Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JUNÍ 1976 19 STÖRKOSTLEGT NÁTTURUFYR- IRBÆRIEÐA HUGARBURÐUR? Inverness ptumnadrochit Strone Lewiston Miles k. /Loch f Ness SCOTLANDJ Glasgow Fort Augustus TEMPLE PIER URQUHART CASTLE Loch Ness Skipulag myndavélabúnaöarins í vatninu iausn gátunnar er fundin, að því er dr. Rines hefur lýst yfir. Leiðangursmenn eru haldnir þögulli bjartsýni, en þeir neita að vera með vangaveltur um hvað þeir kunni að finna í djúpi Loch Ness. Dr. Harold E. Edgerton, heiðursprófessor i verkfræði við MIT (Tækniháskóla Massachus- etts) segir: „Ég er rannsóknar- maður og ákveð aldrei nokkurn hlut fyrr en ég hef farið út í hinn raunverulega heim og séð það sem ég sé. Það er ógerningur að segja fyrir um hvað við kunnum að finna. Prófessor Edgerton er frumkvöðull á sviði neðansjávar- ljósmyndunar. Hins vegar eru leiðangursmenn almennt þeirrar skoðunnar, að það sé eitthvert einkennilegt fyrirbæri í Loch Ness, sem hægt sé'að finna og skýra. Myndatökur og bergmáls- mælingar í Loch Ness 1972 og 1975 hafa hins vegar styrkt trú þeirra og eru raunar hvatinn að þessum leiðangri, með þátttöku virtra og þekktra visindamanna. Skýrustu myndirnar, sem teknar voru i leiðangri undir stjórn dr. Rines, virðast sýna hreifa á lík- ama og aðrar myndir benda til að þetta fyrirbæri hafi verið á ein- hverri ferð. Ljósmyndir benda til að einhver æst skepna hafi velt einni myndavél um og brotið stykki úr annarri. Vísindamenn, sem rannsökuðu gögnin mæltu með að itarlegri og nákvæmari rannsókn færi fram, þótt þeir hefðu nokkurn fyrirvara á með- mælum sínum. Dr. George R. Zug, yfirmaður rannsókna á skriðdýr- um og láðs- og lagardýrum við Smithssonianstofnuna í Washington komst að eftir- farandi niðurstöðu: „Það er áiit mitt að þessi gögn gefi til kynna, að stór dýr séu i Loch Ness, þessi gögn eru ekki nægilega nákvæm til að hægt sé að greina hvað sé á ferð- inni. Þessi gögn eru hvatning til frekari rannsókna á náttúruriki Loch Ness, plöntulífi og dýralífi og koma þannig i veg fyrir að vísindamenn þurfi að geta sér til um alla hluti áður en þeir geta fyrir alvöru snúið sér að rann- sókn Loch Ness fyrirbærisins." MARGRA MANAÐA UNDIRBUNINGUR Undirbúningur að þessum leið- angri hefur tekið marga mánuði, einkum til að ákveða hvar á að leita og að hverju. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að leggja áherzlu á rannsóknir í Urquhart- flóa, sem er vogur ihn úr 37 km löngu vatninu er þar hafa 57 af 258 mönnum, sem telja sig áreið- anlega hafa séð eitthvað ein- kennilegt í vátninu á árunum 1961 — 70 verið, og þar náði dr. Rines myndum sínum 1972 og 1975. Flóinn er skammt frá þorpinu Drumnadrochitis og telja ýmsir sérfræðingar að Loch Ness skepn- an eða skepnurnar liggi og nærist á laxi, sem gengur upp í ýmsar ár til að hrygna og kemur síðan aft- ur að hrygningu lokinni. Það er almennt álit að skepnurnar séu rándýr, því að plöntulíf er pjjög fáskrúðugt í Loch Ness vegna Dr. Harold Edgerton vlð bergmálsmælingar yfir staðnum, þar sem vélunum var sökkt. Dr. Robert Rines leiðangursstjóri að störfum á Loeh Ness f vikunni. Við tilraunir [ sædýrasafninu 1 Boston vöktu tækin óseðjandi forvitni hjá fbúum safnsins og menn gera sér vonir um það þau geti verkað eins og agn. vatnskuldans, en Loch Ness er fullt af laxi, sjóbirtingi, bleikju og ál. Þá er það einnig álit manna, að sé um einhverja skepnu að ræða, sé hún ekki ein á ferðinni, heldur torfur af þeim. Leiðangursmenn verða við störf sín á báti úti á Urquhartflóa, nokkur hundruð metra frá landi. Þar verður sökkt niður á 15 — 20 metra dýpi geysilega fullkomnum sjónvarps- og