Morgunblaðið - 23.05.1976, Page 46

Morgunblaðið - 23.05.1976, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAl 1976 Að velta sér upp úr viðbjóðnum Saló eða hinir 120 dagar Sódómu AÐ VELTA SÉR UPP- OR VIÐBJOÐNUM SALÓ EÐA HINIR 120 DAGAR SÓDÓMU AÐ þessu sinni verður ekki fjallað um syningar í kvik- myndahúsum borgarinnar, Heldur bregð ég mér út fyrir landsteinana, og fjalla um tvær mjög umtalaðar myndir sem ég átti kost á að sjá í byrjun þessa árs. Önnur þeirra er hinzta verk hins mistæka meistara Pasolini, SALO OR THE 120 DAYS OF SODOM, mynd sem hvarvetna hefur komið af stað miklum umræðum og var mjög i sviðsljósinu í vetur, einkum eftir sviplegt fráfall leik- stjórans. SALO, sem á yfirboroinu er lítið annað en margbreytilegar sýningar á hinu groddalegasta óeðli og andlegum og líkamleg- um misþyrmingum, hefur átt litlu gengi að fagna enn sem komið er. Upp kom sá kvittur eftir dauða Pasolinis, að honum hefði ekki tekizt að ljúka mynd- inni. Svo var þó ekki, samstarfsmenn hans sáu þó um endanlegt útlit hennar. 1 apríl síðastliðnum hafði kvikmyndin aðeins fengizt sýnd í Frakk- landi og Þýzkalandi. Dreifiaðili mynda Pasolinis, U.A., hefur enn ekki talið ráðlegt að sýna SALÓ bandaríska kvikmynda- eftirlitinu. Myndinni hefur vfð- ast hvar verið hafnað i sinni upprunalegu mynd, m.a. i Bret- landi, á Norðurlöndunum, Ital- fu, Niðurlöndum og vfðar. I Þýzkalandi var hún bönnuð eftir hálfan mánuð (nokkrum dögum eftir að undirritaður sá hana), þó Þjóðverjar kalli ekki allt ömmu sína í þessum efnum. SALÓ er byggð á frægu verki eftir Marquis de Sade, sem Pasolini heimfærir svo aftur uppá ítalíu Mussolinis. Þegar þessir tveir pótintátar óeðlis og úrkynjunar leiða saman hesta sína, þá hlýtur afleiðingin að verða allt að því andlegt áfall fyrir áhorfandann. Fjórar aðalpersónur myndar- innar, biskup, dómari, aðals- maður og bankastjóri, eru samankomnar í villu i hinum fagra og friðsæla Pódal á Norður-Italíu v striðsáranna sfðari. Fasistar eru einráðir á Italíu með fulltingi þýzkra skoðanabræðra sinna. Þessi fjögur varmenni, með aðstoð þriggja kvensnifta — sem eru einskonar „masters of ceremonies" — velja álitlegan hóp pilta og stúlkna og flytja nauðugan i villuna. Þar upp- hefjast siðan hinar afbrigðis- legustu orgfur og sóðaskapur sem lýst er af ótæmandi fár- sjúku hugmyndaflugi. Bók de Sade gerist á 120 dög- um sem fóru f það að upplifa hin óeðlilegustu og úr- kynjuðustu afbrigði kynmaka og svalls, og allt þar á milli. Þar stjórnuðu kvalararnir fjórir kynsvallinu af brjálæðislegu ímyndunarafli. De Sade gerði sér ekki grein fyrir auknum hraða nútímans, og Pasolini hefur stytt dagafjöldann niður í þrjá-fjóra. 1 myndinni eru kvalararnir fjórir ekki boðberar guðs, eins og i ritsmíðinni, heldur valds- ins og einræðisins. Pasolini vill með þvf móti sýna að mann- skepnan er ekkert annað en hlutur í augum stjórnenda og með hana má fara sem slíka; ráðskast með og niðurlægja eft- ir þörfum og geðþótta. „Stjórn- mál eru sadismi", hefur hann sagt. I lok myndarinnar drepur sfðan böðlafernan fórnarlömb sfn á hinn hroðalegasta hátt — í því atriði virðist sjúkt hug- myndaflúg Pasolinis gefa lítið eftir hinum villtustu órum hins franska lærimeistara hans, de Sade. Lesendum væri lítill greiði gerður með þvf að lýsa f smáatr- iðum þeim ósköpum sem fram fara í myndinni. Þó vil ég drepa á örfá atriði til að skýra mál mitt, sýna hve ömurleg myndin er og hversu Pasolini yfirskýt- ur mér liggur við að skrifa yfir- skítur markmiðið með yfir- gengilegum sóðaskap. Kvalalosti og sjálfspyntingar er nýjasta tfzkustefnan ( kvikmynda- heimi hinna fullorðnu. Kvalararnir f Jórir og tvö fórnarlömb þeirra ( SALO. undanfari brúðkaupsins. SÆBJÖRN VALDIMARSSON UNDIRTÓNNINN ER KVALALOSTI Á hverjum morgni skýrir ein „prímadonnan“ frá dagskránni