Morgunblaðið - 12.06.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JUNÍ 1976
5
50 ár eru liðin frá stofnun
Kexverksmiðjunnar Frón
Unnið við hinar nýju vélar verksmiðjunnar.
I DAG eru liðin rétt 50 ár frá
stofnun Kexverksmiðjunnar
Frðn. Verksmiðjan hefur nýlega
tekið í notkun nýjan sjálfvirkan
hökunarofn og annar er í pöntun.
Þá hafa ýmsar vélar verið pantað-
ar, sem munu stðrlega auka alla
sjálfvirkni og hagkvæmni f
rekstrinum. Kom það fram á
blaðamannafundi með stjðrnend-
um verksmiðjunnar f gær, að hún
mun geta framleitt 1400 tonn af
kexi á ári þegar nýju tækin eru
komin f fulla notkun og b.vrjað
verður að vinna við framleiðsluna
á vöktum. Til samanburðar má
nefna, að í fyrra framleiddi Frðn
360 tonn af kexi. Sögðu forráða-
menn verksmiðjunnar, Magnús
Ingimundarson forstjðri, Guð-
mundur Ágústsson framkvæmda-
stjðri og Hálfdán Jðhannesson
verksmiðjustjðri, að framleiðslu-
aukning hefði verið orðin nauð-
synleg því verksmiðjan hefði
ekki annað eftirspurn. Sögðu þeir
að markmiðið væri það, að fram-
leiðslan ykist eins mikið og næmi
innflutningi á kexi af þeim teg-
undum, sem Frón framleiðir.
Kaupverð hinna nýju véla og
kostnaður við uppsetningu mun
verða 80 — 90 milljðnir.
Stofnsamningur Kexverksmiðj-
unnar Frðn var gerður og undir-
ritaður 12. júnf 1926. Stofnendur
voru eftirtaldir aðilar: Eggert
Kristjánsson stðrkaupmaður, Jðn
Laxdal tðnskáld og kaupmaður,
Ágúst Jðhannesson bakari og
Hjörtur Ingþðrsson.
Verksmiðjan hóf framleiðslu
seint á árinu 1926 eftir að vélar
sem Jóni Laxdal var falið að sjá
um innkaup á komu til landsins
og búið var að setja þær niður, en
fyrstu húsakynni verksmiðjunnar
voru f húsi Betaníu við Laufás-
veg. Þar starfaði hún til ársins
1931 er starfsemin var flutt að
Grettisgötu 16.
Framleiðsla fyrsta ársins, 1927,
nam 19,1 tonni af kexi. Fram-
leiðslan jókst ár frá ári og 1930
nam hún 33,5 tonnum. Jón Laxdal
lézt skömmu eftir að verksmiðju-
reksturinn hófst en 1931 var sam-
eignarfélagið endurskipulagt og
var þá Eggert Kristjánsson orðinn
eigandi að hluta Hjartar Ingþórs-
starfaði við verksmiðjuna frá
upphafi til ársins 1974, er hann
lét af störfum sökum aldurs, en
hann er enn hluthafi og fylgist
vel með öllum framkvæmdum.
Þegar verksmiðjan flutti að
Skúlagötu 28 var fyrsta álma
hússins sem snýr út að Skúlagötu
fullgerð, en á árunum 1941—1942
var þrem hæðum inni í lóðinni
bætt við og það húsnæði tekið í
notkun árið 1943.
í byrjun var vélakostur mjög
takmarkaður og sem dæmi um
það var fyrstu árin notað handafl
til rekstrar vélanna að undan-
skildum bakaraofni og má segja
að það hafi haldizt óbreýtt þangað
til verksmiðjan flutti í eigið hús-
næði og fór að endurnýja vélakost
sinn. Að lokinni styrjöldinni fór
fram endurnýjun á vélunum eins
og unnt var á þeim árum. Árið
1963 var aftur tekið til við að
endurnýja vélarnar og í ár var
stigið stórt skref í þá átt að auka
sem mest sjálfvirkni svo að fram-
leiðni ykist sem allra mest. Jafn-
framt því verður kappkostað að
fjölga tegundum, og sem dæmi
um það má nefna að í nýju vélun-
um er hægt að framleiða smákök-
ur eins og þær sem framleiddar
eru í Danmörku og fluttar hingað
inn.
