Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JUNÍ 1976 11 TVEIR olíugeymar BP, sem staðið hafa á Kletti við Skúlagötu, verða að vfkja vegna fyrirhugaðrar breikkunar á Skúlagötu. Var öðrum þeirra lyft af stalli sfnum f fyrradag og á sjó út, og var hann síðan dreginn burtu, en hinn verður fluttur á sama hátt síðar.. Bæjarstjórn Neskaupstaðar: Skiptar skoðanir um lausn landhelgisdeilunnar TILLAGA um landhelgismál var samþykkt f bæjarstjórn Neskaup- staðar f vikunni með 6 atkvæðum fulltrúa Alþýðubandalagsins en frávfsunartillaga fulltrúa sjálf- stæðismanna og framsóknar var felld með 6 atkvæðum gegn 3. TILLAGA um landhelgismál frá bæjarfulltrúum Alþýðubanda- lagsins: Bæjarstjórn Neskaup- staðar lýsir yfir fyllstu andstöðu við þá samninga sem ríkisstjórnin hefur nú gert við Breta. Bæjar- stjórnin telur það algjörlega óverjandi að nú þegar við blasir að Islendingar verða að takmarka eigin veiðar vegna ógnvekjandi ástands fiskstofnanna við landið, skuli Bretum og reyndar um leið Vestur-Þjóðverjum tryggður áfram meiri afli en þeir hefðu náð án samninga. Hér er um að ræða beina lífskjaraskerðingu fyrir íslenzka alþýðu. Það alvarlegasta við þessa samninga er þó, að þar er ekki gert ráð fyrir neinni fram- tíðarviðurkenningu af hálfu Breta á yfirráðarétti okkar yfir islenzku fiskveiðilandhelginni, en þar er heldur ekki um að ræða neina tryggingu fyrir því að Bret- ar láti af kröfum sinum um áframhaldandi veiðar hér við land. Þvert á móti á nú í stað gamla vígmóða brezka ljónsins að etja sameinuðum styrk Efnahags- bandalagsins, þvingunum þess og viðskiptahótunum gegn íslandi og íslenzku þjóðinni. Bæjarstjórn Neskaupstaðar tekur undir þá sjálfsögðu kröfu að Alþingi verði nú þegar kvatt saman til að fjalla um öll efnisatriði landhelgis- samninganna, svo að það komi glöggt fram hverjir eru reiðubún- ir að axla þá ábyrgð að afhenda Efnahagsbandalaginu fjöregg Islenzku þjóðarinnar einmitt nú, þegar lokasigur I okkar land- helgismálum var I sjónmáli. Þessi tillaga var samþykkt með 6 atkvæðum Alþýðubandalags- manna og bæjarstjórinn afhenti fréttamönnum hana en tillaga annarra þriggja fulltrúa í bæjar- stjórn sem ekki var boðin frétta- mönnum er eftirfarandi: Þar sem tuga ára landhelgisbar- áttu íslendinga við erlendar þjóð- ir er nú lokið með sigri okkar og fullri sæmd og réttur okkar yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu hefur verið viðurkenndur, teljum við tillögu bæjarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins óviðeigandi, því þessum sigri beri að fagna. Leggj- um við því til, að henni verði vísað frá með rökstuddri dagskrá. — Jónsmessu- ferð Framhald af bls. 10 með Hrútafirði og yfir Holta- vörðuheiði til Borgarfjarðar. Svo um Kaldadal (ef opinn) eða Uxa- hryggi til Þingvalla og Reykjavík- ur. Gisting I ferðinni er i skólum og/eða félagsheimilum og víðast eru sundlaugar til reiðu. Máltíðir verða tilreiddar I fullkomnum eldhúsvagni. Ferming Ferming í Kolbeinsstaðakirkju 13. júnf: Einar Oddur Pálsson. Ilaukatunitu III, Kolbeinsstaðahroppi Flfnborg Sigvaldadótlir, Skjálg, Kolbeinsstaðahreppí (iuðjón Steinarsson. Tröð, Kolbeinsstaðahreppi Kristfn Júlfa Pálsdóttir, Hftarnesi, Kolbeinsstaðahreppi Pótur Valgarð Jónsson, Ilraunsmúla. Kolbeinsstaðahreppi Sigurbergur D. Pálsson. IlayKatungu II, Kolbeinsstaðahreppi Þóra Hinriksdóttir, Stóra llrauni. Kolheinsstaðahreppi. bundnir saman og hálmþak. Kannski tekst að fá bárujárn fyrir næsta regntíma. Þarna á að ferma 12 manns, 5 ung hjón og tvo einhleypinga. Konurnar sitja öðrum megin á kirkjugólf- inu. Allar eru þær með korna- börn, ein með tvíbura. Prédik- arinn eþíópski spyr þau og þau svara greiðlega, farið