Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JUNI 1976 Útgefandi Framk væmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100 Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 50,00 kr. eintakið. Smygl eiturlyfja og eiturlyfjaneyzla Itrekaðar fréttir um hass- smygl tíl landsins hljóta að vukja óhug meðal fólks. Þær benda til þess, að um vaxandi neyzlu þessara fikniefna og annarra sé að ræða hér á landi og þá ekki sízt meðal ungs fólks. Fjölmiðlar hafa undan- farið nánast dag hvern, flutt nýjar fréttir af því, að uppvíst hafi orðið um tilraunir til þess að smygla hassi til landsins. Bersýnilegt er, að þeir sem að þessari smyglstarfsemi vinna eru mjög fundvísir á leiðir til þess að koma eiturlyfjum til íslands. Þannig var t.d. upplýst fyrir nokkrum dögum, að ís- lendingur á meginlandi Evrópu hefði beðið sjómann á kaup- skipí fyrir sakleysislegan hæg- indastól en í Ijós kom, að í þessum stól var verulegt magn af hassi falið Þá hafa ekki siður vakið athygli fréttir sem borizt hafa frá Spáni um, að tvö íslenzk ungmenni hafi verið hneppt í fangelsi þar í landi vegna þess, að í Ijós kom, að þau höfðu í fórum sínum mikið af fíkníefn- um er þau komu til Spánar frá landi í Norður-Afríku. Þriðji aðilinn að því máli var handtek- inn, er hann kom hingað til lands. Allar vekja þessar fréttir upp margvíslegar spurningar sem ástæða er til að fjalla um. í fyrsta lagi er auðvitað Ijóst, að íslenzkum tollgæzlumönn- um tekst ekki að hafa upp á nema hluta af því hassi, sem reynt er að smygla til landsins. Þess vegna er nánast hægt að fullyrða, að verulegt magn af þessum eiturlyfjum komist hingað, án þess, að tollgæzlan verði þess vör og sé hér í umferð. Það þýðir, að fíkni- efnaneyzla af þessu tagi hlýtur að vera nokkuð útbreidd, ekki sízt meðal ungs fólks. Það út af fyrir sig er kannski alvarlegasti þáttur þessa máls og tímabært orðið, að við gerum okkur grein fyrir umfangi þess og að hve miklu leyti verið er að eyði- leggja ákveðinn hóp íslenzks æskufólks með því að venja það á slíka fíkniefnaneyzlu. í öðru lagi er Ijóst, að verulegir fjármunir eru lagðir í smygl á fíkniefnum til landsins. Hinar ótrúlegustu tölur eru nefndar i þessu sambandi og víst er um það, að hagnaðarvonin er mikil, ef smygl á fíkniefnum tekst. Þá vaknar sú spurning, hverjir leggja fram þetta fjár- magn. Er hér um að ræða sam- skotafé frá neytendum fíkni- efna, sem gera fulltrúa sína út af örkinni til þess að afla fíkni- efna erlendis og koma þeim til landsins, eða er hér um að ræða skipulagða smyglstarf- semi, sem hefur yfir verulegum fjármunum að ráða og hvaðan eru þeir fjármunir þá komnir og frá hverjum og hvert fer hagnaðurinn? í stuttu máli: er hér risinn upp skipulagður eiturlyfja smyglhringur, sem hefur yfir að ráða innflutnings- kerfi til landsins og dreifingar- kerfi hér innanlands? Hver sem sannleikurinn er í þessu máli, hljótum við íslend- ingar að horfast í augu við þá staðreynd, að fikníefnaneyzla hefur farið vaxandi og við því vandamáli verður að bregðast með einhverjum hætti. Þar koma sjálfsagt ýmsar leiðír til greina Ef til vill er nauðsynlegt að stórauka fræðslustarfsemi um þær hættur, sem þeim eru búnar, sem byrja að neyta slíkra fíkniefna. Stundum er því haldið fram, að fíkniefni á borð við hass séu ekki skað- meiri en t.d. áfengi Það er auðvitað hættuleg vitleysa, enda sýnir fengin reynsla, að mjög mikið er um það, að ungt fólk sem byrjar að neyta fíkni- efna á borð við hass og mariju- ana leiðist síðan út í neyzlu annarra eiturlyfja sem fáir sleppa úr greipunum á. En aðalatríðið er, að réttir aðilar íhugi, hvort ekki sé þörf á stór- aukinni fræðslustarfsemi á þessu sviði, sem geti komið I veg fyrir að ungt fólk leiðist út i eiturlyfjaneyzlu. Þá skiptir einnig höfuðmáli, að allt sé gert, sem unnt er til þess að koma í veg fyrir innflutning á eiturlyfjum til landsins. Nú er enginn vafi á því, að þau mál hafa verið tekin fastari tökum en ýmis önnur sakamál á síð- ustu árum en samt.hljóta að vakna spurningar um, hvort nauðsynlegt sé að bæta við mannafla og fjármunum til þess að upplýsa smygltilraunir á eiturlyfjum og jafnframt hvort nauðsynlegt sé að herða enn refsingar fyrir smygl á eiturlyfj- um, sölu eiturlyfja og kaup á eiturlyfjum hér innanlands. Sú spurning verður stöðugt áleitnari hvort við stöndum ekki frammi fyrir nýjum við- horfum í sambandi við marg- víslegt saknæmt atferli sem séu orðin svo umfangsmikil, að dómstólakerfi okkar og rann- sóknarkerfi ráði hreinlega ekki við það. Enn er t.d. ekki