Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR 125. tb. 63. árg. LAUGARDAGUR 12. JUNÍ 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dauðadóma krafizt í máli 13 málaliða Luanda, 11. júní. AP. Reuter. NVJA stjórnin í Angóla hóf í dag réttarhöld gegn 13 erlendum málaiiöum, þar af tíu brezkum, og kraföist þess að þeir vrðu allir leiddir f.vrir aftökusveit. Því var haldiö fram að foringi málaliöanna, Costas Georgiou (brezkur Kýpurbúi og öðru nafni „Callan ofursti") hefði mvrt Bandaríkin: Fleiri frillur á ríkis- jötunni? Washington, 11. júní — Reuter. NVTT hneykslismál er komið upp f bandarfska þinginu, og er einn þingmanna demókrata í Fulltrúadeildinni sakaður um að hafa hvað eftir annað hækkað laun „einkaritara" sfns þegar hún var honum undirgefin. Það er einkaritarinn Colleen Gardner, sem skýrir frá þessu sambandi sínu við þingmann- inn John Young frá Texas i Washington i dag. Hún kveðst hafa sagt starfi sínu lausu í marz, en þá hafi laun hennar verið komin upp í 26.000 doll- ara á ári. Þegar hún hóf störf hjá Young árið 1971 voru árs- iaunin átta þúsund dollarar. Young þingmaður, sem er 59 ára, kvæntur og fimm barna faðir hefur harðneitað þessum ásökunum. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem þingmaður er sakaður um að láta ríkið Framhald á bls. 20 karla, konur og börn til að fá útrás fvrir kvalalosta og græða peninga. í ákærunni sagði að hann hefði myrt fólk daglega til að hræða landsmenn og valdið skelfingu með harðneskjulegri stjórn sem hann hefði knúið fram með valdi. Kevin Marcant, einn brezku sakborninganna. sagði frá því hvernig „Callan ofursti“ hefði skotið einn manna sinna og skip- að liðþjálfa sínum að taka 13 til viðbötar af lífi. „Taktu þá burtu og þurrkaðu þá út,“ sagði hann að sögn Marcants. Málaliðarnir létu engar tilfinn- ingar i ljósi þegar þeir hlýddu á ákæruna. Tveir þeirra, Bretinn Andrew Mackenzie og Irinn John Nammock, voru í hljólastólum. Argentínumaðurinn Gustavo Grillo var með annan fótinn í Framhald á bls. 23 Mynd þessi var tekin f réttarsalnum f Luanda f gær þegar réttarhöld hófust yfir 13 málaliðum úr borgarastyrjöldinni í Angóla. Ef byrjað er neðst til vinstri og talið hringinn sólarsinnis, eru þeir ákærðu þessir: J. Nammock, M. Wiseman, C. Georgiou (Callan), C. Evans, D. Gearhart, J. Barker, G. Grillo, C. Fortuin, K. Marchant, G. Acker, M. Mclntyre, A. McKenzie. Beirut í sýrlenzkri herkví Friðartilraunir Arababandalagsins árangurslausar Beirút, Libanon, 11. júní — AP, Reuter. ALLAR tilraunir til að koma á virku vopnahléi f Líbanon virðast renna jafnóðum út í sandinn, og í Nýir skjálft- ar á Italíu Udine, Italíu, 11. júni — Reuter. ALLSNARPUR jarðskjálfti varð í dag á Friuli-svæðinu á Norð- austur-ítaiíu, og olli hann nokkru tjóni á húsum, sem enn stóðu eftir jarðskjálftana miklu á þessu svæði í fyrra mánuði. Jarðskjálftinn í dag mældist 4,8 Framhald á bls. 20 kvöld voru sýrlenzkar hersveitir sagðar sækja gegn stöðvum Palestínumanna. Sýrlendingar neita að hætta að- gerðum í Lfbanon, og f dag bætt- ist hersveitum þeirra 500 manna liðsauki. Er þá 12.500 manna sýr- lenzkur her f Lfbanon, búinn skriðdrekum og stórskotaliði. Arababandalagið hefur reynt að stilla til friðar, en án árangurs. Mahmoud Riad, framkvæmda- stjóri Arababandalagsins, kom f kvöld til Sýrlands ásamt nefnd stjórnmálamanna og hernaðar- sérfræðinga til viðræðna við Haf- ez al-Assad forseta um ráðstafan- ir til að koma á friði. Hefur verið rætt um það f Arababandalaginu að senda friðargæzlusveitir til Lfbanons til að stfa herjunum f sundur. í Beirút sjálfri hefur verið kom- ið upp aðalstöðvum fyrir friðar- umleitanir, og þar sitja sex her- foringjar við samningaborðið, tveir frá Sýrlandi, tveir frá Líbýu og tveir