Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 36
AUGLÝSrNGASÍMrNN ER: 22480 Gæzluvarð- hald Sævars Ciecielskis framlengt um 90 daga Tveir ungir menn dæmdir í 15 mán- aða fangelsi fyrir innbrot og þjófnaði í GÆRMORGUN voru kveðnir upp dómar í mál- um fjögurra ungra manna, sem höfðu orðið uppvísir að mörgum stórinnbrotum á Reykjavíkursvæðinu á undanförnum mánuðum og árum. Var andvirði þýf- is og skaðabótakröfur vegna skemmda samtals um 5 milljónir króna. Tveir mannanna fengu 15 mánaða fangelsisdóm, einn fékk þriggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi og refsingu fjórða mannsins var frestað skilorðsbundið. Dómurinn var kveðinn upp í bæjarþingi Seltjarnar- ness af Sverri Æinarssyni sakadómara, settum dóm- ara í málinu. Eins og lesendur rekur eflaust minni til, handtók rannsóknar- lögreglan í Hafnarfirði menn þessa í vetur vegna margra stór- innbrota. Má þar nefna tvö inn- brot í skrifstofur bæjarfógetans á Seltjarnarnesi og pósthús í sama húsi, innbrot á skrifstofu BP í Reykjavik, þar sem stolið var 850 þúsund krónum, Ford-húsið í Reykjávík og skrifstofu Sjóvá í Hafnarfirði. Þá viðurkenndu þeir 15—16 önnur innbrot, t.d. í gull- smiðavinnustofu árið 1973, þegar stolið var gulli að verðmæti 2 milljónir króna á verðlagi sama árs og sprengiefnageymslu Reykjavíkurborgar. Þáttur hvers og eins var mismikill í þessum innbrotum. I.ÍAsm.: Ó1.K.M. TALSVERÐ spjöll hafa verið unnin á listaverkum, sem Myndhöggv arafélagið hefur haft til sýnis I Austurstræti undanfarið. t gær kastaði þó tólfunum, er felld var um koll mynd eftir Arna Ingólfsson. Myndin hét Fjölskyldan og mun vera gjörónýt og vart um annað að ræða en Hreinsunardeild borgarinnar fjarlægi það sem eftir er af henni. Saltfiskframleiðslan í fyrra sú mesta í 23 ár Barinn á Laugar- vatni opnaður Ráðherra veitti undanþágu fyrir sumarið EINS og sagt hefur verið frá í fréttum ákvað menntamála- ráðherra, Vilhjálmur Hjálm- arsson, að áfengisveitingar skyldu ekki leyfðar í þeim Edduhótelum sem eru I skóla- húsnæði, en nú hefur Eddu- hótelið f Húsmæðraskólanum á Laugarvatni fengið undan- þágu þar að lútandi fyrir sum- arið. Samkvæmt upplýsingum Björns Vilmundarsonar for- stjóra Ferðaskrifstofu ríkisins áttu ferðaskrifstofumenn fund með menntamálaráðherra um þetta mál fyrir nokkru, en nú hefur ráðherra tilkynnt að lok- unin nái ekki til sumarsins Framhald á bls. 20 Fimm í fang- elsi vegna hassmálanna FIMM fslenzkir karlmenn sitja nú f fangeisum, f jórir á tslandi og einn á, Spáni, vegna þeirra þriggja hassmála, sem nú eru f rannsókn, og fslendingar eru við- riðnir. Ekkert nýtt var að frétta af gangi rannsókna f hassmálun- um þremur, þegar Mbl. ræddi við rannsóknaraðila f gær. Kópavogsinnbrotin: Ungur maður í gæzluvarðhaldi RIJMLEGA tvítugur Kópavogsbúi vab í fyrrakvöld handtekinn og úrsk'úrðaður í allt að 30 daga gæzluvarðhald vegna innbrot- anna í Rópavogi í vikunni, en þá var m.a. stolið fé úr Sparisjóði Kópavogs. Er þetta síbrotamaóur, sem þótti hafa grunsamlega mikið fé undir höndum. Málið er í rann- sókn. □ Sjá nánar í frétt á bls. 2. □ SALTFISKERAMLEIÐSLAN hérlendis á sl. ári var samtals 46.500 tonn og var þetta mesta framleiðsluár saltfisksframleið- enda um 23 ára skeið. I ár var hins vegar búizt við þvf að fram- leiðsla á saltfiski drægist nokkuð saman, m.a. f Ijósi upplýsingar þeirra sem fram komu f Svörtu skýrslunni svonefndu og vegna hagstæðra markaðsskilyrða fyrir skreið á Nfgerfumarkaði, en reyndin hefur orðið önnur. Fram- leiðslan