Morgunblaðið - 12.10.1976, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Augiýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson
Björn Jóhannsson.
Ár ii Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100
Aðalstræti 6, sími 22480
Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 60.00 kr. eintakið.
Þing í brennidepli
Alþingi Islendinga
var sett í gær með
hátíðlegri viðhöfn, bæði í
dómkirkjunni og þinghús-
inu. Þar bar hæst ávarp
forseta íslands, herra
Kristjáns Eldjárns,
predikun séra Gunnars
Gíslasonar, prests að
Glaumbæ i Skagafirði og
fyrrum alþingismanns, og
minningarorð aldursfor-
seta þingsins, Guðlaugs
Gíslasonar, um tvo látna
alþingismenn: Alfreö
Gíslason og Birgi Kjaran.
Forsetinn ræddi m.a. um
veg og virðingu Alþingis,
sem sumir teldu þverrandi.
Hann sagði að menn hefðu
bæði rétt og skyldu til
gagnrýni, einnig á Alþingi,
enda ósparir á hana. En
gagnrýni væri ekki það
sama og óvirðing eða for-
dæming. Hún væri heldur
ekki nýtt fyrirbæri.
Vitnaði forsetinn í því efni
til predikunar við þing-
setningu árið 1925, þar sem
m.a. hafi verið sagt:
„Alþingi verður fyrir
þungum áfellisdómum.
Varla heyrist nokkur mað-
ur leggja þvi liðsyrði sem
þar fer fram.“
Forsetinn sagði aö margt
benti til þess að ummæli
þessefnis, aó vegur Alþing-
is með þjóðinni væri þverr-
andi, hefðu ekki við rök að
styðjast. Síðan tilvitnuð
orð voru mælt í dómkirkj-
unni árið 1925 hefðu lands-
menn í hálfa öld haldið
áfram að kjósa fulltrúa
sína til Alþingis, oftast með
miklum áhuga og atfylgi,
og sýna þeim traust til að
fara með málefni sín þar.
Jafnframt hefði verið
sýndur skilningur á grund-
vallarþýðingu Alþingis í
þjóðlífinu. Þetta ætti að
gefa sanna mynd af stöðu
þingsins í vitund þjóðar-
innar, ef þörf væri á að
minna á jafnsjálfsagðan
hlut í grónu lýðræðis- og
þingræðisþjóðfélagi.
Þvert á móti myndi
mörgum nú hugsað til Al-
þingis og þeirra viðfangs-
efni, sem þess biðu. Síðasta
þing „hófst á þeim örlaga-
tímum“, sagði forseti,
„þegar óséö var hvernig
oss reiddi af í átökum um
fiskimiðin kringum landið.
Sá háski er nú liðinn hjá,
vonandi fyrir fullt og allt.
Þökk sé öllum sem átt hafa
góðan hlut að þeirri lausn.
Nú gefst Alþingi og ríkis-
stjórn meira svigrúm til að
snúast með óskiptum kröft-
um við öðrum málum sem
ráða þarf fram úr. Þar
munu allir þættir efna-
hagsmála verða efstir á
blaði.“
Séra Gunnar Gíslason
fjallaði m.a. um siðferðileg-
ar og veraldlegar hættur
skjóttekins auðs, sem oft
leiddi til þess að menn
gleymdu þeim verðmæt-
um, sem mölur og ryð
fengju ekki grandað og ein
næðu út fyrir jarðneska til-
veru okkar. Ágirndin
kallaði fram þær hvatir,
sem væru helztur orsaka-
valdur þeirra meinsemda,
sem mannkyn hrjáðu í dag;
einnig þeirra auðgunar-
brota, er því miður lýttu
þjóðfélag okkar um þessar
mundir. Auðæfi jarðar á
láði og í legi væru að vísu
okkur gefin til að yrkja í
afkomu okkar, en þar
þyrftum við að fara að með
gát og hófsemi, rækta garð-
inn okkar og njóta ávaxt-
anna í sveita okkar andlits.