er með trúarjátningu og hún útskýrð. Allt er þetta fólk ólæst. Síóan hefst fermingarathöfn- in. Börnin totta brjóst mæðra sinna værðarlega, meðan þær eru fermdar. Það hvílir undar- legur friður yfir öllum við- stöddum. Hreysið hefur breytzt í helgidóm. Á eftir er altarisganga. Andlitin dökku eru björt og ljómandi er þau veita sakra- mentinu viðtöku, — lifa nær- veru hins heilaga. Ég hef lært að segja útskipt- ingarorðin á gallinju — Líkami Krists, lifsins brauð . . . og þar sem ég legg brauðið á tungu systur minnar fáfróðrar og ör- snauðrar og hef yfir þau orð á máli, hverfur skyndilega öll að- greining hins ríka og fátæka, hins menntaða og ólæsa, hins hvita og svarta. Við erum öll börn Guðs föður — titrandi með tóma hönd — eitt fyrir honum og eitt með honum. í SÍÐUSTU viku birtum við örstutt samtal við Berthu Biering, formann hverfafélags sjálfstæðis- fólks í Fella- og Hóla- hverfi (Breióholti III), eins nýjasta byggða- hverfis i borginni. Að þessu sinni berum við niður í gamalgrónu borg- arhverfi í vesturbænum, Nes- og Melahverfi, og ræðum við formann hverfafélags sjálfstæðis- fólks þar, Vilhjálm Heið- dal, sem á að baki langt og farsælt starf í þágu Sjálfstæðisflokksins. # Blómlegt og líflegt félagsstarf Vilhjálmur Heiðdal sagði tvö hverfafélög starfandi í Vestur- bænum: I Nes- og Melahverfi og Vestur- og Miðbæjarhverfi. Þessi félög hefðu samstarf um ýmsa þætti starfsemi sinnar. Þau hefðu starfsaðstöðu saman að Öldugötu 15, skrifstofu og fundarsal, og væri skrifstofan opin einn eftirmiðdag í viku fyrir hvort félag um sig. Stjórn -Félags sjálfstæðis- manna í Nes- og Melahverfi kemur vikulega saman til fund- ar og mæta umdæmisformenn á þeim fundum af og til. Auk þessarra smærri funda gengst félagið fyrir almennum, opnum fundum og þá gjarnan í sam- starfi við félagið í Vestur- og Miðbæjarhverfi. Þrír slíkir vóru haldnir á siðasta starfs- vetri. Sá fyrsti var haldinn um borgarmálefni og mættu þar Birgir Isl. Gunnarsson borgar- stjóri og ýmsir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Þá var haldinn almennur fundur um efnahagsmál og mættu þar meðal annarra Jón G. Sólnes alþingismaður og Aron Guð- brandsson forstjóri. Þriðji fundurinn var um frjálsa blaða- mennsku. Mættu þar ritstjórar allra dagblaðanna i Reykjavík, utan Tímans og Morgunblaðs- ins. í stað ritstjóra Timans mætti Alfreð Þorsteinsson, blaðamaður, en ritstjóri Morg- unblaðsins forfallaðist á síð- ustu stundu. Var hans að sjálf- sögðu saknað á fundinum. Vóru fundir þessir allir hinir lífleg- ustu og skemmtilegustu, enda fjölsóttir. Auk framangreinds starfs hefur félagið beitt sér fyrir spila- og bingó-kvöldum. I ráði er að taka upp bridgekennslu og frjálsa spilamennsku á spila- kvöldum félagsins. I stjórn fé- lagsins eru nú: Vilhjálmur Heiðdal, form., Kristin Magnús-N dóttir varaf.,Sigrún Guðbjörns- dóttir, gjaldkeri, Lína Svein- bjarnardóttir, ritari, meðstj.: Kristjón Kristjónsson, Egill Snorrason og Lúðvik Hjálmtýs- son. Formaður skemmtinefndar er Pétur Einarsson og hefur hann og nefndin skilað mjög góðu og árangursríku starfi. % Atvinnuöryggi og verðbólguvandi Aðspurður um viðhorf til þjóðmála líðandi stundar sagði Vilhjálmur Heiðdal efnislega eftirfarandi um atvinnu og efnahagsmál. Rikisstjórninni hefur tekizt að sigla milli skers og báru í vanda þessara mála. Henni hefur tekizt að halda þann veg á málum að full at- vinna hefur verið tryggð um gjörvallt landið, þrátt fyrir við- tækt atvinnuleysi í flestum nágrannaríkjum síðustu tvö ár- in. Við sem munum atvinnu- leysi og öryggisleysi fyrirstríðs eða kreppuáranna (á 4. ára- tugnum), gerum okkur grein Vilhjálmur Heiðdal, formaður félags