Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JUNÍ 1976
23
Fyrstu íslenzku fréttamyndirnar.
Fyrstu íslenzku fréttamynd-
imar voru dúkristumyndir
í Morgunblaðinu árið 1913
FYRSTU fréttamvndirnar 1
fslenzku dagblaði birtust í
Morgunblaðinu 17. nóvem-
ber árið 1913, og birtust þær
ásamt frásögn af atburði,
sem þá hafði nýverið átt sér
stað 1 Reykjavík.
Arni Óla blaðamaður fór á
vettvang með dönskum
manni, Bang að nafni, sem
var sýningarstjóri 1 Gamla
bíói. Bang risti tvær myndir
í Ifnóleum-dúk og birtust
þær sfðan í blaðinu næsta
dag. t blaðinu 10. nóvember
birtust síðan tvær dúkristu-
myndir til viðbótar, og voru
þær af persónum, sem höfðu
komið við sögu 1 máli þvl,
sem sagt var frá. Voru
mannamyndir þessar þann-
ig, að sögn Árna Óla, að um
allmörg ár þótti það vond
tilhugsun að láta birta mynd
af sér 1 Morgunhlaðinu.
„Götustrákar 1 Reykjavík
sögðu oft við óvini sfna á
þessum árum“, segir Árni
Óla f samtali við Mbl.: „F.g
skal láta birta mvnd af þér f
Morgunblaðinu, helvftið
þitt, ef þú þegir ekki.“
Áður en grafíkmyndir
þessar birtust í Morgunblað-
inu, höfðu að vfsu oft birzt
myndir f fslenzkum blöðum,
en þar var ekki um að ræða
myndir tengdar frásögnum
af atburðum Ifðandi stund-
ar, og geta þær þvf ekki tal-
izt fréttamyndir.
Lfklegt má telja, að þessar
myndir séu fyrstu graffk-
myndir, sem gerðar voru hér
á landi og bendir þvf flest til
þess, að hér að ofan gefi að
lfta frumstig fslenzkrar
grafíklistar.
anda, að í vetur var sýning á
íslenzkri popplist í Listasafni
íslands. Umsjónarmaður
þeirrar sýningar var Ólafur
Kvaran. Hann sá ekki ástæðu
til að leita til mín um þátttöku í
poppsýningunni, eins og fram
kom í dagblöðum á sínum tíma.
Ég fékk aldrei neina skýringu á
því hvernig á þessu stóð.
Þegar farið var að tala um að
halda grafíksýningu á Lista-
hátíð var ég beðinn um að taka
þátt i henni, en þegar ég varð
þess vísari, að Ólafur Kvaran
yrði í sýningarnefnd, lagði ég
til á félagsfundi í íslenzkri
grafík, að hann kæmí þar
Hvergi nærri. Þetta var rætt
fram og til baka, og þegar svo
var komið, að stjórnin lýsti því
yfir, að hún segði af sér og útlit
varð þannig fyrir að ekkert yrði
af sýningunni, var ekki nema
von, að fundarmenn samþykktu
að halda í Ólaf, stjórnina og
sýninguna, en láta mig sigla.
Þegar sú varð niðurstaðan sá
ég ekki ástæðu til að vera leng-
ur í félaginu, og sagði mig því
úr þvi.“
Um graffk almennt sagði
Einar Hákonarson:
„Áhugi hér á grafík er geysi-
mikill. Það tel ég mig geta borið
fyllilega um þar sem ég er aðal-
kennari Myndlistar- og hand-
íðaskólans í grafík, og flestir
þeirra, sem nú vinna að grafík
eru fyrrverandi nemendur mín-
ir. Aðstöðuleysi í grafik háir
þeim, sem hafa lokið námi i
skólanum, því að það er ekki
lengur rúm fyrir þá í verkstæði
skólans. Sumir hafa komið sér
upp eigin verkstæði eða að-
stöðu, en það er nauðsynlegt að
koma upp fullkomnu grafík-
verkstæði annars staðar en í
skólanum, því að fæstir hafa
tækifæri til að setja upp einka-
verkstæði. En hér er svo mikið
af duglegu og efnilegu fólki á
þessu sviði, að grafíkverkstæði
verður að komast á laggirnar
sem allra fyrst," sagði Einar
Hákonarson.
Á það.skal að lokum bent, að
áhuafólk um myndlist ætti ekki
að láta grafíksýninguna að
Kjarvalsstöðum fram hjá sér
fara, því að hér er ekki einung-
is um að ræða yfirlitssýningu á
grafík, heldur fæst i sumum
tilvikum allgott yfirlit um starf
einstakra listamanna á sviði
grafíklistar.
— A. R.
kennt í venjutegri kennslustofu
þar sem önnur kennsla fór líka
fram, en árið 1962 setti ég upp
litógrafískt verkstæði og tré-
ristu i sérstakri kennslustofu.
