Morgunblaðið - 12.10.1976, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKT0BER 1976
Sykurnáma
Siggu gömlu
Eftir Ann Richards
Loks sagði Sigga gamla:
„Máske eitthvað sé að frammi í eldhúsi
— það er bezt að rannsaka þetta“.
Og þá tístu fuglarnir ennþá hærra, og
einn var næstum orðinn óður, svo mikið
tísti hann.
Sigga gamla smeygði sér í gamlan
slopp og gekk að hurðinni, sem lá útí
eldhús. En meðan á þessu stóð, hafði Alla
árrisula byrjað að gruna, að ekki væri
allt með feldu, staðið upp af tröppunum
og opnað útidyrnar, svo að bæði hann og
Sigga komu samtímis fram í eldhús.
Gráálfurinn sat með krosslagðar fætur
við iðju sína uppi á borði. Hann hafði
heyrt tístið í fuglunum, en haldið, að þeir
væru að rífast. Þarna yfirsást honum
aftur því að það hefði hann átt að vita, að
aðeins vont fólk, eins og hann sjálfur,
rífst.
Honum brá þess vegna ekki lítið í brún,
þegar hann kom auga á Siggu gömlu og
Alla. Hann renndi augunum til gluggans,
en hann var lokaður. Og eins var með
hurðina. Honum var engrar undankomu
auðið.
„Hvað ertu að gera, Gráálfur?" spurði
Sigga gamla vingjarnlega.
„Ég er að hreinsa diskana", laug hann.
Sigga tók einn diskanna upp. Hann var
óhreinn og kámugur.
„Mér finnst þessi nú ekki svo hreinn“,
sagði hún rólega og leit ásökunaraugum
á Gráálf.
Gráálfur vissi ekkert, hvað hann átti að
gera.
„Máske — máske er tuskan ekki nógu
hrein“.
Sigga gamla tók tuskuna af Gráálfi.
„Þetta er skóþurrkan — jafnvel þú
hlýtur að hafa séð það“, sagöi hún í
ásökunarróm.
Gráálfur varð ákaflega niðurlútur.
Hann gat ekkert sagt.
5.
„Og ég, sem var nýbúinn að þvo alla
diskana", hrópaði Alli árrisuli reiðilega.
Við byrjum
bara á ísnum,
því annars
bráðnar hann.
MEP
MORÖíJK/
kAFF INU
G RANI göslari
Hér eru pylsur ekki seldar I metratali!
Horfðu framan f mig, þegar ég
tala við þig!
Eg hélt við myndum eignast
litsjðnvarp, áður en við
eignuðumst þessa?
Hann: Um hvað ertu að hugsa,
Soffía?
Hún: Æ, það var óttalega
ómerkilegt
Hann: Eg hélt að þú værir að
hugsa um mig.
Hún: Jú, þú átt kollgátuna.
Húsbóndinn: Dýrtfðin vex.
Við verðum að spara. Nú
kaupir þú aðeins ódýra kjóla.
Húsfreyjan: Þakka þér vinur
minn, ég skal kaupa tvo á
morgun.
Frúin: Læknirinn segir að ég
eigi að ferðast mér til heilsu-
bótar. Hvert á ég að fara?
Maðurinn: Til annars læknis.
Móðirin: Mundu nú eftir því,
Pétur, að þvo þér um
hendurnar áður en gamli
frændi kemur.
Pétur: En ef hann skyldi nú
ekki koma?
Vinnukonan: Hér er kominn
maður, sem vill fá að tala við
prófessorinn.
Prófessorinn: Segið honum
eins og ég hef sagt yður, að ég
sé á ferðalagi.
Vinnukonan: Eg sagði
honum það, en hann vildi ekki
trúa þvf.
Prófessorinn: Jæja, þá verð
ég að fara og segja honum það
sjálfur.
Fangelsi
óttans
Framhaldssaga eftir
Rosemary Gatenby
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
44
Ijós var f herberginu. Snyrtilega
var búið um rúmið hans og engan
var að sjá f herberginu.
Svo kom hár og þrekinn maður-
inn inn um svaladyrnar.
— Góða kvöidið.
Art Wheelokc hélt á skamm-
byssu f hendinni.
— Mér þykir leitt að ég skyldi
ekki verða þeirrar ánægju aðnjót-
andi að hitta yður f dag.
Texashreimurinn var allt f einu
horfinn og sykursætt viðmótið
var ekki beinlfnis sannfærandi.
— Ég skil það f jarska vel.
Jack stóð hreyfingarlaus fyrir
innan dyrnar.
— Ég vildi Ifka óska að þér
hefðuð faríð erindisleysu f þetta
skiptið.
