Morgunblaðið - 12.10.1976, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 12.10.1976, Qupperneq 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976 25 STIGAHÆSTIR í HANDKNATTLEIK EFTIRTALDIR leikmenn hlutu bezta meðaltai í einkunnagjöf Morgunblaðsins í handknattleik 1975—1976. Stig Pálmi Pálmason, Fram Árni Indriðason, Gróttu Geir Hallsteinsson, FH Viðar Símonarson, FH EHas Jónasson, Haukum Páll Björgvinsson, Vfking Friðrik Friðriksson, Þótti Hörður Kristinsson, Ármanni Stefán Halldórsson, Vfkingi Ólafur Benediktsson, Val Pétur Jóhannesson, Fram Pálmí Pálmason skorar hjá júgðslavneska landsliðs- markverðinum. Myndin var tekin f pressuleik í fyrra. Leikir Meðaltai 40 14 2,85 39 14 2,78 38 14 2,71 38 14 2,71 36 14 2,57 36 14 2,57 35 14 2,50 30 12 2,50 35 14 2,50 34 14 2,42 34 14 2,42 MARKHÆSTIR í HANDKNATTLEIK EFTIRTALDIR leikmenn urðu markhæstir í 1. deildar keppni fsiandsmótsins f handknattleik 1975—1976 Friðrik Friðriksson, Þrótti 86 Pálmi Pálmason, Fram 81 Viðar Símonarson, FH 80 Páll Björgvinsson, Vfkingi 75 Hörður Sigmarsson, Haukum 74 Björn Pétursson, Gróttu 69 Geir Hallsteinsson, FH 67 Stefán Halldórsson, Vfkingi 63 Þórarinn Ragnarsson, FH 55 Jón Karlsson, Val 54 Guðjón Magnússon, Val 50 Hannes Leifsson, Fram 50 Friðrik Friðriksson skorar eitt marka sinna f síð- asta fslandsmóti. Friðrik Friðriksson, Þrótti Stefni að því að leika í Þýzkalandi — Ég er metnaðarfullur að eðlis- fari og mér er það ekkert launungar mál að upp úr miðju islandsmótinu I fyrra stefndi ég ákveðið að þvl að verða markakóngur mótsins. Auðvitað er ég afskaplega ánægður með að það skyldi takast. Orð þessi mælti hinn ungi leikmaður Þróttar, Friðrik Friðriksson, I viðtali við Morgunblaðið eftir að hann hafði tekið við verðlaunum blaðsins sem markakóngur islandsmótsins ! hand- knattleik 1976. Friðrik sagðist reyndar ekki hafa skorað mörg mörk i leikjum sinum til að byrja með. — Þegar ég var i 3. og 4. flokki skoraði ég eitt til tvö mörk í leik, eða álika og aðrir, sagði hann. En i fyrsta leik minum á seinna árinu í öðrum flokki skoraði ég tiu mörk, og eftir það hef ég átt velgengni að fagna í marka- skoruninni. Sennileg ástæða þessað mér gekk vel og skoraði mörg mörk er sú að ég var búinn að æfa mig vel og var orðinn mun sterkari likamlega en ég hafði verið áður. Athyglisvert er að Friðrik verður markakóngur fyrsta veturinn sem hann leikur í 1. deild, en sem kunnugt er vann Þróttur sig upp í 1. deildina vorið 1975, eftir að hafa staðið á þröskuldi deildarinnar árið áður, en tapað í úrslitaleik um sætið við Gróttu. — Sá leikur var mér mikil vonbrigði. sagði Friðrik, svo Framhald á bls. 26 Pálmi Pálmason, Fram ÞETTA HEFUR VERB EINSTAK- LEGA SKEMMTILEGT SUMAR INGI Björn Albertsson, fyrirliði Vals, hlaut báða bikarana, sem Morgunblaðið veitti ffyrir góða frammistöðu I íslandsmótinu I knattspyrnu í sumar. Hann varð stigahæstur I einkunnagjöfinni og hlaut mjög maklega titilinn „Leikmaður íslandsmótsins." Þá varð hann langmarkahæsti leikmaður mótsins með 16 mörk og tók þvi