Á þessum árum var áhuginn
svo ægilegur, að unnið var
sleitulaust til kl. 7 á laugardags-
kvöldum. Meðal duglegustu
nemendanna var Einar
Hákonarson, sem var þá
nýbyrjaður i skólanum. Áhugi
á grafíkinni var svo mikill, að
sumir kennarar við skólann
lögðu eiginlega fæð á þessa
grein. Margir af þeim, sem
lærðu grafík hjá mér, fóru
síðan til náms í grafík erlendis.
Þegar þeir fóru að tínast heim
aftur varð grundvöllur fyrir því
að endurvekja félag grafik-
listarmanna, en starfsemi þess
hafði þá lpgið niðri í mörg ár,
m.a. vegna veikinda Jóns
Engilsberts og Veturliða, sem
þar höfðu verið atkvæðamestir
og starfsemi félagsins hvildi að
mestu á.“
— 0 —
Það vekur eftirtekt, að Einar
Hákonarson er ekki meðal
þeirra listamanna, sem verk
eiga á þessari sýningu. Hann
var meðal hinna fyrstu af yngri
kynslóð myndlistarmanna, sem
tóku að stunda graíík fyrir al-
vöru, þegar segja má að nokk-
urs konar vakning hafi átt sér
stað í þessari grein myndlistar.
Einar átti mestan þátt í endur-
reisn félags grafíklistamanna
árið 1969 og var formaður þess
næstu þrjú ár.
Einar var að því spurður
hverju það sætti, að hann tæki
ekki þátt í grafíksýningunni:
„Þetta á sér þann aðdrag-
Gullkálfurinn, sem Jón Engilberts gaf Birgittu dóttur sinni í
Firring Jóhönnu Bofeadóttur. Æting og akvatinta. Myndin er gerð á
þessu ári.
- Rætt við Borg-
ar Garðarsson
Framhald af bls. 8
allir séu alltaf sammála um
svörin við þessum spurningum
— þess vegna er umræðan og
síðan er leitazt við að finna
einhvern vinnugrundvöll, sem
allir sem taka þátt í sýningunni
geta staðið á. Það má kannski
segja að við nálgumst viðfangs-
efnin með lýðræðislegri hætti
en hér tíðkast, þar sem leik-
stjórinn er mun einráðari um
alla mótun sýningarinnar. Og
mér finnst þessi aðferð sem
notuð er hjá Lillan Teatern á
margan hátt markvissari en hér
hefur tíðkazt og sýningarnar
þannig meiri heild."
Roland Hedlund segir í
þessu sambandi, að alræði leik-
stjórans sé síður en svo sér-
íslenzkt fyrirbæri og kveðst
þekkja af eign raun að slíkt sé
viðtekin venja hjá ýmsum
helztu leikhúsum Svía. „For-
senda góðrar sýningar er fyrst
og fremst að leikstjórinn hafi
einhverja sannfæringu
varðandi viðfangsefni sitt, mót-
aðar hugmyndir og skilning en
sé ekki einungis að sýsla við
smáatriði," segir hann.
Leikhús
leikaranna
Sarkola tekur í sama streng.
„Það má eftil vill segja um Lilla
Teatern, að það sé fyrst og
síðast leikhús leikaranna,
ekki leikstjóranna. Það er t.d.
enginn fastráðinn leikstjóri hjá
leikhúsinu heldur eru þeir
oftast sóttir út fyrir leikhúsið
en leikararnir hafa síðan þá
einu skyldu að leggja þeim til
allt sem þeir gata og hafa yfir
að ráða.“
Lilla Teatern starfar á ýmsan
hátt við nokkuð sérstakar að-
stæður í Finnlandi. Það er
raunverulega leikhús minni-
hlutahóps — sænska þjóðar-
brotsins í Finnlandi. Sarkola
taldi að í Helsinki og næsta
nágrenni væru alls um 100 þús-
und Finnlands-Svíar og af leik-
húsgestum Lilla Teatern, sem
sækja sýningar þess á hverju
leikári, er sem næst 60% Finn-
lands-Svíar en 40% sænsku-
mælandi "Finnar. Áhorfenda-
fjöldi leikhússins á hverju leik-
ári er 40—50 þúsund manns og
hgfur mest orðið 56 þúsund
áhorfendur á einu leikári.
Áhorfendafjöldinn gæti mestur
orðið um 60 þúsund manns
miðað við að leikhúsið væri
fullskipað áhorfendum á öllum
sýningum. Sýningar á síðasta
leikári voru 242 og nýtingin í
leikhúsinu sjálfu sem næst
75% en um og yfir 80% ef
sýningar úti á landsbyggðinni
eru taldar með. Ríkið leggur
leikhúsinu til um 55% af
reistrarkostnaði þess en hin
45% verður leikhúsið sjálft að
afla sér, og segir Sarkola að
það þurfi að fá sem næst 1 og '/$
kassastykki á hverju leikári til
að tryggt sé að endar nái
saman.
