Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JUNÍ 1976 Miklar breytuigar á laudsliði/iu frá leikmun viðNoreg — (iUÐMUNDUR Þorbjörnsson úr Val fær örugglega sinn fyrsta landsleik gegn Færeyingum í Þórshöfn á midvikudaginn og sennilega einnig þeir Viðar Halldórs- son úr FH, Vilhjálmur Kjartansson og Atli Eðvaldsson úr Val. Með þá þrjá síðarnefndu er ég að vísu ekki fyllilega búinn að ákveða hvort spila, það veltur talsvert á leikaðferðinni, sem við leikum. Rósmundur ráSinn þjálf- ari Víkings ÁKVEÐIÐ hefur verið að hinn gamalkunni hand- knattleiksmaður Rós- mundur Jónsson þjálfi meistaraflokk Víkings í handknattleik næsta keppnistímabil. Rós- mundur hefur mikla reynslu eftir tæplega 20 ára keppni með meistara- flokki Víkings, en hann mun nú sjálfur hætta keppni, þegar hann tekur við þjálfun mfl. Rós- mundur heldur á næst- unni til Svíþjóðar ásamt fleiri þjálfurum, þar sem hann verður á tveggja vikna þjálfaranámskeiði. Fjögur félög vilja fá Guðjón FRÁ þvi var greint í Morgunblaðinu á fimmtudaginn að Guðjón Magnússon handknatt- leiksmaður úr Val myndi næsta vetur leika með sænska liðinu Redbergs- lid. Síðan þetta var skrif- að hefur ýmislegt gerzt í málum Guðjóns og f jögur sænsk félög hafa nú boð- ið honum að koma til sín. Eru það félögin Red- bergslid og Lugi, sem get- ið var um á fimmtudag- inn, og auk þeirra Malmö FF og Olympia frá Helsingborg. — Ég fer sennilega til Sví- þjóðar í næstu viku til að kynna mér aðstöðuna hjá þessum fé- lögum og eins hvað þau bjóða, sagði Guðjón er við ræddum við hann í gær. — Ég hafði reiknað með að leika með Redbergslid, en þegar hin félögin bættust við fannst mér réttara að athuga málin nánar áður en ég ákvæði nokkuð. Guðjón hefur síðan hugsað sér að flytjast til Svíþjöðar í næsta mánuði og vera þar í eitt ár eða fleiri eftir því hvernig honum líkar. Verður það sann- arlega skaði fyrir Valsmenn að missa Guðjón og þá sömuleiðis íslenzka landsliðið. Danir og Svíar án sinna sterkustu gegn Norðmönnum I>að var Tony Knapp landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, sem sagði þessi orð um nýju mennina í landsliðinu á fundi með frétla- mönnum i gær. 15 manna hópur sem fer til Færeyja á þriðjudag- inn var þá tilkynntur og í honum eru eftirtaldir leikmenn: Arni Stefánsson Fram, Sigurður Dags- son Val, Ólafur Sigurvinsson IBV, Jón Pétursson Fram, Martcinn Geirsson Fram, Viðar Halldórs- son FH, Ásgeir Elíasson Fram, Árni Sveinsson ÍA, Teitur Þórðar son ÍA, Matthías Hallgrímsson Halmía," Guðmundur Þorhjörns- son Val, Atli Eðvaldsson Val, Vil- hjálmur Kjartansson Val, Jón Gunnlaugsson ÍA, Örn Öskarsson ÍBV. Eins og sjá má af þessari upp- talningu eru verulegar breytingar á landsliðinu frá leiknum við Norðmenn. Varðandi valið á Viðarí Hall- dórssyni í landsliðahópinn sagði Tony Knapp í gær að Viðar hefði verið beðinn að koma á landsliðs- æfingu á miðvikudaginn vegna erfiðleika með mannskap. Viðar hefði brugðizt vel við og mætt þrátt fyrir lítinn fyrirvara, ásamt Pálma Sveinbjörnssyni úr FH. — I æfingaleiknum gegn Breiðabliki stóð Viðar sig sérstaklega vel og var einn af þeim fáu í þessutn leik, sem ekki átti eina einustu vitlausa sendingu allan timann. — Það eru margar breytingar á landsliðinu frá leiknum við Norð- menn og ungir menn koma nú inn í liðið, sagði Knapp. — Á þessu geta menn séð að það er ekki bara kjaftæði þegar við erum að tala um að allir eigi möguleika á að komast í