Los í fjármála- og efna-
hagslífi og sú verðbólga,
sem enn svifi yfir vötnum
hjá okkur, gæti leitt til enn
frekari ófarnaðar, ef ekki
væri að gætt og við brugð-
ið. Treysta þyrfti samstöðu
þjóðarinnar í því efni, en
fyrirbyggja sundrungu,
bæði milli einstaklinga og
stétta. Hlúa þyrfti að
heiðarleika, réttlæti, hóg-
værð og stöðuglyndi. Með
það að leiðarljósi þyrfti
Alþingi að taka á þeim
viðamiklu vandamálum,
sem þess byðu, og þjóðin
ætti svo mikið undir komið,
að vel tækist úr að leysa.
Þjóðin mun örugglega
fylgjast með störfum þess.
þings, sem sett var í gær.
Ekki sizt þeim þáttum
þeirra, sem fjalla um efna-
hagsmál, fjárlög og skatta-
mál, og réttarkerfið í land-
inu, en í þeim efnum er
boðuð ný löggjöf. Þá mun
nýting landhelginnar vera
ofarlega í hugum manna og
hver framvindan verður á
þeim vettvangi. í öllum
þessum málum þarf þjóðin
að sýna Alþingi réttmætt
aðhald en jafnframt stuðn-
ing og samstöðu, ef árang-
ur á að nást, ekki sízt í
viðnámí gegn verðbólgu.
Þar veltur ekki síður á af-
stöðu hagsmunahópanna í
þjóðfélaginu en Alþingis,
hvern veg til tekst.
Landssambands .,an,haldsskólak.nna,a ILST-KJ vi5
a.l. Til skýringar sk.l _!».» ««•» ■■» S*' 'Z ‘nnskdi. «9 hir
sérkröfur
.....................---
s.l. Til skýringar skal þess geti8 a8 g grunnskóla og hinn fyrir kennara
skólakennara, annar fynr kennara 7^9 9™nnsk6,a.
vi8 framhaldsskóla, þ.e.a.s. skóla, sérsamninga Sambands Islenzkra barna-
Hins vegar náSist ekk. samkomulag um sé^samnmg. ^ Qg
kennara (S.Í.B.) en I því eru kennarar v.8 L-6 9
úrskurSaSi kjaranefnd því un, þe.rra n grunnsk6lastiginu f tveimur
Eins og málum er háttaS í dag eru þv kennar^ ^ y.g kennara ,
aSskildum stéttarfélög um og e,ns j j j k;örum þessara kennara, eftir því
MorgunblaSinu á sunnudag er no ^ menntun þeirra sé sú sama.
^Tam^di X"sUum umrXrn ‘aaddi Morguuh,,5i» „i» nokkr. a5i,a. naro
um þessi mál. ---- “
Kristján Thorlaeius, formaður B.S.R.B:
„Sömu laun fyrir sömu störf ’
„Ék tel að jafnt í skólum, sem
annars staðar eigi að greiða
sömu laun fyrir sömu störf,“
sagði Kristján Thorlacius, for-
maður B.S.R.B., þegar hann var
spurður um álit hans á þvi að
kennarar með próf úr gamla
kennaraskólanum, sem kannski
væru búnir að kenna í tugi ára,
væru í lægri launaflokki en ný-
útskrifaðir kennarar úr
Kennaraháskólanum.
„Þetta er eitt af jafnréttis-
málunum í okkar þjóðfélagi og
eg vil bara benda á að þetta
tíðkast hvergi meðal annarra
stétta. Það má t.d. nefna við-
skiptafræðimenntunina, sem
var fyrst eins árs nám, en er nú
fjögur. Það dettur engum í hug
að nýútskrifaðaðir viðskipta-
fræðingar fari í hærri launa-
flokka en menn, sem tóku sitt
próf löngu fyrr eftir öðru skóla-
kerfi og hafa starfað í fjölda
ára í greininni.
