Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÖBER 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson Áni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10100 Aðalstræti 6, sfmi 22480 Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. 200 sjómílur 1 eitt ár Idag er eitt ár liðið frá því að fiskveiðilögsaga íslands varð 200 mílur. Út- færslan tók gildi hinn 1 5. októ- ber 1975 en þremur mánuðum áður eða hinn 15. júlf 1975 undirritaði Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, reglu- gerð um útfærslu fiskveiðilög- sögu íslands í 200 sjómílur. Á þessu ársafmæli útfærslunnar getum við glaðzt yfir því, að við höfum náð þeim árangri á þessu eina ári, að allar þær þjóðir, sem fiskveiðar hafa stundað á íslandsmiðum í ára- tugi og jafnvel aldir, hafa nú viðurkennt 200 sjómílna fisk- veiðilögsögu íslands, ýmist með samningum eða í raun, eins og Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra, undirstrikar í samtali við Morgunblaðið í dag. Á þessum tímamótum lít- um við til baka yfir farinn veg en þó alveg sérstaklega til bar- áttunnar fyrir útfærslu í 200 sjómílur, sem hófst að marki sumarið 1973. Þá um sumarið var birt ávarp 50-menninganna svonefndu, forystumanna og áhugamanna í sjávarútvegi, sem hvöttu eindregið til þess að fiskveiðímörkin yrðu færð út í 200 sjómilur. Morgunblaðið tók þegar undir hvatningarorð 50-menninganna og tók upp harða baráttu fyrir útfærslu í 200 sjómílur, eins og rakið er í viðtali, sem birtist í Morgun- blaðinu i dag víð Eyjólf Konráð Jónsson, alþingismann, sem var ritstjóri blaðsins á þeim tíma. Síðari hluta sumars og um haustið 1973 tók Sjálf- stæðísflokkurinn 200-mílna út- færslu upp á sína arma, eins og kunnugt er. Viðbrögðin við hugmyndum um útfærslu í 200 sjómílur urðu ekki á einn veg, þótt undarlegt megi virðast. Alveg sérstaklega sýndi þáverandi sjávarútvegsráðherra, Lúðvik Jósepsson, útfærslu i 200 mil- ur lítinn áhuga og taldi hana koma til greina eftir að haf- réttarráðstefnan hefði sam- þykkt nýjan hafréttarsáttmála Eins og kunnugt er hefur haf- réttarráðstefnan ekki lokið störfum enn og ef stefna Lúð- víks Jósepssonar hefði fengið að ráða hefðum við væntan- lega ekki enn fært út i 200 sjómílur. Sjálfstæðisflokkurinn gerði útfærslu i 200 sjómílur að einu höfuðstefnumáli sínu í kosningabaráttunni vorið 1 974 og að einu aðalmálefni við samninga um stjórnarmyndun sumarið 1974 Samningar tók- ust við Framsóknarflokkinn um útfærslu fyrir árslok 1 975 og í dag höldum við hátiðlegt árs- afmæli þessarar útfærslu. Þriðja þorskastriðið, sem stóð frá haustdögum 1975 og fram á sl. vor, varð mun harð- ara en fyrri átök við Breta af þvi tagi. En niðurstaða þess varð meiri sigur en íslendingar hafa nokkru sinni fyrr unnið f deilum við aðrar þjóðir vegna útfærslu fiskveiðilögsögu. Eins og Matthías Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, kemst að orði í viðtali við Morgunblaðið í dag var samningurinn í Ósló stærsti sigurinn, sem við íslendingar höfum unnið i landhelgisbar- áttu okkar. Með þeim samning- um skuldbundu erkifjendur okkar i landhelgismálum um áratugaskeið, Bretar, sig til þess að halda ekki áfram veiðum innan íslenzkrar fisk- veiðilögsögu eftir 1. des. n.k. nema þeir næðu samningum við íslenzk stjórnvöld þar um. Þetta ákvæði Óslóarsamnings- ins er mesti sigur, sem við íslendingar höfðum unnið. Með þvi er í raun og veru endahnúturinn rekinn á land- helgisbaráttu okkar. Það sem eftir stendur er einungis að hreinsa út leifar frá liðnum tíma. Fyrir einu ári hefur tæpast nokkur ímyndað sér, að svo skjót umskipti gætu orðið í landhelgismálum okkar. