Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1976 \ \ uSfefe THE OBSERVER u&Sá& THE OBSERVER Glœpir og vœnd- islifnaður þrífast og dafna í Kína eftir DENNIS BLOODWORTH tjaldsins Og þó aS öllum fjöldinn virSist svartir sauSir I klnversku hjörSinni eins og fram víðtæk leit að glæpa- mönnunum, sem brutust inn í útibú Alþýðubankans og höfðu á brott með sér mikla fjármuni eftir að hafa skotið öryggisvörð til bana með vél- byssu. Ennfremur herma fréttir, að almenn- ingur i Kina, sem og á Vesturlöndum, beri óttablandna virðingu fyrir biræfn- um glæpamonnum. Hafi yfirvöld ákveðið að skera upp herör gegn þess- ari ósvinnu, og hvarvetna i ríkinu geti að lita opinberar tilkynningar, þar sem þess sé krafizt að glæpamennirnir séu tStít THE OBSERVER leiddir fram I dagsljósið, enda þótt setja verði allt á annan endann í ríkinu. Sannleikurinn er sá, að áróðurinn, sem borinn er á borð fyrir auðtrúa útlendinga um fyrirmyndarrikið Kina, á litið skylt við þann veruleika, sem við blasir handan Pótemkintjaldanna Til dæmis hefur það smám saman komið i Ijós samkvæmt * upplýsingum flótta- manna frá Kanton, að þeir hafa flúið spillta stórborg, þar sem flestar mein- semdir Vesturlandaborga virðast þrif- ast og dafna. Þar eru heil hverfi, þar sem fjárhættuspil og vændi eru stund- uð og þar úir og grúir af leynifélögum og samtökum, sem berjast hatrammri baráttu um yfirráð yfir svæðum, þar sem seldur er stolinn varningur. reknar ólöglegar verksmiðjur, rænt, ruplað og konum veitt „vernd." Unghænur'* eða „vélar" (þær fara af stað um leið og klingir i peningum) þekkjast á sérstakri hárgreiðslu, klæða- burði og fasr Þær greiða hárið niður yfir annað augað, hafa óhneppta næst- neðstu töluna á blússunni sinni og hafa tamið sér eggjandi göngulag Stöku sinnum tipla þær á tánum til að láta svo líta út sem þær gangi á háhæluðum skóm, sem eru ófáanlegir i Kina. Þær getur oft að lita í Menningargarðinum, einkum við skautasvellið, þar sem þær halda á vasaklútum eða skrautlegum merkjum til að gefa til kynna að þær séu til reiðu. Þá eru til annars konar „vélar", en til þess að komast á þeirra fund þarf að semja við „umbjóðanda" þeirra Gjaldið fyrir þær eru fimm kinverskir dollarar, en hinar láta sér yfirleitt nægja tvo. Þessar stúlkur starfa að ýmsu öðru fyrir samtök sin, m.a. ræna þær og pretta. Enginn utanaðkomandi þorir að sletta sér fram i þessa starf- semi. Fólk, sem flutzt hefur frá Kina sið- ustu þrjú árin, er yfirleitt á einu máli um, að „unghænurnar", „vélarnar" og „vindmyllur", en svo eru þeir karlmenn kallaðir, sem leiðzt hafa út á glæpa- brautina, lifi áhyggjulausu lifi og láti hverjum degi nægja sina þjáningu Að þvi leyti slcera þeir sig mjög úr öllum þorra Kinverja „Þeim hefur tekizt betur en okkur að sætta sig við kerfið, og þeir hafa getað hagnazt á þvi," sagði ungur maður, sem flúið hafði frá Kina Hefur þetta fólk sætt sig við kerfið? Liferni þeirra virðist i algerri andstöðu við boðskap menningarbyltingarinnar á siðasta áratug Þá ruddust fram á sjónarsviðið reiðir ungir menn, sem kölluðu sig Rauða varðliða og brutu á bak aftur bákn og skrifstofuveldi „end- urskoðunarsinna" að undirlagi sjálfs Mao formanns Nýjar hugmyndir og hugsjónir fæddust Gamlir kennslu- hættir og próf voru lögð fyrir róða, og