Palestínumenn. Leið- togar kristinna hægrisinna hafa harðlega mótmælt fyrirætlunum Arababandalagsins um að senda friðargæzlusveitir til Líbanons. Hóta þeir því að segja landið úr Aukínn árásarmátt- ur Sovétrikjanna vek- ur áhyggjur hjá NATO Briissel, 11. júní — Reuter, NTB. LOKIÐ er í Brússel tveggja daga fundi varnarmálaráðherra rfkja Atlantshafsbandalagsins. t yfir- lýsingu, sem gefin var út f lok fundarins f dag, segja ráðherrarn- ir að valdajafnvægið milli NATO og Varsjárbandalagsins sé að brevtast Sovétríkjunum í hag. Sovétríkin séu nú fær um að beita hernaðarmætti sfnum hvar sem er í heiminum, og að hernaðar- máttur Sovétrfkjanna og banda- manna þeirra haldi áfram að auk- ast umfram það, sem nauðsynlegt geti talizt til landvarna einna. Benda ráðherrarnir á þá auknu áherzlu, sem Sovétríkin leggja á árásarmátt herafla síns, einkum flughersins. Aukin áhrif Sovétríkjanna i Af- ríku voru mjög til umræðu á fundinum. Töldu þeir Roy Mason frá Bretlandi og Georg Leber frá Vestur-Þýzkalandi að NATO hefði ekki gert nóg til að mæta þeirri þróun. Á blaðamannafundi í lok ráð- herrafundarins sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna að þrátt fyrir yfir- lýsingar Fidels Castros forsætis- ráðherra Kúbu í fyrra mánuði um fækkun í hersveitum Kúbu i Ang- óla, hefði hann engar sannanir fyrir því að sú fækkun hefði átt sér stað. Talið er að Kúba hafi Framhald á bls. 20 Flett ofan af þremur njósnurum Vestur-Berlín, 11. júni. Reuter. VESTUR-ÞÝZKA öryggislög- reglan hefur svipt hulunni af njósnahring kommúnista i Vestur-Berlfn samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Njósnararnir eru tveir eða þrfr samkvæmt heimildunum, þar iaf einn kvenritari, og munu hafa komizt undan. Fréttin hefur ekki verið staðfest, en heimildirnar herma að þeir hafi gegnt lág- um stöðum í flokki sósialaemó- krata (SPD) og verkalýðs- hreyfingunni. I síðustu viku handtók vest- ur-þýzka öryggislögreglan 16 manns i 7 borgum grunaða um njósnir í þágu Austur Þjóðverja. Blaðið Die Welt segir að senditæki og dulmálsbók hafi fundizt i ibúð eins njósnarans i Vestur-Berlín. Die Welt segir að njósnar- arnir hafi getað skýrt frá trún aðarsamræðum og ákvörðun um i flokki sósialdemókrata í Vestur-Berlín. Framhald á bls. 20 Arababandalaginu og fá aðstoð erlendra hersveita ef sveitirnar verða sendar. Utvarpsstöð krist- inna manna birti i dag yfirlýsingu þess efnis að sérhver afskipti ann- arra en Sýrlendinga gætu leitt til alvarlegrar trúarbragðastyrjald- ar, og „til hættulegra átaka í Mið- Austurlöndum og ef til vill heim- inum í heild,“ eins og komizt var að orði. I gær var tiltölulega rólegt í Líbanon, en undir kvöldið hófust átök á ný. Telja yfirvöld i Beirut að 114 manns hafi fallið og enn fleiri særzt undanfarinn sólar- hring, aðallega i sprengju-, eld- flauga- og stórskotaliðsárásum. Umsátursástand ríkir i Beirut, sem er umkringd sýrlenzkum her, og tekið er að gæta matarskorts. Verð á þeim matvælum, sem fáan- leg eru, hefur rokið upp, raf- magnslaust er viða I borginni og simasamband fæst aðeins með höppum og glöppum. Liðsaukinn, Framhald á bls. 20 „Innrás í Tivoli Kaupmannahöfn, 11. júni — NTB SÆNSKIR skólanemar héldu upp á skólaslitin í dag með því að hópast til Kaupmannahafnar og leggja hreinlega undir sig mið- borgina og skemmtisvæðin Tivoli og Dyrehavsbakken. Danska lögreglan neyddist til að handtaka tugi æskufólks á aldrinum 12 — 17 ára vegna ölvunar. Fylltust fangageymsl- urnar, og voru þá þau yngstu af- hent barnaverndarnefnd. Á „Strikinu", sem er göngugata lágu Svíarnir bókstaflega eins og hráviði, hálfmeðvitundarlaus'ir af ofdrykkju, og flytja varð marga yngri nemana í sjúkrahús þar sem dælt var upp úr þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.