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum haustið 1974 veiddu Bretar um 140 þúsund tonn af fiski, fyrst og fremst þorski, á íslandsmiðum, skv. samning- um, sem þeir höfðu gert við vinstri stjórnina. Þjóðverjar veiddu hér samningslausir en að vild sinni. Nú tveimur árum eftir að ríkisstjórn Geirs Hallgrimssonar tók við völdum, er svo komið í landhelgismál- um okkar, að Bretar eru með samning fyrir 24 togara, sem rennur út 1. desember. Þjóð- verjar hafa hér samningá um ufsa- og karfaveiðar nokkuð fram á næsta ár. Og einnig mega Belgar Norðmenn og Færeyingar veiða hér óverulegt magn af fiski. Það blasir við, að eftir rúmt ár muni engin erlend fiskiskip veiða á íslandsmiðum nema samkvæmt samningum, sem hugsanlega kunna að verða gerðir um gagnkvæm veiðiréttindi, þ.e fái þeir að veiða hjá okkur fáum við leyfi til að veiða hjá þeim. Þessi niðurstaða er meiriháttar afrek og mun lengi halda nafni þess- arar ríkisstjórnar á loft í sögu lands og þjóðar. í dag hljótum við þó fyrst og fremst að fagna þeim einstæða árangri, sem náðst hefur á ótrúlega stuttum tíma í landhelgisbaráttu þjóðar- innar og mun er fram líða stundir leggja grundvöll að batnandi llfskjörum þjóðarinnar i framtiðinni. Veiting Nóbelsverðlauna í hagfræði og læknavísindum Stokkhólmi — 14. október — Reuter. TILKYNNT var um veitingu Nóbelsverðlaunanna f hagfræði og lækna vísindum í dag. Milton Friedman hlaut hag- fræðiverðlaunin, en verðlaun fyrir afrek á sviði læknavísinda fengu þeir Carleton Gajdusek og Baruch S. Blumberg. Verð- launahafarnir eru allir Banda- rfkjamenn en verðlaun á sviði hvorrar vísindagreinar um sig nema rúmlega 26 milljónum fslenzkra króna. Milton Friedman er prófessor við Chicago-háskóla. Hann hlaut verðlaunin fyrir ritstörf og kenningar á sviði gengis- rannsókna, sögu gjaldmiðla, neyzlurannsókna og fyrir áhrif Hagfræðingurinn Milton Fried- man þegar honum barst fregn- in um veitingu Nóbeisverð- launanna í gær. þau sem kenningar hans hafa haft á starfsemi seðlabanka. Friedman er 64 ára að aldri. Hann var ráðgjafi Nixons í for- setatfð hans og hann er víð- kunnur fyrir ritstörf sín. Bók hans um gengismál f Bandarfkj- unum á árunum 1867 til 1960 er helzta ritverk hans, en einnig hefur hann ritað mikið um hag- fræði f blöð og tfmarit. Þeir Blumberg, sem er 51 árs að aldri, og Gajdusek, sem er 53 ára, fengu verðlaunin fyrir rannsóknir á orsökum og út- breiðslu smitnæmra sjúkdóma, sem hafa verið lftt rannsakaðir. Blumberg er prófessor við læknaháskólann i Pennsylvaníu, en Gajdusek starfar að rannsóknum á mið- taugakerfinu f Maryland. Ford hreinsaður Washington — 14. október — Reuter GERALD Ford forseti var f dag hreinsaður af áburði um að hafa notað kosningasjóði f eigin þágu á árum áður, og Charles Ruff, sérstakur ákærandi f Watergate-málunum, lýsti því yfir, að rannsókn hefði ekki leitt í ljós neitt, sem benti til þess, að þessar ásakanir hefðu við rök að styðjast. Forsetinn hefur boðað til fréttamanna- fundar seint í kvöld þar sem hann ætlar að gera grein fyrir „mikilvægum rnálurn," þar á meðal yfirlýsingu Ruffs. Þrátt fyrir það, að þessi yfir- lýsing Ruffs bæti tvimælalaust hag forsetans f kosningabarátt- unni, þá á hann þó enn við ýmsa erfiðleika að etja. Talið er að ummæli hans um þjóðir Austur-Evrópu nýlega muni hafa ófyrirsjáanlegar afleiðing- ar, enda þótt forsetinn hafi tek- ið þessi ummæli aftur. Þá hefur mál Early Butz, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gert for- setanum erfitt fyrir, og loks eru ásakanir John Deans, sem mjög kom við sögu í Watergatemál- um, um að forsetinn hafi tekið þátt í þvf að hindra rannsókn f sambandi við innbrotið f Water- gate, þegar málið var á