landslið, standi þeir sig vel. Þeir menn sem landsliðsnefnd- in hafði hug á að nota í þessum leik, en geta ekki verið með eru Einar Þórhallsson, Gísli Sigurðs- son, Stefán Halldórsson, Óskar Tómasson og Diðrik Ólafsson, leikmenn Breiðabliks og Víkings, sem eiga að leika í 1. deildinni á miðvikudaginn. Keflvíkingarnir Ólafur Júlíusson og Gísli Torfa- son fengu ekki einhverra hluta vegna leyfi til leiksins. Atvinnu- mennirnir Guðgeir, Ásgeir og Jó- hannes voru ekki til taks í þennan leik, þannig að allstór hópur leik- manna, sem til greina kom í leik- inn getur ekki verið með. Um leikinn gegn Færeyingum hafði Tony Knapp þetta að segja: — Ég hef ekkert að gera við leik- menn sem líta á ferðina til Fær- eyja sem einhverja skemmtiferð. Það skiptir engu máli hvort and- stæðingurinn er A-Þýzkaland eða Færeyjar. Svo framarlega sem um landsleik er að ræða verða menn að gefa sig alla í leikinn. Færeyingarnir hafa ekki neinu að tapa í þessum leik, en allt að vinna og það verðum því við sem verðum undir pressu í þessum leik, en ekki andstæðingurinn eins og í leikjum okkar t.d. gegn Hollandi og Belgíu í haust. Landsliðið heldur til Færeyja á þriðjudaginn með flugvél frá Vængjum, en leikið verður í Þórs- höfn á miðvikudag. Með þeim fer annar hvor landsliðsnefndarmað- urinn Jens Sumarliðason eða Árni Þorgrímsson. Tony Knapp þjálfari mun hins vegar um helg- ina fylgjast með leik Finnlands og Englands f Finnlandi og flýgur hann beint til Færeyja frá Dan- mörku á þriðjudaginn. Tony Knapp var í gær spurður um llermann Gunnarsson og hvort hann væri ekki líklegur landsliðsmaður eftir frammistöð- una í leikjum Vals að undan- förnu. Sagði Knapp að Hermann væri að sjálfsögðu nálægt lands- liðinu, hann hefði reynslu og væri útsjónarsamur leikmaður og persónulcgt álit hans á ensku þjálfurunum skipti engu máli. — Það sem mér finnst þó vanta hjá Hermanni er meiri vinnsla í leiknum, en ef hann lagar það atriði þá verður hann áreiðanlega sjálfsagður landsliðsmaður, sagði Tony Knapp. NORÐMENN eru bæði hressir og óhressir vegna þess að hvorki Danir né Svíar mæta með sitt sterkasta lið í landsleikjum þess- ara þjóða sem framundan eru. Sviar eiga að leika gegn Noregi 16. júlí og ólíklegt er að helzta stjarna Svíanna, Ralf Edström leikmaður með PSV Eindhoven, geti leikið þennan leik. Leikur Norðmanna og Svia á að fara fram í Svíþjóð, en 24. þessa mánaðar leika Norðmenn við Dani í Bergen og hafa Danir sagt að þeir muni í mesta lagi mæta með einn atvinnuknattspyrnu- mann í leikinn, Per Röntved, sem leikur með Werder Bremen. Aðr- ir danskir atvinnumenn hafa sagt að þeir hafi ekki áhuga eða geti ekki leikið þennan leik, flestir vegna þess að þeir verði i sumar- leyfi á þessum tíma og telja Norð- menn að fjarvera dönsku atvinnu- mannanna kunni að skipta þá miklu fjárhagslega. Landsliðsein- valdur Dana er þö róiegur yfir þessu öllu saman og segir að Dan- ir muni hvort eð er sigra í þessum leik, sem er vináttulandsleikur. Lilleström hefur nú þriggja stiga forystu í norsku 1. deildinni þegar öll liðin hafa leikið 8 leiki. Um síðustu helgi sigraði LiIIeström Rosenborg á útivelli 1:0. (Jrslit annarra leikja urðu þessi: Brann — HamKam 0:2 Bryne — Viking 1:1 Fredrikstad — Strömsgoset 0:1 Mjöndalen — Molde 2:0 Start—Vard 1:1 Staðan í norsku 1. deildinni er nú þessi: Lilleström 8 6 2 0 15:4 14 Mjölndalen 8 5 1 2 13:7 11 HamKam 8 4 2 2 15:8 10 Viking 8 2 5 1 8:6 9 Brann 8 3 2 3 11:11 8 Rosenborg 8 3 2 3 5:6 8 Strömsgodset 8 3 2 3 7:16 8 Bryne 8 2 3 3 10:9 7 Start 8 2 3 3 6:8 7 Fredrikstad 8 2 2 4 8:11 6 Molde 8 2 0 6 10:13 4 Vard 8 0 4 4 4:13 4 Hreinar línnr í 1. og 2. íeilí Ljósm. RAX. ÞeirmœtuHollendingum í dag KAPPARNIR á mvndinni hér að ofan verða í eldlínunni í dag er fslenzka körfuknattleikslands- liðið mætir þvf hollenzka f Hagaskólanum klukkan 16. Róðurinn verður eflaust erfiður fyrir landann en með góðum leik ætti að vera möguleiki ð sigri. 