Morgunblaðið - 03.09.1976, Síða 19

Morgunblaðið - 03.09.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976 19 er skálinn en fram úr honum stofa. Frð Ljósm. Friðþjófur. Litið til lofts. A. Þvertré B. Innstafir C. Vagl D. Brúnásar eða hliðásar E. Dvergur agnús trésmiðir Stefán Friðriksson leggur hrfsið. A myndinni sjást einnig gúmmfmottur, en áður voru notaðar nautshúðir til einangrunar. Stefán Stefánsson virðir fyrir sér handbragðið, torfhieðslan f veggnum er strengjahleðsla. num brúnásinn... Horft fram skálann til stofu því, aó fólk kunni að hafa gaman af að hafa þessa tvo staði svo nærri hverjum öðrum, þarna má fá afar fróðlegan samanburð, og Þjóðveldisbærinn getur fyllt út í þá takmörkuðu mynd, sem Stöng gefur af fornum húsakostum." Manna á milli er bærinn oftast kallaðar sögualdarbær. „Þjóðveldisbær er réttara nafn. Söguöld nær aðeins fram á/,11. öld, en bærinn á að vera i þeirri mynd, sem húsin voru í fram á 12. og 13- öld.“ En hvers vegna að reisa eftirlik- ingu af slíkum bæ? „Með byggingunni má segja að réttur sé hlutur byggingarlistar- innar gagnvart orðsins list. Þeim, sem spyrja um tilganginn, svara ég með því að spyrja hvers vegna verið sé að færa söguna á blað. Þessi bær er reistur að langmestu leyti eftir nokkuð öruggum heim- ildum, sem við fáum úr sögunum og úr gömlum húsum, sem enn standa. Stundum er getið i eyð- urnar, rétt eins og sagnfræðingar gera. En eg held að Þjóðveldisbær hljóti að hafa alveg jafn mikinn rétt á sér og t.d. Haustskip Björns Th. Björnssonar, eða Skálholt Guðmundar Kambans." Um þessar mundir er verið að ganga frá þaki Þjóðveldisbæjar og innviðum. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins brá sér þangað austur í vikunni var gott hljóðið í byggingarmönnum, enda loksins komið vinnuveður. „Þessar rigningar hafa farið voðalega með okkur, að ég nú ekki tali um sjálfan bæinn,“ sagði Stefán Stefansson frá Brenni- gerði f Skagafirði. Stefán og nafni hans Friðriksson, sem líka er úr Skagafriði, eiga heiðurinn af miklum hluta bæjarins. Þeir skáru og hlóðu m.a. torfið i vegg- ina. „Þrjár aðferðir eru notaðar við torfhleðsluna, strengjahleðsla, kiömbrur og kvíahnausar eru í hornunum. Þetta eru aðferðir, sem þekkzt hafa frá alda öðli og strengir og klömbrur voru notað- ar jöfnum höndum. Undir torf- veggjunum er grjóthleðsla." „Sem stendur erum við að leggja hrísið ofan á þetta plast, en áður voru notaðar nautshúðir eins og við notum plastið. Hrísið fengum við úr Fnjóskárdal — en torfið er neðan úr Hrunamanna- hrepp. 1 kamrinum eru hellur. Og svo kemur torf ofan á allt saman." Þeim Stefánum virtist það leik- ur einn að beita ljanum á torfið enda hafa þeir langan feril að baki, „þessir menn eru líklega tveir af örfáum, sem kunna þetta verk,“ sagði mér Hörður Ágústs- son. „Þeir lærðu þetta af sínum feðrum, sem aftur lærðu af sínum og gera þetta líklega alveg eins og það var gert fyrir 1000 árum. Slík- ir menn eru vandfundnir nú orð- ið.“ Við tréverkið voru yngri menn að starfi, þeir Magnús Árnason trésmiður og Páll Karlsson, sem sagðist vera lærlingur. Þeir voru að ganga frá röftum í lofti skál- ans. „Allan viðinn gáfu Norð- rnenn,, sagði Magnús. „Veggir og þil voru smíðuð f Reykjavfk og hefur nýlega verið komið hér fyr- ir. En okkur hefur litið miðað áfram i sumar vegna rigninga. Vonandi tekst þó að ganga frá bænum öllum að utan í haust og svo verða smíðaðir pallar, bekkir og rekkjur i vetur." Að sögn Harðar er stefnt að þvf að bærinn verði opnaður almenn- ingi næsta sumar. „Gerð bæjarins er eins og ég sagði áðan, að mestu leyti samkvæmt heimildum, sem ég hefi viðað að mér með því að lesa Islendingasögurnar af gaum- gæfni, með þvi að skoða rústir og gömul hús bæði hér heima, í Noregi og á Grænlandi. Með þessu hefi ég fengið þó nokkuð giögga mynd af húsakosti á þjóð- veldisöld og svo getið í eyðurnar að einhverju leyti. Um tvo kosti var að velja, eldri gerð, langhúsið, eða þá yngri, sem er sérkenni fyrir Island. Dæmi um hana er Stöng.“ Fálmandi viðleitni land- námsmanna til að koma á sem hentugastri húsaskipan i nýjum aðstæðum þróaóist i þá átt. Þar bættust við langhúsið og þrjú ný hús, stofa, búr og kamar og af þeim er stofan mesta nýmælið. Stofan hefur líklega verið allt í senn, vinnustaður kvenna, mat- stofa og veizluhús. Skálinn hefur hins vegar verið svefnhús og þar sátu menn og bökuðu sig við elda á öftnum, eins og segir í Grettis- sögu.“ „Hér mun gefast kostur á að sjá hvernig forfeður okkar, þeir, sem við erum stoltastir af, bjuggu. Slíkur bær er ’ómetanlegur þeim, sem lesa íslendingasögur, sem þarfnast skýringa einmitt svo oft kvað varðar byggingarumgerð þeirra. Hingað gætu skólanem- endur sótt slikar skýringar, sem aldrei verða fullnægjandi í orðinu einu saman. Ekki sizt er hér hægt að gefa erlendum ferðamönnum góða hugmynd um hvernig búið var á Islandi, en margir útlend- ingar virðast halda, að fram á 20. öld hafi Islendingar lifað í niður- gröfnum torfkofum," sagði Hörð- ur Ágústsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.