Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JUNÍ 1976 Barnið og björninn Eftir Charles G. D. Roberts hafði vaxið ákaflega og víða flóð yfir bakka sína. Það glampaði á það í sólskin- inu. Rétt eftir að hangsinn sofnaði, fór telpan að dæmi hans, hún hvíldi rjóða vangann sinn í mjúka feldinum hans. Loksins rakst flekinn á tré sem stóð á hólma, sem var í kafi. hann rakst svo mjúklega á, aé litlu sofendurnir vöknuðu ekki. Meðan þessu fór fram voru tvær ör- væntingarfullar mæður á hraðri ferð nið- ur fljótið og niður með því. Þær voru að leita að flekanum og því sem á honum var. Þegar móðir litlu telpunnar sá flekann berast frá landi, var hún komin á fremsta hlunn með að henda sér eftir honum. p]n svo kom skynsemin til sögunnar. Hún minntist þess í tæka tíð, að hún var ekki synt, — en það gat flekinn aftur á móti og gerði það líka heldur betur og myndi halda fjársjóði hennar, — litlu telpunni hénnar, lengi uppi. Hún óð vatniö í mitti heim að bænum, sem stóð upp á hæð og þaut svo eftir hæðinni til næsta bæjar, þar sem hún vissi að var til bátur. Þessi bær stóð þannig að engin flóð gátu náð honum, og bóndinn var heima, ánægður með sína tilveru. Og áður en hann vissi almennilega hvað var að gerast, fann hann að verið var að draga hann í áttina til bátsins, því grannkona hans var sterk- ur kvenmaður — sem fáir vildu stæla við, og bóndanum var ljóst að eitthvað óvenjulegt hafði komið fyrir. En það var ekki fyrr en hann var kominn út í bátinn og farinn að róa, sem hann vissi hvað um var að vera. En þá tók hann líka hraust- lega til áranna svo hraustlega að það sannfærði móðurina um að hann væri fús til þess að gera allt sem í hans valdi stóð. Hann beygði snarlega framhjá trjábolum og trjám, sem voru hvarvetna á floti og reri hratt niður eftir fljótinu. en konan sat upprétt í skutnum, föl eins og nár, en stundum tautaði hún eitthvað þannig að helzt varð skilið á því, að telpan hefði stolist í skemmtiferð, og skyldi heldur betur verða refsað fyrir slíkar tiltektir. Hin móðirin hafði meiri ástæðu til þess að vera angistarfull. Þegar hún birnan kom að trjábolnum á bakkanum, þar sem hún hafði skilið ungann sinn eftir, sá hún að bakkinn hafði fallið niður í fljótið og að tréð var algerlega horfið. Hún kunni vel að synda, þó móðir telpunnar kynni það ekki, en hún vissi að hún gat hlaupið hraðar en hún synti. Hún tók sprettinn niður eftir bakkanum, klifraði yfir hrúg- ur af sprekum og rekaldi og synti yfir djúpar víkur, þar sem fljótið hafði fyllt gildrög og skorninga. Loksins kom hún lafmóð upp á kletta- brún og sá ekki alllangt frá sér flekann með tveim litlum farþegum steinsof- andi. Hún sá ungann sinn í hnipri með höfuðið í örmum barnsins og gula lokka þess á syörtum feldi húnsins síns. Fyrst hélt hún að unginn væri dáinn, að barnið hefði banað honum og væri að fara með hann í burtu. Með ógurlegu reiðiöskri þaut hún niður klettana og steypti sér í fljótið. Hún hafði ekki fyrr en þá, tekið eftir því, að bátur var að nálgast flekann, FERDINAND Náðu í hjálp! Eg gel hreinsað neglurnar á eflir. Eg var mjög feimin sem harn og áhugi minn á karlpeningn- um vaknaði ekki fvrr en ég var 10 ára gömul. Jón litli: — Mamma, verpir hún kisa eggjum? Móðirin: — Nei. Jón: — En hundarnir? Móðirin: — Nei, engin skepna verpir eggjum nema fuglarnir, sem hafa vængi. Jón: — Englarnir hafa vængi. Verpa þeir þá eggjum? X Sigga var forvitin, og þess vegna spurði hún, þegar hún var að sækja meðal fvrir móð- ur sfna: — Hvaða meðal er í þessu glasi? L.vfjafræðingurinn: — Það er þetta makalausa meðal, sem læknarnir gefa alltaf, þegar fólk vill fá meðal án þarfa, og það, sem við í lvfjabúðinni lát- um alltaf, þegar við getum ekki lesið lyfseðil la-knanna. Rétt eftir áramót. Móðirin: — Ég var hjá lækninum í dag. Dóttirin: — Gat hann nokkuð um, hvaða sjúkdómur vrði mest móðins í ár? X Jón (f réttarsal): — Eins og þú getur skilið, herra dómari, get ég ekki þolað það bóta- laust, að hann Pétur þarna sló mig 58 högg. Dómarinn: — Hvaða ógnar þolinmæði er þér gefin, maður minn, að standa undir 58 