Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKT0BER 1976 31 dagana i janúar fór togurunum fjölgandi og þriðja janúar voru togararnir orðnir rúmlega fjörutíu. Bresku togara- skipstjórarnir voru mjög varir um sig og þorskastríðið var orðið hreint taugastrið. Til marks um það má nefna að eina nóttina var rannsóknaskipið Árni Frið- riksson að leita að loðnu úti fyrir Austur- landi á sömu slóðum og bresku togararnir héldu sig. Togararnir hifðu vörpurnar um leið og þeir urðu varir við rannsóknaskip- ið og bresku freigáturnar fylgdu því lengi eftir. I öðru tilviki reyndi freigátan Andromeda að trufla siglingu rannsókna- skipsins Árna Friðrikssonar undan Norð- Austurlandi og lét freigátan ekki af ögrunum sinum fyrr en eitt af varðskipun- um islensku, Ægir, hafði mótmælt kröftuglega. Óttaðist mjög að Þór yrðisökkt Bresku sjóliðsforingjarnir virtust nú staðráðnir í að sýna togaraskipstjórunum bresku að flotinn ætti í fullu tré við íslensku varðskipin en nokkurrar óánægju gætti meðal bresku togara- mannanna yfir veiðisvæðum og því hversu litið næði gæfist til veiðanna. Með tveggja daga millibili sigla bresku frei- gáturnar harkalega á varðskipið Þór, þar sem það var við gæslustörf. 1 fyrra til- vikinu er það freigátan Andromeda en í þvi seinna var það freigátan Leander. Það sýnir ef til vill best hversu erfitt var fyrir Þór að kijást við bresku freigáturnar að ganghraði Leander er liðlega 30 sjómilur en Þórs 17. Það var ekki að furða þó Helgi Hallvarðsson, skipherra á Þór, segði i blaðaviðtali eftir þessa atburði að hann óttaðist mjög að Þór yrði sökkt. Bresku freigáturnar héldu áfram árásum sinum á Þór og sunnudaginn 13. janúar gerði frei- gátan Bacchante alls 27 tilraunir til ásiglinga á varðskipið en án árangurs. Það var misjafnt með hvaða þunga bresku freigátuskipherrarnir sóttu að islensku varðskipunum og helst töldu menn það skýra árásargleði þeirra á Þór, að hann væri veikbyggðasta varðskipið og elst þeirra. Freigáturnar yfirgefa landhelgina Baráttan í landhelgismálinu færðist nú að mestu frá miðunum upp á þurrt land. Dr. Joseph Luns, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kemur til Islands þeirra erinda að reyna að miðla málum í deilu Breta og Islendinga og Geir Hallgrimsson forsætisráðherra skýrir frá því að til slita á stjórnmálasambandi landanna komi, ef flotinn verði ekki kallaður út úr landhelginni. Svar Bret- anna við þessum nýju aðstæðum þorska- striðsins var að senda sem flesta togara á tslandsmið og um miðjan janúar eru þeir orðnir rúmlega 50, en voru 18 á sama tíma árið áður. Eftir dvöl sina hér á landi hélt dr. Luns til Bretlands og eftir fund hans með James Callaghan, utanríkisráðherra Breta, 19. janúar, gefur Callaghan út yfir- lýsingu þess efnis að brezk herskip verði nú kvödd út fyrir 200 milna landhelgina við tsland og degi siðar höfðu bresku freigáturnar yfirgefið landhelgina. Bresku togararnir héldu áfram veiðum fyrir austan land og voru liðlega fjörutiu togarar þar undir vernd 4 aðstoðarskipa. Týr I sárum eftir ásiglíngu freigátunnar Falmouth á varBskipið 6. mal 1976. Freigáturnar sigla á ný inn í landhelgina Strax fyrsta daginn eftir að bresku togararnir sneru aftur klippti varðskipið Týr aftan úr einum bresku landhelgis- brjótanna en ráðherrar í Bretlandi báðu togaramennina að sýna stillingu. Enn hót- uðu bresku togaraskipstjórarnir að yfir- gefa lslandsmið fengju þeir ekki fram- gengt kröfum sínum um fullar bætur, en að morgni 5. febrúar sigldu tvær breskar freigátur á ný inn í islensku fiskveiðilög- söguna til verndar 35 togurunum, sem þar voru þá við veiðar. Þar með var floti hennar hátignar Bretadrottningar aftur kominn til starfa á íslandsmiðum. Ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar um að senda freigáturnar á vettvang var tekin eftir að varðskipið Baldur, sem nú hafði bæst i flota varðskipanna, hafði skorið á vörpu eins Hulltogara, sem var á veiðum á friðuðu svæði norðaustur af Langanesi. Bresku togaraskipstjórarnir héldu næstu daga uppteknum hætti og voru að veiðum á þessu friðaða svæði undir vernd her- skipa. Bretarnir báru því við að þeir hefðu ekki fengið að vita um friðun svæðisins g um miðjan febrúar eru þar 45 breskir togarar að veiðum. Baldur sendir tvær freigátur í slipp Fátt var um stórtiðindi á miðunum fyrir Austurlandi þar til um mánaðamótin verður að öllum Ifkind- um að gera við Tý og er ðætlað að sú viðgerð kosti um 40 milljónir króna. Viðgerðar- kostnaður á Óðni nemur um 28 milljónum króna en mestu munar að skipta varð um skrúfuása og skrúfur i bæði Óðni og Tý. Hvað snertir við- gerðina á Ægi sagði Garðar að hún væri komin yfir 20 milljónir og gera mætti ráð fyrir að um 35 milljónir kost- aði að gera við Þór og álfka upphæð yrði að verja til viðgerða á Baldri. — Þetta eru þó mest ágiskunartölur og þær eiga sennilega eftir að hækka eitthvað. Þannig að ég held að það sé ekki fjarri lagi að áætla að heildar- kostnaðurinn verði um 250 milljónir, sagði Garðar. — Við getum þó alltaf huggað okkur við að varðskipin verða eins og ný skip aftur og það eina er að þau gætu orðið heldur betri, sagði Garðar að lokum. Islensku varðskipin höfðu frekar hægt um sig en i kjölfar þess að breski flotinn var kallaður út fyrir 200 milna mörkin hófust viðræður milli Geirs Hallgrimssonar og Harolds Wilsons, forsætisráðherra Breta um lausn deilunnar i Lundúnum. Breska stjórnin gaf togaraskipstjórum sinum skipun um að hlýða fyrirmælum varðskip- anna og togurunum fækkaði heldur meðan á samningaviðræðunum stóð í Lundúnum. Togaraskipstjórar heimta herskipavernd ella fari þeir af fslandsmiðum Sem kunnugt er náðist ekkert sam- komulag á fundum þeirra Geirs og Wilsons. Mikill kurr var nú kominn upp meðal togaraskipstjóranna bresku fyrir austan land, en þeir höfðu ekki getað sett veiðarfæri sín í sjó á sjötta tug klukku- stunda. Settu togaraskipstjórarnir nú fram kröfu um að þeir fengju flotavernd á ný auk þess, sem þeir kröfðust þess að Viðgerðirnar kosta 250 milljónir króna breska stjórnin greiddi þeim skaðabætur fyrir tapaða veiðidaga. Að kvöldi 29. janúar voru allar líkur á að breski togara- flotinn væri að yfirgefa miðin við Island, þar sem ekkert svar hafði borist við kröf- um þeirra frá breskum ráðamönnum Þegar togaraflotinn var á útleið barst þeim svar frá bresku rikisstjórninni um að orðið yrði við þeirri kröfu þeirra að togararnir fengju fjárhagsbætur fyrir tapaða veiðidaga en ekki vildi stjórnin gefa togaramönnum fyrirheit um flota- vernd. Að fengnum þessum boðum sneru bresku togararnir aftur á tslandsmið. — ÞAÐ má fastlega gera ráð fyrir að kostnaðurinn við við- gerðir á varðskipunum eftir þessa sex mánaða baráttu við Bretann kosti um 250 miiljonir króna. Allt er þetta tryggt, fyrst hjá Sam- ábyrgð fslenskra fiski- skipa og endurtryggt mest hjá I.loyds f Bret- landi. Þannig að bróð- urparturinn af þessu tjóni lendir á Bretum sagði Garðar Pálsson eftirlitsmaður hjá Landhelgisgæslunni. Nú er lokið viðgerð- um á varðskipunum öðni, Ægi og Ver. Viðgerð á Þór er komin vel á veg og varðskipið Týr er nú til viðgerða úti f Danmörku og má gera ráð fyrir að það komi heim um miðjan nóvember n.k. Mesta einstaka tjónið, sem varð á varðskip- GarSar Pálsson. unum f þessu þriðja þorskastrfði varð þegar freigátan Leander sigldi á Ver og braut niður gálga hans. Taldi Garðar að þetta tjón næmi um 22 milljónum króna en alls kostar við- gerðin á Ver um 37 milljónir. Dýrast . .. . „ÞETTA ER HLUTVERK DRÁTTARBÁTANNA Á ÍSLANDSMIÐUM" .. ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.