Eins og stór
fjölskylda
Leikhúsið er rekið á ekki
ósvipuðum grundvelli og Leik-
félag Reykjavíkur, þ.e. að það
lýtur stjórn leikhúsmanna
sjálfra. „Núna eru um 9—10
leikarar starfandi við leikhúsið,
þeir hafa fæstir orðið 8 en
flestir 12—13. Fleiri leikara
viljum við ekki hafa, því að um
leið rofna þessi sérstöku tengsl
sem við teljum svo mikilvægt
að halda millum okkar. Við er-
um eiginlega eins og ein stór
fjölskylda, og leggjum áherzlu
á eins konar hópvinnu,'1 segir
Sarkola. Hann hefur verið leik-
hússtjóri Lilla Teatern nú
siðustu leikár en i ráði er að
taka upp þrieykisstjórn við
leikhúsið þar sem Sarkola
verður áfram listrænn leiðtogi
þess auk sérstaks sýningar-
stjóra og fjármálastjóra.
Lilla Teatern er i miklum
metum heima fyrir. Þess má
t.d. geta að eitt helzta blað
Finnlands birti á dögunum
mikið yfirlit um leikhúslífið að
loknu leikári og tilnefndi beztu
sýningar leikhúsanna og
frammistöðu einstakra leikara
og hlutu þar flestar sýningar
Lilla Teatern tilnefningu.
„Þetta er svona eins konar
Óskarsverðlaunahátíð fyrir
finnsku leikhúsin," segir Sar-
kola,“ svo að við megum vel við
una. Raunar hlaut Borgar sjálf-
ur eina tilnefninguna fyrir
beztan leik, og reyndar er
óhætt að segja að Borgar sé á
grænni grein, því að gagn-
rýnandi þessa blaðs hefur tekið
sérstöku ástfóstri við hann,"
segir Sarkola og glottir.
Við sláum botninn í þetta
spjall með því að spyrja Borgar
hvernig honum hafi gengið að
ná tökum á sænskunni í leik
sínum, en hann segir að aðrir
séu dómbærari en hann á það
og beinir spurningunni áfram
til félaga sinna. „Ágætlega,“
svarar Sarkola, „það halda
flestir sem ekki vita um upp-
runa Borgars, að hann sé Finni.
Annars er Lilla Teatern býsna
norrænt leikhús, því að í leik-
hópnum eru sænskumælandi
Finnar, Finnlands-Sviar, Svíar
eins og Roland hér og
íslendingur, Hver hópur hefur
sína mállýzku eða sérstaka
hreim, en það kemur ekki að
sök, því að allar aðstæður í
Finnlandi gera það að verkum
að áhorfendur þar eru mjög
umburðarlyndir gagnvart því
að einhvern hreim megi greina
í framburði leikaranna."
—bvs
— Víkingar
Framhald af bls. 3
var hafizt handa um að manna ,,vík
ingaskipið" og verða „víkingarnir",
sem halda í vesturveg þessir: Sig-
urður A Magnússon rithöfundur,
Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi.
Viggó Maack skipaverkfræðingur,
Hinrik Bjarnason framkvæmdastjóri,
Kjartan Mogensen, sem varáhafnar-
maður annars „víkingaskipsins" á
siglingunni frá Noregi 1974, Óli
Barðdal seglasaumari, Markús Örn
Antonsson borgarfulltrúi, sem er
fulltrúi borgarstjóra í förinni og Kári
Jónasson fréttamaður, sem er full-
trúi Blaðamannafélags íslands
Að undirbúningnum ytra hefur
sérstök íslandsnefnd unnið undir
forsæti ívars Guðmundssonar aðal-
ræðismanns, en hátiðahöldin i New
York, 4 júlí n k , verða einhver hin
umfangsmestu, sem sögur fara af
og er gert ráð fyrir að áhorfendur
verði a m k fimm milljónir Við sýn-
inguna skrýðast „víkingarnir" forn-
mannabúningum og hafa þeir verið
fengnir að láni hjá Þjóðleikhúsinu en
þeir voru notaðir á Alþingishátiðinni
1930
— Dauðadómar
Framhald af bls. 1
gipsi en hinir virtust við góða
heilsu.
Marchant hélt þvi ákveðið fram
að hann hefði farið til Zaire sem
leikfimikennari og ekki vitað að
hann væri í Angóla f.vrr en „Call-
an’ofursti'' hefði sagt honum það.
Hann hélt þvi einnig fram að
hann h^fði aldrei hleypt af skoti
þegar hann var i Angóla og ekk-
ert vitað um borgarastriðið, því
blaðalestur sinn í Bretlandi ein-
skorðaðist við þriðju síðuna i
„The Sun“, sem birtir jafnan
myndir af nöktu kvenfólki.
Sakbörningarnir eru ákærðir
fyrir að hafa verið málaliðar og
„framið glæpi gegn friði í stríði
sem hafi miðað að því að kæfa
frelsi Angóla og hneppa þjóðina í
fjötra, kúga hana og sundra
henni".
Auk þess eru rikisstjórnir'Bret-
lands og Bandarikjanna sakaðar
um „óskammfeilni" þar sem þeir
hafi leyft ráðningu málaliðanna
og brottför þeirra úr landi. Þetta
er sagt sýna að þær hafi verið
„samsekar málaliðunum og sam-
þykkar gerðum þeirra". Sagt er
bandaríska alríkislögreglan FBI
hafi „vitað um og stjórnað" ráðn-
ingu málaliðanna.