Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JUNI 1976 3 Færa okkur 11.-17. aldar tón- list með réttum hljóðfærum FRÖN&KU .tónlistarmennirnir ( Ars Antiqua, komu til lands- ins f gærkvöldi. Þeir flytja okk- ur á listahátíð tónlist frá mið- öldum, ætla að leika tónlist frá 11. öld og allt til 17. aldar, að þvf er þeir sögðu við komuna. Meðferðis höfðu þeir hljóðfær- in, sem eru alveg af sömu gerð og þau, sem leikið var á, þegar tónlistin varð til, sem þeir flvtja. En kvartettinn, sem stofnaður var fyrir 10 árum, hefur sérhæft sig f þessari tón- list. Tveir Frakkanna voru stofn- endur kvartettsins, flautuleik- arinn Michel Sanvoisin og Joseph Sage, sem líka er söngv- ari. Hin hafa bætzt í hópinn síðar, þau Kleber Besson, sem leikur á lútu og „vihuelu“ og Lucie Valentin, sem leikur á violu de gamba. Sanvoisin sagði íréttamanni blaðsins að til væri skrifuð músik allt frá 10. og 11. öld, en erfiðara væri að lesa hana en tónlist frá 14. öld. Þessi gamla tónlist hefði svo stund- um verið skrifuð upp aftur. Hér ætlar Ars Antiqua að flytja okkur á tónleikunum á Kjarvalsstöðum kl. 2 i dag fyrstu pólffónísku tónlistina, sem til er frá 11. öld Halleluja. Þá leikur hún trúbadorasöngv- ar frá Suður-Frakklandi frá 11., 12. og 13. öld, þá tvo söngva eftir Guima de Machon frá 14. öld, en 500! ártið hans verður á næsta ári. Þá munu þeir flytja spænska tónlist frá 15. öld, en þeir sögðu að til væri mikil og mjög falleg tónlist frá tímum Isabellu Spánardrottningar. Og síðast yrði svo frönsk tónlist frá 16. og 17. öld, þar á.meðal léttir söngvar og dansaf! Voru þetta oft pólitískir söngvar, gegn stjórnendum, að því er þeir segja. Ars Antiqua þykir ákaflega fáguð hljómsveit og hafa borið hróður Frakka og franskrar menningar víða. Franska rikis- stjórnin lagði í þetta sinn til úr menningarsjóði fé til Islands- farar til að kynna okkur þessa gömlu tónlist. Hljóðfæraleikar- arnir í Ars Antiqua eru alltaf á hljómleikaferðum og eru mjög eftirsóttir. — Áhuginn á þess- ari fornu tónlist er orðinn gíf- urlega mikill, sögðu þeir, og fer vaxandi. Þeir voru að koma frá Amsterdam, þar sem þeir léku á hljómleikum í fyrra- dag. Og heim verða þeir að fara á sunnudag, þar sem þeir verða að leika í sjónvarpsupptöku um Rabelais í ^Chinen, þar sem hann var faeddur. Hljóðfæraleikararnir frönsku koma að Hótel Esju með fornu hljóð- færin sfn. Þeir eru: Michel Sanvoisin, Kleber Besson, Livie V'alent- in og Joseph Sage. Ljósm. Ól.K.Mag. „ Víkmgar” í Ameríku sigla í KJÖLFAR víkinga skal hald- iS og farkosturinn ber kunnug- legt nafn, Leifur Eirlks- son. Ekki er þó ætlunin að leggja út I ála úthafsins í hinni eiginlegu merkingu þeirra orSa, heldur skal siglt rneS austurströnd Bandarlkjanna og upp eftir Hud- son ánni til New York. TilefniS er geysimikil sýning og sigling gam- alla og nýrra seglskipa 1 tengslum viS 200 ára afmæli Bandarfkja NorSur-Amerfku, og er ætlunin aS þessi viSburSur verSi hápunktur Gert ráð fyrir a.m.k. 5 millj. áhorfendum hátíðahaldanna f New York, 4. júlí nk. „Víkingarnir", sem sigla skip- inu eru sjö íslendingar og einn Norðmaður Farkostur „víkinganna" átta verður „víkingaskipið' , sem Norð- menn færðu Reykjavíkurborg að gjöf í tilefni af þjóðhátíðinni 1974 „Víkingarnir" hafa að undanförnu verið ötulir við æfingar því að flestir eru þeir lítt vanir siglingum á segl- skipum og i gær fóru þeir i síðustu æfingarferðina, en að henni lokinni var mastur „víkingaskipsins" felt og búið til Amerikuferðarinnar Þangað fer það með ms. Brúarfossi í næstu viku en áhöfnin heldur vestur um haf 29 þessa mánaðar, utan það hvað einn þeirra fylgir farkostinum yfir hafið í Newport bætast „vík- ingarnir" í hóp 200 annarra áhafna frá um 30 þjóðum, sem taka þátt í þessari miklu sýningu Tildrög fararinnar voru þau að síðustu tvö ár hefur fyrrnefnd sýning verið í undirbúningi, en af einhverj um ástæðum láðist að hafa sam- band við íslendinga og Frakka þar til á sl. hausti Þá höfðu aðiiar vestan- hafs samband við Sigurð A Magnússon og báðu