Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JUNÍ 1976 I KVÖLD kemur til kasta Lilla Teatern frá Helsinki á Lista- hátíð, en þad svnir þá í Þjoð- leikhúskjallaranum suður- afríkanskan... ja, grátbrosleik er kannski réttast að kalla þart. . . eftir rithiifundinn Athol Fugard og leikarana John Kani og Winston Ntshona. I.illan hefur svnt þennan einþáttung heima fyrir í vetur við mjög góðar undirtektir en einnig farið með hann í leikför til Noregs og Faereyja, og kemur raunar þaðan á Listahátíð. Lilla Teatern hefur áður lagt fram sinn skerf til Listahátíðar, því að á siðustu hátíð sýndi það hér kostulega útgáfu á Kring- um jörðina á 80 dögum. Nú er hópurinn frá Lillan töluvert fámennari — en kannski góðmennari að okkar mati, því að um borð er Borgar Garðars- son, gamall kunningi úr Iðnó, sem nú starfar sem fastráðinn leikari við Lilla Teatern við góðan orðstír. Hann fer með annað hlutverkið í Sizwe Bansi ár död, eins og einþáttungurinn nefnist á sænsku en á móti honum leikur Roland Hedlund, gamalreyndur leikari úr sænskum og finnskum ieikhús- um. Passafarganið Morgunblaðið hitti þá Borgar og Roland yfir kaffibolla í íbúð við Rauðalæk, sem þeir hafa tekið á leigu meðan á dvöl þeirra hér stendur og þá hafði einnig Asko Sarkola, leikhús- stjóri Lilla Teatern slegizt í hópinn en ýmsir munu vafa- laust minnast hans í hlutverki Fíleasar Fogg í Kringum jörðína á 80 dögum. Þremenningarnir voru beðnir um að segja einhver deili á Sizwe Bansi ár död. „Þetta ver er eftir hvítan höfund og tvo svarta leikara nánast áhugaleikara. sem unnu með honum að samningu þess. Það lýsir aðstæðum svertíngja í S-Afríku og persónuskilríkja- fargani því sem þeir mega búa við í landi sínu vegna kynþáttar sins,“ segir Roland okkur. Hann bætir því við að þegar siðan kynþáttaaðskilnaðar- stefnan hafi verið fullmótuð í S-Afríku, hafi margir hinna hvítu menntamanna, sem voru henni andvígir, snúið baki víð landi sínu og flutzt til Evrópu en á sama tíma hafi Athol Fugard flutzt heim til S-Afríku frá Bretlandi. Þar hefur hann síðan tekið upp hanzkann fyrir hinn kúgaða meirihluta á sinn hátt. „Leikurinn er alvarlegs eðlis en efnið er sett fram á ákaflega brcsicgan og skcmmtilegan hátt,“ segja þeir þremenningar. „1 því er ekki beinlínis ráðizt á aðskilnaðarstefnuna heldur farið í kringum hana, þannig að ádeilan er ákaflega lúmsk, sem sést kannski bezt á því að Athyglisvert leikhús Borgar segist hafa leikið í fjórum þeirra fimm verkefna sem Lilla Teatern hafi sett upp í vetur. „Viö erum ekki það mörg í hópnum, að við verðum að vera með í flestum leikritun- um sem koma upp. Þetta hefur verið anzi strangt í vetur, það er leikið sex kvöld vikunnar nema á sunnudögum, þegar við eigum frí,“ segir hann. „Lilla Teatern er að mínu mati enn mjög athyglisvert leikhús fyrir flestra hluta sakir, var það þegar ég fyrst kom til Finn- lands og er það ennþá. Sérstak- lega finnst mér leikhúsið hafa tileinkað sér góða vinnuaðferð við mótun sýninganna. Það fer fram miklu meiri og almennari umræða innan leikhópsins um hvert verk en maður átti að venjast hér heima, þar sem við í sarr.einingi: ieitumst við aö svara ýmsum spurningum varðandi verkin, t.d. af hverju viljum við þetta verk, hvert stefnum við með því og af hverju? Ekki svo að skilja, að Framhald á bls. 23 ieikurinn slapp í gegnum rit- skoðunarvaldið í S-Afríku. Leikurinn mun vera skrífaður 1972 en tveimur árum síðar fóru þeir þremenningarnir með leikinn í sýningarferðalag, m.a. til Bretlands og Bandaríkjanna. Og sagan af því hvernig það gekk fyrir sig er töluvert ævin- týraleg. I fyrstu fékk Fugard ekki fararleyfi úr landi vegna þess að hann hafði komizt f kast við yfirvöldin með ritstörfum sínum en þá var það, að þús- undir menntamanna í Bret- landi rituðu undir bænarskjal til s-afrískra stjórnvalda um að leyfa honum að fara. Yfirvöldin gáfu sig en þar með var leik- ferðin ekki komin í höfn, því að enn var eftir að koma leikurun- um tveimur úr landi. Svartir listamenn í S-Afríku fá nefni- lega ekki fararleyfi hjá yfir- völdum eða nauðsynleg skil- ríki sem til slíkra ferða þarf. Fugard sá hins vegar við þessu, réð leikarana tvo sem þjóna sína og þá fengust nauðsynleg ferðaskilríki fyrir þá.