Morgunblaðið - 23.05.1976, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 23.05.1976, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAl 1976 Unglingalandslið BRIDGESAMBAND Islands sendir landslid til þátttöku f Evrópumeistaramóti unglinga, sem haldið verður f Lundi dag- ana 1.—8. ágúst n.k. Lið var endanlega valið ný- lega og er það skipað þessum mönnum: Sverrir Ármannsson, hann var í landsliði í unglingaflokki árið 1973. Félagi hans er Sig- urður Sverrisson, en hann var i landsliði unglinga árið 1974. Helgi Jónsson, hefur tvivegis verið í unglingalandsliði, árin 1974 og 1975. Félagi hans er Helgi Sigurðsson, þetta er fjórða sinn sem hann er i ungl- ingalandsliði. Guðmundur P. Arnarson, var i landsliði i ungl- ingaflokki 1975, en félagi hans er Jón Baldursson, hann spilaði í landsliði unglinga árið 1974, en árið 1975 spilaði hann i landsliði í opna flokki (flokki fullorðinna). Páll Bergsson er fyrirliði liðsins, en hann sá einnig um val þess. Eins og sjá má af upptaln- ingu þessari, eru þetta reynslu- miklir spilarar, miðað við aldur, en þeir eru allir fæddir á árunum 1952—1954. Rétt til þátttöku í Evrópumeistaramót- inu í ár hafa spilarar fæddir 1951 og síðar. Unglingastarfsemi f brídge er viða orðin mjög öflug. Sérstak- lega þykir skipulag frændþjóða okkar, Dana, Norðmanna og Svía, til fyrirmyndar. Enn hefur ekki tekizt að skipuleggja starfsemi þessa hér á landi að neinu marki sökum fjárskorts. Þó hefur Bridgesamband Is- lands sent landslið til keppni i unglingaflokki erlendis siðustu ár. Árið 1973 kepptu Islending- ar í þessum flokki á Norður- landamóti í Álaborg og í Ósló árið 1975. Á báðum þessum mótum höfnuðu þeir í 4. sæti á undan Finnum. Fyrsta Evrópumót unglinga var háð árið 1968, og hafa siðan verið haldin annað hvert ár. Árið 1974 var mót þetta haldið í Kaupmannahöfn og náði tsland þar 12. sæti en 21 þjóð tók þátt í mótinu. Ástæða er til að halda að lið það, sem nú hefur verið skipað, eigi möguleika á að ná betri árangri en lsland hefur áður náð i þessum flokki. (Frá B.S.I.). Bridgefélög í Færeyjum Tíðindamaður þáttarins á Austfjörðum kom að máli við þáttinn og bað hann að kynna sér hver væru helztu bridgefé- lögin í Færeyjum. Félögin munu vera nokkuð mörg en lítil sum hver og er Nýja bridgefélagið i Þórshöfn þeirra stærst. Bridgedeild Breiðfirðinga í Reykjavík hefir heimsótt þá einu sinni og er að fara öðru sinni i byrjun júní. Þá hafa Færeyingarnir komið einu sinni til þeirra. Klakksvikurbridgefélagið hefir verið í tengslum við Bridgefélag Kópavogs og eru Kópavogsbúar að fara í heim- sókn til þeirra 27. maí nk. með um 20 manna hóp. Þá hefir bridgefélagið i Vogi verið í tengslum við Sandgerðinga og hefir þá gjarna verið spilaður fótbolti milli bridgekeppnanna. Þá mun vera bridgefélag í Fuglafirði sem hefir engan vinabæ. Þetta mun vera frekar lítið félag, 20—30 manna. Heimsóknir bridgefélaganna til nágrannaþjóðanna eru nú farnar að vera titiar og er það vel. Eðlilegt er að landinn sæki til Færeyja þar sem svo stutt er að fara