í verksmiðjunni eru tvær full-
komnar pökkunarvélar, en á
næstunni mun þurfa að bæta við
einni énn. Eru þessar vélar mjög
hraðvirkar og vandvirkar og er
ætlunin að í framtiðinni þurfi
ekki að vinna við annað en að laga
deig og færa það til að mótunar-
vélunum og svo síðan aðeins að
stjórna ofnunum og pökkunarvél-
unum þannig að sjálfvirkni verði
sem allra mest.
Hlutafé félagsins er 14 milljón-
ir króna og stjórn þess er í dag
sem hér segir: Formaður, Magnús
Ingimundarson, meðstjórnendur
Guðrún Þórðardóttir og Kristjana
Eggertsdóttir, og varamaður Hálf-
dán Jóhannesson.
sonar og Jóns Laxdals, en Ágúst
Jóhannesson hélt sínum hluta.
Eftir þessa endurskipulagningu
fór framleiðslan vaxandi ár frá
ári og verksmiðjan komst klakk-
laust gegnum kreppuárin.
Árið 1936 flutti verksmiðjan í
eigið húsnæði að Skúlagötu 28 og
verða þá töluverð þáttaskil i
rekstrinum. Upp frá því ári nam
framleiðslan að jafnaði alltaf yfir
100 tonnum af kexi á ári.
Starfsfólk fyrstu árin voru sjö
stúlkur ásamt yfirbakara, en 1931
var starfsfólkið orðið 17 auk skrif-
stofumanns og afgreiðslumanns.
Hefur starfsfólki sífelit fjölgað
siðan, en nú munu samtals vinna í
verksmiðjunni 35 manns, þar af
26 konur.
Árið 1938 var stofnað hlutafé-
lag um verksmiðjuna, þar sem
Eggert Kristjánsson var lang-
stærsti hluthafinn, en Ágúst
Jóhannesson verksmiðjustjóri var
eigandi að '4 hlutafjárins. Félagið
naut starfskrafta þessara manna
frá byrjun til dánardægurs Egg-
erts Kristjánssonar árið 1966. Öx
starfsemi og hagur fyrirtækisins
stöðugt undir styrkri stjórn Egg-
erts.
Verksmiðjustjóri var frá upp-
hafi Ágúst Jóhannesson sem var
einn af stofnendum félagsins og
hafði öðlazt framhaldsmenntun i
iðngrein sinni i Danmörku. Ágúst
Obreytt
verðá
lunda
úr lofti
Bjargveiðimenn i Vestmanna-
eyjum hafa nú á árlegum vorfundi
sinum ákveðið að verð á lunda úr
lofti, þ.e. lunda i fiðrinu. skuli vera
óbreytt frá þvi i fyrra, en þá var
lágmarksverðið 50 kr. Lundinn
verður þvi væntanlega lang ódýr-
asta kjötmetið á markaðnum i ár,
en einnig ákváðu bjargveiðimenn
að hafa óbreytt verð á fýlseggjum,
kr. 50 og kr. 60 á svartfuglseggj-
um.
Ef um er að ræða hamfletta
bringu af lunda er hann ýmist
matreiddur soðinn, steiktur eða
soðinn i hangikjötsfloti, en ef um
allan fuglinn er að ræða þykir
hann mesta lostæti steiktur á eft-
irfarandi hátt með rótgróinni
krydduppskrift úr Eyjum. Miðað
við 5 lunda er hrært saman 3—4
desertskeiðar af sykri, 3 teskeiðar
af salti og hálf teskeið af pipar.
