Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JUNÍ 1976 29 fclk í fréttum Skuldum vafinn poppari + Poppsöngvarinn P. J. Proby, sem knnnur er af löguni sfnum og því að sprengja utan af sér buxurnar á senunni, skuldar enn um 60 milljónir króna í skatta í Englandi. Fvrir átta árum stóö hann frammi fvrir dómaranum af sömu ástæðum og þegar dómarinn spurði hann hvers vegna hann hefði ekki greitt nema 240 pund af þessari miklu skuld, svaraði Probv: „Það er af þvf, að ég hef svo slæma umboðs- menn. Það hefur alltaf verið mitt vandamál. Ég skipti um umboðsmenn jafnoft og ég skipti um sokka en ég hef ekki ennþá fundið neinn nógu góðan.“ Jim Probv er banda- rfskur en býr í Manchester f Englandi með konu sinni Dulcie. P. J. Proby Burton ogBlair + Einn fremsti nautahani Spánverja, Santigo „El Viti“ Martin, varð fyrir óhappi á dögunum þegar hnn var að kljást við eitt nautið. Hann hafði komið spjótinu kvrfilega fvrir f baki nautsins og með glæsilegri sveiflu vatt hann sér undan þegar nautið gerði atlögu að honum. Ekki vildi þó betur til en svo að hann fékk spjótsskaftið f augað eins og sjá má á myndinni. „E1 Vili“ hélt auganu en griðungarnir þurfa ekki að óttast hann fvrst um sinn. + Nú stendur fyrir dvrum að gera framhald af myndinni „Særingamaðurinn" eða „The Exarcisí“ og á Richard Burton að leika prestinn á móti Lindu Blair, sem lék stúlkuna í fyrri mvndinni.Burton segist raunar vera trúleysingi en að hann hafi tekið að sér hlutverkiö „vegna þess að mér leizt vel á handritið og mig langaði til að komast aftur til Hollvwood". Um kölska hafði Burton þetta að segja: „Sá tfkarsonur er allt- af á hælunum á okkur. Þegar aldurinr. færisí yfir skýtur hann upp kollinum f hugsunum okkar á ótrúlegustu stundum." Eins og til að leggja áherzlu á orð sín kvssti Burton Lindu og fór S>ér að engu óðslega. „Að hugsa sér,“ sagði ha'nn, „hún er aðeins 17 ára.“ Gamantregi + Leikarinn Peter Sellers, sem af flestum er talinn glett- inn og gamansgmur náungi, kemur alls ekki auga á að ástæða sé til að brosa breitt. „Ég hef ekki trú á að fólk geti veriö hamingjusamt," seg- ir hann. „Sjálfur er ég i það minnsta mjög óhamingjusam- ur. Mér finnst stundum að líf mitt sé næstum því einskis virði. Ég hugga mig þó við það, að sem leikari get ég fengið fólk til að brosa og líða kannskj ögn skár.“ Peter Sellers stendur nú á fimmtugu og hefur nylega haf- izt handa við þriðju mvndina um bleika pardusinn. „Lög- regluforinginn er raunar mjög óhamingjusamur maður svo að hlutverkið á vel við mig,“ segir Peter Sellers. Málverkasýning í Valhúsaskóla — Seltjarnarnesi. Opið frá kl. 2 —10 e.h. Næst siðasti dagur. Myndlistarklúbbur Seltjarnarness Opið frá kl. 8.00—19.00 alla daga nema sunnudaga CRENSASVECUR j niifiíftmn Jkeifunoill Símar: 81502 — 81510 GfíÖDRARSTÖDIN STJÖRNUGRÓF 18 SÍMI 84550 Nú er rétti tíminn til gróðursetningar trjáplantna. Við höfum á boðstólum eitt stórkostlegasta úrval trjáa og runna í landinu. Ykkur er velkomið að sækja sumarið til okkar og flytja það heim. væntanlegar aftur eftir nokkra daga. Mjög hagstætt verð. Flestir varahlutir fyrirliggjandi. Ennfremur fyrirliggjandi á góðu verði: Slipi- og skurðarskifur af flestum gerðum. Gúmmidiskar fyrir slipirokka. Rafsuðuvettlingar og ermahlífar. Mikið úrval af suðuvír. Iðnaðarvörur Kleppsveg 150, Reykjavík Pósthólf 4040, sími 86375.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.