Morgunblaðið - 12.10.1976, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 12.10.1976, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1976 47 Piltur og Stúlka, verður jólaleikrit útvarpsins ( vetur. Á myndinni eru leikarar og leikst jórinn Klemenz Jónsson, og Garðar Cortes söngvari. Sjö ísl. leikrit frumflutt í hljóðvarpinu í vetur Happdrættin taka upp tölvudrátt HAPPDRÆTTI DAS, Happdrætti Háskóla Islands og Vöruhapp- drætti StBS hafa ákveðið að stefna að þvi að taka upp útdrátt vinninga með tölvu. Undirbún- ingi að tölvudrætti í Happdrætti Háskóla tslands er lokið og verður dregið þar með þessum hætti nú í október, en gert er ráð fyrir, að í nóvember verði einnig dregið með tölvu i Happdrætti DAS og Vöruhappdrætti StBS. Um árabil hefur þessi háttur verið hafður á í sambærilegum happdrættum erlendis, þ.á.m. í Noregi og Svíþjóð og er nú svo komið, að mjög örðugt er að afla nauðsynlegra gagna til að fram- kvæma útdrátt vinninga með eldri aðferðum. Tölva Reiknistofnunar Háskóla íslands verður notuð til að fram- kvæma útdráttinn. Þrátt fyrir notkun tölvunnar munu vinnings- númerin enn ráðast af þvi, að í upphafi dráttar eru dregnar út tölur úr númerastokki, sem síðan ráða því, hvaða happdrættismiðar fá vinninga. Forrit dráttarins hefur verið gert undir eftirliti stjórnskipaðra eftirlitsmanna og sérfræðinga þeirra. Heræfingar í Danmörku Kaupmannahöfn, 11. október. Reuter. 6.000 bandarískir landgöngulið- ar hófu hálfsmánaðar heræfingar á Jótlandi, Slésvfk-Holstein og Norðursjó I dag ásamt 5.000 vest- ur-þýzkum og dönskum hermönn- um. Aukin umsvif herliðs Var- sjárbandalagsins á vestanverðu Eystrasalti hafa vakið ugg ( Dan- mörku. Góð síldveiði reknetabáta REKNETABÁTAR frá Höfn í Hornafirði fengu loksins góðan afla í reknet í gær, eftir marga bræludaga og einnig hefur sildin ekki gengið i reknetin að undan- förnu þegar gefið hefur á sjó. Að sögn Jens Mikaelssonar á Höfn landaði Dalarafn VE 150 tunnum á Höfn í gær, Lingey SF var með 120 tunnur, Steinunn SF með 120 tunnur, Æskan SF með 100 tunnur, Arney SF 100 tunnur, Visir SF með 20 tunnur, Hauka- fell SF með 10 tunnur, og Skógey SF 30 tunnur. Dankersen vann Fram 14:11 ÞÝZKA liðið Dankersen lék við Fram f Laugardalshöllinni i gær- kvöldi. Leiknum lauk með sigri Dankersen 14:11, eftir að staðan hafðí verið 5:5 ( hálfleik. — Friðrik Framhald af bls. 48 sæti með 4V$ vinning og hagstæða biðskák. Smeijkal og Velimirovic eru efstir og jafnir með 8lA vinning og biðskák 1 9. umferð gerði Friðrik jafn- tefli við Hort en skák Guðmundar og Deze fór i bið, en hún varð jafntefli þegar áfram var teflt í gærmorgun. í 10. umferð á sunnu- daginn tapaði Guðmundur fyrir Buljovic en skák Friðriks og Vele- mirovic fór i bið, en Friðrik tap- aði skákinni þegar hún var áfram tefld. Friðrik tefldir i kvöld við Nororos en Guðmundur við Veli- mirovic. Aðspurður sagði Friðrik i gær- kvöldi, að þeir landarnir væru í einhverju óstuði, þeir kynnu ekki almennilega við aðstæður, sem þeim er boðið upp á í Novi Sad. — Valdabarátta Framhald af bls. 1. og vera ekki með undirróður. Þá voru einnig sett upp veggspjöld, þar sem menn voru hvattir til að styðja herinn. Flestir Kinverjar virðast vita um að Hua hefur verið kjörinn arftaki Maos og tveir háttsettir embættismenn í Peking hafa stað- fest það við vestræna diplómata, en engu að síður bólar ekkert á opinberri staðfestingu. Það vakti athygli fréttamanna á Peking- flugvelli, að engir menn úr rót- tækari armi flokksins voru i hópi þeirra embættismanna, sem skip- uðu