I fríum sínum fer hann ein- samall til Frakklands eða ítalíu. Crosland er einkennileg blanda snobb- ara, lýðræðissinna og alþýðusleikju. Hann telur að sérhver ríkisstjórn Verka- mannaflokksins sem vill standa undir nafni verði að hafa í sfnum röðum bein- an fulltrúa verkalýðsstéttanna. Hann er ósáttur við hversu mikill fjöldi mennta- Anthony Crosland, utanrfkisráðherra Bretlands — hugmyndafræðingur Verka- mannaflokksins. — hinn dularfulli púrítani brezku ríkisstjórnarinnar manna frá Oxford og Cambridge er í ráðherrastöðunum. Crosland hafði verið flokksmaður Verkamannaflokksins frá þvi hann var 16 ára að aldri. Hann var þingmaður fyrir South Gloucestershire á árunum 1950 til 1955, þar sem rithöfundurinn Evelyn Waugh var meðal kjósenda hans. Strax í jómfrúarræðu sinni á þingi vakti hann mikla athygli er hann réðst harka- lega á fjárlög Verkamannaflokksstjórn- arinnar. I ræðunni gat Crosland þess að það væri hefð I jómfrúarræðum að kasta ekki steinum i andstöðuflokk sinn. Það gæti hins vegar ekki komið i veg fyrir að menn sendu sínum eigin flokki skeyti. Þá var hann þegar kominn á blað sem hugsanlegur fjármálaráðherra framtið- arinnar. Á þessum árum var það hins vegar bók hans, „Framtíð sósíalismans", sem átti hug hans allan, en hún kom út árið 1965. Boðskapur þeirrar bókar var sá að sósíl istar hefðu um of einblínt á efnahags- mál, — að vandamál hagvaxtar hefðu verið leyst. Þjóðnýting skipti litlu máli. Það sem skipti máli væri stjórnun. Kenning Croslands hefur verið af- greidd of auðveldlega með stimplinum „hægrisinnuð". Hann var fylgjandi frek- ari félagsrekstri í gegnum samvinnu- hreyfinguna brezku, sveitarstjórnir, al- menningshlutafélög og starfsmanna- stjórnir eftir júgóslavnesku fyrirmynd- inni. (Hann telur brezka Verkamanna- flokkinn ekki hafa gefið reynslu Júgó- slava nægilegan gaum). Tuttugu árum síðar hafa þessar sömu hugmyndir verið kallaðar „vinstrisinnaðar“ þegar vinstri menn á borð við Judith Hart eða Tony Benn hafa borið þær fram. En það sem hann lagði áherzlu á var að flokkurinn yrði að þróast frá efnahags- legum teóríum í átt til félagslegra fram- kvæmda. Leiðin að sósialisma lá um há ríkisútgjöld (einkum til almannatrygg- inga), endurdreifingar skattlagningar, og síðast en ekki sizt endurbætur á menntakerfinu. Bókin olli engu umróti meðal almennings, en meðal ungs fólks varð hún mikil fyrirmynd. Crosland varð að eins konar neðanjarðarhetju með dyggan söfnuð aðdáenda. Lærisveinar hans urðu margir, t.d. William Rodgers, Roy Hattersley, Brian Walden, David Owen, David Marquand, John Mackin- tosh og Shirley Williams, þó svo að þau hafi öll síðar meir tengst öðrum öflum. I dag lítur þessi bjartsýnisstefna Cros- lands öðru vísu út. Það hefur reynst næstum því ógerlegt að koma á hagvexti i Bretlandi. Þá hefur Crosland viður- kennt nýlega að mikil ríkisútgjöld væru ekki endilega trygging fyrir almennri félagslegri velferð. Engu að síður telur hann að kenning sín standizt í megin- atriðum. Þegar hann missti þingsæti sitt í Gloucestershire árið 1955 vann hann fyr- ir sér með blaðamennsku, dálitlum tekj- um vegna arfs og sem ritari stjórnar brezku samvinnuhreyfingarinnar. I þeim starfa kynntist hann nánar Hugh Gaitskell, sem mikinn áhuga hafði á sam- vinnuhreyfingunni. Crosland varð hand- genginn Gaitskell, en varð þó aldrei tuskubrúða hans. Hann kom m.a.s. oft dálítið hryssingslega fram við leiðtogann og hafnaði t.d. kvöldverðarboði í neðri málsstofunni, en krafðizt þess í staðinn að verða boðið á veitingahús. Samband hans við Gaitskell var hreinskilið vin- áttusamband. ALÞÝÐLEGI PÓLITÍKUSINN FRÁGRIMSBY Um þetta leyti, og sumpart fyrir áhrif Gaitskells, varð Crosland þingmaður fyr- ir Grimsby. „Kjósendur mínir í Grims- by“ er nú fastur frasi í pólitiskum orða- forða Croslands. Á þá minnist Crosland i hvert sinn er svo virðist sem ekki sérlega frjálslynd stefna sé í þann veginn að verða ofaná við ákvarðanatöku. (t.d. er varðar innflutning fólks frá samveldis- löndunum), og hana þarf að verja. „Kjósendurnir í Grimsby" voru Cros- land ómetanlegir þegar vaxandi tilhneig- ingar tók að gæta hjá honum til að halda uppi alþýðlegri pólitik á þessum áratug, hann fór að verða i auknum