Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JUNI 1976 Islenzkir tón- listarmenn og ísl. dansflokkurinn ÞRIÐJUDAGINN 15. júní kl. 20.30 verða haldnir aðrir tón- leikar íslenzkra tónlistarmanna að Kjarvalsstöðum, að þessu sinni i samvinnu við íslenzka dansflokkinn. Fyrri tónleikarn- ir voru haldnir 9. júní s.k. en 'alls koma rúmlega 30 tónlistar- menn fram á báðum þessum tónleikum. Á tónleikunum á þriðjudag verður leikinn Sil- ungakvintettinn eftir Sehubert, en flytjendur eru: Jónas Ingi- mundarson, píanó, Rut Ingólfs- dóttir, fiðla, Graham Tagg, víóla, Pétur Þorvaldsson, celló og Einar B. Waage, kontra- bassi. Þá verður flutt allnýstár- legt verk, Bachianas Brasileir- as, eftir brazilíska tónskáldið Villa-Lobos, en það er fyrir sópran og 8 selló. Elísabet Erlingsdóttir syngur einleiks- hlutverkið, en cellóleikararnir eru: Pétur Þorvaldsson, John Collins, Jóhannes Eggertsson, Auður Ingvadóttir, Kristján Jóhannsson, Lovísa Fjeldsted, Inga Rós Ingólfsdóttir og Páll Gröndal. Að lokum verður flutt La Valse eftir Ravel, en flytj- endur eru dansarar úr Islenzka dansflokknum og þeir Gísli Magnússon og Halldór Haralds- son leika verkið í útsetningu höfundar fyrir tvö píanó. Eins og sjá má er efnisval þessara tónleika fjölbreytt og ólíkum verkum stillt upp, en segja má að einkunnarorð þessara tónleika íslenzkra tón- listarmanna á Listahátið að þessu sinni sé einmitt að tefla saman andstæðum. Þetta er á listahátíð í dag Kjarvalsstaðir: Kl. 14.00 Frönsku tónlistar- mennirnir Ars Antiqua flytja miðaldatónlist og leika á hljóð- færi frá þeim tima. Kl. 14 — 22: Þrjár sýningar opnar, þ.e. á verkum franska málarans Geralds Schneiders, yfirlitssýning á íslenzkri grafik og sýning arkitekta, Loftkastal- ar og skýjaborgir. Þjóðleikhúsið: Kl. 16.00: Sýning Lilla Teatern frá Finnlandi á Sizwe Bansi ár död með Borgari Garð- arssyni og Roland Hedlund. Kl. 20.00: Sýning Michaels Meschke og brúðuleikflokks hans á Litla prinsinum eftir St. Exupery. Laugardalshöil: Kl. 21.00: Jazz-hljómleikar Benny Goodmans og hljóm- sveitar hans. Frá æfingu á Bachianas Brasileiras eftir Villa-Lobos fvrir sópran og 8 celló. Islenzki dansflokkurinn á æfingu. Norræna húsið: Kl. 14 — 22: Sýning á ís- lenzkri og finnskri nytjalist. Tízkusýning á fatnaði Vuokko kl. 16.00. Kl. 16.00 Töframaðurinn Soimu Makela sýnir töfrabrögð í samkomusalnum, en í anddyri er sýning á veggspjöldum hans. Listasafn íslands: Kl. 13.30 — 22: Sýning á verkum austurríska málarans Hundertwassers og í Bogasal á verkum Dunganons. Utihöggmyndasýning í Aust- urstræti. Brechtsöngkonan Gisela May kemur um helgina AUSTUR-ÞÝZKA söngkonan Gisela May, sem þekkt er fyrir frábæran flutning sinn á Ijóð- um Bertolds Brechts, kemur til landsins síðdegis í dag ásamt píanóleikara sínum Henry Krtschil og flytur dagskrá í Þjóðleikhúsinu á sunnudags- kvöld og aftur á Kjarvalsstöð- um á mánudagskvöld. Gisela May hefur verið kölluð syngjandi leikkona og hún túlk- ar eða flytur fremur en syngur ljóðin, sem hún fer með. En það eru gjarnan pólitísk og þjóðfé- lagsleg ljóð eftir Brecht og tón- skáldin, sem sömdu við þau lög, Kurt Weil, Paul Dessau og Hans Eisler. Sá síðastnefndi, sem var mjög handgenginn Brecht og vinur hans, mun hafa áttað sig á hæfileikum Giselu May til að koma textum hans til skila. Þá hafði hún lengi starf- að við Deutsche Theater, starfs- vettvang