móttökunefndina. Er talið að mjög alvarlegur ágreiningur kunni að vera á ferðinni, en dipló- matar og fréttamenn hafa engin tök haft á að fá fréttir af þvf sem er að gerast bak við tjöldin. Fjölmiðlar i Peking hafa allan sl. mánuð frá þvi að Mao formað- ur lézt hvatt fólkið í landinu til einingar og stuðnings við komm- únistaflokkinn og varað við að tilraunir tækifærissinna til að kljúfa flokkinn séu dæmdar til að fara út um þúfur. Pekingútvarpið skýrði frá því í gær að kínverski herinn hefði lof- að hlýðni við miðstjórn kommún- istaflokksins undir forsæti Hua Kuo-fengs, sem fréttamenn túlka sem vitnisburð um að Hua hafi tryggt stöðu sína sem eftirmaður Maos. — Ford Framhald af bls. 1. gera hlé á baráttu sinni í heilan dag til þess að reyna að finna leið til að skýra málið. Endaði það með því að forsetinn hringdi f formann samtaka pólskra Banda- ríkjamanna og bað hann afsökun- ar á ummælum sinum. Þá varð Ford i vikunni einnig fyrir því áfalli að landbúnaðar- ráðherra hans, Earl Butz, varð að segja af sér eftir að niðrandi um- mæli hans um blökkumenn höfðu birzt í tímaritinu Rolling Stone og á sviði efnahagsmála fékk Ford þær slæmu fréttir að atvinnuleysi hefði nær ekkert minnkað og að heildsöluverðlag hefði hækkað sem svaraði 11% á ársgrundvelli í september. Þrátt fyrir þetta virtist frétta- mönnum í dag sem forsetinn væri i góðu skapi og öruggur með sjálf- an sig og haft er eftir nánustu ráðgjöfum hans að hann telji ekki að hann hafi beðið alvarlega hnekki í baráttu sinni fyrir endurkjöri. Carter beindi í kosningabaráttu sinni tali sfnu að ummælum for- setans í sjónvarpseinviginu, Illin- ois og Wisconsin en talsmenn hans lýstu því yfir daginn eftir einvígið, að hann myndi minna kjósendur á ummæli forsetans á hverjum degi fram að kosningum. Skoðanakönnun, sem Tima fréttatimaritið lét gera, gaf til kynna, að Carter hefði nú forystu i 21 fylki, Ford i 17 og i 12 væri fylgi þeirra svo jafnt, að ekki væri hægt að spá fyrir um úrslit. Ford fer til New Jersey og New York á morgun og virðist ekki taka tillit til ráðlegginga um að halda sig sem mest í Washington til að sýna kjósendum hver sé forsetinn og láta Robert Dole varaforsetaefni um hita og þunga baráttunnar. — Ekkja Maos Framhald af bls. 1. ins hefur eftir áreiðanlegum heimildum að hinir þr(r séu Wang Hung-wen, 2. varafor- maður flokksins, Chang Chun- chiao 1. varaforsætisráðherra og Yao Wen-yuan einn helzti hugsjónafræðingur flokksins. Financial Times hefur eftir sfnum fréttaritara að.óstaðfest- ar heimildir hermi'-að Chiang og þremenningarnir séu ( haldi á heimilum slnum. Fréttaritari Daily Telegraph segir að stjórnmálaleiðtogum f verk- smiðjum og ( héraðssamtökum hafi verið skýrt frá handtökun- um á sérstökum fundum um helgina. Telegraph segir að ekki sé vitað hverær byltingar- tilraunin hafi verið gerð, en svo virðist sem róttæku öflin hafi notið Ktils stuðnings innan hersins. The Times er einnig með frétt um þetta mál, sem blaðið segir byggða á óstaðfest- um orðrómi f Peking og Hong Kong. Öll blöðin þrjú benda á þá staðreynd, að enginn úr rót- tækari armi flokksins var á Pekingflugvelli ( dag með Hua formanni, er hann tók á móti forsætisráðherra Papua Nýju Gfneu. — Þingsetning Framhald af bls. 48 forsetar þingsins yrðu kjörnir. Aldursforseti flutti minningarorð um tvo látna þingmenn: Alfreð Gíslason bæjar- fógeta og Birgi Kjaran hagfræðing. Því næst var fundi frestað til klukkan 3 f dag en þá fer m.a. fram forsetakjör. Ávarp forseta Islands, predikun sr. Gunnars Gfslasonar og