og sagt er að enga þjóð sé að finna sem sé svo gestrisin sem þessir dugmiklu nágrannar okkar. Þó hefir Tafl- og bridge- klúbburinn haldið enn lengra eða til Englands, nánar tiltekið til Huddersfield og þótti sú ferð takast mjög vel og hafa Eng- lendingarnir endurgoldið þá heimsókn. Frá Bridgefélagi kvenna Eftir fjórar umferðir af fimm, eru nú eftirtalin pör efst: STIG Margrét Margeirsdóttir — Þráinn Finnbogason 509 Steinunn Snorradóttir — Agnar Jörgensson 506 Esther Jakobsdóttir — Magnús Aspelund 500 Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigvaldí Þorsteinsson 489 Halla Bergþórsdóttir — Jón Arason 486 Ólafia Jónsdóttir , — Baldur Ásgeirsson 484 Sigrún Isaksdóttir — Björn Eysteinsson 483 Unnur Jónsdóttir — Jón Baldursson 482 Kristjana Steingrimsdóttir — Guðjón Tómasson 470 Dórothea Finnbogadóttir — Þórður Elíasson 454 Síðasta umferðin i þessari jöfnu og spennandi keppni verður spiluð í Domus Medica mánudaginn 24. maí n.k. og hefst kl. 20 stundvíslega. Frá Bridgefélagi Hornafjarðar Höfn 12.5 1976. Bridgefélag Hornafjarðar var stofnað 16. október 1975, Á meðfylgjandi mynd eru, talið frá vinstri: Sverrir Armannsson, Helgi Sigurðsson, Jón Baldurs son, Guðmundur Arnarson, Helgi Jónsson, Sigurður Sveinsson. Sitjandi er Páll Bergsson. Stofnfélagar voru 28. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu þeir Árni Stefánsson, formaður, Gunnar Karlsson, gjaldkeri, og Jón Gunnar Gunnarsson, ritari. 16. okt. var einmennings- keppni í 2 12 manna riðlum, úrslit urðu í A-riðli stig Kristján Ragnarsson 40,5 Magnús Árnason 39,5 Kolbein Þorgeirsson 35,5 Gunnar Karlsson 35,5 I B-riðli Ragnar Björnson 33,5 Gunnar Snjólfsson 33,0 Erla Sigurbjörnsd. 31,0 Ólafía Þórðardóttir 28,5 A tímabilinu 23/10 til 17/11 var sveitakeppni, 7 sveitir tóku þátt í þeirri keppni, úrslit urðu þau: sveit 1. Jóns Gunnars 104 stig (Gunnar Karls., Karl Sig- urðs., Gisli Gunnars.) 2. Árna Stefáns 96 stig (Ragnar Björns., Jón Sveins., Sigfinnur Gunnars) 3. Jóns Júlíusar Sigurðssonar 78 stig (Ólafía Þórðard., Guðrún Ingólfsd. Kristján Ragnarsson) 4. Kolbeins Þorgeirs. 57 stig (Jóhann Magnúss., Björn Júlíusson, Halldór H. Hilmarsson). 5. Magnúsar Árnasonar 40 stig. (Erla Sigurbjörnsd., Aðal- steinn Aðalsteinsson Kristján Gústafsson og Gunnar Snjólfsson). 6. Ragnars Snjólfssonar 26 stig (Stefán Höskulds., Haukur Þorv., Sigurvin Ármannsson). 7. Björns Gíslasonar 0 stig (Auður Jónasd., Geir Björns., Ómar Sveins.) Bikarkeppni B.S.Í. i tvímenning var 6. nóv. spilað var í 2 10 para riðlum, úrslit urðu A-riðlill stig. 1. Jón Gunnar — Gunnar Karlsson 68.5 2. Björn — Auður 60.0 3. Ragnar Björnsson — Skeggi Ragnarsson í B-riðli 57 stig 1. Jón Sveinsson — Guðm. Finnbogas. 61.5 2. Jón Ul. Sigurðs . — Ólafía Þórðard. 58.5 3. Bjarni Þórh. — Þorbergur Bjarnas. 57.5 Að lokinni sveitakeppni um 20. nóv. var farið til Reykja- víkur og Flugleiðamenn sóttir heim, endanleg úrslit hef ég ekki, en gestgjafarnir sigruðu í tvímenning i báðum riðlum, og á flestum borðum í sveita- keppni. 