Morgunblaðið - 23.07.1976, Side 5

Morgunblaðið - 23.07.1976, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JULÍ 1976 5 A þessu svaeði er gerf rió fyrir hugmyndum að nýju skipulagi að hluta, en einnig fyrir norðan og sunnan þann rammasem myndin markar. Séð norður yfir þann hluta bæjarins sem um er að ræða f sambandi við hugmyndasam- keppnina. Vestmannaeyjar: Norræn samkeppni um skipulag austurbæjarins NORRÆN hugmyndasamkeppni um skipulag á hluta byggðarinnar I Vestmannaeyjakaupstað og hluta nýja hraunsins. hefur nú ver- ið hleypt formlega af stokkunum, en I sept. 1974 samþykkti bæjar- stjóm Vestmannaeyja tillögu þar að lútandi Samkeppnin miðast við gamla miðbæinn og austur- hluta bæjarins. en þar urðu mjög miklar skemmdir á húsum. íslend- ingar hafa aðeins einu sinni áður efnt til norrænnar skipulagssam- keppni, en það var skipulag Foss- vogsdalsins ðrið 1961. Fyrstu verðlaun féllu þá i hlut norskra og finnskra arkitekta. Eldgosið i Heimaey vakti mikla athygli á Norðurlöndum og kunn er sú aðstoð sem frændþjóðirnar veittu íslandi i því máli Hugmyndina að þessari norrænu samkeppni á Guð- mundur Karlsson, forstjóri Fiskiðj- unnar i Vestmannaeyjum, en til- gangur samkeppninnar er að fá fram hugmyndir um endurreisn bæjarins stig af stigi i góðu samræmi við nærliggjandi hverfi Dómnefndin leggur höfuðáherzlu á það i útboði sinu að úrlausnirnar verði raunhæf- ar, umhverfi bokkasælt og að heild- arsvipur bæjarins verði i góðu sam- ræmi við umhverfið. fjárhagslegan og tæknilegan mökuleika á fram- kvæmd hugmynda í dómnefnd eru Framhald á bls. 34 Lögreglumenn: Urskurður kjaranefnd- ar algerlega óviðunandi SAMEIGINLEGUR fundur stjórnar og satnninganefndar Landssambands lögreglumanna hefur fjallað um nýfelldan úr- skurð kjaranefndar og f sam- þykkt, sem gerð var á fundinum er lýst yfir undrun og mikilli óánægju með úrskurð kjara- nefndar og sagt að úrskurðaðar launabætur til lögreglumanna séu með því lélegasta, sem finnist f úrskurði kjaranefndar og nái varla 1.8%, sem ríkið bauð í upp- hafi. Tekið er fram að úrskurður kjaranefndar sé óhæfa og alger- lega óviðunandi fyrir lögreglu- menn. í samþykktiníi segir orð- rétt: „Fyrir kjaranefnd lá rökstudd krafa um leiðréttingu á kaup- skerðingu á síðasta samnings- vtímabili, sem nema mun 8—10% miðað við aðra ríkisstarfsmenn. Fulltrúi fjármálaráðuneytisins hafði ekki mótmælt þessari kröfu fyrir kjaranefnd, og raunar höfðu fulltrúar ríkisins viðurkennt kröfuna í samningaviðræðum en látið að þvf liggja, að æskilegra væri að þessi leiðrétting kæmi með úrskurði kjaranefndar. Það verður því ekki skilið, hvernig dómur eins og kjaranefnd, sem á að vera hlutlaus úrskurðaraðili, getur gengið fram hjá slíkum staðreyndum." Starfsmannafélag ríkisstofnana: Vinnubrögð kjara- nefndar forkastanleg STJÖRN og trúnaðarmannaráð Starfsmannafélags rfkisstofnana hrfur sent frá sér ályktun f til- efni af úrskurði kjaranefndar, sem féll um sl. helgi. I ályktuninni segir orðrétt: Ur- skurðurinn sýnir ljóslega, að ekk- ert tillit hefur verið tekið til kröfugerðar félagsins — hins veg- ar ganga röksemdir rfkisvaldsins eins og rauður þráður f gegnum úrskurðinn. En vönnubrögð Skip Eimskips í hverri viku til Vestmannaeyja EIMSKIPAFÉLAG Islands hefur ákveðið að taka upp vikulegar ferðir frá Reykjavfk til Vest- mannaeyja. Verða tvö af skipum félagsins í þessum ferðum, m.s. írafoss og m.s. Múlafoss, sem halda uppi regfubundnum sigl- ingum milli Reykjavikur, Kaup- mannahafnar og Gautaborgar. Munu skipin koma við á útleið i hverri ferð. Verða framvegis fast- ar ferðir á miðvikudögum til Vestmannaeyja og tekið á móti flutningi á þriðjudögum og árdeg- is á miðvikudögum. nefndarinnar eru einnig forkast- anleg aó öðru leyti. T.d. er úr- skurðað um störf, sem ekki eru lengur til, önnur hverfa og enn önnur lækka. Dæmi er meira að segja til um að maður, sem hefur verió látinn f rúmt ár, fær eins flokks hækkun.“ I ályktuninni er úrskurði kjara- nefndar mótmælt harðlega og seg- ir f ályktuninni að með honum hafi verið gefinn út mjög skorin- orð yfirlýsing um, hverriig kjara- nefnd liti á hlutverk sitt. Lögð er á það áhersla að þegar verði að hefja undirbúning fyrir næstu samninga og þá með verkfallsrétt- inn að bakhjarli. Eldur í bát ELDUR kom upp í lúkar vélbáts- ins Dugs VE, þar sem báturinn lá í Vestmannaeyjahöfn, um níu- leytið í gærmorgun. Slökkviliðið kom fljótt á staðinn og tókst að ráða niðurlögum eldsins á stutt- um tíma. Tjón varð ekki mikið um borð. Talið er að e'ldurinn hafi stafað frá olíukyndingu í eldavél í lúkarnum. BANKASTRÆTI ■g-14275 ILAUGAVEGUR •a*-21599 buxnolaus ? Troðful^ar búðir ný|um vörum • Gallabuxur • Denimvesti • Denimskyrtur • Kúrekaskyrtur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.