stofnaðir voru nýir öreigaskólar þar sem meiri áherzla var lögð á verk- menntun en þurrar fræðigreinar. Ungt fólk var i stórhópum sent út um sveitir landsins til að starfa með bændum. En ýmislegt fleira fæddist i menning- arbyltingunni en nýjar hugsjónir og hugmyndir Vaxandi glæpahneigð i kinversku þjóðfélagi er liklega að mestu leyti afsprengi hennar Hvaðan fá óaldarflokkarnir, sem nú vaða uppi, vopn sin? Þau eru komin frá stríðandi aðilum úr menningarbyltingunni, en upphaflega stálu rauðu varðliðarnir þeim frá hernum. Hvers vegna reyndu yfirvöld ekki að berja niður ólifnað og vændi fyrr á þessum áratug? Þau höfðu engan tima til slikra hluta, því að öll athyglin beindist að þvi að kveða THE OBSERVER niður óeirðir og flokkadrætti, sem áttu rætur að rekja til pólitiskrar óánægju Og hver var ástæðan til þess að unga stúlkur gerðust unnvörpum vændiskonur og þjófar? Þeim hafði verið stiað i burtu frá ættingjum og vinum og sendar út til sveita til að vinna með bændum Þar áttu þær illa ævi og struku aftur til borganna Fyrir bragðið komust þær á svartan lista Þær fengu hvorki aðsetursleyfi i borg- unum né heldur skömmtunarseðla, og til einhverra úrræða urðu þær að gripa til að sjá sér farborða En hver var þá orsök ólgu og upp- lausnar meðal kinversks æskufólks? Þegar Mao formaður og róttækir stuðningsmenn hans hvöttu ungt fólk til að ráðast gegn menntakerfinu, var veldi fræðsluyfirvalda og kennara úr sögunni Nemendurnir settu þeim stól- inn fyrir dyrnar, þannig að þeir misstu öll tök og aga og allt fór úr böndunum Ekkert slikt hafði átt sér stað fyrir menningarbyltinguna Allt leiðir þetta hvað af öðru; minni völd kennara stuðla að upplausn meðal æskufólks, þá er vandræðagemlingun- um komið i burtu, en það ýtir aftur á móti undir glæpahneigð og vændislifn- að Hins vegar gera yfirvöld sér far um að draga fjöður yfir allan ósóma og láta svo lita út sem þeir hafi breytt köldu og ópersónulegu bákni i geðþekkt sam- félag, þar sem öllum liði vel. Vel kann að vera, að áróðurinn um að Kinverjar hafi algerlega útrýmt vændislifnaði láti vel i eyrum sumra, en að sjálfsögðu leggja menn mismikinn trúnað á slikar staðhæfingar Ungur flóttamaður seg- Framhald á bls. 38 Finnbjörn Hjartarson, prentari: Menningarleysi Þjóðleikhússins í ÞJÓÐLEIKHÚSINU standa nú yfir sýningar á leikriti Guðmund- ar Steinssonar „Sólarferð". Er sú sýning tilefni þessara lína, vegna þess að sýningin hlýtur að vekja upp ýmsar spurningar hjá megin- þorra fólks. Hvað er að gerast í Þjóðleik- húsinu? Er það stjórnlaust? Gera stjórnendur hússins engar lágmarkskröfur til höfunda? Getur hver sem er hent þangað andlausu rusli? Er stofnunin ekki menningarstofnun, styrkt af al- mannafé? Er réttlætanlegt að styrkja klámsýningu Þjóðleik- hússins með fjárframlögum, sem ætluð eru til menningarmála? Það er ástæða til að forsvarsmenn menntamála svari þessum spurningum, og sérstaklega hvort þetta menningar- og stjórnleysi sé til frambúðar. Fyrir nokkrum mánuðum 1 skrifaði höfundur „Víðavangs Timans" nokkra pistla, þar sem hann rakti viðskipti Þjóðleikhús- stjóra við leikara hússins. Og sýndist manni stjórnunin heldur losaraleg, svo ekki sé meira sagt. Ekki gat Þjóðleikhússtjóri svarað þeim greinum svo vel væri. — Sami losarabragur og/eða stefnu- leysi eða þá skortur á skilningi á þvi hvað sé hægt að bjóða fólki. Ekki grámar I neinar siðferðis- reglur, eða kröfur um lágmarks- getu rithöfunda. Allt virðist ein andlaus hvelja án sýnilegra marka. 