Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976 37 — Minning Sigurður Framhald af bls. 15 þess sem hann hafði unnið í vega- vinnu á skólaárum sínum undir stjórn eins besta vegaverkstjórá landsins, Jóhanns Hjörleifssonar, föóur síns. Honum voru því vel kunn hin margvíslegu störf innan stofnun- arinnar, enda hægri hönd þáver- andi vegamálastjóra um það er varðaði vegagerð í mörg ár. Honum reyndist því strax auð- velt að halda um stjórnvölann og gerði sér far um að fylgjast vel með öllum helstu framkvæmdum sem unnið var að, enda þekkti hann sérstaklega vel til staðhátta hvar sem var á landinu. Hann fylgdist vel með þróun tæknimála og sá um, að starfs- menn hans öfluðu sér upplýsinga og þekkingar á þeim nýjungum, sem íslenskri verkmenningu mætti að gagni verða. Hann var formaður íslands- deildar Norræna vegtæknisam- bandsins frá 1957 og stuðlaði að þvi, að íslenskir vegagerðarmenn héldu nánu sambandi við starfs- bræður sina á Norðurlöndum og reyndar víðar. Undir stjórn hans ávann Vega- gerðin sér traust hérlendra og er- lendra ráðamanna, og má til marka um það nefna, að þegar Alþjóðabankinn veitti lán til lagn- ingar varanlegra vega hér á landi, viðurkenndu starfsmenn hans ís- lenska verkfræðinga og verktaka einfæra um að annast undirbún- ing og framkvæmdir við þau verk, sem fyrirhuguð voru. í samræmi við kröfur timans beitti Sigurður sér fyrir víðtæk- um breytingum á skipulagi stofn- unarinnar, sem m.a. fólu í sér flutning mikils hluta tækniliðsins frá Reykjavik út á land. Vega- gerðin hefir nú miðstöðvar í öll- um landshlutum i þeim tilgangi að auðvelda þjónustu Vegagerðar- innarvið almenning. Sigurður vann af elju og alúð og lét aldrei freistast til að slaka á settum reglum til að létta sér starfið. Það fór ekki hjá þvi, að svo fjölhæfum og duglegum manni væru falin margs konar trúnaðarstörf í nefndum og stjórnum, enda var hann áhuga- samur um margt. Vinnudagur hans var því langur og sjaldnast entust honum virkir dagar einir til að ljúka því sem hann taldi sig þurfta. Þótt hann hampaði ekki vandamálum sínum og áhyggjum var honum mikill stuðningur í traustum vinahópi og þó fyrst og fremst í konu sinni, Stefaníu Guðnadóttur og syni sinum Skúla. Með þeim kaus hann að eyða sem flestum frístundum sinum, oft við útivistir. 1 vinahópi var hann hrókur alls fagnaðar og þegar ég skoða hug minn eftir 30 ára samstarf með Sigurði, eru mér ekki siður hug- þekkar þær samverustundir, þeg- ar hann hafði varpað frá sér áhyggjum og lék á alls oddi i kunningjahópi. Nú þegar hann er skyndilega horfinn sjónum vil ég fyrir hönd okkar vegagerðarmanna votta ekkju hans og ungum syni samúð. Jafnframt þakka ég fyrir einlæg- an vinarhug I minn garð. Snæbjörn Jónasson. í DAG kveðjum við samferða- manninn Sigurð Jóhannsson, vegamálastjóra. Sigurður var einn af þeim mönnum, sem' gott er að hafa kynnzt. Hann var snaggaralegur að yfirbragði, og við nánari kynni reyndist hann hreinn og beinn og drengur góður. Hann var að mínu mati frábær embættismaður, röggsamur stjórnandi og vel heima i fagi sínu, verkfræðinni. Þekkingarsvið hans var ótrúlega vítt, enda var hann opinn fyrir umhverfi sinu og forvitinn um alla hluti. Hann hafði næmt auga fyrir hinu spélega i tilverunni og sagði skemmtilega frá. Þessir eóliskostir, samfara eðlislægri háttvisi og því að hann naut