Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JUNI 1976
27
Höskuldur Sigurgeirsson
frá Fossi — Minning
Fæddur 27. sept 1907.
Dáinn 7. júnf 1976.
Þú Arnesþing. Í'R clska nafniú þitt.
I»ar upp til fjalla er heigisetrið mitt.
er morgungeislans mildi fyrst ég naut
við móðurskaut.
(Eirfkur Einarsson frá lla-li).
Þar sem Hvítá og Sogið samein-
ast verður Ölfusá til. Litlu neðar
er foss í ánni, Selfoss. í hvilft
fyrir neðan standa Selfossbæirn-
ir. Mannlifið þar hefur mjög mót-
azt af fljótinu. Margur þreyttur
og svangur ferðalangur leitaði í
áningu griða á langri ferð. Gest-
risni og höfðingslund mótaði
umfram anr.að heimilisbraginn.
Elfan mikla var rík af björg, en
ekki allra meðfæri að takast á við
mesta vatnsfall landsins. í glím-
unni við laxinn var treyst á karl-
mennskuna og viljinn oft brýndur
til að afla matfanga fyrir náung-
ann. í slíku umhverfi verða höfð-
ingjar til.
Höskuldur Guðjón Sigurgeirs-
son, sem í dag er kvaddur hinztu
kveðju frá Selfosskirkju bar svip-
mót alls þess bezta, sem að honum
stóð. Rausn og góðmennska var
honum i blóð borin. Vinátta hans
var óbrigðul og enginn fór bón-
leiður til búðar af hans fundi.
Glaðlyndur var hann með afbrigð-
um og hafði sérstakt lag á að
koma öllum í gott skap. Hann var
tilfinningarikur en jafnframt við-
kvæmur fyrir því, sem minna má
sín og lét þá skoðanir sínar hisp-
urslaust i ljós. Bar hann þar
merki forfeðra sinna og frænda.
Foreldrar Höskuldar voru hjón-
in Sigurgeir Arnbjarnarson bóndi
á Selfossi og Jóhanna Andrea
Bjarnadóttir. Var hann einn fjög-
urra systkinna þeirra Arnbjarnar
kennara og kaupmanns á Selfossi,
Bjarna bónda á Selfossi og Guð-
rúnar húsfreyju á Selfossi.
Bróðir Sigurgeirs var Magnús
Arnbjarnarson Iögfræðingur
skörungur mikill og frægur af
vitsmunum. Studdi hann drengi-
lega ýmis framfaramál héraðsins
og hins vaxandi kauptúns. For-
eldrar þeirra bræðra, Guðrún
Magnúsdóttir og Arnbjörn Þórar-
insson á Selfossi, fórust bæði í
landskjálftunum miklu 1896, þeg-
ar bær þeirra hrundi. Arnbjörn
var sonur Þörarins bónda í Þor-
leifskoti í Hraungerðishreppi
Arnbjarnarsonar.
Kona Þórarins í Þorleifskoti
var Sigríður Magnúsdóttir bónda
í Birtingarholti í Hrunamanna-
hreþpi Snorrasonar. Bróðir Sig-
ríðar var öðlingurinn Guðmundur
bóndi i Birtingaholti faðir Guð-
rúnar konu Helga í Birtingaholti.
Þeirra börn voru: Guðmundur
prófastur í Reykholti faðir As-
mundar biskups, Magnús prestur
og Kennaraskólastjóri, Kjartan
prófastur í Hruna faðir Guð-
mundar jarðfræðings, Ágúst al-
þingismaður i Birtingaholti faðir
Sigurðar í Birtingaholti, Katrin
kona sr. Ölafs Bríem á Stóra-Núpi
og Guðrún kona Haralds á Hrafn-
kelsstöðum. foreldrar Helga á
Hrafnkelsstöðum.
Kona Magnúsar í Birtingaholti
var Svanhiidur Guðmundsdóttir
bónd'a á Hrauni í Grindavik. en
móðir hans var föðursystir Bjarna
riddar Sívertsen.
Guðrún Magnúsdóttir amma
Höskuldar var alsystir Jóns
bónda á Bolafæti í Hraunamanna-
hreppi föður mannkostamann-
anna Bjarna bankastjóra á Akur-
eyri, föður Einars prófessors og
Guðjóns bónda í Unnarholti.
Mamma Höskuldar, Jóhanna
Andrea, var dóttir Bjarna Guð-
mundssonar bónda í Geirakotí í
Flóa- og Stefaníu Einarsdóttur
umboðsmanns í Kaldaðanesi
Ingimundarsonar af Bergsætt.
