Morgunblaðið - 03.09.1976, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976
25
— Afmæli
Framhald af bls. 14
Frískleiki hans smitar út frá sér
og dregur mann með sér hvort
sem honum er það ljúft eða leitt.
Fróðleiksfýsn Grims er slík, að
aldrei þrýtur hann örendið, þegar
einhvers þarf að spyrja. Hann er
ætíð fljótur að átta sig á því hvað
hangir á spýtunni og tekur djarf-
ar ákvarðanir. Viðskipti hans eru
sem völundarhús, en þar gengur
hann þó greiðlega um eins og sá
sem veit og skilur.
Þegar Grimur tók við búskap af
föður sinum var hinn vatnsmikli
hver að Syðri-Reykjum óvirkjað-
ur og heitt vatnið rann í ána til
heldur litils gagns fyrir búskap-
inn. Þetta var ekki að skapi hans
og eftir að faglærðir menn höfðu
gengið frá því verki óleystu hristi
bóndinn af sér trúna á sérfræð-
ingana og virkjaði hverinn sjálfur
eftir að hafa hugsað undir feldi
um stund. Nú hefur vatnið
streymt virkjað um áratuga skeið
til hagsbóta fyrir bóndann og
hans lið. Nokkur gróðurhús i eigu
hans varða veg þessarar atorku
hans.
Grímur er um margt ákaflega
sérstæð manngerð og oft örar
sviptingar í skapi hans, þegar eitt-
hvað er um að vera og verkefnin
bíða. Hann er margt i senn:
bóndi, iðnaðarmaður á járn og
tré, verkamaður og sigildur sel-
skapsmaður. Þótt svo að oliublett-
ur hafi fallið á smekkbuxurnar
hans, eða hann rekið sig á nagla
og rifið smá gat á þær, þá gerir
hann samt sínar ströngu kröfur
um þrifnað og hreinlæti á staðn-
um. Þar á hver hlutur sinn stað og
eins gott fyrir húskarla hans að
hyggja vel að reglusemi í meðferð
verkfæra og koma þeim á sinn
stað að verki loknu. Annars er
hætt við að ómi i eyrum þeirra
hljómsterk og óblið rödd hús-
bóndans að vanda um fyrir þeim.
Þarna verða allir hlutir að vera í
fullkomnu lagi. Hann verður að
geta gengið að verkfærum sínum
á vísum stað, þegar nágranna-
bændur leita I smiðju til hans
með biluð verkfæri. Enginn þarf
að efast um vilja hans og hjálp-
fýsi, sem einu sinni hefur leitað
til hans með brotið amboð eða
annað sem þarfnast viðgerðar.
Búskap sinn hefur hann alla tið
rekið með sóma og yfir gripi sina
hefur hann reist hús, sem standa i
fremstu röð í sveitum landsins.
Hann hefur sívökult auga með
hverju því, sem unnió er á búinu,
og gerir þar sem annars staðar
hæstu kröfur um vel unnin störf.
Athafnaþörf hans er óþrjót-
andi, lífið ólgar i kringum hann
og allt verður að vera unnið af
verkhyggni, vandað og traust og
standa af sér öll veður, Hann
byggir á traustum undirstöðum
langrar og fjölþættrar reynslu og
verklagni. Það er einkennandi
fyrir þrotlausan dugnað Gríms, og
þar sker hann sig úr frá mörgum
hagleiksmanninum, að krafa hans
um góða og snyrtilega umgengni
dvinar aldrei.
Grímur er mikill gleðimaður og
kann vel að meta hið ljúfa lif,
þegar svo ber undir og er þá hrók-
ur alls fagnaðar. Maður er manns
gaman gæti verið hans lífsmottó.
Gamanyrðin fjúka, glettnin
kraumar I honum blönduð ofurlít-
illi striðni ef tækifæri gefst og
tæpitunga ekki viðhöfð né talað
undir rós. Hann er hreinskiptinn
og fer ekki í felur með skoðanir
sínar á mönnum og málefnum, en
illmælgi er honum fjarri skapi.