hann að hafa upp á seglskipi, sem senda mætti á sýninguna, þar sem ekki kæmi til greina af sögulegum ástæðum, að ísland ætti ekki fulltrúa í þeirri fylk- ingu, sem kæmi á vettvang Sig- urður fékk síðan leyfi Reykjavíkur- borgar til að nota „vikingaskip" þess til fararinnar, en talsverðar viðgerðir hafa farið fram á skipinu og hafa forsætis- og utanríkisráðuneytin lagt fram 400 þúsund krónur til að standa straum af viðgerðum skips- ins og af flutningnum vestur. Síðan Framhald á bls. 23 Þau eru mörg handtökin, sem „Víkingarnir" á Leifi Eirfkssyni verða að kunna skil á. Hér eru þeir Óli Barðdal og Sveinn Sæmundsson að losa blökk og fjær tekur Hinrik Bjarnason til árar. Rallý-keppni FÍB í dag FÉLAG fsl. bifreiðaeigenda efnir til „rallý-keppni“ f dag með þátt- töku 36 ökumanna á fólksbifreið- um. Lagt verður af stað frá Hótel Loftleiðum og verður fyrsta bif- reiðin ræst kl. 13.01. Akstursleið er haldið leyndri fyrir keppend- um þartil nokkrum klukkustund- um áður en keppni hefst. Að Hótel Loftleiðum verður að- staða fyrir þá sem vilja fylgjast með keppninni, en einnig hafa verið gefnir upp fáeinir staðir þar sem bifreiðarnar munu aka um. 1 upphafi munu bifreiðarnar fara um Lækjargötu og Skúlagötu en siðan hefur mótsstjórn gefið upp Gjábakkaveg, Laugarvatn og Þrastalund, þar sem verður 20 mín. áning. Hann horfir til lands. Þetta leitandi augnaráS ,, vikingsins" hefur lifað með þjóðinni frá fyrstu landnámsnönnum. „Vlk- ingurinn", sem hér horf ir til lands er Kári Jónas- son. Nýr forseti bæjarstjórnar Seltjarnarneskaupstaðar Sveinn Tryggvason: Nauðsynlegt að slátra fleiri kálfum nú j FRAMHALDI af frétt blaðsins i gær um aukna slátrun ungkálfa og spár ýmissa um að það gæti leitt til skorts á ungnautakjöti eftir 1 'h til 2 ár. snéri blaðið sér til Sveins Tryggva- sonar f ramkvæmdastjóra Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins og spurði hann hvert væri viðhorf hans til þessarar aukningar á slátrun ung- kálfa. Sveinn tók fram að hann liti þessa aukningu engan veginn alvarlegum augum Staðreyndin er að við eigum nú til meiri birgðir af nautakjöti i land- inu en við höfum nokkru sinni átt Niðurgreiðslur á nautakjöti hafa ekki orðið til að auka sölu þess, eins og menn gerðu ráð fyrir, sagði Sveinn Síðustu ár hefur verið offramleiðsla á nautakjöti og þvi er nauðsynlegt að slátra fleiri kálfum nú, þannig að koma megi á jafnvægi á næsta ári og kom- andi árum Grundvöllurinn hlýtur að vera að jafnvægi sé i framleiðslunni og eftirspurninni, sagði Sveinn að lokum Á FUNDI bæjarstjórnar Seltjarn- arneskaupstaóar 9. júnf s.l. var Magnús Erlendsson fulltrúi kjör- inn forseti bæjarstjórnar fyrir næsta starfsár, f stað Karls B. Guðtnundssonar viðskiptafræð- ings, sem gegnt hafði starfinu undanfarin 2 ár og þar á undan stöðu oddvita f áratug. Hér er um að ræóa framkvæmd á ákvörðun sem fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins tóku í upphafi kjörtímabilsins um skiptingu embættis forseta milli ákveðinna fulltrúa meirihluta sjálfstæðis- manna á kjörtímabilinu. Hlaut Magnús kosning samhljóða og mótatkvæðalaust, jafnframt sem flestallir bæjarfulltrúar fluttu Karli B. Guðmundssyni þakkii fyrir ágæta stjórn funda bæjar stjórnar undanfarin ár. Magnús Erlendsson. m hlaupi ÁGÚST Ásgeirsson langhlaupari setti nýtt lslandsmet f 1500 metra hlaupi á frjálsíþróttamóti f Hol- landi s.l. miðvikudagskvöld. Hljóp Ágúst vegalengdina á 3,45,8 mín.og bætti þar með 16 ára gam- alt met Svavars Markússonar i greininni, sett í Róm 1960. Var gamla metið 3,47,7 mín. Ólympíu- lágmark í 1500 metra hlaupi er 3,45.0 míriutur. Islands- met 1 1500 „VÍKINGAR" TIL VESTURHEIMS — Þeir eru ekki að leggja l ann. en sú stund nálgast nú óðum. „Vlkingarnir" á myndinni eru. taliðfrá vinstri: Óli Barðdal, Sveinn Sæmundsson, Hinrik Bjarnason, Markús Öm Antonsson. Sigurður A. Magnússon, Viggó Maack og Kári Jónasson. Norðmaðurinn Kjartan Mogensen er ókominn til landsins. Ljósm. Mbl. RAX.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.