sam- vista við fólk í rikum mæli, hófu hann upp úr mergðinni og gerðu hann eftirminnilegan. Sigurð sá ég fyrst á mennta- skólaárum minum. Þá var Stefanía kona hans ritari rektors. Allir I skóla vissu hverja mann- kosti Stefania hafði til að bera og mönnum lék mikil forvitni á að vita nánar um hennar ektamann. Siðar á lifsleiðinni lágu leiðir okkar saman. Var það fyrst og fremst í starfi Norræna vegtækni- sambandsins. Þar var Sigurður formaður íslandsdeildarinnar, og talsmaður okkar á þingum með starfsbræðum okkar á Norður- löndum i sfjórn Vegtæknisam- bandsins. Þá komst maður og að raun um að mikið jafnræði var með þeim hjónum, og jafnframt að þar átti ísland verðuga tals- menn. Mikil og djúp vinátta hefur tekizt í þeim hópi, þar ríkir hinn sanni norræni bræðrahugur, sem sýnir í verki að norrænt samstarf er ekki aðeins orðin tóm. Ómælt er það gagn er vér vegágerðar- menn hér á landi höfum haft af þessu norræna samstarfi og er það ekki sizt að þakka Sigurði. Með mannkostum sínum lyfti hann okkar fámennu þjóð í æðra veldi, sem við hinir höfum notið góðs af. Bræður okkar handan Atlantsáia trega nú góðan dreng eigi síður en við hér heima. Það er mikill skaði fyrir þjóð vora aó missa slikan afburða- mann i blóma lifsins. Mestur er þó missir ástríkrar eiginkonu og sonar þeirra Skúla. Megi Drottinn veita þeim styrk í sorg þeirra. Þórður Þ. Þorbjarnarson, borgarverkfræðingur. — Jónasi boðið Framhald af bls. 17. aðeins heimsfræga menn, eða menn þekkta heimafyrir. Nú, galleriin verða að standa á eigin fótum fjárhagslega, þannig að mikið fé fer óhjákvæmilega í umboðslaun, en samt hefur þetta aó frádregnum sköttum ytra get- að staðið undir sér nokkurn veg- inn fram til þessa, og meðan svo er, þá sé ég ekki ástæðu til þess að leggja árar í bát. Ég held að t.d. Islenzkir mynd- listarmenn geri of lítið af þvi að sýna erlendis. Heimurinn hefur skroppið saman. Það er ekki lengur það fyrirtæki sem það var að skreppa með sýningu yfir poll- inn. Sumir islenzkir málarar eru i mjög miklu áliti erlendis og seljast á toppverði, t.d. Svavar Guðnason, sem er einn þekktasti abstraktmálarinn í Danmörku af útlendingum að vera. Eftir hann fá færri myndir en vilja, og sein- ast þegar hann sýndi á sam- sýningu þar, sex myndir, seldust þær á auga bragði við opnunina. Svavar er auðvitað óvenju snjall málari, en samt sýnir þetta okkur að unnt er að ná fótfestu erlendis, ekki síður en hér heima. Spónasugur og Rykhreinsar- ar Fyrirliggjandi Iðnvélar h.f., Hjallahrauni 7// sími 52224. Ingvar Böðvarsson Brúarholti - Minning F. 27. október 1963 D. 10. september 1976 Kveðja frá Ljósafossskóla Hljóður og kyrrlátur var fyrsti skóladagurinn i haust. Sár sorg vegna láts elskulegs skólabróður og nemanda bjó I hug allra og birtist bæði i fasi og svip. Allir lögðu sig fram um að vera góðir og ljúfir eins og til að þakka skaparanum lif og heilsu. Betur varð Ingvars ekki minnst. Honum virtist svo eiginlegt að vera ljúfur og góður. Framkoma hans var alltaf sérstaklega falleg og hlý bæði í kennslustundum og á leikvelli. Hann var félagslyndur og jákvæður í öllum samkiptum, virtist alltaf glaður og þó prúður og var vinsæll af öllum. Ingvar var mjög samvisku- samur í námi og kröfuharður um eigin verk. Árangurinn varð líka eftir þvi. Allt handbragð hans var frábært. Hann var skapmikill, en