Ríkisvaldið hefur haft þá
stefnu að miða laun við próf.
En ég tel engin rök fyrir þessu
og vil leggja áherzlu á að starf-
andi kennarar með eldra kenn-
arapróf eiga fullkominn rétt á
að fá sömu laun og aðrir fyrir
sömu störf.“
Kristján var einnig spurður
álits á mismunandi kjörum,
sem kennarar á grunnskólastig-
inu búa við eftir því hvort þeir
kenna í 1.—6. bekk eða 7.—9.
bekk.
„Hér tel ég eins og áður rétt
að höfð sé sú stefna um jöfn
laun fyrir sömu vinnu. Þetta
misræmi stafar nú fyrst og
fremst frá gamla kerfinu, þegar
barna— og gagnfræðaskólar
voru aðskildir. Þetta verður að
breytast og það hlýtur að ganga
i þá átt“, sagði Kristján að lok-
um.
Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri:
sér ekkert ósamið við kennara”
„Eigum í sjálfu
„Við eigum í sjálfu sér ekkert
ósarnið við S.I.B.,“ sagði
Höskuldur Jónsson, ráðuneytis-
stjóri hjá Fjármálaráðuneyt-
inu, þegar Mbl. spurði hann
hvar sérsamningar S.I.B. væru
á vegi staddir.
„Samkvæmt lögum eigum við
að gera tvenna samninga við
kennara," sagði hann, „annars
vegar aðalkjarasamning, sem
gerður var 1. apríl, og hins veg-
ar sérsamninga, sem ekki náð-
ist samkomulag um og kjara-
nefnd úrskurðaði um. Kennar-
ar eru náttúrulega óánægðir
með ýmislegt, eins og öll önnur
félög. Kennarar hafa óskað eftir
áframhaldandi viðræðum, en
ekkert hefur gerzt enn sem
komið er.“
Valgeir Gestsson, formaður S.I.B:
„Allt að 20% mismunur á launum kennara með
sömu menntun innan grunnskólans”
Aðspurður sagði Valgeir
Gestsson að seint miðaði í sam-
komulagsátt í sérkröfum S.Í.B.
„Það hafa engar viðræður
verið um þessi mál síðustu
daga“ sagði hann. „Við fengum
fyrir nokkru bréf frá fjármála-
ráðuneytinu þar sem gerð var
grein fyrir gagntillögum þeirra.
Við svöruðum þessu bréfi form-
lega í morgun og ég get ekki
sagt annað um það en að þessar
tillögur sýna mikinn vilja til að
komast að samkomulagi, en
ganga alls ekki nógu langt til að
við getum sætt okkur við þær.
Það, sem við leggjum fyrst og
fremst áherzlu á í þessum sér-
kröfum er að fá leiðréttingu á
þvimisræmi, sem er í kjörum
kennara innan grunnskólans.
Auðvitað njóta allir sinnar
menntunar, en eins og þetta er
í dag getur verið allt að 20%
launamismunur hjá kennurum
með nákvæmlega sömu mennt-
un er vinna hlið við hlið. Þetta
misræmi er leifar frá eldra
kerfinu og ég vona að það sé
einungis tímaspursmál hvenær
jafnrétti næst meðal allra kenn-
ara innan grunnskólans.
Ég held að það sama gildi um
lélegt mat á gamla kennara-
prófinu miðað við próf úr
Kennaraháskolanum. Það kem-
ur til af því að áður var það
þannig að kennarar fengu 15
stig fyrir hvert framhaldsskóla-
ár og þegar Kennaraháskólinn
varð þriggja ára nám, fékk
kennari útskrifaöur þaðan
sjálfkrafa 45 stig, sem fleyttu
honum í launaflokk, sem er f
mörgun tilvikum hærri en
kennara, sem tóku gamla
kennaraprófið, þrátt fyrir að
þeir hafi margra ára starfs-
reynslu."