minningar- orð þau, er aldursforseti flutti, birtast hér í Morg- unblaðinu f dag. — Bítast um Vængi Framhald af bls. 48 Tryggingar hefði tryggingafélag- ið tekið veð í flugvélum Vængja hf. Af þessum sökum gæti naum- ast talist að Vængir stæðu í skuld við Tryggingu meðan trygginga- félagið hefði slika tryggingu fyrir greiðslu skyldarinnar. — Hægri flokkur Framhald af bls. 46 þar á meðal Gonzalo Fernandez de la Mora fyrrverandi verka- málaráðherra sem er talinn eitil- harður francosinni, Laureano Lopez Rodo fyrrverandi utanrík- isráðherra og Frederico Silva Munoz fyrrverandi verkamálaráð- herra. — Reisir BSRB Framhald af bls. 48 vegum Þjóðkirkjunnar og væru framkvæmdir við byggingu þeirra hafnar. Fram kom í máli Kristjáns Torlaciusar að alls nemur kostnaður við uppbyggingu or- lofsheimila BSRB í Munaðarnesi milli 270 og 280 milljónum króna og gert er ráð fyrir að um 18 milljónir króna kosti að ljúka við annan áfanga framkvæmdanna í Munaðarnesi og er þar meðal annars viðbygging við veitinga- skála. — Ródesía Framhald af bls. 1. menn myndu fara með yfir- stjórn öryggis- og varnarmála. Robert Mugabe, einn af leið- togum þjóðernissinna, sagði í Lusaka í dag, að hann væri ekki bjartsýnn á að árangur næðist á ráðstefnunni þar sem hann sagðist ekki sjá að blökkumenn og hvítir menn ættu nokkurn sameiginlegan samningsgrundvöll. Sem kunnug er á ráðstefna þessi að hefjast I Genf 25. október nk. undir forsæti Ivor Richards, sendiherra Bretlands hjá Sam- einuðu þjóðúnum. Anthony Crosland, utanrikisráðherra Bretlands, sagði í dag að stjórn sín héldi fast við að ráðstefnan byrjaði á tilsettum tíma. Fyrir helgi höfðu þeir Mugabe og LEIKLISTARDEILD útvarpsins, sem Klemenz Jónsson veitir for- stöðu, boðaði til blaðamannafund- ar f gær til að kynna þau leikrit, sem flutt verða f vetur. t upphafi fundarins gat Klemenz Jónsson þess, að hann vildi láta (Ijós gleði slna yfir hve góð samvinna hefði náðst við fjölmiðla f kynningu útvarpsleikrita, þvf útvarpið væri á heildina litið, stærsta leikhús landsmanna, eins og hann komst að orði. Sagði hann að ætlunin væri að kynna dagskrá útvarps- Nkomo, annar leiðtogi blökku- manna, krafist þess að ráð- stefnunni yrði frestað til 10. nóvember. Abel Muzorewa biskup, leið- togi Þjóðernisráðsins i Ródes- íu, sagði í dag að óhugsandi væri að blökkumenn i Ródesíu myndu láta mikilvægustu ráðuneyti nýrrar bráðabirgða- stjórnar vera i höndum hvitra nýlendusinna. — Oskar sam- starfs Framhald af bls. 48 1 nefndinni skulu sitja: 5 tilnefndir af þingflokkun- um, 1 tilnefndur af Alþýðu- sambandi íslands, 1 tilnefnd- ur af Vinnuveitendasambandi tslands, 1 tilnefndur af Bandalagi starfsmanna rikis og bæja, 1 tilnefndur af Stétt- arsambandi bænda, 4 skipaðir af ríkisstjórninni án tilnefn- ingar. Hagstofustjóri mun starfa með nefndinni. Ríkisstjórnin mun gangast fyrir því, að samráð verði einnig haft við fulltrúa ýmissa hagsmuna- samtaka, sem ekki tilnefna menn i nefndina, eftir þvi sem störfum nefndarinnar miðar áfram og ástæða þykir til. Ríkisstjórnin gerir siðan ráð fyrir að álit nefndarinnar og til- lögur verði undirstaða umræðna á Alþingi og viðræðna ríkisstjórn- arinnar við aðila vinnumarkaðar- ins um heildarstefnu í verðlags- og launamálum. I starfi nefndarinnar skal þess vegna að því stefnt, að hún skili áliti og tillögum eigi síðar en í febrúarmánuði 1977. Geir llallgrimsson. — Frönskumenn Framhald af bls.46 ar- og sveitarfélögum umhverfis Brússel þar sem frönskumælandi menn eru í meirihluta og mynda nokkurs konar eyju í hafi