sýni- legur verulegur árangur í rann- sókn á Geirfinnsmálinu svo- nefnda Líklega þarf á þessu sviði aukinn mannafla, sérþjálf- un þeirra, sem að rannsóknar- málum vinna, aukin tækni- búnað og yfirleitt stóraukið átak á þessu sviði Loch Ness leiðangur New York Times og bandarísku vísindaakademíunnar wmm Charles Wyckoff yfirmaður Ijósmyndadeildar leiðangursins og Christopher IVfcGowan líffræðingur sökkva sftökumyndavélinni 1 Loch Ness. Allar Ijósmyndir tók Paul Hosefros Ijósmyndari New York Times. HÉR á eftir fer fyrsta greinin í frásagnarflokki fréttamanna bandaríska stórblaðsins New York Times af vísindaleiðangrin- um, sem hefur það markmið að lyfta endanlega hulunni af leynd- ardómnum um Loch Ness skrímsl- ið. Sem fyrr segir hefur Morgun- blaðið keypt einkarétt af frásögn- inni og mun ásamt nokkrum stærstu blöðum heims flytja fyrstu fréttir og myndir ef nást úr leiðangrinum. Leiðangur þessi er Tjerður út af New York Times og bandarfsku vísindaakademíunni (US Academy of applied Scinces) og eru leiðangursmenn um 30, þekktir bandarískir vísindamenn og verkfræðingar og tæknimenn sem búnir eru fullkomnasta tækjabúnaði, sem völ er á á sviði neðansjávarljósmyndunar, berg- málsmálinga og líffræðirann- sókna. Leiðangurinn getur staðið 2 — 3 vikur og hann getur staðið í allt sumar og næsta ár, en honum lýkur ekki fyrr en gátan hefur verið leyst. Það er eitthvað ómótstæðilegt við Loch Ness-skrímslið, eins og fjall, sem aldrei hefur verið klif- ið, fljót, sem aldrei hefur verið siglt um, óþekktan fljúgandi furðuhlut. Um áratuga skeið hef- ur hið óskýrða fyrirbrigði vakið forvitni íbúa jarðar og tölu verður ekki kastað á þann fjölda, sem lagt hefur leið sína að þessu skozka vatni til að reyna að sjá hvað það er, sem hið kalda og grugguga vatn hefur að geyma. Sumir hafa staðið dögum og vik- um saman á ströndum vatnsins með myndavél í hönd, aðrir hald- ið sér á lofti yfir því í þyrlum, enn aðrir hafa siglt um djúp þess í litlum kafbátum og sökkt í það myndavélum, bergmálstækjum og jafnvel einhverjum kynhvatar- aukandi lyktarefnum. VÍSINDAMENN, VERKFRÆÐINGAR OG TÆKNIMENN Nú eftir áratuga ófullkomnar leikmannarannsóknir og vísinda- legar rökræður hefur verið skipu- lagður leiðangur vísindamanna og verkfræðinga, sem verður ná- kvæmasta og tæknilega fullkomn- asta rannróknin, sem gerð hefur verið á þessu fyrirbæri. Frumkvöðull að þessum leið- angri og jafnframt leiðangurs- stjóri er dr. Robert H. Rines, kunnur lögfræðingur og eðlis- fræðingur í Boston. I lið með sér til að fjármagna leiðangurinn fékk hann New York Times og bandarísku vísindaakademluna, en hann er forseti hennar jafn- framt því að vera forseti The Franklin Pierce-lagaháskólans í Concorde New Hampshire. Bandaríska vísindaakademfan, sem í eru 350 menn var stofnuð árið 1963, og var tilgangurinn með stofnun hennar að styðja rannsóknir að óvenjulegum svið- um og auka tengsl milli vfsinda- manna og hins almenna borgara. Sem fyrr segir taka um 30 vís- indamenn, verkfræðingar og tæknimenn þátt í ieiðangrinum og fóru fyrstu leiðangursmenn- irnir á staðinn f síðustu viku til að taka upp og setja saman tækja- búnaðinn og undirbúa verkið. Dýrafræðingar við háskólana í Harward, Cambridge og sérfræð- inga við Smithsonian Institute og British Museum eru tæknilegir ráðgjafar leiðangursins. Fyrsta takmark leiðangursmanna er að ná myndum af þessu fyrirbæri hvað sem það svo er, með full- komnustu myndavélum og raf- eindatækni, sem völ er á til þess að vísindamenn geti skorið úr um hvað sé á ferðinni. ENGIN HALDFÖST SÖNNUN Fram til þessa tíma hafa frá- sagnir sjónarvotta og nokkrar óskýrar myndir ekki getað gefið neina haldfasta sönnun eða skýr- ingu á fyrirbærinu, en niðurstað- an verður óljós mynd af.einhverri veru með lítið höfuð, langan háls og stóran breiðan lfkama með demantlagaða hreifa eða sundfit. Fyrir efasemdarmennina eru þetta ekki sannfærandi vísinda- leg sönnunargögn og þeim býður í grun að fremur sé um hugarburð en veruleika að ræða. Þeir sem trúgjarnari eru velta hins vegar fyrir sér hvort við séum ekki hér á slóð einhvers stórkostlegs nátt- úrufyrirbæris, t.d. einhverrar skepnu, sem lifað hefur af alda- raðir, eða hugsanlega einhver vatnadýr, sem koma svona undar- lega fyrir sjónir. Leiðangurinn kann að taka 2 — 3 vikur, allt sumarið og jafnvel er hugsanlegt að honum takist ekki að ná markmiði sínu f ár með tækjabúnaðinum, sem nota á. Leiðangursmenn eru hins vegar ákveðnir f að hætta ekki fyrr en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.