Morgunblaðið - 01.07.1976, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 01.07.1976, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚLI 1976 15 John Dean John Dean haslar sér nýjan völl JOHN Dean, sem var eitt aðalvitnið gegn Richard Nixon í Water- gate-málinu, hefur nú afplánað fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir aðild sina að málinu. Á næstunni kemur út bók hans, þar sem hann gerir nokkurs konar vettvangskönnun í Washington. Titill bókarinnar er „Blind Ambition", sem gæti útlagzt „glórulaus framagirni". Þótt Dean eigi ekki innangengt i stjórnarherbúðunum í Washing- ton um ófyrirsjáanlega framtið þarf hann þó ekki að vera uggandi um eigin hag. Blað nokkurt, „Rolling Stones Magazine", hefur ráðið hann til að fjalla um flokksþing repúblikanaflokksins og kosningabaráttuna, sem á eftir fer. Hér er um að ræða verkefni, sem eðli sinu samkvæmt heldur Dean föngnum um nokkurra mánaða skeið. Hann fær háa þóknun fyrir vikið, enda er við því búizt, að hann f jalli um viðfangsefnið af fjálgleika og einurð. Misnotkun sendiráðs- manna á sérrétt- indum STARFSMENN erlendra sendi- ráða njóta hvarvetna þeirra sérréttinda að ekki má lög- sækja þá i gistilandinu, þótt ósjaldan komi fram harðorðað- ar mótmælaorðsendingar vegna lögbrota þeirra. Nýlega gagnrýndi brezkur þingmaður, Toby Jessel, um- ferðarlagabrot erlendra sendi- ráðsmanna I ræðu í Neðri málstofunni. Taldi hann slfk brot — eða öllu heldur linkind yfirvalda gagnvart hinum brot- legu — eina aðalorsök umferð- aröngþveitisins í Lundúnum. A síðasta ári létu erlendir sendiráðsmenn I Lundúnum undir höfuð leggjast að greiða 33.477 sektir vegna umferðar- lagabrota — eða yfir þúsund f viku hverri. Þeim, sem sektaðir eru, er gefinn kostur á að Ijúka málum sfnum með sátt, en greiði þeir ekki þá upphæð, sem krafizt er, eru þeir kærðir. Þau lagabrot, sem hér um ræð- ir, eiga flest rót sfna að rekja til þess, að bifreiðum er lagt ólöglega. Starfsmenn sendiráðs Nfgerfu voru f fararbroddi með 1.046 ógreiddar sektir, þar næst komu Kúbumenn með 479, Iran með 404 og Saudi-Arabía með 396. Sovézkir sendiráðsmenn standa sig nokkuð vel f þessum samanburði, þvf að þeir áttu ekki nema 170 ógreiddar sekt- ir, en starfsmenn bandarfska sendiráðsins slógu þeim við og áttu aðeins ógreiddar 28 sektir. Kóngur í loftköstum KALID konungur Saudi-Arabíu verður fyrstur manna til að festa kaup á ,,jumbó-þotu“ til einkaafnota. Nú er verið að sérsmíða fyrir hann slíka þotu hjá Boeing-verksmiðjunum i Bandarikjunum. Þot- an verður búin öllum hugsanlegum munaði, en þar á meðal er fullkomin skurðstofa. Konungur er haldinn hjartasjúkdómi og má búast við þvi að fá hjartaáfall hvar og hvenær sem er. Aukaútbúnað- urinn tvöfaldar veró þotunnar, en hún verður lítið eitt minni en venjuleg „jumbó-þota“. í staðinn verður flugþol hennar meira en Kalid konungur ella, og kemst konungur þannig i ein- um áfanga frá heimili sínu í Riad til Cleveland i Bandarikjunum þar sém hann gekkst eitt sinn undir hjartaað- gerð — og á leiðinni er hægt að veita honum eins fullkomna læknishjálp og frekast er kostur. Kalid lætur ekki nægja þessa einu þotu, heldur hefur hann pantað aðra risaþotu, og er sú útbúin til vöruflutn- inga. Hefur hann einnig pantað fjórar Boeing-þotur af gerðinni 707 eina Boeing 737 og tvær Tristar-þotur. Ekki fylgir sögunni til hvers kóngur ætlar að nota þennan þotuflota, en upphæð- in, sem hann verður að snara út, nemur um 140 milljöróum islenzkra króna. Solzhenitsyn er mest metinn NYLEGA fór fram i Bandarikjunum skoð- anakönnun meðal nemenda á mennta- skólastigi þar sem spurt var að því hvaða persónu þeir dáðu mest og vildu helzt taka sér til fyrirmyndar. Flest atkvæði hlaut Alexander Solzhenitsyn, sem fékk um 20% atkvæða. Ford forseti fékk einungis 5.2% og varð þar með að lúta í lægra haldi fyrir Betty konu sinni sem fékk 7.8%. Alexander Solzhenitsyn Víkingaskip á banda- rískum hraðbrautum BANDARÍKJAMENN minnast 200 ára sjálfstæðisfrelsis síns næstkomandi sunnudag og sjáifsagt verður þessara tima- móta fagnað á margan hátt. Kenneth Olafsson heitir Banda- ríkjamaður af íslenzkum upp- runa í Norður-Dakóta og er vöruflutningabílstjóri. Hann minnist 200 ára afmælisins meðal annars með því að minna fólk á uppruna sinn og þá Is- lendinga sem á sínum tíma sett- ust að í Dakóta og öðrum héruð- um Bandaríkjanna. Kenneth hefur látið mála mikið víkinga- skip á tengivagn bifreiðar sinnar og auk þess nöfn nokk- urra forfeðra sinna á lslandi á aftari enda vagnsins. Með þessa skreytingu hyggst hann siðan aka um hraðbrautir Bandarikj- anna út þetta afmælisár. Bifreið Kennets Ólafssonar og málverkið af vfkingaskipinu. Lýst eftir vitnum í Hafnarfirði UNG stúlka lenti f árekstri f Hafnarfirði mánudaginn 14. júnf sfðastliðinn framan við verzlun- ina Dverg f Lækjargötu f Hafnar- firði. Stúlkan, sem ók grænni Cortinu af árgerð 1970, varð þar að eigin sögn fyrir því að blá Volvo vörubifreið bakkaði á bfl hennar, en vörubflstjórinn ber hins vegar að bfll hans hafi verið kyrrstæður. Hefur hann jafn- framt leitt fram tvö vitni máli sfnu til staðfestu. Unga stúlkan minnist þess, að þrír aðilar gáfu sig á tal við hana á árekstursstað og báru þeir allir, að þeir hefðu séð vörubilinn bakka á bíl stúlkunnar. Stúlkan fer þess nú á leit við þetta fólk, konu með barn i kerru, miðaldra konu og miðaldra igann, að þau gefi sig fram við'lögregluna í Hafnarfirði og skýri frá þvi, sem þau urðu vitni að. Vörumarkaðsverð ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? T2 Þl Al'GLYSIR l'M M.l.T LAND ÞEGAR Þl AIGLYSIR I MORGLNBLAÐINL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.