1 deilum þeim er urðu um „Kjarvalsstaði", kom fram sú skoðun hjá einum listmálara í stjórn hússins, að það yrði að gera einhverjar lágmarkskröfur til listamanna, sem þar fengju inni. Húsið yrði að ná reisn. Þetta held ég að öllum hljóti að vera Ijóst, sem um málin hugsa. Dýrar menningarstofnanir, ætlaðar til menningaráhrifa, mega ekki verða leikvöllur sorps og niðurrifs. Um leikrit það, sem nefnt var að ofan, er óþarft að fara um mörgum orðum. Leikritið er and- legt örverpi, kryddað útvötnuðum Chaplin-bröndurum með brotna stóla, og reynt að teygja lopann með klámi. Sá, sem þetta skrifar, hefur ekki farið „sólarferð" til Spánar. En fullyrðir engu að siður, að það, sem sýnt er á fjölum Þjóðleik- hússins, er ekki neinn þverskurð- ur af íslendingum. Hvorki þar né hér. Astæða er til að vara fólk við, sem vill veg Þjóðleikshússins sem mestan, að fara á þessa sýningu, svo stjórn hússins geti, sem fyrst, endurskoðað stefnu sína og störf. Megi sá fótur fúna og það auga dofna, sem fer vegna forvitni af lestri þessara lína. Það væri mér sársaukalaust. Aths. Fyrirsögn greinarinnar er að sjálfsögðu höfundar eins og efni hennar. Ritstj. Foreldra- og vinafélag Kópa- vogshælis 1 sumar var stofnað Foreldra- og vinafélag Kópavogshælis. Til- gangur félagsins er að vinna að málefnum Kópavogshælis, hags- munum vistfólks, foreldra og að- standenda, og efla samheldni for- eldra, aðstandenda og starfsfólks. Félagsmenn eru nú tvöhundruð talsins. Félagið stóð fyrir útiskemmtun í sumar, sem tókst með miklum ágætum að sögn stjórnarinnar, en ætlunin er að slfkar skemmtanir verði árlegur viðburður. Akveðið hefur verið að hafa kynningarkvöld I Bjarkarási laugardaginn 16. okt., kl. 8, til að efla kynni félaganna. t nóvember er áætlað að hafa fræðslufund og fengnir hafa verið sérfræðingar til að svara fyrirspurnum. Einfalt lánakerfi Tvöfaldir möguleikar Sparilánakerfi Landsbank- ansveitir yðurrétttil lántöku á einfaldan og þægilegan hátt. Taflan hér fyrir neðan sýnir greinilega hvernig reglubundinn sparnaður hjóna getur til dæmis skapað fjölskyldunni rösk- lega eina milljón króna í ráð- stöfunarfé eftir umsaminn tíma. n sparifjArsöfnun tengd rétti til lAntöku Sparnaður yðar eftir Mánaðarleg innborgun Sparnaöur i lok tímabils Landsbankinn lánar yður Ráðstötunarfé yöar 1) Mánaðarleg endurgreiðsla Þér endurgr. Landsbankanum 5 000 60.000 60.000 123.000 5.472 12 mánuði 6.500 78.000 78.000 161.000 7.114 á 12 mánuöum 8.000 96.000 96.000 198.000 8.756 5.000 90 000 135.000 233.000 6.052 18 mánuði 6.500 117.000 176 000 303.000 7.890 á 27 mánuðum 8.000 144.000 216.000 373.000 9.683 5.000 120.000 240 000 374.000 6.925 24 mánuði 6.500 156.000 312.000 486 000 9.003 á 48mánuðum 8.000 192.000 384.000 598.000 11.080 1) I fjárhæðum þessum er reiknað með 13% vöxtum af innlögðu fé, svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta breytst miðað við hvenær sparnaður hefst Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka Islands á hverjum tíma. r LANDSBANKINN Sparilán til viðbótar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.