— Ég spurðist fyrir um yður
fyrr f dag og fékk að vita að þér
hefðuð engin áform uppi um að
halda héðan f dag. Svo að við
verðum að breyta þvf.. Ilann leit
á skrifborðið þar sem grein Ever-
est lá. Hún hafði verið f umslagi
sem hann hafði skilið eftir f
skúffunní, þegar hann og Erin
höfðu verið að tala saman.
— Ég leit yfir greinina yðar,
sagði hann. — Við óttuðumst að
Everest myndi reyna að koma
skilaboðum til yðar.
Hamingjunni var svo fyrir að
þakka að allt krot hans og endan-
lega lausnin voru inni f herbergi
Erins. Og það var eínnig léttir
fyrir Jack að engan grunaði að
Erin Bruce væri kominn inn f
málið.
— Ég hef gert nokkrar breyt-
ingar til öryggis. Nú skuluð þér
senda greinina til /blaðsins yðar
með þeim boðum að óhætt sé að
birta hana. Og það gerið þér um-
svifalaust...
Hann benti með byssunni á
skrifborðið.
— Við getum fengið skrifstofu
hótelsins til að annast það sagði
hann, meðan Jack skrifaði skila-
boð til Tom Krug, skrifaði utan á
umslagið og merkti það flugpóst.
—Og nú förum við saman og
afpöntum herbergið yðar. Þér
segið að ég sé kominn hingað frá
vini yðar, Ijósmyndaranum, og
muni fara með yður á hans fund.
Jack snarsnerist á hæli og lá við
borð hann gleymdi skammbyss-
unni, sem Wheelock hélt á f
hendinni.
— Vernon Fix? Hvar er hann?
— Hann ákvað að fara til fjalla
og taka myndir af kindunum.
Það hljómaði næstum eins og
það gæti verið satt. Það var alveg
eftir Vern að láta sér detta slfkt f
hug. Eini hængurinn á þessari
skýringu var sá að hefðl Vern
farið upp til fjalla hefði Art
Whelocck ekki átt að hafa hug-
mynd um það. Hann hafði verið
staddur f Bandarfkjunun, þegar
Vern hvarf sporlaust og sfðar
voru liðnir allmargir dagar.
— Við förum af stað til bæki-
stöðva hans sfðdegis. Það er svo
langt að við verðum að leggja af
stað strax f kvöld. Eg er búinn að
pakka föggum yðar saman.
Hann benti á koffort Jacks.
— Eg heiti annars Johnston, ef
þér skylduð finna hjá yður þörf
til að kalla mig með nmafni.
— hvernfg vitið þér að ég var að
leita að Vern?
— Eg vissi að hann kom hingað
og ekki var erfitt að reikna út að
þér vilduð hafa tal af honum.
— Ekki með skammbyssu.
— Þér eigið engra kosta völ. Og
reynið nú ekki að fá einhverjar
eitursnjallar hugmyndir. Þér
skuluð ekki halda að þér getíð
sloppið frá mér meðan við erum
að tala við mennina f mðttökunni.
1 fyrsta lagi hika ég ekki við að
hleypa af og f öðru lagi mynduð
þér þá aldrei fá að vita hvað hefur
orðið af Ijósmyndaravininum yð-
ar.
Jack tók upp töskuna sfna.
— Er hann á Iffi?
— Það er nú einmitt það sem
við eigum eftir að komast að, ekki
satt?
Þegar þeir komu niður stóð
Míguel og hallaði sér upp að bfln-
um. Jack vonaði af öllu hjarta að
hann gæfi ekkert hljóð frá sér.
Það var betra ef Wheelock vissi
ekki hann ætti sér bandamann.
Miguel kom auga á þá og gekk
kringum bflinn. Jack hrukkaði
ennið og hristi höfuðið eins Iftt
áberandi og honum var unnt. Pilt-
urinn gerði sér samstundis grein
fyrir að eitthvað var ekki eins og
það átti að vera og nam staðar.
Hann beygði sig niður og þóttist
vera að taka eitthvað upp sem
hann stakk f buxnavasann sinn.—
— Stráksi! sagði Whelock
gremjulega.
— Já, herra.
— Ert þú bflstjóri hr. Seaver-
ings?
Hann leit snöggt á Jack og
yppti öxlum.
— Já, herra sagði hann og á
eftir fylgdi orðaflaumur á
spönsku.
— llann þarf ekki lengur á yð-
ur að halda, sagði Whelock. —Þér
ættuð að greiða honum það sem
þér skuldið.
— Miguel ég þarf ekki á þér að
halda lengur.
Þegar Miguel stóð nú andspæn-
is máli sem hann skildi ekki
hvernig átti að leysa, leitaði hann
á náðir móðurmáls sfns og var