Morgunblaðið - 12.10.1976, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976
39
Amnesty —
uppgjöf saka
Amnesty þetta forna fallega
útlenda orð er eiginlega nýtt á
vörum íslendinga. Hin raun-
verulega merking þess er „ást-
úðleg gleymska" eða nákvæm-
lega sama hugsun og f orðinu
miskunn.
Sá sem veitir Amnesty gleym-
ir eða lofar að gleyma öllum
sökum og ásökunum í krafti
kærleikans og veita hinum seka
fulla uppreisn og mannréttindi,
eins og afbrot hans hefðu aldrei
verið framin.
En miskunn býður að láta og
lifa eins og afbrotið hafi ekki
þekkzt eða nokkuð um það
kunnugt.
Amnesty hefur þvf eina feg-
urstu merkingu og er að verða
ein helgasta hugsjón mann-
kyns.
Þar er einkum um stjórn-
málalegar sakir og sams konar
sakaruppgjöf að ræða. En gagn-
vart svonefndum pólitískum
glæpum rfkir svo afstætt mat
við
gluggann
eftirsr. Árelíus Nielsson
bæði almennings og dómstóla,
að segja má, að annar aðili telji
svartasta glæpinn það, sem
hinn telur hetjulegasta afrekið.
Mannkynssagan öll hefur til
skamms tfma verið skrifuð og
kennd út frá slikum sjónarmið-
um viðvíkjandi réttlæti.
Og er því hægt að sanna fræg-
ustu stjörnur til dæmis hers-
höfðingja og stjórnmálafor-
ingja allt frá Alexander mikla
til Eisenhowers, sem hryllileg-
ustu hópmorðingja og glæpa-
menn.
Því veitir sannarlega ekki af
að alþjóðleg sakaruppgjöf —
Amnesty International komi til
skjalanna ekki sízt gagnvart
þeim, sem eru þúsund sinnum
minna sekir miðað við fjölda-
morð og eyðingu lffs og verð-
mæta.
Amnesty-hugsjónin f fram-
kvæmd sem gleymska saka á
langa og merkilega sögu eink-
um stjórnmálalega.
Oftast er hér um nokkurs
konar samning eða þjóðlega
heimild að ræða, yfirlýsta
ákvörðun um að gleyma rang-
indum og fjandskap liðtos tíma,
finna vingjarnlega grundvöll
til samkomulags og hverfa frá
refsingum á hendur þeim, sem
teljast sekir um pólitísk afbrot
og glæpi.
Grikkir eða Aþenumenn eiga
þarna fyrsta heiður slíkrar
saka-uppgjafar f sögu mann-
kyns. Enda mun orðið og hug-
takið mótað á þeirra tungumáli
eins og fleira fagurt og gott.
Þetta var árið 404 f. kr. þegar
Thrasybulos lýsti yfir sakar-
uppgjöf, 30 harðstjóra sem biðu
dauðans, ef ég man rétt. Svipað
var til í lögum Rómverja. Og f
friðarsamningum eftir 30 ára
strfðið milli Svfa og Þjóðverja
voru ekki einungis gefnar upp
sakir eða þær taldar gleymdar,
heldur átti einnig að bæta fjár-
bótum þeim, sem orðið höfðu
fyrir eignamissi í styrjöldinni.
Svipað átti sér stað f friðar-
samningum f Vfnarborg 1815 og
í Frankfurt árið 1871, þá milli
Frakka og þjóðverja og svo
milli Breta og búa í Suður-
Afrfku.
Amnesty hefur einnig oft átt
sér stað milli andstæðinga í
borgarastyrjöldum og jafnvel
valdamikilla einstaklinga, svo
sem þegar Charles 2 f Englandi
fyrirgaf föðurmorðingjum sfn-
um 1660, og milli Napoleons og
Talleyrands 1815, einnig í
Bandaríkjunum 1867 og 1868.
Eftir heimsstyrjaldirnar um
miðja þessa 20. öld voru jafnvel
milljónum gefnar upp sakir í
ýmsum tilvikum og mörgum
löndum.
Gegn þessum aðgerðum hafa
þó Sovétrfkin staðið lengi, en
þó munu margir af þeim 100
þúsund striðsglæpamönnum,
sem þar áttu hlut að máli hafa
verið leystir úr haldi gegnum
árin.
Þetta er þvf í stuttu máli saga
þessarar hugsjónar mannúðar
og mildi, sem fáa hefur iðrað.