einnig markabikarinn. Það heffur ekki gerzt fyrr að sami knattspyrnumaðurinn hafi ffengið báða Morgunblaðs- bikarana, en það heffur gerzt í handknattleiknum. Ingi Björn er 23 ára gamall, skriffstoffumaður hjá heildverzlun föður slns, Alberts Guðmundssonar. Unnusta Inga er Magdalena Kristinsdóttir frá Stykkishólmi. Þau eiga eina dóttur, Kristbjörgu Helgu, 1 Vz árs. í tilefni af afhendingu Morgunblaðsverðlaunanna á föstudaginn ræddi blaðamaður við Inga Björn. ,.Ég er vissulega mjög stoltur yfir því að hafa unnið til þessara verðlauna Þau eru ekki svo mörg verðlaunin sem við flokkaíþróttamenn getum unnið til. Hitt er svo annað mál hvort maður er verðugur þessara verðlauna. Um það verða aðrir að dæma en ég.” sagði Ingi Björn í upphafi samtalsins. Og því næst var hann spurður um hið viðburðaríka keppnistimabil, sem nú er á enda „Þetta er örugglega eftirminnilegasta sumarið sem ég hef leikið með Val," sagði Ingi Björn ,,Við höfum alltaf verið mjög bjartsýnir í upphafi keppnistímabils og við vorum einnig bjartsýnir í vor. Við höfum alltaf vitað hvað bjó í liðinu en dæmið hefur bara aldrei gengið upp fyrr en núna í sumar. Við lékum árangursríka sóknarknattspurnu, eins og berlega sést á markatölunni okkar og vörnin stóð sig mjög vel. Sumarið hefur verið einstaklega skemmtilegt og verður okkur Valsmönnum vafalaust ofarlega i huga þegar fram i sækir." En hverjar voru nú ástæðurnar fyrir því að svona vel gekk? „ Númer eitt var það þjálfarinn okkar, Yuori llitchev. Hann er vafalaust bezti þjálfarinn sem hér starfar núna. Hann innleiddi aftur sóknarknattspyrnuna, sem hann lét Valsliðið leika tvö fyrri árin sem hann var hér Þessi tegund af knattspyrnu á miklu betur við Valsliðið en „kick and run” knattspyrnan, sem ensku þjálfararnir, og þar á meðal Joy Gilroy, hafa verið með en Gilroy þjálfaði okkur einmitt í fyrra. Sú knattspyrna sem við lékum í sumar, var miklu skemmtilegri, bæði fyrir okkur og áhorfendur og hún var árangursrikari. Annað atriði sem vegur þungt á metunum þegar sumarið er gert upp, er hinn mikli áhugi hjá strákunum í liðinu. Æfingasókn var mjög góð og liðsandinn alveg einstakur.” Aðspurður um eftirminnilegasta leikinn i sumar og eftirminnilegasta markið svaraði Ingi Björn: „Leikirnir þrir við Akurnesinga eru mér eftirminnilegastir frá sumrinu Þetta voru allt saman hörkuleikir og við höfðum sigur i þeim öllum. Fyrsta leikinn unnum við 6:1 i Reykjavík, Annan leikinn unnum við 3:1 á Akranesi og loks unnum við þá i úrslitum bikarkeppninnar 3:0. Samanlögð markatala í leikjunum er þvi 1 2:2 og þegar haft er i huga að þetta var á móti íslandsmeisturunum frá í fyrra er ekki nema.von að þessir þrir leikir séu manni efstir í huga Nú ef ég renni huganum yfir mörkin, þá held ég að markið sem ég gerði á móti Víkingum i seinni umferðinni sé mér minnisstæðast. Ég skaut af 30—3 5 metra færi og boJtinn hafnaði alveg efst í markhorninu, sannkallað draumamark Einnig er markið sem ég gerði á móti Fram í seinni umferðinni minnisstætt ekki vegna þess að það hafi verið