Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15.0KTÖBER 1976 33 Halldórs Halldórssonar A drottinsdegi hinn 10. okt. s.l. lét Halldór Halldórsson prófessor frá sér fara grein í Morgunblaðið, sem hann nefndi „Tilræði við fslenzkt mál og fslenzkar bókmenntir". Tilefni greinarinnar var, að heimspekideild og háskólaráð hafa á þessu ári samþykkt til- Iögur til reglugerðarbreytingar fyrir heimspekideild, sem liggja nú hjá menntamálaráði til endanlegrar afgreiðslu. Þar sem ég er um þessar mundir forseti heimspekideild- ar, tel ég mig knúinn til þess að svara Halldóri Halldórssyni í stuttu máli og mun ég víkja nær eingöngu að þeirri fullyrð- ingu hans, að hin nýja reglu- gerð feli í sér algeran aðskilnað íslenzkunnar í tvær sjálfstæðar námsgreinar, islenzka málfræði og íslenzkar bókmenntir. B.A.-próf I hinum nýju reglugerðar- drögum segir: „Til B.A-prófs velur stúdent sér aðalgrein úr námsgreinum, sem upp eru taldar i 52. gr. 1 a-lið og tekur í henni minnst 60 e“. En fslenzka, þ.e. íslenzkt mál og íslenzkar bókmenntir, er ein þessara námsgreina, sem þar eru upp taldar. Islenzku er þvf haldið sem einni grein til B.A- prófs, eins og verið hefur. Hall- dóri Halldórssyni þykir það hlýðaágrein sinni að láta þessa að engu getið. En hér er nokkru við að bæta. Eftir núverandi kerfi taka stúd- entar mest 3 stig í islenzku til B.A.-prófs eða jafngildi 45 ein- inga. Hið nýja kerfi gerir ráð fyrir, að þeir stúdentar, sem lesa islenzku sem aðalgrein til B.A.-prófs, taki minnst 60 ein- ingar í greininni og allt að 90 einingum. Stúdentar geti lesið eina grein til B.A-prófs. Þetta felur í sér verulega aukningu námsefnis i greininni eða allt að 100%. Islenzkan yrði því stórlega efld með nýju reglu- gerðinni. Þetta er að sjálfsögðu afar mikilvægt, þar sem flestir stúdentar, sem lesa íslenzku sem aðalgrein, hætta að loknu B.A.-námi. Cand. mag.-próf Samkvæmt núgildandi reglu- gerð er stúdent heimilt að ganga undir kandidatspróf í íslenzku, hafi hann leyst af hendi B.A.-próf og lokið þrem- ur stigum í íslenzku. Kandídat- inn velur sér aðalgrein, mál- fræði eða bókmenntir. Heimilt er að velja tvo námsþætti af átta (tveir þættir samsvara kandídatsritgerð) úr öðrum greinum. Þetta merkir, að sá „klofning- ur“, sem Halldór Halldórsson talar um milli íslenzks máls og islenzkra bókmennta á sér stað i reynd eftir B.A.-próf, þótt prófgráðan heiti kandídatspróf í islenzku. Hér vil ég taka fram, að ég tel jafnsjálfsagt að halda i islenzku til B.A-prófs og skilja hana að i íslenzkt mál og íslenzkar bókmenntir eftir B.A.-próf. Eg hef látið athuga náms- þáttaval hjá þeim stúdentum, sem lesið hafa til kandidats- próf's i Islenzku og lokið að fullu prófi eða öllum námsþátt- um nema ritgerð. Athugun þessi nær aftur til 1970. 1 ljós kemur, að hér er um 15 stúd- enta að ræða, 6 í málfræði, 9 í bókmenntum. Aðeins tveir stúdentar í málfræði hafa tekið hvor sinn þátt úr bókmenntum. Hinir 13 hafa allir haldið sig við sitt sérsvið (einn málfræðistúd- entinn tók almenn málvisindi og sanskrít sem einn þátt). Samkvæmt hinum nýju reglugerðardrögum er ekki talað um kandidatspróf í íslenzku, heldur kandidatspróf í íslenzkri málfræði og kandídatspróf í fslenzkum bók- menntum. Og eftir sem áður hafa stúdentar, sem leggja stund á þessar greinar eftir B.A.