Morgunblaðið - 23.07.1976, Page 7

Morgunblaðið - 23.07.1976, Page 7
_nt\ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JULI 1976 7 Skattseðlarnir á þröskuldinum Þá eru skattseðlarnir komnir á þröskulda borgarbúa, misjafnlega vel þegnir eins og geng- ur. Enginn vafi er á þvl að skattkerfið kemur mjög misjafniega við okkur — sumir taka þvl seðlum þessum fagn- andi, aðrir með þungum hug, jafnvel ótta. Skattheimta ríkis og sveitarfélaga er I raun hin hiiðin á kröfugerð okkar sjálfra á hendur þessara aðila — sú sam- neyzla, sem að vfsu er umdeilaniegt, hve mikil eigi að vera. Heilbrigð- ismái, fræðsiumái, 'al- mannatryggingarkerf- ið, félagsleg þjónusta, opinberar framkvæmd- ir margháttaðar (og þann veg áfram) eru þeir gjaldapóstar, sem skattheimtan verður undir að rísa. Hinsvegar er það áleitin spurning, ekki sfzt I erfiðu árferði fjár- hagslegu, m.a. hjá horn- steinum þjóðfélagsins, heimilunum, hvort ekki sé rétt að draga veru- lega úr samneyzlunni I þjóðfélaginu og þar með skattheimtunni, a.m.k. meðan hinar efnahagslegu þrenging- ar ganga yfir. Hverjir vilja og þora að gera slíkar kröfur? En hvar á slfkur sparnaður, með tilheyr- andi skattalækkun, að koma niður? Hver vill benda á þá gjaldapósta, sem minnkaðar tekjur ríkis og sveitarfélaga eiga að koma niður á? í öllu talinu um lækkaða skattheimtu hefur eng- inn orðið til þess — þvf miður — að benda hik- laust á ákveðna þætti samneyzlunnar, sem skera eigi niður. Hinir eru margir, sem krafizt hafa hvorttveggja f senn: meiri samneyzlu, eða opinberrar þjón- ustu og framkvæmda, og minni skatta. Þeim hinum sömu gleymist, eða þeir horfa viljandi fram hjá þvf, að þetta tvennt er sami hlutur- inn; annað getur þvf að- eins vaxið eða rýrnað að hitt fylgi hlutfallslega í kjölfarið. Skattakerfið er götótt Hitt er annað mál að skattakerfið er götótt — kemur ekki jafnt við alla. Óhjákvæmilegt er að skattakerfið f heild verði endurskoðað og leiðrétt, þann veg að menn megi sæmilega vel við unna réttmæti þess. Við höfum til þessa færzt smám saman lengra og lengra í átt að eyðslusköttum. Tekju- skattar eru nú orðið til þess að gera mjög lítill hluti rfkistcknanna. Þessvegna spyr margur, hvort ekki sé rétt að hverfa alfarið frá tekju- sköttun og að eyðslu- sköttun. i því sambandi er m.a. bent á þá stað- reynd, að enginn geti falið eyðslu sfna, skatta- lega séð, en hinsvegar hafi mörgum tekizt að fara með (mis)drjúga tekjuhluta gegnum göt skattkerfisins, óskerta af samneyzlusköttun. Aðrir benda á, að afnám tekjusköttunar myndi skapa nýtt misrétti. Þeir benda á, að þeir einstaklingar, sem hafa mjög háar tekjur en enga ómegð, myndu sleppa mjög vel f þjóð- félagi eintómra eyðslu- skatta. Til samanburðar muni tekjulár aðili með stóra fjölsk.vldu óhjá- kvæmilega þurfa að gjalda hlutfallslega háa eyðsluskatta gegnum kaup á nauðsynjum sfns stóra heimilis. Hlutur sam- neyzlu í þjóðar- tekjum í há- marki Hvað sem þessum bollaleggingum Ifður getum við orðið sam- mála um, að hlutur samneyzlunnar f heild- artekjum (verðmæta- sköpun) þjóðarbúsins hefur farið sfvaxandi og sé nú kominn f algjört hámark. Samneyzlan hefur tekið sffellt stærri hlut tekna ein- staklinga og fyrirtækja f sfna þágu. Verði öllu lengra gengið blasa margvíslegar hættur við. Það er þvf kominn tími til að þessi mál öll verði tekin út í heild — og samneyzlunni af- markaður einhver ákveðinn hluti þjóðar- tekna, sett einhver mörk, sem ekki megi fara yfir. Sfðar verða stjórnendur þjóðfélags- ins, að aðlaga samneyzl- una að þeim aðstæðum, sem þjóðartekjurnar búa henni hverju sinni. Þegnar þjóðfélagsins telja velflestir, að nú sé komið að þeim skatta- legu mörkum, sem ekki megi yfir fara. Það er þvf hyggilegt f.vrir stjórnmálamenn al- mennt að taka skatta- mál þjóðfélagsins til endurmats og íhugunar. verð: verð: OPAL — TOPAS JW,- SÍRÍUS SUÐUSÚKKULAÐI 200 GR. JZttT- COCA-COLA 1 LÍTER LIIMDU—OPAL — SÍRÍUS ÁTSÚKKULAÐI 100 GR. OPAL HNAPPAKÚLUR ^220^ BRJÓSTSYKUR ÍSPINNAR <r' APPOLLO — LAKKRÍS JUd&T SÆLGÆTI FYRIR SYKURSJÚKA í ÚRVALI Á VÖRUMARKAÐSVERÐI. 40. 245. 120. 140. 198. 72. 36. 90. Opid tHkl. 10. Vörumarkaðurinnhf. Ármúla 1A. Húsgagna og heimilisd. S-86-1 1 2 Matvörudeild S-86-1 1 1, Vefnaðarv.d. S-86-1 1 3 VANTAR ÞIG VEMNU VANTAR ÞIG FÓLK tP ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUG- LÝSIR í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.