fallegt heldur vegna aðdragandans. Framararnir héldu sig hafa heyrt flaut og stoppuðu og var það því létt verk að renna boltanum i netið ” Hvað fannst svo Inga um knattspyrnuna í sumar? „Hún var nokkuð misjöfn eftir því hvaða lið áttu í hlut. Efstu liðin spiluðu ágæta knattspyrnu en neðstu liðin, og þá sérstaklega Þróttur og FH, spiluðu gjörólíka og miklu lakari knattspyrnu Ég hef þá trú að þetta lagist næsta sumar. Upp koma tvö lið, Vestmannaeyjar og Þór á Akureyri, lið sem ég hef trú á að leiki góða og skemmtilega knattspyrnu FH-ingarnir geta lika spilað vel og ég er trúaður á það að íslandsmótið geti orðið mjög skemmtilegt næsta sumar.” . Og hvað um Valsliðið næsta sumar?" „Ég veit ekki betur en allir þeir, sem voru með Valsliðinu i sumar ætli sér að verða með næsta sumar þannig að liðið verður alla vega ekki lélegra og vonandi verður það betra Við stefnum að þvi að endurtaka leikinn frá í sumar og svo verðum við með í Evrópukeppninni Ég er trúaður á að að liðið standi sig vel í Evrópukeppninni næsta sumar ” Landsliðið? „Ég vil nú sem minnst tala um þau mál," sagði Ingi Björn ” „Ég er mjög leiður yfir því hvernig þessi mál þróuðust i sumar. Ég hafði fullan hug á því að vera með í landsleikjunum og var staðráðinn í því að standa mig vel i þeim En það var ekki annað að gera en draga sig til baka, eftir þá niðurlægingu sem Tony Knapp sýndi mér í landsleiknum við Belgiu Ég tel ekki rétt að vera að svara öllu því sem Tony Knapp hefur látið hafa eftir sér um þetta mál i blöðunum. Ég vil aðeins segja það að það er óskiljanleg lygi hjá honum, að ég hafi hlaupið grátandi til blaðanna eftir leikinn við Belgiu. Þetta er helber lygi og ummælin lýsa manninum bezt.” í byrjun íslandsmótsins átti Ingi Björn við erfið veikindi að striða, sjúk- dóm i liðamótum, og missti hann úr 3 fyrstu leikina. Aðspurður kvaðst Ingi halda veikindunum i skefjum með lyfj- um en bata hefur hann ekki fengið. Þegar Ingi var spurður um hugsanlega atvinnumennsku i knattspyrnu sagði hann að hann hefði engin slik boð fengið, „en vissulega mun ég hugleiða vandlega atvinnuboð ef mér berst slikt boð. Þetta er eins og hvert annað atvinnuboð, sem maður tekur ef manni lizt vel á það ” Ingi Björn Albertsson gekk i Val 5 ára og hefur siðan leikið með öllum flokkum félagsins, nema 1. flokki. Hann komst i meistaraflokk 1970 og hefur leikið flesta leiki flokksins siðan, eða milli 140 og 150 leiki Ekki heur hann tölu á mörkunum, nema hvað 1 deildarmörkin eru orðin fleiri en 50. Sumarið 1973 var Ingi við nám i Framhald á bls. 26 Ingi Björn Álbertsson, Val Félagar mínir veittu mér öflugan stuðning til að ná verðlaununum — ÉG át!t þessi verðlaun vera hápunktinn á ferli minum sem handknattleiksmaður, og ég hef sjaldan verið stoltari en er ég tók við þeim, sagði Pálmi Pálmason, hand- knattleiksmaður úr Fram. i viðtali við Morgunblaðið eftir að hann hafði veitt verðlaunum sinum sem „Leikmaður jslandsmótsins 1976" viðtöku s.l. föstu- dag. — En þvi má ekki gleyma að félagar minir i Fram eiga sinn þátt i þessum