Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JUNÍ 1976 35 bímar Geirsson I hópi hressra landsliðsmanna fvrir nokkrum árum. Elmari gengur vel í Þýzkalandi og sigri lið hans í þriðju deilí- inni gerist hann atvinnumaður ELMAR Geirsson og félagar hans 1 Eintraeht Trier knattspyrnulið- inu eiga nú talsverða möguleika á að komast upp 1 2. deild 1 V-Þýzkalandi. Þessa dagana stendur yfir úrslitakeppni um réttinn til að flytjast upp og hefur Eintracht Trier forvstu í sínum riðli, en leikið er í tveimur riðlum. Fari svo að Elmar og félagar flytjist upp um eina deild mun Elmar gerast atvinnumaður með félagi sínu, en hingað til hefur Elmar verið það sem kalla má „hálfatvinnumaður“, þ.e.a.s. hann hefur fengið vissar greiðslur fyrir leiki. Elmari hefur gengið vel í leikjum Trierliðsins að undan- förnu og vakið mikla athygli með frammistöðu sinni. — Ég er búinn að skora tvö mörk í þeim tveimur leikjum sem við höfum leikið í úrslitakeppninni og auk þes's fengið vítaspyrnu sem gaf okkur mark, sagði Elmar er Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. — Við erum nú með 3 stig eftir 2 leiki, Worms er með jafn mörg stig en hefur leikið þrjá leiki og lestina rekur Neun- kirchen með 2 stig eftir 3 leiki. Við eigum eftir að mæta Worms á heimavelli i síðasta Ieiknum, sem verður 17. júní, en á morgun leik- um við á heimavelli gegn Neun- kirchen. Fjölmennur hópur frjáls- íþróttqfólks œfíríÁrósum FJÖLMENNUR hópur frjáls- Iþróttafólks hélt í sunnudaginn til æfinga og keppni I Danmörku. Er ferð þessi skipulögS af HSK og taka alls 38 keppendur þátt I henni, 28 frá Skarphéðni, 7 frá HSÞ. 1 frá HSH og 1 frá ÍR. Hópur inn mun dveljast I Árósum og æfa þar undir leiðsögn AAG þjálfarans Ole Schöler, en hann hefur tvö síðastliðin sumur þjálfað frjáls- íþróttafólk HSK. Dagana 23.—27. júni mun frjálsiþrótta- fólkið taka þátt i landsmóti dönsku ungmennafélaganna, sem haldið verður i Esbjerg og hluti hópsins keppa þar I úrvalsliði UMFÍ, sem þangað hefur verið boðið til keppni. — Fari svo að við berum sigur úr býtum í keppninni við þessi tvö lið, sem bæði léku í 2. deild í fyrra og héldu öllum sínum mönnum, þá færumst við upp í 2. deild. Það þýðir í rauninni það að næsta vetur mætum við algjörum atvinnumönnum og ég reikna með að ef við förum upp þá verði samningum okkar breytt við Eintracht Trier, greiðslur verði auknar og við verðum algjörir at- vinnumenn. Ég myndi þó halda áfram að vinna við tannlækningar með fótboltanum, sagði Elmar. Leikur Elmars gegn Worms verður honum sennilega eftir- minnilegur ekki vegna þess að hann skoraði í þeim leik og fékk vitaspyrnu, heldur vegna þess að um miðjan seinni hálfleikinn var það tilkynnt í hátalarakerfi vallarins að kona Elmars, Sig- riður Hjaltested, hefði fætt honum dóttur og liði báðum vel. — Ég beið á sjúkrahúsinu alveg fram að leik, en lét mig þá hafa það að fara að keppa. Ég vissi svo ekkert fyrr en um miðjan seinni hálfleikinn að ég og 10.000 áhorfendur fengu þessa til- kynningu um erfingjann, sagði Elmar. — Jú blessaður vertu þessu var ákaft fagnað og ekki voru lætin minni þegar ég skoraði skömmu síðar og tryggði sigur okkar í leiknum. Aðspurður um það hvort lands- liðsnefndin hefði haft samband við hann sagði Elmar að svo væri ekki. Hann væri þó meira en fús til áð leika með íslenzka landslið- inu fengi hann boð um það með góðum fyrirvara. — Ég þarf að fá nokkurn tima til að fá mig lausan úr vinnunni, sagði Elmar. — Maður getur ekki bara hlaupió á stundinni, en að sjálfsögðu hefði ég gaman af að leika með strákun- um í Iandsliðinu. Þeir verða sterkir á Ólympíuleikunum ÞAÐ VERÐA engir smákarlar sem verða andstæðingar íslenzku frjálsíþróttamann- anna