Morgunblaðið - 23.07.1976, Síða 24

Morgunblaðið - 23.07.1976, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JULÍ 1976 50 ára í dag: Jóhann Ingimarsson húsgagnaarkitekt Þegar olíufurstinn Múhameð Abdúll Saud el Bósi, sextugasti sonur stór-beysins af Sam-bað, hugðist halda á lystireisu um eyðimörkina með'nokkrum uppá- haldshnátunum sínum úr kvenna- búrinu pantaði hann tuttugu sér- smíðaða, gullslegna Kádiljáka hjá General Motors. Hjónarúm skyldu vera í skut hvers farkosts af margvíslegri lögun og gerð. Til hönnunar slíkrar hfbýlaprýði treysti hann ekki Könum, eflaust vegna landlægs Puritanisma. Þess f stað leitaði furstinn beint til frænda vorra, Dana, vegna fjörugs hugarflugs og fmyndunar- afls, innlifunar og yfirburða fag- mennsku á þessu sviði. Þrátt fyrir 30 ára ábyrgðarskfrteini á þessum dönsku springmatressum og hús- gögnum, sem sum hver voru með hreyfaníegum, bófstruðum úlf- aldakryppum, hossuðust þessi þarfaþing f sundur og reyndust úr sér gengin rúst eftir nokkrar Am- orsferðir furstans. Ef Múhameð Abdúll Saud el Bósa hefði hug- kvæmzt að bera fyrst niður í iðn- aðarbænum Akureyri f stað Kjöb- en og Ieita á tæknilegar náðir Jóhanns Ingimarssonar hús- gagnaarkitekts, sem er fimmtug- ur í dag, stæðu hin tvfbreiðu und- irstell ástarinnar ennþá óhögguð, traustbyggð og vel-viðuð, á fjór- hjóluðum Kádiljákunum suður f Kúvæt (Kuwait). Þá er öruggt, að aldrei hefði furstinn verið svik- inn um alla veigamikla þætti, svo sem nýtingu og þol, margvísleg form, hugmyndaauðgi og aðra „fídusa“ makræðis og gjálífis. Ekkert svið húsgagnalistarinnar stendur nær hjarta Jóhanns en einmitt hjónarúmin. Fátt er hon- um kærara að teikna, „konstrú- era“ og selja en einmitt þau. Hann kann lfka lagið á að sann- færa tilvonandi brúðir um ágæti og þanþol framleiðslunnar þegar þessar turtildúfur koma svífandi inn í Örkina hans Nóa við Ráðhús- torg á Akureyri. Þá eru þær flest- ar í sömu erindagjörðum og láta sig dreyma um fjaðurmögnuð húsgögn í framtíðarhreiðrinu sínu og strjúka sifkimjúkt plussið og springdýnur með nettum og .skynnæmum höndum. En Jóhann Ingimars er ýmist nefndur: Nói í Valbjörk, eða Nói í Örkinni hans Nóa þar norður. Hann er ennþá sléttur, strokinn og ókrumpaður eins og ný-áklæddur, uppbólstrað- ur og vellfðunarlegur ráðherra- stóll og það með endingu. Alit sem Nói gerir er leyst af hendi með ýtrustu smekkvisi og list eins og mörg húsgögnin í hótelum og byggingum Loftleiða bera gfeggst vitni um. Ef Nóa verður einhvern tfma á f messunni og brjóta f bága við vandrataða og viðurkennda vegi dyggðarinnar á öldurhúsum, eins og okkur svo mörgum, er honum fljótt fyrirgefið umfram flesta aðra. Allir finna hvað Nói er drengur góður og hjartahlýr svo ekki sé minnzt á öll skemmti- legheitin, sem frá honum stafa þegar hann er í essinu sínu, að ógleymdu næmu skopskyni, hlát- urmildi og fyndni. Akureyri væri stórum leiðinlegri bær án hans. Hann hefir oft óafvitandi reynzt sannkallaður bjargvættur akur- eyrskra saumaklúbba þegar um- ræðuefnið þraut um landsins gagn og nauðsynjar. En slfk um- ræðuefni um náungann þar norð- ur fara vitaskuld eftir flóði og fjöru, eins og svo margt annað