Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12 JUNÍ 1976 33 VELVAKANDI Velvakandi svarar i sima lO-IOO’ ■ kl. 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags 0 Listahátíð fyrir alla Ung kona hringdi til Vel- vakanda og kvaðst ánaegð með það, hve margt væri á þessari listahátíð sem nú stendur yfir, fyrir börn og fullorðna jafnt. Hún sagði að í þetta sinn hefði fjöl- skyldan öll, sem samanstendur af foreldrum og nokkuð ungum börnum, tekið þátt i listahátíð, en ekki þurft bara að koma börnun- um fyrir meðan þeir fuliorðnu hlustuðu á fína hljómleika eða leikrit á erlendum málum eða slíkt. Sagðist hún gjarnan vilja vekja athygli annarra á þessu, þar sem önnur helgi listahátíðar fer i hönd. Þvi það vendi börnin á að koma í menningarhús, eins og Norræna húsið og Kjarvalsstaði, ef þau byrjuðu að sjá þar eitthvað skemmtilegt við sitt hæfi. Þau gengju svo um og sæju sýningarnar með foreldrum sínum um leið. Og það væri kannski ekki lítið hlutverk fyrir listahátið að laða börnin að. 0 Skemmtu sér vel Konan sagðist hafa farið um síðustu helgi með börnin í Norræna húsið, þar sem þau skemmtu sér vel við að sjá finnska sjónhverfingamanninn Solmu Mákelá, sýna töfrabrögð, þann hinn sama sem sýnir þar veggspjöld úr sirkusheiminum. Þarna var fullt af krökkum, sem skemmtu sér vel. Og nú mun hann aftur ætla að vera um næstu helgi, kl. 4 á laugardag og 3 á sunnudag. En um leið skoðaði fjölskyldan nytjalistarsýninguna í kjallaranum og fékk sér kókó og kökur. Daginn eftir var farið af stað að heiman eftir hádegið og í þetta sinn á Kjarvalsstaði, þar sem tón- smiðja Gunnars Walkare var byrjuð. Og þar smiðuðu mamman og eldri börnin sér flautur úr einföldum rörum í smiðjunni og yngri börnin voru með pabbanum að berja bumbur með ásláttar- hljóðfærunum hinum megin i húsinu undir leiðsögn Svíanna. Á eftir var hægt að fá sér að drekka og skoða svo sýningarnar. Þetta mun eiga að endurtaka á sunnu- daginn og þá geta foreldrar með skáldaáhuga kannski hlustað á upplestur á ljóðum, meðan börnin fara í smiðjuna. 0 Töfraheimur fyrir alla Velvakandi vill bæta- þvi við, að margt er fleira af góðum atriðum fyrir alla fjölskylduna og er að vissu leyti sammála Michael Meschke frá Stokkhólmi, sem rekur brúðuleikhúsið þar, að ekki sé rétt að draga skarpa línu milli þess sem börn og fullorðnir geta notið, þó vissulega nái ýmislegt fremur til barna og annað geti aðeins fullorðnir melt. En Meschke færir okkur nú einmitt sýningu fyrir alla, brúðuleikinn um Litla prinsinn i Þjóðleikhús- inu sem er einn töfraheimur sem börn á aldrinum 5 til 80 ára ættu að geta notið. Fleira er vissulega á Iistahátíð, sem allir geta notið, einkum kannski foreldrar með stærri krakka, og förum við ekki nánar út í það. En það er vissulega rétt hjá ungu konunni, að það er gott að börn venjist ung á að um- gangast listir og sýningar. Ekki þýðir þá að þvinga þau tii þess, svo það er af hinu góða að þau komi i listahúsin til að sjá eitt- hvað sem þau hafa áhuga á. Smekkurinn þroskast svo. 0 Dagheimilismál Önnur ung kona hafði sam- band við Velvakanda vegna skrifa í dálkunum um barnaheimili. Hún kvaðst hafa séð í blöðunum haft eftir fulltrúa menntamála- ráðuneytisins, er fer með þau mál, sem rök fyrir þeirri brýnu þörf, sem vissulega væri á dag- heimilum, að konum fjölgar mjög sem