-próf, rétt til þess að taka prófþátt eða prófþætti úr öðr- um greinum. Breytingin frá kandidatsprófi í íslenzku frá núverandi reglugerð er því nafnbreytingin einber, sjá þó nýmæli hér á eftir. Það er að- eins matsatriði, hvort menn vilja laga heiti prófgráðunnar að námsefni eða halda i gamalt heiti. Nýmæli Nýrri reglugerð fylgja ný- mæli. Reglugerðardrögin byggja á einingakerfi. Um gildi þess má deila, en meginkostur þess er aukið frjálsræði um samval greina, að því tilskildu, að það leiði ekki út í endileysu. Námsnefndum og deildarráði er ætlað að hafa trausta stjórn á því. Ég tek hér upp kafla um B.A-próf: „Til B.A.-prófs velur stúd- ent sér aðalgrein úr náms- greinum, sem upp eru taldar i 52. gr. 1, a-lið, og tekur í henni minnst 60 e. Stúdent getur valið sér aukagrein úr þessum námsgreinum og ber að taka i henni mjnnst 30 e. Stúdent er heimilt að sækja aukagrein til annarrar deildar með sam- þykki deildarráðs. Stúdent, sem ekki velur aukagrein, vel- ur viðbótarprófþætti úr aðal- grein eða greinum henni skyldum, enda komi til sam- þykki kennara aðalgreinar. Heimilt er að ákveða, að hluti aðalgreinar eða aukagreinar séu valfrjálsir prófþættir. Heimilt er stúdent i samráði við greinarkennara að sækja prófþætti til annarra deilda". Þessi tilhögun um valfrjálsa prófþætti kemur til að móta mjög nám í heimspekideild og setja mark sitt jafnt á nám í islenzku sem öðrum greinum. Til að skýra þetta nánar skulu tekin dæmi. Bókmennta- rannsóknir beinast oft að heim- speki og hugmyndum í ritverk- um. Stúdent, sem les heimspeki sem aðalgrein, gæti tekið próf- þátt eða prófþætti i islenzkum bókmenntum án þess að lesa íslenzka málfræði, málsögu, hljóðfræði, gotnesku o.s.frv. Annað dæmi. Stúdent, sem les ensku og hefur tungumálið að sérsviði, gæti sér til gagns tekið prófþátt um franskan orða- forða, því að stór hluti orða- forða enskunnar er frá frönsku runninn. Og einnig gæti hann sér að þekkingarauka tekið prófþátt í sögu islenzka orða- Framhald á bls. 46 Svargrein frá Bjama Gudna- syni, forseta heimspekideildar Hin nýja frystigeymsla Coldwater seafood í Bandarikjunum tekur 5000 lestir af frystum fiski, og um 40% afskipana hjá Coldwater fara i gegnum hana. Samningar tókust milli Cold- water og verkalýðsfélagsins Franskur dýralækn- ir annast háhyrnuna Blóðsýni tekið úr henni í gœrdag EINS og skýrt var frá í Morgunblaðinu í s.l. viku, vann starfsfólk Coldwater seafood corp. í fiskiðnaðar- verksmiðjunni í Cambridge í Bandaríkjun- Rekneta- bátar med 560 tunnur AFLI reknetabáta frá Höfn var ekki jafn góður f gær og I fyrra- dag, en þó bárust um 560 tunnur að landi. Steinunn SF var með mestan afla, 140 tunnur, Hvanney var með 100 tunnur, Hringur með 60 og Skógey 70 tunnur. um með miklum hæga- gangi vegna ágreinings í kjaramálum. Mbl. fregnaði hins vegar í gær, að fengizt hefði farsæl lausn á þeim ágreiningi sem upp kom. Undirritaður hefur verið samningur við verkalýðs- félagið á staðnum