í henni versu. Fyrsta verk mitt er jafnan að iíta inn í fyrirtæki Nóa við Ráð- hústorg þegar ég skrepp norður á æsknslóð. Þá fer allt á ferð og flug i Örkinni þegar við vinirnir hittumst. Ilmandi vindlareyk leggur brátt fyrir borð og stóla, málverk á veggjum og höggmynd- ir eftir forstjórann og afmælis- barnið. Fyrr en varir er þetta virðulega akureyrska fyrirtæki orðið umskapningur og gjörbreytt f skemmtilegan og notalegan „public pub“ eina dagstund eða tvær. Fiskisagan flýgur og gamlir vinir og kunningjar koma aðvff- andi úr öllum áttum, eins og krfan í Tjarnarhólmann um varptímann á vorin. Alltaf flýtur örkin hans Nóa, sama hvað drukkið er og sama hve mörg aðskotadýr eins og ég koma um borð. Ef straumharð- ara og hættulegra syndaflóð skylli á Akureyri og ég er sannfærður um, að örkin hans Nóa myndi bjargast og lenda á sjálfum Súlu- tindi líkt og örkin hans Nóa gamla á Araratfjalli forðum. Því er hvergi öruggara á Akureyri en innanborðs hjá Nóa við slfkar hamfarir. Nói í Valbjörk er ekki siður vel innrættur en nafni hans í biblíunni. Og báðir áttu það sam- merkt, að þykja sopinn góður. „Gubba Noha, gubba Nóa var en hedersmann" söng Bellmann. Nú mætti syngja með gleðiblöndnum trega síðan þessi siðferðilega eft- irmynd hans á Akureyri tók óvænt upp á að stunda langalöng bindindi: Nói í Valhjörk, Nói í Valbjörk neytti vlns í örk. ' Hann er dáðadrengur drekkur ekki lengur. Nói í Valbjörk,, Nói f Valbjörk „navigerar" örk. Ég bið háttvirta lesendur afsök- unar á, hversu mér er jafnan tfð- rætt um áfengi. En margir beztu vinir mínir og kunningjar hafa verið fremur ölkærir eins og ég. Fáa veit ég geðugri, skilningsrík- ari og ánægjulegri menn en þá sem gengið hafa i gegnum eld- skírn og hreinsunarvaskerí Bakk- usar og gerzt fyrrverandi fylli- byttur, svo fremi þeir verði ekki ofstækisfullir og blindir áhang- endúr einhverrar sértrúarregl- unnar í stúkumálum. Engum var skemmtilegra að fara með á barinn á Sjallanum en Nóa. Þá færðist líf og fjör í tusk- urnar. Þar mátti syngja af lífs- gleði og víngleði án þess að eiga á hættu að vera afskrifaður og bannfærður fyrir litlar sem engar sakir af einhverju dyggðugu, lög- hlýðnu og ærukæru kráarstíu- fólki, sem aldrei mátti vamm sitt vita f neinu sfzt um illafengna flösku á borð og hryllileg morð. Þar sem húsakostur var „camou- flageraður“ ffnheitum eins og eig- andinn sjálfur! — Stundum er engu líkara en Nói sé fjarstýrð,ur af sinni glæsi- legu og röggsömu eiginkonu eins og við margir, sem eigum konu- láni að fagna. Hún er Guðrún Helgadóttir, barnfædd Akureyr- argyðja. Af meðfæddum næm- leika hefir frúin öðlazt einskonar fjarsýni eða langskyggni. Sam- Ferðafólk Ferstikla Hvalfjarðarströnd býður yður fjölbreyttan mat s.s. TOLONA PIZZA T-BONE STEIKUR FILLET STEIKUR HAMBORGARA O.FL. O.FL. Áningastaður í alfaraleið Ferstikla Hvalfjarðarströnd band þeirra og samlff er orðið svo náið eins og stundum vill verða eftir mörg ár í hjónabandi, að Nói birtist bókstaflega fyrirhafnar- laust á sálarskjá frúarinnar, jafn- vel úr óra fjarlægð. Iðulega birt- ist Nói á skyn-skerminum þegar verst stóð á, sem er hvað tfðast um þær furðusýnir. Slíkar vitranir