útskrifast úr háskóla og vilja eðlilega nýta sitt nám. Þær væru ekki allar að mennta sig að gamni sinu, þær hefðu meiri áhuga á að hagnýta menntunina í starfi. Þetta kvaðst konan vel skilja og væri skynsamlegt. En þá bæri á að líta, að með því að fá þessa menntun og i framhaldi vel laun- uð störf, þá hefðu einmitt þessi heimili betri tekjur og möguleika á að borga vel fyrir það starf, sem aðrir taka þá af þeim í staðinn, að ala upp börnin og hlynna að þeim. Og það er sjálfsagt alveg ljómandi verkaskipting. En þá kvaðst hún komin að því, sem hún vildi koma á framfæri. Þetta er fólkið sem bezt getur bjargað sér og að hennar dómi á að gera það. Hún sagðist vita af eigin reynslu, að helzti þröskuldurinn i vegi fyrir því að fá góðar konur til að sjá um heimili og börn væri sá að þeim væri ekki borgað eins og öðru starfsfólki og vinnutíminn væri of langur. Ur þvi húsmóðirin vinnur vegna menntunar sinnar fyrir háu kaupi, þá ætti það einnig að ganga til þeirrar konu, sem tekur að sér önnur störf hennar og vinnutíminn að vera sá sami. Sama ætti að gilda — meðan ekki er nægt rými fyrir alla á barnaheimilum — um gæzlu á barnaheimilum sagði hún. l’ólkið með hæstu tekjurnar hefur getu til að reka sjálft í sameiningu, eins og sumir raunar gera, dag- heimili fyrir börn sín og borga þar það sem það kostar að sjá vel um þau. Eða þá að borga fullt á dagheimilunum, þar sem niður- greiðsla á barn mun nú vera orðin um eða yfir 15 þúsund kronur á mánuði. Ef svo væri, sagði konan, þá yrði kannski hægt að komast betur áfram með uppbyggingu dagvistunarstofnana, fyrst fyrir einstæðar mæður og þá sem ekki hafa tekjur til að borga fullt fyrir börn sín. Þessi sérstöku rök fyrir því að lægi á að koma upp barna- heimilum fundust ungu konunni minna gild en þau rök, að ein- stæðum mæðrum á lágum launum væri að fjölga eða að láglaunafólk þyrfti á því að halda að koma börnum I gæzlu til að geta séð fyrir heimili sínu. Töframaðurinn finnski. Solmu Mákelá sýnir töfrabrögð 1 Norræna húsinu. Ilann fór enn einu sinni f húsið áður en hann hélt heimleiðis. Helen hafði farið til hallarinnar að hitta Nicole og sækja muni sem hún átti þar. Hún ætlaði siðan að koma til Heraulthússins og sækja hann þar. bennan dag skein sólin f heiði. Meira að segja þetta drungalega hús Ijómaði af birtu dagsins. Sólargeislarnir dönsuðu á flfsa- gólfinu þar sem lan Richardsson hafði hlætt til ólífis. David gekk herbergi úr herbergi. Hann hlýddi á þögn hússins. Hingað aúlaði hann ekki að koma aftur. Hann hafði afráðið að auglýsa húsið til sölu eins og það var með öllum búnaði, öllum minningum. Hann heyrði að Helen var að sveigja inn í innke.vrsluna. Hann lokaði útidvrunum og gekk til móts við hana á stfgnum. Ilún tók í hönd hans og mælti ekki orð af vörum. Svo sneru þau baki við húsinu og gengu brott. Sögulok. HÖGNI HREKKVÍSI b. d. Dagskrá 39. Sjðmanna úagsins, sunnudaglnn 13. Júnf 1976 Kl. 08.00 Fánar dreqnir að hún á skipum i Reykjavíkurhöfn Kl. 10.00 Leikur Lúðrasveit Reykjavíkur létt lög við Hrafnistu, stjórnandi lúðra- sveitarinnar er Björn R Einarsson. Kl. 11.00 Sjómannamessa i Dómkirkjunni Séra Þórir Stephensen þjónar og minnist drukknaðra sjómanna Inga María Eyjólfsdóttir og Dómkórinn syngja, organleikari er 1 Ragnar Björnsson Blómsveigur lagður á leiði I óþekkta sjómannsins í