Morgunblaðið - 23.07.1976, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.07.1976, Qupperneq 1
36 SÍÐUR MEÐ 4 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 159. tbl. 63. árg. FÖSTUDAGUR 23. JULÍ 1976 Prentsmiöja Morgunblaðsins. Op á göngum niður i gryfju þar sem mannræningjar létu 26 börn og bifreiðastjóra þeirra dúsa f sólarhring. Hringurinn þrengist enn Redwood City, Kaliforníu, 22. júli. AP. Reuter. VOPNAÐIR lögreglumenn leit- uðu f dag á stórri landareign að sönnunargögnum sem geta komið að gagni við rannsókn- ina á ráni barnanna úr skóla- bílnum frá Chowchilla og bíl- stjóra þeirra. Landareignin er um 10 km suður af Redwood City og 100 ekrur. Eigandinn er Frederick Woods III sem einnig á grjót- Framhald á bls. 35 Brezka stjórnin sparar milljarð London, 22. júlí. Reuter. AP. BREZKA stjórnin ákvað f dag að draga úr ríkisútgjöldum um sem svarar einum milljarði punda á næsta fjárhagsafi frá og með apríl næstkomandi. Denis Healey fjármálaráðherra skýrði frá því að sparnaðurinn mundi ná til landvarna, mennta- mála, heilbrigðismála og annarra félagsmála, vegamála, húsnæðis- mála og þjóðnýttra fyrirtækja. Niðurskurðurinn verður mest- ur í varnarmálum þar sem spara á 100 milljónir punda. Hins vegar ákvað stjórnin að draga ekki úr aðstoð við vanþróuð ríki gagn- stætt því sem búizt var við. thaldsflokkurinn fagnaði þess- um sparnaðarráðstöfunum og taldi þær skref í átt til heilbrigðs efnahagslífs en stjórnin stendur frammi fyrir mótmælum frá vinstri armi Verkamannaflokks- ins og verkalýðshreyfingunni. Vinstrisinnaðir þingmenn hristu höfuðið þegar Healey fór yfir listann. Einn þeirra sagði fjármálaráðherranum: „Þú hefur kannski unnið þér traust erlendra lánadrottna en þú hefur glatað trausti verkalýðshreyfingarinn- ar.“ Nokkrar helztu sparnaðarráð- stafanirnar eru þessar: fjárfest- ingar í þjóðnýttum atvinnugrein- Um minnka um 157 milljónir punda, húsnæðislán um 146 millj- ónir punda, framlög til vegagerð- ar um 87 miiljónir punda, niður- greiðsla matvæla um 80 milljónir punda, framlög til menntamála um 45 milljónir punda, framlög til heilbrigðismála um 70 milljón- ir punda, framlög til Norður- írlands um 35 milljónir punda og Framhald á bls. 34 Saudi-arabfskir hermenn úr friðargæzluliði Arababandalagsins á hlaupum á hinu hættuiega svæði milli hverfa múhammeðstrúarmanna og kristinna manna í Beirút. Vinstrisinnar mynda sérstjórn í Líbanon Krafinn skýrtnga Nairobi, 22. júll. Raulrr SETTUR scndiherra Breta f Ug- anda, Eustace Gibbs, var f dag kvaddur í utanrfkisráðuneyti Ug- anda þar sem hann var beðinn að svara nokkrum spurningum og sjá til þess að Bretar „hættu raka- lausum og rætnum áróðri gegn Uganda“. Þessi siðasti þrýstingur á Breta er i mótsögn við sáttfúsa stefnu sem Idi Amin forseti tók í gær gagnvart Frökkum og Kenya- mönnum þegar hann ákvað að sleppa frönsku þotunni sem flutti ísraelsku gislana til Entebbe- flugvallar og lofaði að hætta áróðri gegn