Morgunblaðið - 12.10.1976, Síða 12

Morgunblaðið - 12.10.1976, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR A. OKTÖBER 1976 ASHKENAZY-FJÖLSKYLDAN SAMEINUÐ Vladimir Ashkenazy og móðir hans Evstolya Ashkenazy. Feðgar hittast á Kef lavíkurflugvelli á laugardag. Móðirin situr og horfir á. David Ashkenazy og tengdadóttir hans Þórunn Jóhannsdóttir Ashkenazy. ÁTTA ára baráttu Vladimirs Ashkenazy pfanóleikara til þess að fá foreldra sfna f heim- sókn til Islands lauk á laugar- dagskvöldið, er Evstolya og David Ashkenazy komu til Keflavfkurflugvallar frá Glasgow. Það varð að vonum fagnaðarfundur og nú dveljast þau hjón hjá syni sfnum og tengdadóttur Þórunni Jóhanns- dóttur Ashkenazy að Brekku- gerði 8. Þar verða þau til 29. október utan 4 daga, sem þau fara til Skotlands með syni sfnum. Morgunblaðið heimsótti fjöl- skylduna f gær. Aðspurð sögðu þau I ón, að þau hefðu fylgzt mjög vel með syni sfnum, þótt úr fjarska hefði verið. Þau hefð . að sjálfsögðu skrifazt á, hefðu rætt við hann f sfma, „og ég hef sent þeim plöturnar mfnar,“ sagði Vladimir og brosti. „Og var ekki gaman að hitta barnabörnin?" ,Jú, vissulega og við eyðum nú hverri stund f að vera sam- an,“ sagði David og bætti við að krakkarnir hefðu strax orðið hænd að afa og ömmu. Samt er tungumálavandamál talsvert, þar sem hjónin tala aðeins rússnesku, en hana skilja börn- in ekki nema að litlu leyti. „Það hefur verið afskaplega gaman að hitta börnin,“ sagði frú Ashkenazy. t f jölskyldunni hefur hver hátfðisdagurinn rekið annan. 8. október varð Dimitri 7 ára, 9. október komu afi og amma, 10. október varð Sonia 2ja ára og í gær átti Nadia 13 ára afmæli. „Það hefur þvf verið nóg að gera og f mörgu að snúast," sagði Þórunn og hló við. David og Evstofya Ashkenazv kváðust vera mjög hamingju- söm yfir því að hafa fengið tækifæri til að koma til Islands og hitta son sinn og fjölskyidu. Evstolya tók einnig fram að sér fyndist Reykjavfk falleg borg- Vladimir Ashkenazv bað Morgunblaðið fyrir þakklæti til allra sem sýnt hefðu hug sinn. Hann sagði að fólk, sem hann hitti á förnum vegi, stöðvaði sig og óskaði sér til hamingju. All' ir virtust taka þátt f fögnuði f jölskyIdunnar. Þá hefði þeim og borizt blóm frá ókunnugu fólki, sem hefði viljað sýna fögnuð sinn og hug. Öllu þessu fólki kvaðst Vladimir vera mjög þakklátur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.