á saltfiski frá áramótum fram til 1. júnf sl. varð um 25 þúsund lestir af þorski og er það um 90% af framleiðslunni á sama tfmabili f fyrra. Það kom fram á aðalfundi Sölu- sambands ísl. fiskframleiðenda í gær að vegna óvissunnar um það hversu mikil saltfisksframleiðsl- an yrði framan af árinu var beðiö Vertíðarframleiðsl- an nú aðeins um 10% minni en í fyrra með að leita eftir samningum þar til í marzmánuði að gengið var frá samningum við Portúgali um tæpl. 18 þúsund tonn og við Spánverja um 6 þúsund tonn, en í lok april var síðan samið við Itali um kaup á 2 þúsund tonnum og við Grikki um kaup á um 4000 tonnum. Verðmæti þeirra samninga sem þegar hafa verið gerðir mun vera um 8 milljarðar króna. Akureyri, 11. júní — TUTTUGU sekúndulftrar af 90 stiga heitu vatni komu f gær upp úr holunni, sem nú er verió að bora hjá Syðra-Laugalandi í Eyja- firði. Þá var borinn kominn um 1.200 metra niður, en vatnið kom inn f holuna á 1.125 til 1.149 metra dýpi. Þetta vatn er veruleg viðbót við rennslið úr fyrstu bor- holunni, sem er 70 til 80 sekúndu- Iftrar, og spáir góðu um fram- haldið. 1 1. holu fór vatn að renna á 650 metra dýpi og smávegis á 800 GÆZLUVARÐHALDSVIST Sæv- ars Cieeielskis, eins þeirra sem situr inni vegna Guðmundar og Geirfinnsmála, rann út í vikunni. Var gæzluvarðhaldið framlengt um 90 daga. Jón Oddsson hrl, réttargæzlumaður Sævars, hafði lýst þvf yfir að hann hvggðist kæra úrskurðinn til hæstaréttar, en hann hefur nú fallið frá þvf m.a. á þeim forsendum að rann- sókn málsins sé komin inn á nýjar brautir, t.d. standi nú yfir rannsókn lækna á fólki þvf, sem situr inni vegna málsins. Jón Oddsson hefur haldið því fram um rannsókn fyrrnefndra mála, að upplýsingar hafi borizt til gæzluvarðhaldsfanga fyrir milligöngu fangavarða Síðumúla- fangelsins. Fól ríkissaksóknari sakadómi Reykjavíkur að kanna nánar þessar fullyrðingar Jóns. Mbl. fékk þær upplýsingar hjá Jóni Oddssyni i gær, að hann hefði verið yfirheyrður hjá saka- dómi. Sagði Jón að hann hefði gefið mjög ítarlega skýrslu og yfirheyrslan staðið I tæpa 7 klukkutíma. Varðist Jón að öðru leyti allra frétta af máli þessu. 1 þessum samningum náðust fram nokkrar verðhækkanir frá því i samningum við sömu við- skiptalönd árið á undan, en engu að siður eru nokkrar viðsjár á ýmsum þessara markaða. A Spáni eru til að mynda í gildi innflutn- ingshömlur sem valdið hafa erfið- leikum og á Ítalíu er í gildi 50% innborgunarskylda um þriggja mánaða skeið — fram í ágústmán- uð. Þá eru örðugar markaðsað- stæður fyrir þurrfisk, ekki sízt vegna þess að helzta viðskipta- landið, Brasilía, hefur sett 100% innborgunarskyldu á innfluttan saltfisk svo sem ýmsar aðrar inn- fluttar vörur. metra dýpi, en stærsta æðin var á 1.297 metra dýpi. Samkvæmt halla jarðlaga þarna og með stuðningi af reynslunni af 1. og jafnvel 2. holu ætti að mega vænta enn meira vatns í þessari 3. holu á um 1.800 metra dýpi, þ.e. um 500 metrum neðar en i 1. holu. Ráðgert er að borinn fari niður á um 2.000 metra dýpi í þessari lotu, en jarðfræðingar telja æski- legt, að borað verði enn dýpra til að kanna svæðið vel. Tæplega verður þó af þvi nú vegna aðkall- andi verkefna borsins við Kröflu. —Sv.P. ■■I Um 40 ungir piitar sóttu æfingu unglingaiandsliðs 16 ára og yngri á Meiavellinum í gær undir stjórn Tony Knapp landsiiðsþjálfara. Fyrirhugað er að velja í ungl- ingaiandsiið á næstunni 16 pilta. — Ljésm. RAX. 20 sekúndulítrar til viðbótar að Laugalandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.