Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÖBER 1976 23 reynslu sinni af Callaghan að nú myndi rofa til. Ekki batnaði ástandið er ljóst varð hvern Callaghan gerði að eftirmanni sín- um í utanríkisráðherraembætti. t það embætti settist Anthony Crosland þing- maður og í grein í Morgunblaðinu, þar sem blaðið kynnti þennan nýja andstæð- ing og utanrikisráðherra Breta fyrir les- endum sinum — var fyrirsögnin: „Harður mótherji í landhelgismálinu". Menn bjuggust ekki við miklu af þessum nýja ráðherra, sem þar að auki var þingmaður fyrir Grimsby. Menn minntust einnig um- mæla Croslands frá 4. október 1975, er hann hótaði veiðum innan 50 milna mark- anna gömlu, en það var þá harðorðaðsta yfirlýsing brezks ráðherra um fiskveiði- deiluna og eins og Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra sagði: „Alvarleg til- raun til að stórspilla fyrir samningum.“ Síðari hluta apríl var Roy Hattersley staddur i Osló. Þar átti hann þá viðræður við Knut Frydenlund, en fundir þeirra urðu árangurslausir. 1 viðtali við Morgun- blaðið sagði Frydenlund, að hann gæti ekki skýrt frá viðræðum sínum efnislega, en hann kvað Hattersley hafa skýrt frá sjónarmiðum rikisstjórnar sinnar. Jafn- framt kvað hann málamiðlun Norðmanna ekki tímabæra, þar sem Islendingar hefðu hafnað þriðja aðila. Hattersley sagði við komuna til London frá Ósló að Norðmenn væru mjög áhugsasamir um lausn deil- unnar bæði sem aðildarríki í NATO og eins sem eitt Norðurlandanna. Þjóðverjar þrýsta á í samkomulaginu við Vestur-Þjóðverja var ákvæði í samningnum um það að ef bókun sex um tollaivilnanir íslendinga hjá Efnahagsbandalaginu hefði ekki tekið gildi innan 5 mánaða frá undirskrift, myndu samningarnir um veiðiheimildir Þjóðverja í íslenzkri fiskveiðilandhelgi verða frestað með sérstakri tilkynningu íslenzku ríkisstjórnarinnar. Fyrsti dagur- inn, sem heimilt var að lýsa yfir frestun samningsins var 28. apríl. Ríkisstjórnin ákvað þá að krefja þýzku ríkisstjórnina um greinargerð um gang mála innan EBE, en fresta nánari ákvarðanatöku. Jafn- framt lýsti Austin Laing þvi að á meðan Bretar segðu nei innan Efnahagsbanda- lagsins, gætu Þjóðverjar ekkert aðhafzt. „Þjóðverjar hefðu vafalaust gert það sem í þeirra valdi stóð til þess að vinna fyrir Islendinga," sagði Laing, en bætti þvi við að þau viðskipta- og tollakjör, sem bókun sex hefði í för með sér fyrir Island væru allt of mikilvæg til þess að Bretar létu þau af hendi eins og ástand mála væri. ísinn brotinn á Nato-fundi í Ósló. Og þannig leið hver vikan og mánuðir. Sama ófremdarástandið var á miðunum og þóttu það nú ekki lengur fréttir, þótt þar yrðu hörkuárekstrar. Allir virtust biða eftir þvi að eitthvað enn meira og verra gerðist. Ástandið var nánast óþolandi — það fannst báðum aðilum, en stoltið var mikið og menn vildu ekki ræðast við. Forsenda þess að íslendingar settust að samningaborði var sú að brezki flotinn færi á brott. Bretar neituðu að kalla her- skipin til baka, nema Islendingar lofuðu að áreita ekki togarana. Slíkt loforð vildu Islendingar ekki gefa — varðskipin yrðu að halda uppi islenzkri löggæzlu og sjá um að íslenzk lög yrðu virt. Og þar með var sjálfheldan algjör. En 20. maí var utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins haldinn i Ósló. Nú opnuðust augu manna og ef til vill var möguleiki á að þar yrði unnt að opna viðræður. Það reyndist einnig, sem menn höfðu vænzt. Fiskveiðideila Islands og Bretlands varð eitt af meginefnum fund- arins í Ósló og blöð sýndu því máli sérstak- an áhuga. Strax og Crosland kom til Osló átti hann fund með Frydenlund og þar kom hann á framfæri þeirri ósk að fá að hitta Einar Ágústsson. Seint um kvöldið kom Cros- land ásamt föruneyti heim á Grand Hotel i Osló, þar sem Einar Ágústsson bjó. Áttu ráðherrarnir þar viðræður og skiptust á skoðunum. Daginn eftir hittust þeir aftur og áttu þá með sér óformlegan fund. Eftir hann sagði Einar Ágústsson að honum fyndist vera breyttur tónn í Bretum og greinilega væri vilji fyrir hendi hjá Cros- land til þess að leysa deiluna. Um þessar mundir var haldinn i Finn- landi fundur norrænna