þó Ijúfur í skapi, mentaðargjarn, en þó hlédrægur, óvenju næmur á fegurð, hafði sérstakt yndi af blómum svo og tónlist og öllu þvi er var fagurt. Þegar ég lít til baka, finnst mér þessi næma og rika fegurðarþrá ásamt einstaklega fallegri fram- komu risa hæst í minningunni um þennan yndislega dreng. Ingvar var sonur hjónanna Steinunnar Ingvarsdóttur og Böðvars Guðmundssonar og var næstyngstur fimm systkina. Hann ólst upp við ástriki foreldra og mikla kærleika afa og ömmu, bæði á Efribrú og í Þránadar- holti. Megi góður guð létta ástvin- um sáran harm. Vió sem nú sjáum á bak yndis- legum skólabróður og nemanda, þökkum liðnar samverustundir og geymum í hjörtum okkur dýrar minningar um þennan bjarta svein. Blessuð sé minning hans. Böðvar Stefánsson. ,JEn meðan árin þreyta hjörtu hinna. sem horfðu á eftir þér I sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega þitt bjarta vor ( hugum vina þinna.“ Svo segir Tómas frændi Ingvars i minningarljóði eftir látinn skólabróður. Við ástvinir Ingvars urðum harmi slegnir er hann hvarf okkur. En Guð ræður, við erum svo oft minnt á það að lífió fer á annan veg, með ólíkum hætti, ekki eins og við viljum, heldur er það eins og kallað í hvern og einn þegar hans timi er kominn, til fullkomnara eilífs lifs. En við munum ævinlega eiga minninguna um hugljúfa, prúóa og fallega drenginn, sem var hrif- næmur á allt sem fagurt er, nær- gætinn við allar skepnur og dug- legur i leik og starfi svo hann vann oft meira en af honum var krafist. Framhald á bls. 38 prestolite „AukiS afl" með „Thundervolt" kertum. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 KERFIÐ INNHVERF ÍHUGUN TRANSCENDENTAL MEDITATION PROGRAM Almennur kynningarfvrirlestur veróur haldinn aó Hverfisgötu 18 (beint á móti þjóóleikhúsi), á morgun, mióvikudag kl. 20.30. Sýndar verða m.a. vfsindalegar rannsóknir um gildi tækninnar fyrir andlegan og Ifkamlegan þroska einstaklingsins. Maharishi Mahesh Yogi Húsbyggjendur — ofnar Panel miðstöðvarofnar allar stærðir. Stuttur afgreiðslufrestur. hugsanlegar Einnig mjög ódýrir ofnar í iðnaðarhúsnæði og bílskúra. Ofnar Ármúla 28, sími 37033. Starfsþjálfunar- námskeið V.R. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur vill hjálpa félagsfólki sínu til að verða hæfari og ánægðari starfskraftar með þvf að taka þátt í Starfsþjálfunar- námskeiði V.R. í samvinnu við Stjórnunarskólann Námskeiðið hefst miðvikudaginn 20. október kl. 9—11 f.h. og verður í fimm skipti á miðvikudagsmorgnum: Til þess að gera þér þátttökuna auðveldari ætlar V.R. að greiða helminginn af þátttökugjaldinu fyrir sína félagsmenn. D.C. starfsþjálfunarnámskeiðið er hnitmiðuð þjálfun, skipulögð til að bæta umgengni starfsfólks gagnvart hvort öðru, stjórnendum fyrirtækisins og viðskiptavinum. ir Námskeiðið fjallar m.a. um eftirfarandi atriði: + Betrí skilning á sjálfum sér og öðrum if Að gera starfið skemmtilegra if Þýðingu þess að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf. if Hvernig muna á mannanöfn. if Áarangsrik skoðanaskipti if Hvernig á að bregðast vinsamlega við kvörtunum. if Hvernig unnt er að vera virkur hlustandi if Hvernig á að auka eldmóðinn. Innritun og upplýsir.gar i síma V R 26344 eða hjá Stjórnunarskólanum í sima 82411 Verzlunarmannafélag Reykjavíkui

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.