hol- lenzkumælandi manna. Flokkurinn berst fyrir nánari tengslum við höfuðborgina, en það er eitt viðkvæmasta málið í tungumáladeilum Vallóna og Flæmingja sem hefur að mestu legið niðri siðan i siðustu þing- kosningum sem fóru fram 1974. Yfirvöld i Brussel vilja færa út borgarmörkin, en flæmskar bæj- ar- og sveitarstjórnir eru því ein- dregið mótfallnar að komast und- ir stjórn frönskumælandi manna. leikritanna ársf jórðungslega, þannig að almenningur gæti látið f Ijós álit sitt á þeim leikritum, sem leiklistardeiidin hefði valið til flutnings, en útvarpsráð sfðan samþykkt. Sagði Klemenz að leiklistar- deildin reyndi að velja leikrit við allra hæfi, bæði gamanleikrit og leikrit alvarlegs eðlis, svo og hrollvekjur og nútímaleikrit. Útvarpsleikritin verða flutt á fimmtudagskvöldum, eins og und- anfarna vetur, en barna- og framhaldsleikrit verða á sunnu- dögum. 1 vetur verða flutt alls ellefu leikrit eftir fslenzka höfunda. Sjö þeirra eru skrifuð nýlega og hafa aldrei verið flutt áður. En alls bárust útvarpinu tuttugu og þrjú leikrit, sem leiklistardeildin varð að velja úr. Tólf leikrit eftir bandaríska höfunda verða flutt á þessu ári og eru það einir fremstu leikritahöfundar Bandaríkjanna á þessari öld, til dæmis Eugene O’Neill, Arthur Miller og Tennessee Williams. Eitt af þess- um leikritum hefur verið flutt áður, en það er Horft af brúnni eftir Arthur Miller í leikstjórn Lárusar Pálssonar. Nýr þáttur mun hefja göngu sina og nefnist „Þau stóðu i sviðs- ljósinu”, og verður á sunnudög- um. I þáttum þessum, sem verða tiu talsins, er fjallað um tólf merka islenzka leikara, sem nú eru látn- ir, ævi þeirra og störf, bæði á leiksviði og utan þess. Valið verður úr segulbandasafni út- varpsins og af hljómplötum og auk þess leitað fanga hjá leikhús- um höfuðborgarinnar. Stjórnend- ur þáttanna eru Vigdís Finnboga- döttir, Sveinn Einarsson, Öskar Ingimarsson, Stefán Baldursson og Klemenz Jónsson. Þættirnir verða vikulega og standa i u.þ.b. eina klukkustund. Framhaldsleikrit fyrir börn verða á sunnudögum, i barna- tímanum. Fyrsta leikritið sem flutt verður nefnist „Skeiðvöllur- inn“ og er höfundur þess áströlsk kona, Patricia Wrightson, en leik- stjóri er Þórhallur Sigurðsson. í byrjun janúar hefst svo fram- haldsleikur í tólf þáttum, sem heitir á frummálinu „A man born to be king“, eftir Dorothy L. Sayers og fjallar um ævi og starf Jesú Krists. Leikstjóri er Gisli Halldórsson. Sagði Klemenz Jóns- son, að Gisli hefði öðlast mikla reynslu í stjórn útvarpsleikrita. Jólaleikrit útvarpsins verður Piltur og Stúlka eftir Jón og Emil Thoroddsen. Sinfóníuhljómsveit íslands leikur tónlist Emils undir stjórn Páls P. Pálssonar. Leik- stjóri verður Klemenz Jónsson. Verður verkið flutt f einu lagi á annan i jólum. Fyrirhugað er að útvarpa leik- ritum sem flutt eru af leikfélög- um utan af landi, en á síðasta ári voru flutt fjögur slik leikrit og virðist sú starfsemi hafa likað vel, að þvi er Klemenz sagði. Alls tuttugu og níu leikstjórar stjórnuðu útvarpsleikritum i fyrra og hafa þeir aldrei verið fleiri. Leikarar voru á síðastl. ári milli nítíu og hundrað. Klemenz Jónsson gat þess sér- staklega við blaðamenn í gær, að þáttur þýðenda útvarpsleikrita hefði oft verið vanmetinn. Þeir voru alls þrjátíu og tveir á liðnu ári og sumir þýddu fleira en eitt leikrit. Einna afkastamestu þýð- endur útvarpsleikrita siðustu ár eru þrjár konur, sem allar sátu fundinn, en þær eru Torfey Steinsdóttir, Ásthildur Egilsson og Áslaug Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.