og gildir hann til tveggja ára. Rekst- ur verksmiðjunnar í Cambridge er því kominn í eðlilegt horf á ný. Skýrt hefur frá þvi, að s.l. vor tók Coldwater I notkun nýja frystigeymslu í Everett skammt fyrir utan Boston. Tekur hún 5000 lestir af frystum fiski og fara nú um 40% af afskipunum Cold- waters gegnum þessá geymslu. Þá er verið að byggja fiskiðnaðar- verksmiðju i tengslum við frysti- geymsluna, en hún verður nokkru minni en verksmiðjan I Cambridge Þrjátfu og fimm herpinótaskip höfðu byrjað sfldveiðar f gær, af alls 52, sem hafa fengið leyfi til sfldveiða með herpinót. Af þess- um fjölda eru 23 skip þegar búinn með 200 tonna kvótann. Afli herpinótaskipanna er nú kominn eitthvað á sjötta þúsund lesta. Að sögn Jóns B. Jónassonar fulltrúa í sjávarútvegsráðuneyt- Aðaldýralæknir sædýra- safnsins Marineland f Frakklandi kom til Hafnar í Hornafirði í gær og hófst þegar handa við að athuga ástand háhyrnunnar Jó- hönnu. Var henni lyft upp og tekið blóðsýni úr henni til að athuga hvort ekki væri allt með felldu. Jóhanna hefur dafnað vel i búr- inu í Hornafjarðarhöfn siðustu daga. I fyrradag borðaði hún yfir 30 kíló af síld, sem er talinn góður dagskammtur háhyrninga. Matar- lystin var hins vegar ekki eins góð f gær, en þó hafði hún borðað ein sjö kíló síðari hluta dagsins. Ástæðan fyrir því að matarlyst- in var ekki eins góð þá er talin vera að Jóhanna hafi orðið hálf óróleg þegar henni var lyft upp á yfirborðið og blóðsýnið tekið. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér á inu eru mjög lítil brögð að þvf að menn fari yfir 200 tonna kvótann og hafa mörg skip hætt veiðum áður en þau hafa alveg fyllt í 200 tonnin, þau skip, sem farið hafa yfir 200 tonn, hafa aðeins farið nokkrum tonnum fram fyrir. Að þessu leyti er ástandið allt annað en á s.l. ári, sagði Jón. Þá vildi brenna við að sumir færu all- hressilega fram yfir kvótann sem þeim var úthlutað. Höfn, þá er franski dýralæknir- inn hinn ánægðasti með likams- ástand Jóhönnu. Vestfirðir: Sumar- vertíd EINSTÆÐ veðurbllða var 1 Vest- firðingafjórðungi allan septem- bermánuð og góður afli hjá tog- bátum og sæmilegur afli hjá öðr- um bátum, miðað við árstima. Nokkrir bátar stunduðu veiðar með þorskanet f Djúpinu, og var afli þeirra mjög misjafn. í september stunduðu 125 (127) bátar bolfiskveiðar frá Vestfjörðum, 90 (79) með hand- færum, 12 (22) reru með línu, 10 (10) með botnvörpu, 9 (2) með net og4 (14) meðdragnót. Heildaraflinn i september var 4.198 lestir, en var 2.913 lestir í september í fyrra. Er heildarafl- inn á sumarvertíðinni þá orðinn 23.169 lestir, en var 20.211 lestir á síðustu sumarvertfð. Er þessi sumarvertið orðin ein sú bezta um árabil. Afli togaranna var sem hér segir í septem- ber. Veiðiferðir ( sviga: Framnes, Þingeyri, 217 lestir (4), Gyllir, Flateyri, 340 (3), Trausti, Suðureyri, 64 (1), Dagrún, Bolungarvfk, 370 (3), Guðbjörg, Isafirði, 413 (3). Guðbjartur, fsafirði. 318 (3), Júlfus Geirmundsson, Isafirði, 262 (3). Páll Páls- son, Hnffsdal, 254 (3) og Bessi, Súðavfk, 332 (3). 23 skip búin með 200 tonna kvótann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.