Max Reinhardts og sló þar f gegn jafnt í sorgarhiut- verkum sem gamanhlutverk- um. Það var árið 1959 að Gisela May hóf sinn annan starfsferil, með stuðningi og hvatningu frá byltingartónskáldinu Hanns Eisler. Hún sló strax í gegn heima, og einnig á ferðum sín- um með þessa söngva um alla Evrópu og Ameriku, í sjón- varpsupptökum og hljómleika- sölum. Áheyrendur og gagnrýn- endur blaðanna lofuðu hana og flutning hennar á ljóðunum hvar sem hún fór. Frá 1961 var hún svo ráðin hjá Berliner Ensemble, leik- flokki Brechts. Sjálfur var hann þá látinn, en kona hans, Helen Weigel, sem meðal ann- ars er fræg fyrir túlkun sína á Mutter Courage, stjórnaði leik- húsinu. Þar tamdi Gisela May sér Brecht-stíl í flutningi á eín- inu og lærði þær aðferðir sem hann notaði sjálfur og tamdi sitt fólk f. Síðan hefur Gisela May leikið sem gestur í öllum stærstu leik- húsum Evrópu og mörgum listahátíðum og hún hefur ver- ið heiðruð með verðlaunum fyrir flutning á efni á hljóm- plötum og hlotið bókmennta- og listaverðlaun í Austur- Þýzkalandi 1973. Hvort sem er í tali eða söng beitir hún agaðri hrjúfri röddu, sem nær með efnið til áhorf- enda, hvort sem það er háð, reiði, sorg eða gleði. Hún er fyrst og fremst sterkur flytj- andi þess efnis, sem hún er með. Hér eru það söngvar Bertholds Brechts. Morguntónleikar á listahátíð Á SUNNUDAGSMORGUN kl. 10.30 hefst listahátíð með tón- leikum á Kjarvalsstöðum. Þar leikur Svisslendingurinn Ru- dolf Bamert á fiðlu og Ursúla G. Ingólfsson á píanó verk eftir J. Haydn, ,1. Brahms, A. We- bern og S. Prokofieff. Og gefst þeim, sem unna fágaðri tónlist, kostur á fallegri morgunstund á sunnudegi. Hljóðfæraleikararnir eru bæði frá Sviss, en Ursúla hefur síðan 1972 búið á íslandi, verið kennari við Tónlistarskólann og oft komið fram sem einleik- ari með Sinfóníuhljómsveit ís- lands og mörgum sinnum leikið í útvarp. Megináhugamál henn- ar er kammertónlist og hefur hún umfangsmikið tónleika- hald að baki í því efni, bæði í Sviss og í Bandarikjunum. Þannig hefur Ursúla oft leikið með fiðluleikaranum Rudolf Bamert á tónleikum. Rudolf Bamert kom til lands- ins um síðustu helgi. Hann er mjög þekktur fiðluleikari á meginlandi Evrópu og hefur leikið víða sem einleikari með hljómsveitum, mest þó i Sviss, í Austurríki og á ítaliu. Hann hefur átt þátt í flutningi fjölda kammerverka í þessum lönd- um, svo og í Frakklandi. Hann hefur t.d. nýlokið tónleika- ferðalagi, þar sem hann lék í tvöföldum konsert Bachs í d- moll sem einleikari ásamt Wolf- gang Schneiderhan og hlaut mjög góða dóma gagnrýnenda. Einnig fyrir kammerverk, sem hann alveg nýlega flutti ásamt píanóleikaranum Gerard Wyss í Basel. En næsta verkefni Bamerts var þátttaka í Wiener Festwochen. Á efnisskránni á Kjarvals- stöðum á sunnudagsmorgun er m.a. sónata Prokofieffs op. 94. Þegar Bamert lék þetta verk með Ursúlu fyrir 8 árum skrif- aði gagnrýnandi í Bienne: „Full djarft, en af ágætri kunn- áttu. Enda þótt bæði séu ung að árum ennþá, er það þó senni- lega ekki tæknileg dirfska ung- lingsins, sem nú hrífur, heldur dirfska í efnisvali. Ástæða er til þess að benda á verkið op. 7 eftir Anton Webern á efnisskrá þeirra." Ursúla Ingólfsson og Rudolf Bamert að æfa fyrir hljómleikana á heimili hennar og manns hennar, Ketils Ingólfssonar, I Reykjavík. Ljósm. Ól.K.Mag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.