Guðmundur faðir Bjarna bjó í
Litlu-Sandvík og naut mikils álits.
Þeirra frændur eru meðal ann-
arra: Sr. Jón og dr. Kristján Þor-
varðarsynir og Páll Lýðsson í
Litlu-Sandvík.
Móðir Stefaníu i Geirakoti var
Guðný Stefánsdóttir prests á Felli
í Mýrdal Stefánssonar, en móðir
Guðnýjar var Kristín Ölafsdóttir
prests í Sólheimatungu. Ur þeim
frændgarði má nefna: Sr. Jón eld-
prest Steingrímsson, Jón Espolín
sýslumann, Valgerði Árnadóttur
Briem, sr. Hjörleif Guttormsson á
Völlum í Svarfaðardal, Hannes
Hafstein og Tryggva Gunnarsson
sem kom ekki svo lítið við sögu
Selfoss. Þetta sagði mér Sigurgeir
Þorgrímsson, sá ágæti ættfræð-
ingur.
Þegar foreldrar Höskuldar eða
Hössa, eins og hann var daglega
nefndur í vinahóp, hófu búskap á
Selfossi 1904, var þar ekki eins
umhorfs og nú. Býli voru þrjú og
ibúarnir um 20. Nú búa þar um
þrjú þúsund manns og plássið
með því myndarlegasta sem gerist
á landipu. Hössi var tengdur þess-
ari uppbyggingu órofaböndum.
Hann fæddist inn í þann hug-
sjónaeld, sem tengdur er jarðar-
bótum í Flóanum og uppbyggingu
á Selfossi. Lengst af var hann
starfsmaður Kaupfélags Árnes-
inga, sem ásamt Mjólkurbúinu
voru hornsteinar byggðarinnar
við Ölfusárbrú. En fyrir Selfyss-
inga var hann meira en starfs-
maður Kaupfélagsins. Hann var
líka heimilisvinur. I starfi sínu
sem bifreiðarstjóri þekkti hann
öll heimili staðarins, enda hafði
hann séð flest fólkið flytjast þang-
að og hinum fylgzt með frá fæð-
ingu. Síðustu árin, sem hann gat
unnið, vann hann hjá Kaupfélag-
inu Höfn. Lipurð og hjálpsemi i
starfi voru einstök.
Hössi var félagslyndur maður
með afbrigðum. Á yngri árum
sótti hann mannfagnaði og var þá
hrókur ails fagnaðar. Með aldrin-
um stundaði hann mikið bridge
og skák og varð oft sigurvegari á
þessum sviðum. Hann hafði einn-
ig mikinn áhuga á íþróttum og
sótti kappleiki einkum i knatt-
spyrnu. Einnig hafði hann mikið
yndi af leiklist og fá útvarpsleik-
Örfá minningarorð:
Þórarinn Sigurgeirsson
frá Hömluholtum
Þegar ég var ungur fannst mér
ekkert ægilegra en dauðinn, og
enda þótt hann væri þá í þeirri
órafjarðlægð við mig, að koma
hans var ekki umtalsverð, voru
ætíð einhverjir mér kærir i yfir-
vofandi hættu. Nú sit ég á bjartri
júnínóttu, miðaldra maður, og
gleðst vegna þess að einn af vel-
gjörðamönnum mínum hefur
dregið tjaldhæla sína úr jörðu.
Löngu erfiðu veikindastríði er
lokið á þann hátt einan sem far-
sæll getur talist rosknum manni
og fársjúkum. Svona breytast
sjónarmiðin með árunum.
Þórarinn Sigurgeirsson frá
Hömluholtum í Hnappadalssýslu
lést á sjúkrahúsi í Keflavík s.l.
laugardag. Þegar mér er sagt lát
hans reikar hugurinn áratugi til
baka. Eg man Þórarin vel frá
æskuárum mínum. Hann var oft-
sinnis gestur á bernskuheimili
mínu, og átti þangað ættir að
rekja. Um margt var hann eftir-
minnilegur maður, — glaður,
skemmtinn, hafði ríkan húmor og
frjóa kímnigáfu, og átti það sam-
eiginlegt öðrum systkinum sín-
um. Einn var þó sá eiginleiki sem
öðru fremur gerði hann sérstæð-
an og að nokkru frábrugðinn
flestum öðrum. Hann hugsaði
ætíð og ævinlega um annarra hag
fyrst og fremst en ekki eða þá svo
lítið um sína eigin velferð, að það
gat oftsinnis tæplega talist for-
svaranlegt. Allt hans starf var
fórnarstarf, án krafna um þakkir
eða verðug laun. Þessa nutu
margir, — sumir óVerðskuldað,
þar í flokki er höfundur þessara
orða.
rit lét hann fram hjá sér fara
Einni íþrótt unni hann þó annarri
fremur, en það voru laxveiðar.