Kenya. Uganda-útvarpið sagói að Gibbs hefði verið kallaður fyrir svokall- að varnarráð til að svara spurn- ingum um hvernig hann hefði tekið við störfum stjórnarfulltrúa Framhald á bls. 34 Fárviðri Rftm.22. júlf. NTB. LPI. ÞRUMUVEÐUR, úrhellisrigning og él tóku við margra vikna þurrki víða á Norður-italfu í dag. Fellibylur æddi af hafi til Genúa og Livorno og reif tré upp með rótum. Þök fuku af húsum og bifreiðar þeyttust til á götunum. Rigningin olli flóðum i búðum 45.000 manna sem misstu heimili sín i jarðskjálftanum 6. maí Idi Amin Beirut, 22. júlf. AP — Reuler. KAMAL Jumblatt, leiðtogi vinstri manna f Lfbanon, skýrði frá þvf f dag, að mynduð hefði verið borgaraleg stjórn, sem yrði við völd á svæði þvf, sem mú- hammeðstrúarmenn og Palestfnuarabar hafa á valdi sfnu. Þar er um að ræða vesturhluta Beirút, hafnarborgirnar Sfdon og Tyre, svo og suðvesturhluta lands- ins að mestu leyti. 1 dag tóku friðargæziusveitir frá Saudi-Arabiu sér stöðú á mörkum yfirráðasvæðis hægri manna og múhammeðstrúar- manna i Beirút. í liðinu eru um 150 manns, og hefur Arababanda- lagið lýst því yfir, að friðvænlegra sé nú í Beirút. Ekki hefur dregiö úr bardögum á öðrum vigstöðvum i landinu. Sendinefnd Palestínuaraba kom til Damaskus. í dag til við- ræðna við Abdel Halim Khaddam, utanríkisráðherra Sýrlands, og aðra ráðamenn. Fulitrúi Sýr- landsstjórnar vildi ekkert iáta uppi um viðræóurnar, en skýrði frá því, að Abdel-Salam Jolloud hefði verið viðstaddur fundinn. Jalloud hefur gert itrekaðar til- raunir til að koma á sáttafundum Sýrlendinga og Palestinuaraba um Libanon-styrjöidina. Tekinn 1 Aþenu Aþenu, 22. júlí. AP. Reuter. VESTUR-ÞÝZKUR hryðjuverka- maður úr Baader- Mcinhof-samtökunuin, Rolf Lud- wig Pohle, var handtckinn í Aþenu i dag að sögn lögreglunnar þar. Pohle er einn fimm hryðju- Framhald á bls. 25 „Mannréttindi aukast ekki í Sovétríkjunum” Mnvlii ii iiilí Ueiiler —_ Moskvu, 22. júlí. Reuter. SOVÉZK yfirvöld hafa ekki breytt afstöðu sinni til mann- réttinda frá þvf að Öryggisráð- stefnu Evrópu lauk í Helsinki fyrir um það bil ári, að þvf er hópur sovézkra andófsmanna segir í skýrslu, sem birt hefur verið í Moskvu. Meðal þeirra, sem standa að skýrslugerðinni, eru Pyotr Grigorenko, Alexander Ginsburg og Yuri -Orlov. 1 skýrslunni segir m.a., að þrýstingur frá Vesturlöndum hafi greinilega Jiorið þann árangur, að sovézft'yfirvöld hafi dregfð nokkuð úr ábcrandi of- Alexander Ginzburg sóknum sfnum á hendur þcim öflum, sem berjast fyrir aukn- um mannréttindum f Sovét, og sýni jafnframt þeim andófs- mönnum, sem þekktir eru á Vesturlöndum, meira umburö- arlyndi en áður. „Að lokinni könnun okkar á raunverulegri stefnu sovézkra stjórnvalda í innanríkismálum, er það mat okkar, að þau hyggjast ekki hafa í heióri hin alþjóðlegu ákvæði um mann- réttindi," segir í skýrslunni. Þá kemur fram, að enn séu mörg hundruð manns í sovézkum fangelsum, vinnubúðum og Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.