heiðri mlnum, sagði Pálmi. — Þeir studdu mig geysilega vel í mótinu i fyrra og sýndu mér mikið traust. Traust þeirra varð öðru frem- ur til þess að mér tókst að hreppa þessi verðlaun og sæmdarheitið, en þegar leið á mótið i fyrra og Ijóst var að ég ætti möguleika á að hreppa verðfaunin, keppti ég mjög ákveðið að þvi að ná þeim. En ég var örugglega ekki einn um það. Einkunnagjöf Morgunblaðsins hefur verið leikmönnum mikil hvatning og þeir sem eiga möguleika á að ná verðlaununum leggja sig auðvitað alla fram til þess að hreppa þau. Nú vil ég nota tækifærið til þess að færa félögum minum þakkir fyrir traustið sem þeir sýndu mér og aðstoðina sem þeir veittu mér til þess að ná þessum eftirsóknarverðu verðlaunum. Pálmi sagði að síðasta keppnistimabil hefði orðið sér nokkur vonbirgði að öðru leyti. — Ég átti von á þvi að Fram næði betri árangri en raun varð á, sagði hann. — Í liði okkar eru margir ungir leikmenn og reynsluleysi þeirra hefur sjálfsagt ráðið nokkru um að okkur tókst ekki að vinna neinn titil á keppnistimabilinu, auk þess sem vel kann að vera að við sem erum eldri og reyndari höfum ekki staðið okkur nógu vel. En ég hef mikla trú á Framliðinu i vetur. Piltarnir sem komu inn i liðið I fyrra hafa nú öðlazt dýrmæta reynslu og vist er að hæfileikana skortir þá ekki. I Þegar Pálmi var spurður um álit á stöðu handknattleiksins á íslandi um þessar mundir, svaraði hann: — Það hefur áður komið fram hjá mér að ég er óánægður með hvernig forystan hefur staðið að málum, sérstaklega hvað landsliðið varðar. Ég álit, að frammistaða landsliðsins hafi gifurlega þýðingu fyrir handknattleikinn I heild. Standi það sig vel. þá er keppnin i Íslandsmótinu jafn- framt betri og áhugi áhorfenda á iþróttinni yfirleitt miklu meiri og betri. Það er nánast furðulegt þegar maður heyrir þá yfir- ýsingu frá mönnum sem standa i farar- broddi i félagasamtökum iþróttarinnar að við séum á mjög lágu plani. Slikt örvar ekki íþróttamennina né heldur áhugafólk- ið. Þá tel ég að stefnuleysið hafi verið alltof mikið i málefnum landsliðsins og reginmistök hafi verið gerð er Viðari Simonarsyni var gert ókleift að starfa sem landsliðsþjálfari. Hann hafði sýnt það með frammistöðu íslenzka landsliðsins i Ólympiuleiknum við Júgóslava úti í Júgóslaviu að hann var að ná árangri, og það var engin ástæða til þess að ætla annað en að hann héldi áfram á þeirri braut. Nú er það helzta vonin að pólski landsliðsþjálfarinn nái að rifa starfið upp, og ég geri mér vonir um að maður með hans reynslu og þekkingu nái þvi bezta út úr islenzkum handknattleik sem unnt er að ná. Þrátt fyrir að Pálmi Pálmason hafi sýnt og sannað að hann sé verðugur landsliðs- maður hefur hann oftast staðið fyrir utan islenzka landsliðið i handknattleik, bæði vegna þess að hann hefur ekki gefið kost á sér að leika með þvi og eins vegná þess að hann hefur ekki verið valinn. Pálmi var spurður að þvi hvort hann hefði ekki áhuga á að taka þátt i starfi landsliðsins? — Það eru ýmsar ástæður fyrir fjarveru minni frá landsliðsinu. En nú