Valgeir var spurður hvort
með nýjum lögum um grunn-
skóla væri ekki kominn grund-
völlur til að allir kennarar inn-
an hans væru innan eins stétta-
félags, i stað tveggja eins og nú
er og þannig yrði auðveldara að
samræma kjör þeirra.
„Ég tel það ekkert vafamál,"
sagði hann að það væri breyt-
ing til bóta og tel raunar að að
því eigi að stefna."
Valgeir sagði að lokum að
þetta væri allt sem hann þyrði
að segja i dag, enn væri ekki
búið að ákveða hvort gildandi
kjarasamningum yrði sagt upp
í vor, en allar líkur væru á þvi.
Ölafur S. Ólafsson, formaður L.S.F.K:
„Ekki grundvöllur fyrir launamismun kennara
við grunnskóla”
Ólafur S. Ólafsson, formaður
L.S.F.K., var fyrst spurður að
því, hvort kennarar i L.S.F.K.
teldu kröfu kennara innan
S.Í.B. um sömu kjör fyrir alla
kennara á grunnskólastiginu
réttmæta.
„Þetta hefur nokkuð verið
rætt innan félagsins", sagði
hann, „og um það hafa verið
nokkuð skiptar skoðanir. Það
er rétt að við í L.S.F.K. höfum
verið nokkuð á undan, en það
er min skoðun að með tilkomu
grunnskólans sé ekki lengur
grundvöllur fyrir þessari skipt-
ingu.enda er það svo að eftir
samningana í vor eru laun
kennara innan grunnskólans
þau sömu og um það gerðum
við sameiginlega kröfu. Það er
því útbreiddur misskilningur
að mismunurinn liggi í krónu-
tölu launanna, heldur eru það
fyrst og fremst þrjú atriði, sem
þarna er um að ræða.
Það er í fyrsta lagi mismun-
ansí kennsluskylda, sem verður
þriggja stunda munur á viku
frá og með 1. des. n.k. 1 öðru
lagi höfum við 13% álag á alla
yfirvinnu, en það hafa meðlim-
ir S.I.B. ekki. Og í þriðja Iagi þá
fengum við fyrir mörgum árum
viðurkenningu á því að kennar-
ar innan L.F.S.K. sem starfa við
8 mánaða skóla fengju full
laun, en laun barnakennara við
samskonar skóla eru skert að
einum tólfta hluta. Raunveru-
legur launamismunur á því
ekki að vera fyrir hendi, heldur
eru þetta ýmis kjaraatriði.
Sjálfum finnst mér þessi kjara-
mismunur ekki eiga rétt á sér,
en ég vil taka það fram að þetta
er fyrst og fremst mín skoðun
og raunar einnig margra innan
félagsins, en hins vegar hefur
engin samþykkt verið gerð um
þessi mál. Það hefur verið erf-
itt af ríkisins hálfu að fá þessi
kjör jöfnuð út, en þó tel ég að
það sé ekki spursmál um hvort,
heldur hvenær jöfnuðuður fæst
innan grunnskólans.“
Olafur var þá spurður hvort
ekki væri rétt að kennarar á
grunnskólastiginu sameinuðust
í einu og sama stéttarfélaginu,
og ynnu í sameiningu að kjara-
málum sínum
„Það hafa verið raddir uppi
um þetta,“ sagði hann, „og við
höfum verið að reyna að vínna
að einingu innan stéttarinnar,
en sannleikurinn er nú sá að
það eru ýmsir á móti þessu inn-
an beggja félaganna. Þó höfum
við samþykkt frá báðum félög-
unum um að vinna að þessu
máli á næsta kjörtímabili.
Grunnskólinn gefur tilefni til
að hægt sé að vinna að þessu
máli af alvöru og rökvisi og ég
vona að þetta verði orðið að
raunveruleika eftir nokkur ár.“