eiga sér jafnvel stað án allra vís- bendinga landlægs bæjarkjaftæð- is. Ég og fleiri mínir Ifkar geta borið vitni um slík „dulræn fyrir- bæri“. Þannig forða oft góðar og tryggar eiginkonur stórslysum. Þetta er óskiljanlegt, eitthvað f líkingu við og hent hefir margan, sem misst hefir annan fótinn og finnur til í litlu tánni sama horf- ins fótar mörgum árum síðar. Þannig bjarga margar góðar eig- inkonur hjónabandinu, sem okk- ur er hvað kærast inn við beinið frá algeru skipbroti. Þetta hefir einnig hent mig. Svo að margt bindur okkur Nóa gagnkvæmt saman. Nói er einn þekktasti núlifandi borgari Akureyrar ásamt Eyþóri í Lindu, Jóni Sólnes og Kristjáni frá Djúpalæk. Nói hefir aldrei setið á Alþingi eða verið formað- ur neinnar Kröflunefndar, eins og vinur hans Jón G. Sóines. Því er hann ekki eins frægur og Sól- nes bankastjóri fyrir utan borgar- múra þessa settlega byggðarlags. Rafurmagn er ekkert vandamál á vegum Nóa. Sjaldan verða spennuföll í hjónarúmum eða legubekkjum frá honum, þótt skjálftarnir séu engu minni en við Kröflu. Hjónabönd hafa reynzt einkar farsæl, sem notið hafa húsgagna, sem vandað var til á teikniborði Nóa, bæði í Valbjörk og í Örkinni hans. Það er eins og einhver dulinn hvati og yfirnátt- úruleg mögnun og mergjan fylgi „mublimentinu" frá Nóa, kannski af því að hann leggur svo mikið af sjálfum sér og eigin sál í fram- leiðsluna og söluna. Því miður hefi ég ekki eignast fleira en vandað og andvekjandi skrifborð frá honum. Nói hefir að mestu leyti staðið fyrir tveimur af þremur mál- verkasýningum mínum f höfuð- stað Norðurlands. Þannig hefir hann gerzt mikill menningarpost- uli bæjarfélagsins, einskonar Ragnar í Smára Akureyrar. Hefir margur verið gerður að heiðurs- borgara eða krossaður á brjóst og bak fyrir minna listátak og menn- ingarafrek hérlendis. Jafnvel ver- ið hogginn f granft, og marmara eða mótaður og bræddur í eir. Mér finnst eins og Ráðhústorgið bíði eftir styttunni af Nóa og örk- inni hans. Kröflu-Jóni mætti koma fyrir f skot- og skjálfta- heldri steinsteypu í Bjarnarflagi og Eyþóri í Lindu f súkkulaðilíki á öllum barnaleikvöllum bæjar- ins. Ætli skáldinu, Kristjáni, verði ekki fyrst drekkt f Djúpa- læknum sínum í takt við örlög svo margra genginna, skapandi starfsbræðra hans í þessari jarð- vist. Sfðan verður hann eflaust endurreistur í eldtraustum leir og dýft í gosbrunninn f Lystigarðin- um á Akureyri, þar sem hann mun spúa blávatni úr nös um aiia eilífð, eins og ljóðlistarbununni í lifandalífi. Akureyringar eru svo fram úr hófi nærgætnir og hugul- samir við skáldin sin, lífsliðin. Alltaf átti Gunnlaugur heitinn Scheving, einn alfremsti listmál- ari þjóðarinnar og náinn frændi Nóa, athvarf á heimili hans er hann fór með mér um norðurslóð f bflnum mínum sfðustu árin að sumarlagi. Þar naut Gunnlaugur hvað mestrar birtu og hlýju á oft á tíðum einmanalegum táradal listarinnar. Óvíða leið Gunnlaugi betur en við arinhelluna hjá Nóa og Diddu og heimasætunum ljós- hærðu, glaðlegu og þokkafullu. Gunnlaugi Scheving fannst gamla Akureyri með réttu einn al- „malerískasti“ bær þessa lands. Heimili Diddu og Nóá er eitt það fegursta og smekklegasta, sem