þegar pólski þjálfarinn tekur við þá geri ég mér vonir um að hann velji sjálfur liðið og tilnefni menn i það vegna getu þeirra en einskis annars. Telji hann að not sé fyrir mig í landsliðinu er ég fús til þess að æfa og keppa undir hans stjórn. Ég held að allir islenzkir handknattleiksmenn hafi trú á þvi að hann nái þvi bezta fram, og þeir hafi áhuga á að æfa undir hans stjórn. P'lmi var spurður að þvi hvort ekki hefði hvarflað að honum að feta i fótspor þeirra islenzku leikmanna sem flutzt hafa til Þýzkalands að undanförnu og freistað gæfunnar i iþrótt sinni þar. — í fyrsta lagi held ég að ég sé ekki þannig leikmaður að ég gangi í augun á þeim sem hafa með liðin þar að gera. svaraði Pálmi. Ég hef reyndar litið keppt erlendis, og hef engin tilboð fengið frá erlendum liðum. Fengi ég slikt tilboð býst ég við að ég myndi hafna þvi. Ég er of rótgróinn Framari og íslendingur til þess að láta undan slikri freistingu. STIGAHÆSTIR I KNATTSPYRNU EFTIRTALDIR knattspyrnumenn hlutu bezta meðaltal f einkunnagjöf Morgunblaðsins fyrir 1. deildar keppnina f sumar: Stig Leikir Meðaltal Ingi Björn Albertsson, Val 42 14 3,00 Ásgeir Elfasson, Fram 46 16 2,87 Karl Þórðarson, tA 46 16 2,87 Einar Þórhallsson, UBK 45 16 2,81 Hermann Gunnarsson, Val 43 16 2,68 Dýri Guðmundsson, Val 42 16 2,62 Guðmundur Þorbjörnsson, Val 42 16 2,62 Jóhannes Guðjónsson, t A 31 12 2,58 Halldór Björnsson, KR 30 12 2,50 Jón Gunnlaugsson, ÍA 40 16 2,50 Ingi Björn Albertsson — „Leikmaður tslandsmóts- ins 1976“ og markakóngur í landsleik við Luxem- burgara s.l. sumar. MARKHÆSTIR í KNATTSPYRNU Eftirtaldir leikmenn urðu markhæstir f tslands- mótinu f knattspyrnu s.l. sumar: Ingi Björn Albertsson, Val 16 Guðmundur Þorbjörnsson, Val 11 Hermann Gunnarsson, Val 11 Kristinn Jörundson, Fram 10 Hinrik Þórhailsson, UBK 9 Teitur Þórðarson, t A 8 Verðlaunamenn Morgunblaðsins EFTIRTALDIR handknattleiks- og knattspyrnu- menn hafa verið valdir „Leikmenn tslandsmótsins“ frá því að Morgunblaðið tók upp einkunnagjöf sína fyrir 1. deildar leiki í fþróttagreinum þessum: KNATTSPYRNA: 1971: Jón Alfreðsson, tA 1972: Eyleifur Hafsteinsson, tA 1973: Guðni Kjartansson, ÍBK, og Einar Gunnars- son, tBK 1974: Jóhannes Eðvaldsson, Val 1975: Marteinn Geirsson, Fram, og Jón Alfreðsson, t A 1976: Ingi Björn Albertsson, Val. HANDKNATTLEIKUR: 1972: Geir Hallsteinsson, FH 1973: Ólafur H. Jónsson, Val 1974: Viðar Sfmonarson, FH 1975: Hörður Sigmarsson, Haukum 1976: Pálmi Pálmason, Fram. Frá því að Morgunblaðið byrjaði að veita marka- kóngi f tslandsmótinu f handknattleik og knatt- spyrnu verðlaun hafa þau fallið f hlut eftirtalinna: KNATTSPYRNA: 1971: Steinar Jóhannsson, tBK 1972: Tómas Pálsson, tBV 1973: Hermann Gunnarsson, Val 1974: Teitur Þórðarson, tA 1975: Matthfas Hallgrfmsson, t A 1976: Ingi Björn Albertsson, Val HANDKNATTLEIKUR: 1972: Geir Hallsteinsson, FH 1973: Einar Magnússon, Vfkingi 1974: Axel Axelsson, Fram 1975: Hörður Sigmarsson, Haukum 1976: Friðrik Friðriksson, Þrótti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.