Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JUNÍ 1976 17 Misheppn- að tilræði við Idi Amin Nairobi, Kenya, 11. júní — AP, Reuter. ÚTVARPIÐ í Kampala, höfuðborg Uganda, skýrði frá því í dag að Idi Amin forseti hefði komið óskadtiaður undan til- ræðismönnum, sem reyndu að myrða hann með handsprengjum í gærkvöldi. Tilræðis- mennirnir voru hand- teknir. Árásin á Amin var gerð þegar hann var viðstaddur hergöngu ný-útskrifaðra lögreglumanna við lögregluskólann í Nsam- baya, einu úthverfi Kampala. Segir útvarpið að „fjandmenn Uganda" hafi varpað þremur handsprengjum í áttina að Am- in, sem var að yfirgefa staðinn, en forsetinn hafi sloppið óskaddaður. Einn maður fórst í sprengingunum og 36 særðust. Sprengjurnar voru af „banda- rískri og israelskri gerð“, að sögn útvarpsins. Áður en tilkynning um til- ræðið var birt í útvarpinu í Kampala, höfðu sögusagnir um það verið á kreiki bæði í Kamp- ala og í Nairobi, höfuðborg Kenya. í fyrstu var talið að Amin hefði særzt, eða jafnvel verið myrtur, en síðar tóku að berast fregnir af því að forset- inn hefði sinnt störfum sínum í dag eins og ekkert hefði í skor- izt, og tekið á móti nokkrum fulltrúum erlendra ríkja sam- kvæmt áætlun. Einn þessara er- lendu sendifulltrúa skýrði starfsbróður sínum ,i Nairobi frá því að hann heföi átt fund með Amin klukkan tvö síðdegis í dag, og hafi forsetinn verið við beztu heilsd og alls ósærð- ur. í frétt útvarpsins í Kampala sagði að Amin hefði eignazt fjölda andstæðinga innan raða heimsvaldasinna og zíonista, en að „þeir og málaliðar þeirra fái ekki slökkt þann eld, sem Amin hefur kveikt.“ Idi Amin hefur verið forseti Uganda frá þvi i janúar 1971, er hann steypti þáverandi forseta, Milton Obote, af stóli í byltingu hersins. Vitað er að margar til- raunir hafa verið gerðar til að ráða hann af dögum. Island—Bretland 3:0 tsland 3, Bretland 0 segir í upphafi greinar í síðasta tölublaði Time og ba'tt við að þannig virðist staðan eftir frábæran sigur Revkjavíkur í þriðju lotu þorskastrfðsins. Með fylgir þessi skopmvnd þar sem móðir segir við son sinn að hún viti ekki hvaða landhelgi hafi verið samþykkt en hann hl jóti að vera að fremja landhelgisbrot. Frönsk vopn til Kína — til varnar á sovézku landamærunum Hong Kong, 11. júní — Reuter, AP. BLAÐIÐ South China Morning Post, sem gefið er út á ensku í Hong Kong, skýrir frá því í dag eftir „áreiðanlegum heimild- um“ að Kína sé að semja um umfangsmikil vopna- kaup frá Frakklandi, og að meðal vopnanna séu skrið- drekar, sem henti mjög vel til hernaðar á landamær- um Sovétríkjanna og Kína þar sem þeir fari jafnt á láði og legi. Blaðið segir að samn- ingaviðræður um kaupin hafi farið fram að undan- förnu í sambandi við heim- sóknir franskra hernaðar- fræðinga til Peking. „Ein af heimildum okkar hermir að hugsanlega verði gengið frá samningunum núna, meðan Guy Mery hershöfð- ingi, forseti franska her- Fréttamenn streyma til Svíþjóðar Stokkhólmi, 10. júní — NTB. FRÉTTAMENN frá öllum hoims- hornum streyma nú til Stokk- hólms til að vcra viðstaddir kon- ungsbrúðkaupið þar annan laugardag. Vitað er um rúmlega 1.100 fréttamenn og Ijósmyndara, sem verða við hátfðahöldin, og er fjöldi þeirra þegar kominn til Stokkhólms, þar sem þeir fá inni f sérstakri fréttamiðstöð f nýja þinghúsinu. Sænsk yfirvöld hafa ekki haft jafn mikinn viðbúnað varðandi fréttamenn frá því umhverfis- málaráðstefnan var haldin í Stokkhólmi árið 1972, en þá komu þangað um 1.600 erlendir frétta- menn. Yfirmaður upplýsinga- þjónustunnar varðandi brúð- kaupið verður Jan Mártenson ráð- gjafi konungs, en hann gegndi sama embætti við umhverfismála- ráðstefnuna. Þarna verða einnig fulltrúar, sem eiga að aðstoða þá fréttamenn, sem vilja nota tæki- færið til að kynna sér og skrifa um önnur málefni Svía. Alls hefur verið tilkynnt koma blaðamanna frá 21 landi. Fjöl- mennasti hópurinn er frá Vestur- Þýzkalandi, 60 manns. ráðsins, dvelst í Kína,“ seg- ir blaðið, án þess að geta þess hver heimildin er. Mery hershöfðingi er í Kína í boði varnarmála- ráðuneytisins, og hefur átt þar viðræðúr við Yeh Chien-yingo