Matmaður er hann drjúgur og
kann vel að meta góðan mat og
ekki ósjaldan hafa umræður okk-
ar snúist um matargerð á ýmsu
lostæti. Vökvun og hýrgan sálar-
kornsins er honum ekki fjarstæð
og hvar sem hann fer örvast ræð-
ur manna og fagrar konur draga
augu hans að sér. Athygli hans
beinist að gleðinni í góðra vina
fagnaði
Á þessum morgni þykist ég vita
að Grímur hafi ræskt sig og sagt
stundarhátt: Jæja, nú er karlinn
orðinn sjötugur — og ekki dauður
enn! það er einlæg ósk mín að
Grímur megi dveljast meðal okk-
ar sem allra lengst, éta feitt
hangikjöt og lyfta glasi á góðri
stund, hlæja til að lengja lífið,
byggja fleiri hús og kaupa fleiri
vélar sér til ánægju og andlegs
uppléttis.
Bestu kvejur og heillaóskir
ht.
MS MS MS m
2IN 3EIN sw
MS MY Adols AUGl V^i/y TEIK IMDAIV1 træti 6 sinii MjjE .ÝSINGA- IMISTOFA IÓTA 25810
Hemlavarahlutir
í amerískar bifreiðar nýkomnir.
Stilling h.f.
Skeifan 11.
Reykjavik.
Sími31340.
ÚTSALA
Terylenebuxur frá kr. 1975.—
Frakkar frá kr. 3575.—
Nærföt, skyrturo.fi.
ANDRÉS,
Skólavörðustig 22 A
Útvegum
loðnunætur
frá Kóreu og Noregi
Heildverzlunin Vífill
Tryggvagötu 2
Sími 223 70.
Flugslysin
rannsökuð
Washington, Julianehaab
29. ágúst-Reuter
— Fréttaritari Mbl. Henrik
Lund:
FLOKKAR bandariskra rann-
sóknarmanna flugu í dag frá
Bandaríkjunum til að kanna or-
sakir þess, að tvær risastórar
flutningavélar Bandaríkjahers
frá sömu herstöð í New Jersey
hröpuðu með aðeins fárra klukku-
stunda millibili á laugardag, —
önnur við flugvöllinn á Syðra-
Straumsfirði í Grænlandi, en hin
sprakk í þrumuveðri nærri Peter-
borough í Bretlandi. Allir sem um
borð voru í síðari vélinni, 18
manns fórust, en með hinni fyrri
fórust 21 af 27 manns sem voru
um borð.
Talsmenn hersins segja, að
slysin hafi verið „ótrúlegar til-
viljanir", en skemmdarverk voru
útilokuð.
Jassdansskóli
Sigvalda
Innritun hafin í alla flokka
KENNT VERÐUR:
Jass — dans SKöttnn
hefst
6.
jitterbug og rokk
Upplýsingar
í síma 84750
frá kl. 10—12.
og kl. 1—7.
Jass dans — jass dana
Hagstætt verð
Ármúla 1A. Húsgagna og heimilisd. S-86-11 2
Matvörudeild S 86 111, Vefnaðarv.d. S 86-1 1 3
Blaðburðarfólk óskast
i eftirtalin hverfi:
VESTURBÆR
Skólabraut, Nesvegurfrá 40 — 82 Garðastræti
AUSTURBÆR
Bergstaðastræti, Laufásveg 58—79 Skipholt
1—50, Ingólfsstræti, Úthlið, Lindargata.
ÚTHVERFI
Skipasund, Goðheimar, Selvogsgrunnur, Breiða-
gerði, Teigasel, Akrasel, Álfheimar 43 — Lang-
holtsvegur71 —108 Hraunteig.
Uppl. f síma 35408
litmyndir
yðar á 3 dögum
Þér notið Kodak filmu, við
gerum myndir yðar á Kodak
Ektacolor-pappír og myndgæðin
verða frábær
Umboðsmenn um land allt
— ávallt feti framar
HANS PETERSEN HF
RanUactnoti _ C. C. O'iCOn