Nú hafa nýlega verið stofnuð
samtök hér á Islandi til stuðn-
ings þessari hugsjón — hin fs-
lenzka deild Amnesty Inter-
national 1974.
Hornsteinn þeirrar starfsemi
hér er tjáður með orðum Vol-
taires: „Ég fyrirlít skoðanir
þínar, en ég er samt reiðubúinn
til að láta lff mitt f sölurnar
fyrir rétt þinn til að tjá þær.“
Þessi Alþjóðasamtök um upp-
gjöf saka voru stofnsett sem
slík árið 1961 í þeirri sannfær-
ingu að allir eigi rétt til að
segja meiningu sína og beri
skylda til að veita öðrum sama
frelsi.
Þau berjast undir merkjum
Mannréttindayfirlýsingar Sam-
einuðu þjóðanna og vinna á
þvf:
1. Að fangar sem eru f prfs-
und vegna skoðana, séu leystir
og fjölskyldum þeirra hjálpað.
2. Berst gegn dauðarefsingu,
pyntingum og misþyrmingum.
Amnesty International sam-
tökin taka ekki sérstakt tillit til
trúarbragða né stjórnmálaskoð-
ana, litarháttar, tungumála né
þjóðflokka, og þau starfa ekki á
vegum ríkisins í neinu landi.
^au starfa nú þegar f 31 landi
og 1600 starfshópum. Innan Is-
landsdeildar eru tveir slíkir
hópar. Hver starfshópur hefur
3 fanga að sérstökum skjólstæð-
ingum víðsvegar um veröldina.
Fjármagn Amnesty er eflt
með framlögum starfshópa og
landsdeilda, gjöfum áhugafólks
um víða veröld og frjálsum
framlögum hugsjónamanna.
Það er því nauðsynlegt, að
sem flestir skilji og þekki þessa
mannúðarstarfsemi og leggi
fram sfnar fórnir á altari misk-
unnseminnar.
Nauðsynlegt er að fylgjast
með öllu réttlæti eða ranglæti
til fjarlægra landa og álfa,
kynna málin í fjölmiðlum,
skrifa bréf og beiðnir, senda
fulltrúa og sendinefndir milli
landa, fylgjast með réttarhöld-
um, kynna sér fangavist f fjöl-
mörgum löndum, aðbúnað
fanga og aðstöðu alla, og vita
sem mest um fjölskyldur þeirra
og fortfð.
Verkefnin eru því mörg og
margvísleg. Þar gildir f öllu hin
skýra og stuttorða fyrirskipun
Meistarans mikla: Vakið.
Amnesty International starf-
ar undir forýstu alþjóðlegs
ráðs, sem heldur ársmót.
Aðalskrifstofan er f London.
Aðalritarinn heitir Martin Enn-
als. Forstöðumaður á tslandi er
Hilmar Foss, Hafnarstræti 11
Reykjavík.
Styðjum sem flest á einhvern
hátt þessi samtök miskunnsem-
innar. Berjumst gegn ranglæti,
kúgun og grimmd.
Reykjavík 28/9 1976/
Árelfus Nfelsson.
• l+':
-L
Nýtt námskeið hefst
18. október.
Síðasta námskeiðið fyrir jól, 7 vikur.
j Dag- og kvöldtímar
Leikfimi — sauna — sturtur — Ijós — sápa — shampoo og
^ olíur innifalið í verði.
Frítt kaffi á eftir í notalegri setustofu.
SÉRSTÖK MEGRUNARNAMSKEIÐ 4 SINNUM í VIKU.
MEÐ VERÐLAUNUM FLUGFERÐ MEÐ FLUGFÉLAGI ÍS-
LANDS
FRÁBÆR ÁRANGUR HEFUR NÁÐST Á ÞESSUM MEGR-
UNARNÁMSKEIÐUM.
Nudd á boðstólum eftir leikfimitímana. Einnig sérstakir
nuddtímar og nuddkúrar.
Upplýsingar og innritun er hafin.
Sími 42360 og 86178.
Pantaðir tFmar óskast staðfestir.
Suðurnesjakonur athugið
Við verðum með megrunarleikfimi fyrir yfirvigt ( Sundlaug
Ytri-Njarðvík. 2—4 sinnum ( viku, ef næg þátttaka fæst.
Upplýsingar og innritun í sima 43724.
tpa
Heilsuroektin HEBA Auðbrekku 53 sími 42360
snjóhjólbardar
á ótrúlega lógu verói
eóa fró kr. 3.630-
Audbrekku 44-46 - Simi 42600
.....................!...:.........y