samstarfsráðherra og sat Geir Hallgrimsson þann fund. Eftir þessa tvo fundi Einars og Croslands birtist Geir Hallgrímsson forsætisráðherra Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, kemur á ráðherrafund Atlantshafsbandalagsins I Brússel ( desember 1 975 en á þessum fundi varS mikiS fjaSrafok vegna ofbeldis Breta á íslandsmiðum. í fylgd með ráðherranum er Tómas Tómasson, sendiherra íslands hjá NATO. skyndilega og óvænt í Osló og þriðji fund- urinn með Crosland var haldinn. Geir Hallgrímsson sagði þá í samtali við Morgunblaðið: „Við Einar höfðum gert ráð fyrir því að hittast hér og ræða við Knut Frydenlund og Joseph Luns, en þeg- ar Anthony Crosland frétti af komu minni, óskaði hann eftir þvi að ræða við okkur báða. Um efni fundarins get ég sagt, að hvor aðili skýrði sin sjónarmið. Við lögðum áherzlu á, að samningaviðræð- ur gætu ekki farið fram, fyrr en herskipin væru farin út úr fiskveiðilandhelginni." „Bretar eiga nú næsta leik,“ sagði Geir Hallgrímsson forsætisráðherra. I London var viðræðunum í Osló lýst sem þeim árangursríkustu til þess tima og Kissinger sagðist hafa sagt við Crosland að Bandaríkjastjórn liti svo á að leysa ætti fiskveiðideiluna á þann hátt, sem tslend- ingar gætu sætt sig við. Þá gerðist það að Frjálslyndi flokkurinn brezki birti stuðningsyfirlýsingu við tsiendinga og kvað Breta siðferðislega réttlausa innan 200 milnanna. Algjör þögn í nokkrar vikur. Mikil forvitni var um það, hvað farið hefði á milli Islendinga og Breta i Osló. Voru samningar að takast eða ekki? Held- ur sýndist mönnum sem andrúmsloftið hefði létzt, en engin vissa fékkst. Aðeins voru gefnar út fremur loðnar yfirlýsingar i London og Reykjavik og brezkir blaða- menn, sem gefizt höfðu upp í London, komu til Reykjavíkur í von um að geta tint þar upp einhvern leka. En allt kom fyrir ekki. Síðan fór Crosland og hélt fundi með fulltrúum brezka fiskiðnaðarins. Eitthvað var að gerast, en ekkert var látið uppi um gang fundanna eða hvað þar var rætt um. Loks 27. maí birti Morgunblaðið það sem kallað var „hugmyndir um lausn land- helgisdeilu". Þar var gert ráð fyrir veiði- heimild til handa 24 togurum fram til 1. desember, Bretar virtu friðunarsvæði og bókun sex tæki gildi. Togararnir mættu siðan veiða upp að 20 til 30 milum. Samninpar takast í Osló. Ríkisstjórnin ákvað loks, að tveir ráð- herrar færu til samningaumleitana við Breta í Ósló. Grundvöllurinn að samkomu- laginu hafði sem sé verið lagður á NATO- fundinum nokkrum dögum áður. Islend- ingar vildu nú setjast að samningaborði, en með ákveðnum skilyrðum þó. Herskip- in yrðu að fara út. Ennfermur mun rikis- stjórnin hafa ákveðið að semja ekki, nema ákveðin atriði næðust til viðbótar, m.a. að Bretar viðurkenndu 200 milurnar eftir 1. desember. Þetta mikilvæga atriði fékkst og fram að kvöldi 1. júní. Fimmdálka fyrirsögn á fórsíðu Morgunblaðsins, þar sem niðurstöður samninganna i Osló eru tilkynntar hljóðaði svo: „Stórsigur fyrir málstað Islands: BRETAR VIÐUR- KENNA 200 MlLUR." Geir Hallgrímsson forsætisráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið, að Bretar gætu nú ekki framar beitt herskipum innan islenzkrar fiskveiðilögsögu, þar sem full viðurkenn- ing þeirra á 200 milunum lægi nú fyrir. Einar Ágústsson og Anthony Crosland skiptust á skjölum varðandi samkomulag- ið og þar með var það fullgilt. „Málstaður Islands hafði sigrað“ — sagði í forystu- grein Morgunblaðsins. En örlögin eru stundum kaldhæðin. Sé Morgunblaðinu flett er á forsíðu þess að- eins viku siðar frétt um að Efnahags- bandalagið synji Bretum um 50 milna einkalögsögu. Barátta Breta innan EBE var að komast í hámæli. Þar virtust Bret- um koma rök tslendinga gegn þeim sjálf- um skömmu áður að góðu haldi. Hvernig gátu hin ýmsu lönd innan Efnahagsbanda- lagsins boðið Bretum upp á þá firru, að þau ættu hefðbundinn rétt til fiskveiða upp að ströndum Bretlandseyja. Fárán- legt!? Roy Hatte.aley og Edward Bishop, samningamenn Breta, fara frá Reykjavfk f fússi eftir að slitnað hafði upp úr samningáviSræðum 17. nóvember 1975.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.