kyrrmyndavélum ásamt sterkum Ijósabúnaði en kafarar munu fylgjast með að tækin séu alltaf í lagi. Sjónvarps- myndavélin og segulbandstæki munu f fyrsta skipti f sögunni gefa nákvæmar upplýsingar um allt dýralíf í Loch Ness og visinda- menn verða á vakt allan sólar- hringinn í sérstakri hlustunar- og sjónvarpsstöð á vatnsbakkanum. Sjáist eitthvað á sjónvarpsskerm- inum verða þegar settar á stað fjöldi myndavéla, með litfilmum og svarthvítum filmum, sem taka myndir af fyrirbærinu frá öllum hliðum og eiga slíkar myndir þvf að geta gefið meiri upplýsingar en nokkru sinni hafa fengist i leitinni að skrímslinu undanfarna áratugi. BUNAÐURINN AGN? Meðal myndavélanna er sftak- andi 16 mm litavél, sem tekur myndir á 15 sekúndna fresti. Þetta er myndavél, sem dr. Edger- ton smíðaði og hefur notað með mjög góðum árangri til að mynda sjávarlíf, fjársjóði á hafsbotni og skipsflök á miklu dýpi. Tengt við myndavélina verður sérstakur Ijósabúnaður, Stroboscope, sem dr. Edgertonfanneinnigupp. Auk þessa verða einnig notaðir svo- kallaðir Tungstenlampar, sem rafmagn verður leitt f úr landi. Þrátt fyrir þennan mikla ljósa- búnað er vart talið að myndavél- arnar nái lengra frá sér en 14 — 16 metra vegna þess hve gruggugt vatnið er. Þess vegna getur árang- urinn ákvarðast af því hve heppn- ir leiðangursmenn eru með stað- setninguna á tækjum sínum. Hins vegar eru nokkrir ljós- myndasérfræðingar i leiðangrin- um þeirrar skoðunar að þeir þurfi ekki slíkrar heppni með, þar sem vel kunni að vera að eitthvað í sambandi við tækjabúnaðinn virki eins og agn fyrir skepnurn- ar, ljósin, suðið í rafmagninu eða eitthvað annað. Þetta gæti verið skýringin á þvi hvers vegna svo virtist sem einhver skepna hefði velt um myndavélunum 1972 og 1975 og við undirbúningstilraunir i sædýrasafninu i Boston vakti tækjabúnaðurinn óseðjandi for- vitni hákarla, skjaldbaka og minni fiska. Reynist búnaðurinn verka eins og agn er jafnvel hægt að vonast eftir skjótum árangri i Loch Ness. Flestir leiðangursmenn voru komnir á staðinn við Loch Ness um miðja þessa viku og þá var hafizt handa. Það verður dr. Charles Wyckoff forstjóri Appl- ied Photo Services i Needham Heights Massachusetts, sem skipuleggur og stjórnar mynda- tökuþættinum, en hann fann upp filmuna, sem notuð er til að mynda kjarnorkusprengitilraunir og til að taka myndir af yfirborði tunglsins. Bergmálsmælingar verða tvenns konar. Nákvæmar botn- mælingar verða gerðar á öllu Loch Ness og botninn kortlagður. En einnig verða gerðar mælingar til að reyna að ganga úr skugga um hvort i snarbröttum kletta- veggjum undir yfirborði vatnsins kunni að vera hellar, sem dýr geti leynzt í. Þessum mælingum verð- ur stjórnað af Martin Klein, for- stjóra Klein Associates Inc. í Sal- em, New Hampshire, sem er sér- fræðifyrirtæki i neðansjávarrann- sóknum. Einnig verða gerðar tilraunir með innfrarauðum geislum. Þeim verður stjórnað af dr. George Newton, prófessor i verkfræði við MIT. Hann segir að þessi þáttur sé ef til vill nokkuð langsóttur, en með því að beina innfrarauðum geisla að yfirborði vatnsins úr Urquhartkastala á bökkum Loch Ness er hægt að greina hitabreyt- ingar á yfirborðinu, þótt ekki sé um nema 1 gráðu breytingu að ræða. I frásögnum sjónarvotta kemur mjög oft fram í lýsingu á höfðinu að á þvi virðast vera ein- hvers konar nasir. Kenningar eru um að skepnurnar þurfi ekki að koma upp úr til að anda heldur aðeins reka nasirnar upp og ef um hlýjan andardrátt er að ræða gæti innfrarauði geislinn gefið til kynna tilvist skepnanna á stað fyrir utan svið myndavélanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.