ég hefi litið á Akureyri. En það er nú kannski ekki að marka, því að öll heimili þar standa ekki upp á gátt fyrir hverjum sem er. Húsið er gert af einhverjum víðfrægum norskum eða sænskum arkitekt. En húsgögn öll og annað innvols (inventary) er teiknað af hús- bónáanum. Þar hanga málverk eftir flesta frægustu málara þjóð- arinnar, meira að segja eftir Ör- lyg Sigurðsson og Jakob von Haf- stein, sem er einkavinur fjöl- skyldunnar á stórlaxaferðum sín- um um fengsælar veiðiár Norður- amtsins. Ég vona að ég eyðileggi ekki afmælisdaginn fyrir vini mínum Nóa með frumhlaupi mínu að birta þessa kveðju fyrir alþjóð í Mogganum, sem er einn allra magnaðasti fjölmiðill landsins. Þannig varð mér heldur betur á f messunni er ég eyðilagði afmælis- veizlu Thors Vilhjálmssonar fyrir ári síðan, þar sem ég tilkynnti einnig í sama blaði, að allt myndi fljóta i skozku viskíi f tilefni dags- ins, vegna hálfrar aldar afmælis skáldsins. Snemma morguns myndaðist fleiri hundruð metra halarófa af allskyns prumpulýð fyrir utan höfuðdyr að húsi skáldsins. Skrælþurr smáskáld, léttlyndir lffslistarkúnstnerar, snaróðir sýkkópatar, vergjarnar vændiskonur, sjálfsútnefndir litt- eratar, og lífsljós og annar laus- ingjalýður. Biðraðir voru engu minni en mynduðust við súpu- gjafir afa skáldsins, Thors Jen- sen, f spönsku veikinni 1918. Þvf varð skáldið, sem einnig er af andrfkum þingeyskum meiði eins og Nói, að forða sér bakdyrameg- in beint í Laugarvatn með fjöl- skylduna til að verða ekki troðinn undir vegna yfirþyrmandi vin- sælda óboðinna gesta. Ég vona bara, að örtröðin verði ekki eins og við hús skáldsins að heimili Nóa svo að ég komist inn ef vinur- inn skyldi bjóða mér norður í dag. Honum er alltaf jafn annt um kúltúr staðarins. Hver veit nema ég bregði mér norður í hófið með næstu flugvél í dag? Eða ætti ég kannski heldur að gefa Nóa það i afmælisgjöf að sitja heima og fara hvergi? Örlygur Sigurðsson. Larsen œfir sig SÁ GÓÐI mann Bent Larsen ætlar sér sjálfsagt stóran hlut á millisvæðamótinu, sem nú stendur yfir í Sviss. Hann ku hafa undirbúið sig rækilega fyrir mótið og liður í þeim und- irbúningi voru eftirfarandi skákir, sem hann tefldi við ianda sína þá Börge Andersen og Björn Brinck — Clausen ný- lega. Báðar eru skákirnar ekta Larsenskákir og þarfnast þá ekki frekari skýringa. Hvftt: Bent Larsen Svart: Börgc Andersen Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. f4 — Rc6, 3. Rf3 — Rf6, 4. d3 — e6, 5. c4 — d5, 6. cxd5 — exd5, 7. e5 — Rg4, 8. h3 — Rh6, 9. g4 — Rd4?, 10. Bg2 — Da5, 11. Bd2 — Db5, 12. Rc3 — Dxd3, 13. Rxd4 — cxd4, 14. Rxd5 — Bd7, 15. Rc7 + — Kd8, 16. Rxa8 — Bbí, 17. De2 eftir JÓN Þ. ÞOR — Dg3+, 18. Kfl — Rxg4, 19. hxg4 — Bxg4, 20. Dc4 — Bxd2, 21. Dc7 + og svartur gafst upp. Hvftt: Bent Larsen Svart: Björn Brinck — Claussen Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. f4 —e6, 3. Rf3 — d5, 4. Bb5+ — Bd7, 5. Bxd7 — Dxd7?, 6. Re5 — Dc7, 7. exd5 — exd5, 8. Rc3 — Rf6, 9. Df3 — Dd8?, 10. De2 — Be7, 11. Db5 + — Rbd7, 12. Dxb7 — Hb8, 13. Dxa7 — Dc8, 14. Da4 — 0-0, 15. 0-0 — Rb6, 16. Db5 — Rc4?, 17. Rc6! og svartur gaf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.