varnarmála- ráðherra og fleiri ráða- menn. Talið er að Kínverjar geti fengið frá Frakklandi Mirage-þotur með vara- hlutum, eldflaugar til nota gegn skriðdrekum og þotu- hreyfla auk skriðdrekanna, sem eru af gerðinni AMX 30. Þessir skriðdrekar vöktu athygli i styrjöld Ar- aba og C.yðinga árið 1973, og eru sagðir henta mjög vel í Kína. Tap hjá flokki Nordlis Osló, 11. júní. NTB. FYLGI Verkamannaflokksins. flokks Odvar Nordlis forsætis- ráðherra, hefur minnkað í fyrsta skipti i eitt ár samkvæmt skoð- anakönnun Gallups. Kristilegi þjöðarflokkurinn hef- ur einnig tapað fylgi. Mest fylgis- aukning hefur orðið hjá Hægri flokknum og Sósialiska vinstri- flokknum (SV). Fylgi Verkamannaflokksins i maí var 41.7% og minnkaði um 1.6% miðað við apríl. Fylgi Hægri flokksins var 22.3% og hafði auk- izt um 2%. Fylgi SV jökst í 5.7% og fylgi Kristilega þjóðarflokksins minnk- aði um 1 % i 11.1 %. Mynt var fyrst skart í Noregi Ósló, 11. júní. NTB. FYRSTA myntin, sem barst til Noregs á dögum Rónverja, var ekki notuð sem gjaldmiðill held- ur sem skart og til skrauts og norskt myntkerfi kom ekki til sögunnar fyrr en i tíð Haralds harðráða um miðja clleftu öld. Þetta kemur fram í doktorsrit- gerð sem Kolbjörn Skaare ver við heimspekideild Öslóarháskóla á morgun og fjallar um mvnt og myntsláttu á dögum víkinganna í Noregi. Arabísk silfurmynt var orðin allútbreidd í Noregi um 900 og hún var mikilvægur liður í þróun myntar sejn gjaldmiðils á víkinga- tímanum. Engilsaxneskir og þýzkir pen- ingar bárust i miklum mæli til Noregs frá lokum 10. aldar og þar með færðist þróunin á nýtt stig. Ólafur Tryggvason hóf síðan norska myntsláttu og fyrirmynd- in voru engilsaxnesku peningarn- ir. Ólafur helgi hélt myntsláttunni áfram, en Kolbjörn Skaare segir að hún hafi verið tilviijunar- kennd hjá báðum konungunum og ekki grundvallazt á sjálfstæðu norsku myntkerfi. Skriður komst fyrst á málið á dögum Haralds harðráða sem studdist við reynslu frá Rúss- landi, ríki Miklagarðskeisara og Danmörku og stóð fyrir víðtækri myntsláttu. Þar með var grundvöllur lagður að norsku myntkerfi og smátt og smátt vöndust vikingarnir á að nota mynt sem gjaldmiðil. Dæmd til hengingar Dýflini, 10. júní — AP, NTB. SÉRSTAKUR hermdarverkadóm- stóll 1 Dýflini hefur dæmt ung hjón til hengingar fyrir morð á lögreglumanni í fyrra. eftir að hjónin höfðu tekið þátt f banka- ráni. Akveðið er að þau verði hengd 9. júlf næstkomandi, og fari svo verða það fyrstu heng- ingarnar á trlandi f 22 ár. Hjónin heita Marie og Poel Murray, og eru'27 og 25 ára, hann atvinnulaus iðnverkamaður. Neitaði dómurinn þeim um heimild til að áfrýja úrskurð- inum, en hinsvegar geta þau áfrýjað þeirri neitun. Réttarhöld- in stóðu í hálfan annan mánuð, og voru hjónin fundin sek um morð á lögreglumanninum Michael Reynolds. Þegar bankaránið var framið í Dýflini i fyrra var Reynolds ekki á vakt, heldur var hann akandi með konu sinni og barni framhjá bankanum. Sá hann þá bankaræn- ingjana, sem höfðu rænt 7.000 sterlingspundum, koma hlaup- andi á flótta út úr bankanum. Skildi Reynolds konu sína og barn eftir i bílnum og veitti ræn- ingjunum eftirför inn í nálægan skrúðgarð, þar sem ræningjarnir skutu hann til bana. Auk Murray-hjónanna eru tveir aðrir grunaðir um aðild að rán- inu. Annar bíður dóms, en hinn hefur enn ekki náðst. Hjónin voru ekki í réttinum þegar dómur var kveðinn upp. Hafa þau hundsað réttarhöldin frá því skömmu eftir að þau hóf- ust, en þá lýstu þau því yfir að þau væru stjórnleysingjar, anarkistar, og vildu aðeins reyna að steypa ríkinu og stofnunum þess. „Ef þið viljið hengja okkur, þá gerið það, en brjótið okkur ekki einnig niður andlega," sagði Poel Murray við það tækifæri. Siðasta aftakan á Irlandi var árið 1954 í Limerick þegar maður nokkur, Manning að nafni, var hengdur fyrir morð. írska, lýðveldið er eitt þeirra fáu rikja Evrópu, sem enn beita dauðarefsingu fyrir sérlega gróf afbrot, eins og morð á lögreglu- mönnum. Talið er þó í Dýflini að almenningsálitið þar vinni að því að fá dömnum breytt í lífstíðar fangelsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.