“ Fugard og leíkararnir Kani og Ntshona fóru síðan mikla sigurför um brezk og bandarísk leiksvið en Roland segir að þeim hafi hins vegar gengið erfiðlega að komast heim, og er ekki annað vitað en þeir séu enn utan landamæra S-Afríku. Nú munu þeir vera að vinna að gerð kvikmyndar eftir einþátt- ungnum, að því er Roland sagði. Reynd aö koma s-afrískum aðstæöum til skila „Einþáttungurinn gekk ákaf- lega vel hjá okkur heima,“ sýna hér s-afrískan grátbrosleik segja þeir ennfremur, „og það hefur kannski haft sitt að segja að við fengum ákaflega vandaða þýðingu á þvf. Við höfum ýmis ráð á takteinum i því skyni að reyna að vekja sem keimlíkast andrúmsloft og maður ímyndar sér að sé meðal svertingja í S-Afríku (sem kannski er ekki ástæða til að lýsa of náið til að koma áhorfendum hér á óvart) og við höidum að það hafi heppnazt nokkuð vel. Til að mynda fórum við með leikinn út á land heima og á einum staðnum kom kona til okkar og sagði: — Einkennilegt. Maður situr hér í sal sem maður gjör- þekkir en samt finnst manni allt I einu sem maður sé kominn til S-Afríku. Svipuð viðbrögð fengum við líka I Fær- eyjurn." Sarkola heldur því fram, að einþáttungurinn sé kannski fyrst og fremst „leikaraverk" eins og hann orðar það — þar sem leikararnir fái og verði að leggja sig alla fram. Borgar og Roland eru líka sammála um að verkið sé töluverð þolraun, sem ekki er kannski að undra þegar þess er gætt að þarna eru það aðeins tveir leikarar, sem eru á sviðinu meira og minna í tvo tíma — „við látum dæluna ganga, og oft impróvíserað, þannig að þetta krefst ákaflega mikillar einbeitingar." íslenzkir áhorfendur lífiegri? Við beinum nú athyglinni að Borgari og veru hans I Finn- landi. Borgar er búinn að vera nú um þrjú ár í Finnlandi, fyrst hjá Lilla Teatern en lék slðan í fyrra hjá Vasaleikhúsinu en hefur nú upp ásíðkastið starfað sem fastráðinn leikari hjá Lilla Teatern. Hann er nú spurður að þvi hvernig sé að leika fyrir Finna og hvernig finnskir áhorfendur séu í samanburði við hina íslenzku. „Mér líkar ágætlega við finnska áhorf- endur, “ svarar hann, „en eftir þessar tvær sýningar sem ég hef séð síðan ég kom hingað er ég samt ekki frá því að íslenzkir leikhúsgestir séu líflegri. Ég ætti samt kannski að bíða með að fullyrða neitt um það fyrr en eftir helgi — þegar við höfum sjálfir staðið frammi fyrir íslenzkum áhorfendum.“ Borgar segir ennfremur að í verkefnavali sé Lilla Teatern e.t.v. ekki svo ýkja frábrugðið reykvísku leikhúsunum, því að á sama hátt og þau leggi mikið upp úr nýjum íslenzkum verkum með sígildum erlend- um verkum í bland, hafi Lilla Teatern sfna finnsk-sænsku línu en einnig taki það fyrir klassísk verk og hafi á leikár- inu sem er að liða sýnt bæði verk eftir Gorki og Moliére. „Já,við reynum að vinna náið með innlendum höfundum jafnframt því sem við leitumst á sama tíma að dusta rykið af verkum eldri meistara," segir Sarkola þegar þetta er borið undir hann. Roland og hann eru sammála um að Lilla Teatern verði naumast kallað „tilrauna-leikhús" í venjuleg- um skilningi, enda ekki fjár- hagslegur grundvöllur fyrir slíku leikhúsi. „Við sýnum ekki nema 4—5 verk á ári,“ segir Sarkola, „þannig að við verðum að leitast við að fara bil beggja en hins vegar tökum við aðeins upp þau verk sem við höfum trú á, teljum hafa eitthvert raunhæft gildi og viljum sjálf koma upp sýningú á.“ Rætt við Borgar Garðarsson og félaga hans í Lilla Teatern sem kj allar anum Aðskilnaðar- stefnan í Þjóðleikhús- —N Li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.