sjálfstæðisfðlks í Nes- og Melahverfi. Verðbólguhjöðnurt án atvinnuleysis: Viðurkenning Breta og lokaáfangi haf- réttarráðstefnunnar Rætt við Vilhjálm Heiðdal, formann félags sjálfstæðis- fólks í Nes- og Melahverfi, um Framkvæmdastofn- un ríkisins, verðlagseftirlit, atvinnuöryggi og landhelgismál fyrir því.'að atvinnuleysið er stærsta böl hverrar þjóðar, er fyrir þvi verður. Svo hart var hægt að keyra í mótaðgerðum gegn verðbólgu, m.a. i framkvæmdasamdrætti, að atvinnuleysi héldi innreið sína hér sem í nágrannalönd- um. Ríkisstjórnin hefur gripið til margháttaðra hamlana gegn verðbólguvexti — en hvergi gengið það langt, að leitt hafi til atvinnuleysis. Hún reynir smám saman að ná tökum á verðbólguhvötum í þjóðlífinu, en hefur ekki viljað kaupa hraðari þróun í hjöðnunarátt því verði, sem leitt hefði til atvinnuleysis. Ymsar aðhaldsaðgerðir, bæði í ríkisfjármálum og efnahags- málum almennt, bera þess vott, að ríkisstjórninni er ljós vandi verðbólgunnar og nauðsyn meira jafnvægis í efnahagslifi þjóðarinnar. Verulega hefur hægt á verðbólguvextinum sem náði 54% á síðasta ári vinstri stjórnarinnar, en verður vart meiri en 20 til 25% á þessu ári. ^ Samningarnir betri en vonir stóðu til Vilhjálmur Heiðdal sagði brezk-islenzku samningana betri en vonir hefðu staðið til. Þar skipti mestu máli viður- kenning Breta á 200 mílna landhelgi okkar og einhliða rétti okkar til veiðiákvörðunar öðrum til handa að samnings- timanum (6 mánuðum) lokn- um. Þetta hefði m.a. ómetan- legt gildi f.vrir baráttu strand- ríkja á lokaáfanga hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Veruleg skerðing á veiðimögu- leikum Breta þennan samnings- tíma sem og trygging þess, að þeir virði viðkvæm friðunar- svæði, skipta og veigamíklu máli. Enginn er svo óskammfeil inn að hann fagni því ekki, að hættuástandi er bægt frá varð- skipsmönnum okkar, og að landhelgisgæzlunni gefst tóm til að fylgjast betur með veiðar- færum og veiðisókn, bæði okk- ar og annarra, sem var orðið aðkallandi. Því er fleygt, sagði Vilhjálm- ur, að Bretar komi tvíefldir á bak okkar í gervi EBE að samn- ingstíma loknum. Öllum var og er ljóst, að EBE myndi, að haf- réttarráðstefnu S.þ. lokinni, koma fram fyrir hönd aðildar- ríkja þess út á við á þessum vettvangi, þ.e. í fiskveiðimál- um. Þar um breyta samningarn- ir við Breta engu, nema þá til góðs, ef þeir verða til þess að festa tollfriðindi okkar, skv. bókun sex í sessi, eins og skilja mátti af máli utanrikisráð- herra. % Aðfinnsluefni Hvað er það, Vilhjálmur, sem þú telur andstætt þínum vilja — eða ykkar Vesturbæinga, í fari núverandi rikisstjórnar? Það fær að sjálfsögðu enginn vitja sinn allan hjá neinni ríkis- stjórn, allra sízt samsteypu- stjórn, sagði Vilhjálmur. Mestu máli skiptir að hið góða vegi þyngra en það, sem miður fer. Ég skal þó nefna tvennt, sem betur hefði mátt fara að mínurn dómi. Hið fyrra eru ónógar breytingar á starfsemi Fram- kvæmdastofnunar ríkisins. Kommissarakerfið er ekki nægjanlega þurrkað út. Raunar hefði átt að skipa þeirri stofnun upp i frumeindir sínar. Hið sið- ara er úrelt verðlagseftirlit og verðmyndunarkerfi, sem geng- ið hefur sér til húðar, og hvár- vetna hefur verið lagt fyrir róða. Verðbólgan virðist a.m.k. hafa dafnað vel i vermireit þess. Tími virðist til kominn að breyta til í þessu efni og treysta á verðskyn og verðhömlun fólksins sjálfs; búa þann veg í haginn, að sá sem selur vöru hafi meiri hag af því að kaupa ódýrt inn en hið gagnstæða. eins og núverandi kerfi býður upp á. Reynslan hefur sýnt að það hefur mun fleiri galla en kosti og því ber að breyta skjót- lega til. sf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.