20. þessa mánaðar heldur liðið til Hamilton T Kanada til þátttöku í forkeppni Ólympfuleikanna í körfuknattleik og leikur þar 5 leiki við mjög sterka andstæðinga. Hollenzka landsliðið er reyndar á leiðinni til Kanada nú þegar og mun dvelja f æfingabúðum fram að keppninni f Hamilton. A myndinni hér að ofan eru f aftari röð þeir Kristinn Stefánsson þjálfari, Torfi Magnússon, Bjarni Guðbjörnsson, Bjarni Jóhannesson, Sfmon Ólafsson, Jónas Jóhannesson, Bjarni Gunnar Sveinsson, Jón Jörundsson og Birgir örn Birgis þjálfari. 1 fremri röðinni eru þeir Kolbeinn Krist- insson sem ekki getur verið með vegna meiðsla, Kolbeinn Pálsson, Rfkharður Hrafnkelsson, Jón Sigurðsson og Þórir Magnússon. ÞAÐ ER langt sfðan eins hreinar Ifnur hafa verið f 1. og 2. deild f knattspyrnunni, bæði á toppi og botni. Valsmenn og Vestmanna- eyingar hafa náð þægilegri forystu f deildunum, en á botni deildanna berjast Þróttur og Reynir erfiðri baráttu. Sem stendur er mestur spenningur varðandi sæti númer 2 f 2. deildinni, en sem kunnugt er á að fjölga um eitt lið enn f 1. deildinni f haust og berjast Armann, Haukar, Þór og KA hatrammri baráttu um réttinn til að leika við botnliðið f 1. deildinni. Mótið er þó nýbyrjað og mik- ið vatn á eftir að renna til sjávar áður en meistararnir verða krýndir. í dag fara tveir Ieikir fram í 1. deildinni. Akur- nesingar fá lið Breiðabliks í heimsókn og verður fróðlegt að sjá hvernig þeirri viðureign lyktar. Skagamenn fengu stór- an skell gegn Val um síðustu helgi, en þá unnu Blikarnir lið ÍBK í Keflavík. Ná Skagamenn að jafna sig eftir áfallið sem þeir fengu í Valsleiknum fyrir leikinn í dag og hvernig virkar sætur sigur Blikanna gegn ÍBK á þá í leiknum í dag? Topplið 1. deildarinnar leik- ur gegn FH-ingum á Laugar- dalsvellinum i dag kl. 17. Var leiknum seinkað um þrjá klukkutíma vegna beiðni FH- inga, sem hefðu ella orðið að vera án þeirra Leifs Helgason- ar og Janusar Guðlaugssonar í leiknum. Þeir útskrifast frá iþróttakennaraskólanum á Laugarvatni í dag og komast V______________________________ ekki í bæinn fyrr en undir klukkan fimm. Valsmenn verða að teljast mun sigurstranglegri í leiknum og hefðu Janus og Leifur ekki leikið með FH- liðinu hefði verið hægt að bóka Valsliðinu sigur fyrirfram, en Valsmenn brugðust drengilega við beiðni FH-inganna, þó svo að seinkunin dragi örugglega nokkuð úr áhorfendafjölda og þá um leið úr innkomnum að- gangseyri. Hvað um það, Vals- menn ættu að sigra og þá sér- staklega ef það verður „Vals- veður“ í dag og er þá átt við góð skilyrði, logn og þurrk, en þá leikur Valsliðið aldrei betur. Annað kvöld mætast svo Vík- ingur og Keflavík á Laugardals- vellinum og getur þar orðið um jafna baráttu að ræða. Bæði lið- in hafa sýnt mjög misjafna leiki í vór og er því leikurinn algjört spurningarmerki. Þau hafa bæði leikið mjög góða knatt- spyrnu á milli og vonandi gera þau það annað kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.