á Ólympíuleikunum í Montreal í sumar — frekar en í öörum greinum. Til að m.vnda í kúluvarpi hafa níu menn kastað lengra en 21 metra, en íslandsmet það sem Hreinn Halldórsson setti í síðustu viku var 19.53. Hér fer á eftir listi vfir bezta árangur í heiminum í ár í kúluvarpi, kringlukasti og tugþraut, en í þessum greinum hafa þeir Hreinn, Erlendur Valdimarsson og Stefán Hallgrímsson náð Ólympíu- lágmarki. Kúluvarp: Brian Oldfield USA 22.45 (atvinnum.), Terry Albritton USA 21.85 A1 Feurbach USA 21.74 George Woods USA 21.63 Geoff Capes Bretl. 21.55 Kringlukast: Mac Wilkins USA 70.86 Wolfgang Schmidt A-Þýzkal. 68.60 Siegfred Pachale A-Þýzkal. 68.60 John Powell USA 67.16 Nobert Thiede A-Þýzkal. 66.90 J. Van Reenan S-Afriku 66.12 Tugþraut: G. Kratschmer V-Þýzkal. 8381 A. Grebenjuk Sovét. 8330 J. Zeilbauer Austurríki 8310 Siegfred Stark A-Þýzkal. 8280 Bruce Jenner USA 8250 Rudolf Ziegert Sovét. 8111 IVtac Wilkins frá Randarfkjunum kasti. Bandarfkjamaðurinn Earl Bell setur nýtt heimsmet í stangarstökki Þrjú beztu afrek í ár í öðrum karlagreinum frjálsra íþrótta hafa orðið sem hér segir: 100 m hlaup Steve Willams USA 9.9 Harvey Glance USA 9.9 Don Quarrie Jamaica 9.9 200 m hlaup: Steve Williams USA 19.9 Harvey Glance USA 20.1 W. Gilbreath USA 20.27 400 m hlaup: John Smith USA 44.4 A. Juantorena Kúbu 44.7 W. Edmonsons USA 44.8 800 m hlaup: A. Juantorena Kúbu 1:45.2 Tom McLean USA 1:45.3 I. Van Damme Belgíu 1:45.6 1500 m hlaup: Filbert Bayi Tanzaníu 3:34.8 John Walker Nýja Sjálandi 3:35.6 Daniel Malan S-Afríku 3:36.8 5000 m hlaup: A. Simmons Bretl. 13:21.2 Emil Puutemans Belgíu 13.22.0 Nick Rose Bretl. 13:22.4 10.000 m hlaup: Carlos Lopez Portúgal 27.45.8 Richard Quax Nýja Sjálandi 27.55.2 Victor Mora Columbiu 27.55.8 3000 m hindrunarhlaup: F. Baumgartl A-Þýzkal. 8:21.8 G. Frámcke V-Þýzkal. 8:24.4 G. Cefan Rúmeníu 8:24.8 110 m grindahlaup: M. Wodzynski Póllandi 13.36 Tom Munkelt A-Þýzkal. 13.44 Guy Drut Frakkl. 13.49 400 m grindahlaup: Edvin Moses USA 48.8 J. Gavrilenko Sovétr. 49.02 James Bolding USA 49.10 Hástökk: Dwight Stones USA 2.31 J. Radetich IJSA 2.28 Rory Kotinek 2.26 Stangarstökk: Earl Bell USA 5.67 W. Kozakiewicz Póllandi 5.62 T. Slusarski Póllandi 5.62 Langstökk: Nenad Stekic Júgóslavíu 8.39 Arnie Robinson USA 8.32 A. Pereverzey Sovétr. 8.21 Þrístökk: V. Sanejev Sovétr. 17.16 Tommy Haynes USA 16.90 J. Vycichlo Tékkóslóvakiu 16.87 Sleggjukast: Jurij Sedykh Sovétr. 78.86 A. Spiridonov Sovétr. 78.62 K. Hans Riehm V-Þýzkal. 78.52 Spjðtkast: Seppo Hovinen P’innlandi 89.94 Piotr Bielczyk Póllandi 88.04 Anthony Hall USA 86.64 Frakkinn Guv Drut — grinda- hlauparinn sem er ein helzta yon Frakka um verðlaun á Ólvmpíu- leikunum. hinn nýi heimsmethafi f kringlu- jr LYMPIULEIKAR G&z)rt/ TO//dS TU gsU T/, Z'Z'Í'C- f* fHto-rJm . -VW/Wv' ro’j( /t/t//s/ Jífre‘-í • /TJo-rrd t-e/UA/y/j/9 /testd/Vd/,, stoþþj „//y/j - o't/‘f'te-/m /rt/tup/////) ', /rt/t^. NAf///& poAANfiO /nJN Ac.t-TAP re/vbA ferr /s*/o - PA/'O V//9 /KA/lf þo/lHi./} t/p/d S4o4 N/t/t j//jp ( 0/i AAsr* ca T/c we/re -c/7y ce/rrA/,es. H/Naj HUf/tnd*, , ÞOAAa/Do t>,£ r/t-/ SA/y/fJ Aie/*i /,/te.ct AÝ/ti/t bí/(f/t fw r/tJAoe/s/t/t/U// naýcs . Artey/Jst*N <//*/i sro &/ rcj/t/.eo /*& Nj-/,/tr/> W/A/Js N/>e»/ er&tsr- -r/z. <//>, 2 C/n , a/trofrTOC^/J c/a/l SnsnT S/ysmAí//l í/rt. t-e//-< . *y TdBVIU-ION— AVAH\ >)RT SIUDIOS '0 ■'v AAjiA, r> >?75 MAYÍS Ja/I S/édAVeSAZ/ f" e/fA/S9,/J/, '&TT/ -p/BT/e /. íþróttamiðstöð ÍSÍ Laugavatni Vegna forfalla er hægt að fá íþróttamiðstöðina leigða á tímabilinu 30. júlí til 6. ágúst n.k. Nán- ari uppl. á skrifstofunni, sími 83377. íþróttasamband íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.