1. til 15. des. var aðal- tvímenningskeppni og var spilað í einum 14 para riðli. Sigurvegarar urðu Ragnar Snjólfsson — Stefán Höskuldsson 535,0 Jón Gunnar — Gunnar Karlsson 532,0 Gunnar Snjólfsson — Erla Sigurbjörnsd. 530,0 Jóhann Magnússon — Kolbeinn Þorgeirsson 520,0 Fyrstu helgi í janúar 1976 átti að fara til Egilsstaða og sækja Héraðsmenn heim, en vegna veðurs gat ekki orðið úr því. 1 janúar var firmakeppni, var spilaður einmenningur, 3 12 manna riðlar. Keppnin stór yfir 3 kvöld og urðu úrslit þessi: stig. Karl Sigurðsson Apótek 238 Örn Þorbjörnsson Landsbanki 229 Gunnar Snjólfsson Gjafi hf. 221 Ragnar Björnsson Borgey hf. 220 Aðalsveitakeppni B.H. 1976 var spiluð í febrúar — apríl. 8 sveitir tóku þátt í þessari keppni. Urslit urðu þessi: Sveit stig Arna Stefánssonar 125 Jóns Sigurðssonar 108 Jóns Gunnarssonar 97 Magnúsar Árnasonar 73 Kolbeins Þorgeirss. 40 Ragnars Snjólfssonar 38 Björns Gíslasonar 23 Ómars Sveinssonar -s-10 í lok apríl og byrjun maí var spilaður tvimenningur 3 kvöld 20. apríl sigurður Gunnar Snjólfsson — Erla 98 stig. 27. apríl sigruðu Ólafía Þórðardótt- ir — Jón Júl. Sigurðsson 143 stig. 4. mai sigruðu Jón Gunnarsson — Gunnar Karls- son 115 stig. Helgina 8.—9. mai var svo farið til Egilsstaða og Héraðs- menn sóttir heim, var spilaður tvimenningur. Héraðsmenn áttu efstu menn I a-riðli, en við efstu menn i b-riðli. Sveita- keppni var síðar á dagskrá og spilað á 6 borðum B.H. sigraði á 1. borði, 3. borði og 6. borði en héraðsmenn á 2. borði 4. og 5. borði. Aðalfundur var haldinn 4. mai og lét þá stjórn Árna Stefánssonar af stjórn og i hennar stað var sveit Kolbeins Þorgeirssonar kjörin í stjörn. 1 des. sóttum við Suðursveit- unga heim, spilað var á 4 borð- um. B.H. sigraði á 3 borðum og jafnt varð á því fjórða. 1 byrjun april sóttu síðan Suðursveit- ungar okkur heim og var þá einnig spilað á 4 borðum og sigruðum við B.H. menn á þeim öllum. Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Nú fer að ljúka keppnistíma- bilinu hjá Bridgefélagi Reykja- vfkur og er aðeins einni umferð ólokið I Board-a-mach keppn- inni. Staða efstu sveita er nú þessi: Sveit stig Jóns Hjaltasonar 110 Björns Eysteinssonar 104 Baldurs Kristjánssonar 101 Einars Þorfinnssonar 98 Stefáns Guðjohnsen 97 Ólafs Gíslasonar 96. A.G.R. Fram Timburverslun Árna Jónssonar Plöturnar okkur Norskar spónaplötur einnig vatnsþolnar Finnskur krossviður vatnsþolinn. Amerískur krossviður vatnsþolinn, rásaður eldvarinn krossviður Ath. Afsláttur af rásuðum Sedrus krossviði, smávægilega skemmdum í flutningi. PLÖTURNAR FÁSTHJÁOKKUR Timburverslun Árna Jónssonar 1 algemarin LÚXUS OG GÆÐI í hverjum dropa! BAÐFREYÐIR (SKUMBAD) sæblátt og ilmandi, meS lifrænum efnum úr sjávarþörungum. Algemarin-baS gerir sápu óþarfa. Sviður ekki I augun, hentar korna- börnum og skilur ekki eftir rendur. STEYPIBAÐSFREYÐIR (BRUSSEBAD) meS safa úr þörungum fyrir likamann og háriS. LátiS nokkra dropa i svamp, klút eða lófann og dreifið um llkamann. Thf. Sími: 38645.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.