þ.e. aðferðum og afbrigðileg- heitum þeim sem á að iðka þann daginn. Þau er jafnan kynvilla af ýmsum afbrigðum með ýmsu mun sjúklegra fvafi, eins og pyntingum, hlandæði og sauráti, svo fátt eitt sé upp- talið. Reyndar afsakar Pasolini saurátið með því að það sé gagnrýni á fjöldaframleiðslu neyzluþjóðfélagsins, þar sem að öllu sé hægt að koma í munn neytandans, aðeins ef það er auglýst nógu vel og sé í girni- legum umbúðum. Ég vildi gjarnan færa þessi orð hans uppá hann sjálfan og sjúklega innihalds- og tilgangalausa kvikmyndagerð sem nú blómstrar erlendis. Saurátsatriðið er einkar ógeð- fellt, því er lýst af mikilli vand- virkni; m.a. fara tveir kyn- villinganna (annar er einn af fernunni) uppá herbergi eftir veizluna, þar sem þeir kyssast af áfergju. Brúnir kossa- stimplarnir sitja eftir á likömum þeirra. Það kom ósjaldan fyrir að fólk rauk útúr kvikmyndahúsinu undan þessum ósköpum og ældi utan- dyra. Fórnarlömbin eru svivirt og niðurlægð á ólíklegasta hátt. Einn drengurinn og stúlkan eru gefin saman, og fyrir gift- inguna eru þau látin lifa með samkyni sínu. Og svo mætti lengi telja. Lok myndarinnar er eitt það hroðalegasta sem nokkur mannskepna getur látið sér til hugar koma. Viðbjóður- inn fullkomnaður f óhugnan- legri grimmd. Það grillir því aðeins örsjaldan í tilgang myndar- innar, því meðul Pasolinis eru of römm, eitruð og úrkynjuð fyrir flesta áhorfendur. Hún á því ekkert erindi til okkar. Það munu sjálfsagt margir taka upp hanzkann fyrir Pasolini, sérstaklega þar sem hann er dauður. Hann var umdeildur listamaður alla sfna tfð. I myndum hans öllum má finna sannleiksást, gagnrýni á alla harðstjórn og einræði í hvaða mynd sem er og árásir hans á skinhelgi og trúar- hræsni kaþólsku kirkjunnar hafa komið við marga auma bletti. Og það má finna marga góða meiningu f SALO, eins er allt umhverfi myndarinnar og sögusvið valið af smekkvísi listamannsins. Leikararnir eru valdir af kostgæfni og myndin virkar öll óhugnanlega raun- verulega á áhorfandann. En þvf miður verður SALO OR THE 120 DAYS OF SODOM aðeins eftirminnilegt dæmi um það þegar vopnið snýst f hönd- um meistarans og gegn honum sjálfum. SV. THESTORYOF O Á síðasta ári fjallaði ég laus- lega um þessa mynd, óséða, eftir að hafa lesið hina klassisku pornografíu Pauline Réage (dulnefni). Ég reiknaði með því að myndin gæti orðið framúrskarandi af þessari gerð mynda; hér var vel fram- reiddur efniviður fyrir hendi og leikstjórn annaðist Ieikstjóri sem gert hafði ásjálega hálf- klámmynd, EMMANUELLE. Skemmst er frá að segja að sjaldan hefur undirrituðum leiðzt jafn ógurlega innan veggja kvikmyndahúss og undir þessari vesælu kvik- myndargerð bókarinnar. Myndin er að vísu oftast áferðarfalleg, með kræsilegum kvenmannskroppum og þokka- legasta umhverfi (a la EMMANUELLE). En það er allt og sumt. Efnið hefur allt runnið út í sandinn, eða guð má vita hvert. Leikstjóranum er það greinilega ofvaxið að byggja upp nokkra ero- Það hefur verið dustað rykið af tveimur hallærisleikurum, og þeim fengin aðalkarlhlutverk- in 1THE STORY OF O tfska spennu (a la E). Aftur á móti hefur hann brugðið á það ráð að velta sér rækilega uppúr nýjustu tízkustefnu kvikmyndaheimsins, S.M., (kvalalosta/sjálfspyntingu). Og allavega tókst honum að kvelja mig (þ.e.a.s. andlega). Nú, og myndin hefur jafnvel gengið betur en forveri hennar hún EMMANUELLE. Afdankaðir úrkastsleikarar fara hér með titilhlutverk, þ.e. karlhlutverk. Það er næsta broslegt að sjá ómerkinga eins og Anthony Steel (sem maður hélt nú reyndar að væri löngu dauður, hann var eitt sinn giftur Anitu Ekberg, ef einhver man eftir henni), Jean Gavin og þýzku súkkulaðismeðjuna Udo Kier f hlutverkum sterkra kvennamanna sem hafa ofurvald á yndisfögrum konum. Ja svei. SV.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.