högg- um og nenna að telja þau. X Reiður maður: — I blaðinu f gær er ég margsinnis kallaður svikari og þrælmenni. Ritstjórinn: — Það er ó- mögulegt, blað mitt flytur. aldrei annað en nýjar fréttir. Arfurinn í Frakklandi Framhaldssaga eftir Anne Stevenson Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 86 Sfðan var þeim vísað á fund prforinnunnar sem beið þeirra f fábrotinni setustofu klaustursins. — Svslir Marie Claire bað um leyfi að fá að fara f heimsókn til fæðingarba'jar hennar vegna þess hún þyrfti að sinna áríðandi máli. persónulegs eðlis. Eg spurði hana ekki hvers eðlis það væri. Eg gaf henni leyfið og mér varð órótt þear hún kom ekki heim um kvöldið. Ég hafði hugsað mér að hafa samhand við lögregluna þegar logreglan kom á minn fund. Mér var sagt frá slysinu. Ef slvsið hefði ekki viljað til þegar hún var á leiðinni heím aftur hefði ég ekki gert frekari ráðstaf- anir. En ég ályktaði sem svo að hún hefði lokið erindum sínum og allt va-ri nú f lagi. Eg hafði hugsað mér að kanna hverjir væru nánustu a'ttingjar hennar og koma til þeirra boðum. — Þér sögðuð að hún hefði skilið eftir tösku. sagði Debray. — Já, hún er hér. Þessi taska var sett í vörzlu þáverandi prforinnu klaustursins fvrir meira en þrjátíu árum. að ég hvgg. Það mun hafa verið faðir systur Maire Claire, Herault la-knir, sem kom með þessa tösku. Hann var la*knir okkar og eðlilegt var að verða við þeirri beiðni hans að geyma toskuna. Þau fyrir- ma*li fvlgdu að taskan yrði varð- veitf hér óhrevfð þangað til M. David Hurst ka*mi og ba*ði um hana. Nú skilst mér að þér séuð M. Hurst svo að vður verður af- hent taskan eins og samið var um. Taskan hafði verið borin inn. snjáð og slitin skjalataska sem eflaust hafði verið í eigu Ilerault læknis. Afa mfns. hugsaði David. I töskunni voru mvndir og inn- siglað umslag. Ilann rauf innsigl- ið. Þar var það vottað með hönd Madeleine Herauit og undirritað af föður hennar að Ian Riehard- son hafði enn verið með Iffs- marki, þegar Marcel Carrier hefði skotið á hann f Heraulthús- inu. F.vrir neðan var síðan vott- fest fæðing hans og dauði Made- leine og nafnið sem honum var gefið. Sömuleiðis að Simone Hurst hefði gert ráðstafanir til ættleiðingar drengsins og myndi fara með hann til Englands. David braut saman hrefið og rétti það til Debra.v. — Eg held þér finnið í þessu lausnina á málinu í samhandi við Carrier. Þér nafi nú tvö vitni gegn honum. Eitt látið hitt er á lífi. Debray tók blaðið og las það. — Meðal annarra orða. Eg held að ef þér segið það eitt við Gautier að þér hafið fundið bréf- ið sem Therese Herault skildi eftir sig. og nefnið ekki innihald- ið, býst ég við að hann verði reiðubúinn að levsa frá skjóð- unni. — Er eitthvað fleira í tiisk- unni? spurði Debrev. — Ekker merkilegt. sagði David. Hann var að virða fyrir sér mvndirnar. Ein var kópía af myndinni sem hann og Helen höfðu fundið í Heraulthúsinu. Madeleine Ilerault, ung og björl vfirlitum. Hin myndin var af ung- um manni. sennilega liðlega þrftugum, sem hallaðist brosandi upp að hliðinu við Heraulthúsið. Hár hans var Ijóst. Myndin var óskýr. en David fékk sting I hjart- að þegar hann leit á hana. David stakk myndunum í veski sitt og rétti töskuna til Debray. — Það er be/.t þér haldið henni sem sönnunargagni, sagði hann. Hann leit í áttina til Helenar. Andlit hennar var alvöruþrungið og ástúðlegt og fullt af þeim skilningi sem hann hafði alltaf dreymt um að finna hjá konu. — Megum við fara núna? spurði hann. — Biðjið bflstjórann að aka vkkur þangað sem þið viljið fara og sækja mig sfðan. sagði Debray. — Eg vænti þess þér látið mig vita áður en þér farið aftur til Englands. — Að sjálfsögðu. Hafið þér nokkra hugmvnd um, hvenær ég muni þurfa að koma hingað aftur? Debrav yppti öxlum. — Eg læt vður vita með góðum fyrirvara, sagði hann og þeir tók- ust í hendur í kveðjuskyni. Þegar inn f lögreglubflinn kom tók David myndirnar fram aftur og sýndi Helen þær. — Arfurinn minn. sagi hann. — Er þetta nðg. spurði hún. — Eg þarfnast einskis franiar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.