Þar var hann í sérflokki, sérstak-
lega með net, en einnig með
stöng.
Hössi trúlofaðist Huldu
Stefánsdóttur, nú giftri Alfreð
Clausen, og áttu þáu einn son
Sigurgeir, sem ólst upp á heimili
föður síns á Selfossi.
Þegar móðurforeldrar mínir
fluttu að Tryggvaskála 1925 tók-
ust fljótt góð kynni við heimilis-
fólkið á Fossi, en svo er bærinn á
Selfossi kallaður í daglegu tali. Æ
síðan má segja að Hössi hafi verið'
fjölskylduvinur. Ég kynntist hon-
um fyrst á Selfossi, fékk þá oft að
sitja í bíl hans, þegar hann var að
keyra út vörur. Þótti okkur
krökkunum þetta mikil skemmt-
un. Eftir lát föður míns varð hann
okkur móður minni og systur
skjól í éljum. Fyrir það er honum
færðar dýpstu þakkir. Hann átti
alltaf gjafir að gleðja með, þess
nutu allir sem kynntust honum,
en við öðrum fremur.
Fyrir um hálfum áratug kenndi
Hössi sér þess meins, sem nú hef-
ur dregið hann til bana. Gerð var
þá mikil skurðaðgerð svo að tví-
sýnt var um líf hans. Nokkur bati
fékkst um tíma, en þrátt fyrir
frábæra umhyggju lækna og
hjúkrunarliðs og þó sérstaklega
systur hans, Guðrúnar, sem hefur
mátt hjúkra svo mörgum af ein-
stökum kærleika þar til yfir lýk-
ur, þá varð líf og heilsa að hiða
hel.
Eg'votta s.vni hans, Sigurgeiri,
systkinum hans og öllum ættingj-
um og vinum mína dýpstu samúð.
Nú drýpur sorgin við fossinn i
Ölfusá, en heitt elskað Árnesþing
geymir barn sitt vært.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á f mið-
vikudagsblaði, að berast f síð-
asta lagi fvrir hádegi á mánu-
'dag og nliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
linubili.
Nú kveð ég Þórarinn vin minn
með trega, og blöndnum gleði þó.
Hann var vammlaus maður og
heill. Hann vár fórnfús og hjarta-
góður. Störf hans i annarra þágu
urðu honum ekki erfið, því néist-
inn kom að innan. sýndarmennsk-
an var honum fjærstur eiginleika.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Unga fólkið er svo eirðarlaust. Hverja teljið þér vera
ástæðuna til þess? Ég hef aldrei fyrr kvnnzt ungu fólki.
sem er svona þjösnalegt og kröfuhart.
Ástæðurnar kunna að vera margar. Eitt er það. að
unglingar hafa aldrei áður verið eins margir og nú.
Því er spáð, að unglingar verði helmingur þjóðarinn-
ar árið 1980. Þar með öðlast þeir meira peningavald
og félagslegt vald en nokkurn tíma áður. Svo er unga
fólkið auðugt. Það hefur meira fé handa á milli en
nokkur fyrri kynslóð. Það ekur í gljáfægðum sport-
bílum, lætur fara vel um sig á hvíldarstöðum og
hefur meira frjálsræði en þekkzt hefur. Fyrir bragð-
ið verður það sjálfstætt og oft uppreisnargjarnt.
Þess vegna er það kallað „núkynslóðin". Þvi finnst
það verði að lifa öll svið lífsins ,,nú“.
Uppreisn æskunnar (sumir æskumenn eru alls
ekki uppreisnargjarnir) stafar af því, að henni
finnst eldri kynslóðin hafa skilað sér óstöðugum
heimi, og sumir horfa reiðir um öxl af þeim sökum.
— Á hinn bóginn virðist mér æskufólkið fúsara en
aðrir til þess að hlusta á fagnaðarerindið. Það leitar
svara, og eirðarleysi þess stafar af því, að allir menn
eru eirðarlausir, unz þeir finna frið við Uuð.