frum- stigi. Mólúkkar gáfust upp Amsterdam 14. október — NTB. HÓPUR vopnaðra þjóðernis- sinna frð Suður-Mólúkkaeyjum gafst upp fyrir lögreglu f dag eftir að 500 iögreglumenn höfðu umkringt Mólúkkana f búðum þar sem þeir höfðu vfg- girt. Skotið var á lögregluna fyrr f dag þegar hún reyndi að neyða þjóðernissinnana út úr búðunum. Lögreglan réðst til atlögu snemma 1 morgun og mætti hún harðri andspyrnu frá 360 Mólúkkamönnum, sem búa f búðunum. Eftir því, sem Hða tók á daginn, yfirgaf fólkið kofa sfna, að undanskildum 40 þjóðernissinnum, sem gáfust ekki upp fyrr en eftir 5 klukku- stundir. Búðirnar samanstanda af þrem skálum sem byggðir voru Soyuz-23 skotið á loft 14. október — Reuter. Sovétmenn skutu f kvöld mönnuðu Soyuz-geimfari á braut umhverfis jörðu. Þrfr menn eru innan borðs, en Soyuziætlað að starfa að rann- sóknum f samvinnu við Salyut 5. höldum New York 14. september — AP. Ekki hefur enn verið endan- lega ákveðið hvenær réttarhöld verða haldin yfir Króötunum fimm, sem rændu 727 farþega- þotu TWA þann 10. september og sneru henni meðal annárs til Islands. Stefnt er þó að þvf að þau geti byrjað þann 6. desem- ber. Fimmmenningarnir rændu flugvélinni eftir flugtak frá La fyrir mólúkkanska hermenn, sem börðust með hollenzkum hersveitum f Austur-Indfum áður en Indónesía fékk sjálf- stæði. Mólúkkarnir álfta að ákvörðum stjórnvalda um að rffa skálana og byggja f stað þeirra f jölbýlishús, sé liður f að aðlaga Mólúkka f Hollandi, sem eru mjög þjóðernissinnaðir, að samfélaginu. Suður-Mólúkkamenn vöktu á sér athygli I desember f fyrra þegar Iftill hópur þeirra rændi hollenzkri farþegalest um sama Genf 14. október — Reuter. DULARFULLI sjúkdómurinn, sem orðið hefur meir en 300 manns að bana í Afríku, hefur nú verið skilgreindur og úr- skurðaður ólæknandi, að því er talsmaður alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar, WHO, sagði f dag. Rannsóknir í til- raunastofum I Bretlandi, Bandarfkjunum og Belgíu hafa leitt f Ijós að mjög sjaldgæfur vírus veldur sýkingunni og við 6. des. Guardiaflugvelli f New York og voru þeir handteknir í París 30 klukkustundum sfðar, og reyndust þá vopnlausir. Lög- regluþjónn í New York týndi lífi, þegar sprengja sprakk þar í borg, en flugræningjarnir eru taldir hafa verið í vitorði með þeim, sem komu sprengjunni fyrir. leyti og annar hópur lagði und- ir sig sendiráð Indónesfu f Am- sterdam. Var tilgangur aðgerð- anna að vekja athygli á sjálf- stæðiskröfum Mólúkkabúa, en eyjarnar hafa verið hluti af Indónesfu sfðan 1949. I árekstrunum á fimmtudag kastaði iögreglan táragas- sprengjum inn f skála, þar sem 40 mólúkkanskir þjóðernis- sinnar höfðu hreiðrað um sig. Þegar þeir höfðu gefizt upp fann lögreglan mikið af vopn- um og skotfærum f búðunum. honum er ekkert þekkt mótefni til. Er sýkingin afbrigði af hinni svokölluðu Marburgveiki, sem fyrst varð vart við þegar 30 tæknimenn f Marburg í Vestur- Þýzkalandi veiktust árið 1967, eftir að hafa átt við lfffæri dauðs afrísks apa 7 þeirra dóu. Frá því f júlf hefur orðið vart við vírusinn f Suður-Súdan, Zaire, Nígerfu og Sierra Leone. Óveður í Noregi MIKIÐ óveður gekk yfir suð- vesturhluta Noregs f nótt. Snjó- aði vfða míkið og lokuðust nokkrir þjóðvegir og járn- brautarferðir lögðust niður. 1 Ósló og Vfkinni rigndi mikið f nótt en með morgninum gerði krapahrfð. Biautur snjórinn olli erfiðleikum, og margir komu of seint til vinnu sinnar. Mikill vatnselgur var vfð á göt- um. Fornebu-flugvöllur var lokaður f eina klukkustund á meðan snjó var rutt af flug- brautumim. Króatísku flugræningjarnir: Stefnt að réttar- Sjúkdómur- inn ólæknandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.