mæli al- þýðusinni; eða populisti. Hann er dálítið tilfinningasamur og viðkvæmnislegur þegar hann talar um þessa kjósendur sína, en leggur mikið upp úr þvi jafn- framt að kynna sér viðhorf þeirra. Allir smávindlarnir hans eru keyptir í Grims- by er hann kemur þangað í könnunar- leiðangra. Heimilislegur bakhjarl Croslands er ekki síður traustur en pólitískur bak- hjarl hans, — og sennilega er hann hon- um mikilvægari. Hann kvæntist banda- ríska blaðamanninum Susan Barnes, sem skrifar einhver beztu viðtöl og vangasvipi í blaðamennsku i dag. Hún er bæði aðlaðandi og hæfileikamikil kona, og Crosland dáir hana mjög. Þegar hann kemur heim á kvöldin er það hans fyrsta verk að ræða við hana um atburði dags- ins. Hún velur handa honum fötin og sker hár hans. Þeir sem þekktu Crosland fyrir síðara hjónaband hans segja að hann hafi breytzt til hins betra. Þetta varð til þess að einu sinni var spurt svo i blaðagrein: „Hvernig I ósköpunum hef- ur hann þá verið áður en hann kynntist Susan?“ Crosland hefur alla tið verið heldur óöruggur gagnvart fjölmiðlum. Hann hefur verið tregur til að nýta þá til að koma sjálfum sér og skoðunum sínum á framfæri, — ekki vegna ,,hroka“ eins og flestir halda, heldur vegna vissrar vand- fýsi, og þó fyrst og fremst vegna þess púritanska viðhorfs að dyggð verði ekki einungis launuð í öðru lífi, heldur einnig þessu. Á árunum 1964 — 1966 var Anthony Crosland menntamálaráðherra, en vakti ekki mikla athygli meðal almennings. Hann forðaðist vísvitandi sviðsljósið, sem svo er nefnt, — og þótti raunar ýmsum stuðningsmönnum hans og vin- um nóg um hlédrægni hans i því efni. Þetta hefur nokkuð breytzt siðustu tvö árin. Crosland hefur nú ræðuskrifara og aðstoðarmann, David Lipsey, sem einnig hefur það hlutverk að vera tengiliður hans við fjölmiðla og slíka aðila. Önnur sams konar, en mikilvægari breyting varð á Crosland á þessum ára- tug. Hann tók að reyna að verða forystu- maður í flokknum, og dembdi sér út i pólitíkina og störf í stjórnarandstöðunni af fullum krafti. Hann fékk 17 atkvæði við leiðtogakjörið nú fyrir skemmstu, og það er nokkur visbending um árangur erfiðisins. Hann var kjörinn með óvæntu atkvæðafylgi til að taka sæti í skugga- ráðuneytinu. En ekki gekk honum eins vel í látlausum tilraunum sínum til að komast i æðstu stjórn flokksins, og hon- um til mikilla leiðinda er samband hans við helztu foringja verkalýðshreyfingar- innar ekki náið. Á þessum árum glataði Crosland tals- verðu af þeirri virðingu sem hann naut meðal hægri manna í flokknum, og þótti þeim hann hafa slegið af i ýmsum mál- um, t.d. varðandi aðildina að Efnahags- bandalagi Evrópu. Hann hefur skellt skollaeyrum við sHkum ásökunum. MÁLAMIÐLUN EÐA HROKI Crosland er því ekki með öllu frá- hverfur pólitiskum málamiðlunum. Og á sama hátt og riddaramennskulegt yfir- borð hans felur púritanska kviku má segja að helztu gallar hans sem stjórn- málamanns stafi fremur af málamiðlun- arhneigð en alkunnum hroka hans. (Þetta kann að koma íslendingum spánskt fyrir sjónir með tilliti til harð- linustefnu hans i fiskveiðideilunni hingað til). Sem menntamálaráðherra á árunum 1965—67 gat hann sér góðan orðstír meö þeim embættismönnum sem störfuðu með honum og kennslumálasér- fræðingum. I dag er hann hins vegar i fyrsta sinn á ævinni í einu æðsta valda- embætti ríkisins, þótt hið raunverulega vald sem hann hafði sem umhverfis- málaráðherra sé mun meira en hann mun nokkurn tima fá í utanríkismálum. Eins og Callaghan er Crosland meiri áhugmaður um sambandið við Bandarík- in en við Evrópurikin, þótt á hinn bóg- inn sé hann hlynntari Evróputengslum Breta en bæði Callaghan og Denis Healey. Anthony Crosland á sér nú þann metn- að helztan að verða fjármálaráðherra. Honum hefur í aðalatriðum verið lofað því að i það embætti muni hann fara innan u.þ.b. 15 mánaða. I millitíðinni hyggst Crosland skemmta sér, — svona til tilbreytingar. Hvort sem það er púrí- tanskt eða ekki á hann skilið að fá að hvíla sig frá þeim jarðbundnu málum, eins og styrkjamálum brezku járnbraut- anna, vegapólitik landsbyggðarinnar. o.s.frv. — sem hann hefur fengizt við í svo mörg ár. (Stytt úr Observer)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.