Vilhelmína Vilhelms-
dóttir — Kveðja
F. 23. janúar 1904.
D. 2. júní 1976.
Þegar Kristján Karlsson var
skipaður (af rikisstjórninni) einn
af þremur bankastjórum íslands-
banka i Reykjavík árið 1928
(tveir voru fyrir í bankastjórn-
inni, þeir Sigurður Eggertz fv.
forsætisráðherra og Eggert
Claessen hæstaréttarlögmaður)
— þá kom hann úr starfi sem
bókari og aðalfulltrúi útibús
bankans á Akureyri um langt
skeið og að auki forstöðumaður
sumarútibús bankans á Siglufirði
um síldveiðitímann frá stofnun
þess. Hann aflaði sér staðgóðrar
viðbótarreynslu og þekkingar
sem bankamaður i hinum mikla
sildarútgeTðarbæ, en sú var þó
gæfan mest, að þar eignaðist hann
konu sína og lifsförunaut,
Vilhelminu Vilhelmsdóttur.
Frú Mína, — en svo var hún
jafnan nefnd meðal vina — var
fædd í Siglufirði 23. janúar 1904,
dóttir Vilhelms Jónssonar
verslunarmanns og konu hans,
Ólafar Barðadóttur.
Þau Kristján giftust 18. mai
1926 og áttu því gullbrúðkaup
hálfum mánuði áður en hún dó, 2.
þ.m.
Þau eignuðust þrjú börn, sem
öll búa hér í Reykjavík, þau eru:
Ásta, gift Þorkeli Magnússyni
fulltrúa i Landsbankanum, Karl,
loftskeytamaður, kvæntur Heike
Alpers, og Axel, hæstaréttarlög-
Ekki veit ég hvernig háttar til
að baki tjaldsins mikla sem skilur
á milli lífs og dauða, og geri mér
ekki hugmyndir þar um. En fari
svo að þar sé um að ræða einhvers
konar erfiðleika í svipuðu formi
og við þekkjum héðan, þá kýs ég
mér Þórarinn til föruneytis.
Þangað til læt ég nægja og finnst
við hæfi að kveðja hann með broti
úr kveðjuljóði eftir stórskáldið
Guðmund Böðvarsson.
„Hve skammt nær vor síðbúna
þökk í þögnina inn,
sem þulin er Iíkt og afsökun
horfnum vini.
Hve stöndum vér fjarri þá stund
er í hinzta sinn
hans stirðnuðu hönd vér þrýstum
í kveðjuskyni.
Og fátækt er orðið og fáskrúðug
tjáning hver
er fetar sig áfram vor hugur um
tregans slóðir.
— En hvað mundu orð og hámæli
geðjast þér?
Hljóðastur ntanna verst þú, minn
vinur og bróðir."
Kristján Benjamfnsson
maður, aðallögfræðingur Utvegs-
bankans kvæntur Þórunni Guóna-
dóttur. Barnabörnin eru 11, og 1
barnabarnabarn.
Frú Mína var heilsteypt kona að
allri skapgerð, trygglynd og mikil
vinur vina sinna. Mikill samhug-
ur og ástríki var með þeim hjón-
um og fjölskyldunni allri, sem
aldrei bar skugga á.
Síðustu áratugina lagói hún sig
mjög fram í störfum innan kven-
félags kirkju sinnar, Háteigs-
kirkju. Ennfremur og ekki siður
var hún framarlega í flokki þeirra
mætu kvenna, sem helga
frístundir sínar margs konar að-
stoð og hjálp við hinn sivaxandi
hóp aldraðra og hjálparvana hér í
borg. Þeir munu margir, sem
sakna vinar í stað við andlát
hennar og fylgja henni i tiugan-
um síðasta spölinn með hjartan-
legu þakklæti og fyrirbænum.
Þegar þessi störf hennar bar á
góma í samtali okkar á milli f.vrir
nokkru, tók hún sérstaklega fram.
að ánægja sú og lífsfylling, sem
hún hefði fundið í þessum störf-
um, væri svo margföld laun fyrir
aðstoð hennar ofj framlag, að sjálf
teldi hún sig í mestri þakklætis-
skuldinni.
Kynni okkar hjónanna við þau
Kristján og Mínu heitina eru orð-
in nokkuð löng. Komu þar fyrst til
störf okkar Kristjáns innan sömu
stofnunar, hvor í sinni heima-
byggð og einnig þátttaka beggja í
sömu félagshreyfingu.
Með innilegu þakklæti fyrir
órofa vináttu og tryggð kveðjum
við hjónin hina látnu sæmdar-
konu. Vini okkar Kristjáni. börn-
um, tengdabörnum og barnabörn-
um sendum við og börn okkar
hjartanlegar samúðarkveðjur.
Elías Halldórsson.