Foss- | vogskirkjugarði HÁTÍÐAHÖLDIN í NAUTHÓLSVÍK: Kl. 13.30 Leikur lúðrasveit I Reykjavíkur, stjórnandi er | Björn R Einarsson Kl. 13.45 Fánaborg mynduð I með fánum stéttarfélaga | sjómanna og íslenskum 1 fánum Kl. 14.00 Ávörp: a . Fulltrúi rikisstjórnarinnar, I Matthias Bjarnason, sjávarút- j vegsráðherra Fulltrúi útgerðarmanna, Guð- mundur Guðmundsson, út-1 gerðarm. frá ísafirði Fulltrúi sjómanna, Ársæll | Pálson, matsveinn Pétur Sigurðsson, form Sjómannadagsráðs heiðrar I sjómenn með heiðursmerki I dagsins Þá verður ennfremur einn heiðraður með gullkrossi Sjómannadagsins Starfs- menn landhelgisgæslunnar I verða heiðraðir sérstaklega, og einnig verða veitt afreks- björgunarverðlaun KAPPRÓÐUR, KAPPSIGLING O.FL.: 1. Kapþsigling á seglbátum 2. Kappróður og starfandi I veðbanki 3. Björgunarsveitín Vikverjar frá j Vik i Mýrdal sýna sjóskiða iþrótt 4. Björgunar- og stakkasund 5. Koddaslagur 6. Sportbátar félaga sportbáta-! félagsins Snarfari sigla i hóp- [ siglingu inn Fossvoginn Enginn aðgangseyrir verður að I útihátiðahöldunum en merki | Sjómannadagsins og Sjómanna- dagsblaðið, ásamt veitingum | verða til sölu ábátiðarsvæðinu Strætisvagnaferðir verða frá Lækjatorgi og Hlemmi, frá kl 1 3 00 og verða á 1 5 min fresti Þeim, sem koma á eigin bilum, er sérstaklega bent á að koma timanlega i Nauthólsvik, til að forðast umferðaröngþveiti Sjómannahóf verður að Hótel Sögu, og hefst með borðhaldi kl 19 30 MERKJA- OG BLAÐASALA SJÓMANNA- DAGSINS: Afgreiðsla á merkjum Sjómanna-1 dagsins og Sjómannadags blaðinu verður á eftirtöldum ' stöðum frá kl 10.00 Austurbæjarskóli, Álftamýrar-1 skóli, Ábæjarskóli, Breiagerðis I skóli, Breiðholtsskóli, Fellaskóli, I Hliðarskóli, Kársnesskóli, Kópa-1 vogsskóli, Langholtsskóli, [ Laugarnesskóli, Laugarásbió, Melaskóli, Mýrarhúsaskóli, Vogaskóli og hjá Vélstjórafélagi | íslands, Bárugötu 1 1 TAKIÐ NÚ EFTIR Söluhæstu börnin fá ferð með landhelgisgæslunni i söluverð- laun, auk þess sem þau börn, er selja fyrir kr 2 000 — fá að- göngumiða í Laugarásbió MMisnsisTsitiæis ALLT MEÐ EIMSKIF ji I | I I s I § i I § I I p i i i i i I § i I 1 Á næstunni ferma skip vor til íslands sem| hér segir } ANTWERPEN r Tungufoss 1 6. júní [ Grundarfoss 22. júni [ Urriðafoss 28. júni Tungufoss 5. júlí ROTTERDAM Tungufoss 1 7. júni Grundarfoss 2 1. júní Urriðafoss 29. júní Tungufoss t5. júlí FELIXSTOWE Mánafoss 1 5. júní Dettifoss 22. júni Mánafoss 29. júni Dettifoss 6. júli HAMBORG Mánafoss 1 7. júni Dettifoss 24. júni Mánafoss 1. júlí Dettifoss 8. júlí PORTSMOUTH Bakkafoss 2 1. júni Goðafoss 30. j úni Brúarfoss 8. júlí Bakkafoss 1 2. júli Selfoss 20. júli HALIFAX Brúarfoss 1 4. júlí WESTON POINT Kljáfoss 2 1. júní Kljáfoss 5. júli KAUPMANNAHÖFN Múlafoss 1 5. júní Irafoss 22. júni Múlafoss 29. júní írafoss 6. júlí GAUTABORG Múlafoss 1 6. júni írafoss 23. júni Múlafoss 30. júní írafoss 7. júli HELSINGBORG Álafoss 2 1 júní Álafoss 5 júli KRISTIANSAND Álafoss 22. júní Álafoss 6. júli GDYNIA/GDANSK Reykjafoss 30. júni Fjallfoss 7. júli VALKOM Reykjafoss 28. jú ni Fjallfoss 5. júlí VENTSPILS Reykjafoss 29. júni Fjallfoss 6. júli Reglubundnar |j vikulegar ■EÍ hraöferðir frá: ANTWERPEN, FELIXSTOWE, GAUTABORG, HAMBORG, KAUPMANNAHÖFN, ROTTERDAM IJjll r"- I GEYMIÐ auglýsinguna !E5Sti2MDi EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.