Þessu er dreift inn i lundana fyrir
venjulega steikingu á pönnu og
siðan er fuglinn soðinn i 1 Vt tima,
sósulitur settur i soðið og fuglinn
látinn standa yfir nótt i soðinu,
siðan soðinn aftur i 1 klst. áður en
sósan er búin með hveitihræru án
uppbökunar. Ef lundinn er ekki
látinn standa i soðinu yfir nótt
þarf hann 3'h tima suðu. lágmark.
Fyrir og eftir lundaveizluna,
þessi var soðin upp úr
hangikjötsfloti, fjórir sátu
til borðs i 30 mínútur.
Ljósmynd Mbl. Sigurgeir í
Eyjum.
Forráðamenn Kexverksmiðjunnar Frón. Frá vinstir Hálfdán
Jðhannesson verksmiðjustjóri, Magnús Ingimundarson forstjóri og
Guðmundur Ágústsson framkvæmdastjóri.
Ljósm. Ól.K.Mag
Ný útgáfa af
„Sálmurinn um
blómið” eft-
ir Þórberg
NÝJASTA bók Máls og menning-
ar í ritsafni Þórbergs Þórðarson-
ar er Sálmurinn um blómið, en
bókin kom fvrst út f tveimur
bindum 1954—'55. 1 nýju útgáf-
unni er hún f einu bindi, 411 bls.
að stærð og skiptist í 100 kafla.
Aðrar bækur Þórbergs í þessu
ritsafni Máls og menningar eru:
Edda, Bréf til Láru, Frásagnir,
Islenzkur aðall, i Unuhúsi, Ofvit-
inn, Ævisaga Árna prófasts Þór-
arinssonar í tveimur bindum, I
Suðursveit (pappírskilja) og Ein-
um kennt — öðrum bent, tuttugu
ritgerðir.
Sjómanna-
dagshátíða-
höldin í
Hafnarfirði
Sjómannadagshátíðahöldin í
Hafnarfirði hefjast kl. 8 með því
að fánar verða dregnir að hún. Kl.
9.30 er skemmtisigling fyrir börn
og kl. 13.30 verður Sjómanna-
messa í þjóðkirkjunni. Prestur er
sr. Bragi Friðriksson. Kl. 14.15
verður skrúðganga úr kirkju að
hátíðarsvæði við Fiskiðjuver Bæj-
arútgerðarinnar. Kl. 14.30 verður
síðan útihátíðin sett og ávörp
flytja Rannveig Vigfúsdóttir, full-
trúi Slysavarnadeildarinnar
Hraunprýði, Helgi Einarsson.
fulltrúi sjómanna. Siðan fer fram
heiðrun aldraðra en að því loknu
verða skemmtiatriði, m.a. sýnt
björgunaratriði með þyrlu, kapþ-
róður, koddaslagur o.fl. svo og
hraðbátasigling á höfninni.
Kl. 19 verður síðan sjómanna-
hóf að Skiphóli.
Ráðstefna
um skólasöfn
I DAG hefst ráðstefna um skólabóka
söfn I Æfinga- og tilraunaskóla
Kennaraháskóla islands. Ráðstefnan
er haldin I sambandi við námskeið
um skólasöfn sem haldið er fyrir
kennara á grunnskólastiginu, en að-
alfyrirlesari á námskeiðinu er Kurt
Hartvig Petersen frá danska Kenn-
araháskólanum I Kaupmannahöfn.
Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað
um starfsemi og skipulag safnanna og
miðstöðvar fyrir skólasöfn Ráðstefnan
er opin öllum skólamönnum og eru
þeir hvattir til að mæta, þar sem slik
skólasöfn eru nýjung á íslandi. en i
grunnskólalögunum frá árinu 1974 er
i fyrsta sinn hér á landi kveðið á um. að
við hvern skóla eigi að vera safn bóka
og annarra kennslugagna