Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1976 37 Rannsóknarlögregla ríkisins: Áfengi, fíkniefni og siónvarp brotahvatar Stjórnarfrumvarp um rannsóknarlög- reglu rætt í neðri deild Alþingis NOKKRAR umræður urðu f neðri deild Alþingis f gær um frumvarp rfkisstjórnarinnar um rannsóknar- lögreglu rfkisins. Þar kom fram vilji þingmanna allra flokka til að hraða afgreiðslu frumvarpsins með þeim hætti, að hægt væri að taka fyrirsjáanlegan kostnað við þessa nýju stofnun inn á fjárlög næsta árs. Frumvarp þetta var flutt á sfðustu vikum sfðasta þings en varð ekki útrætt. Rétt þótti þá að fresta afgreiðslu frumvarpsins vegna umsagna um það, sem ekki vóru á eina lund, enda beinlfnis ákvæði f frumvarpinu sjálfu þess efnis, að það tæki ekki gildi fyrr en 1. janúar 1977, þó samþykkt hefði verið. Vóru umsagnir sendar til mats réttarfarsnefndar. Grafast þarf fyrir rætur afbrota Ólafur Jóhannesson, dómsmála- ráðherra, gerði í löngu og itarlegu máli grein fyrir efnisatriðum frumvarpsins, sem nú er endur- flutt með einni minni háttar breytingu. Þau efnisatriði hafa nýlega verið rakin hér í Mbl., er skýrt var frá frumvarpinu i frétt- um þess. Meginatriðið er að setja skal á stofn Rannsóknarlögreglu ríkisins, bæði til að skilja frekar að dómsvald og löggæzlu og búa betur i haginn fyrir rannsókn stærri afbrota, sem oft spanna fleiri en eitt lögsagnarumdæmi. Taldi dómsmálaráðherra stigið stórt framfaraspor með frum- varpinu, ef það fengi lagagildi. t almennum hugleiðingum um brotamál sagði ráðherr- ann efnislega: Nauðsyn ber til að hraða rann- sókn brotamála og búa betur að þeim, sem að rannsóknum starfa. Tryggja þarf að mál upp- lýsist sem fyrst og réttum lögum verði komið yfir sakamenn. En hins þarf ekki siður að gæta að saklausir verði ekki sakfelldir. t ýmsum tilfellum þarf og að hafa í huga, að refsing þarf ekki endi- lega að vera réttast þjóðfélagslegt viðbragð við vissum brotum, eink- um hjá ungu fólki, heldur að- gerðir, sem hjálpa þvi til þroska sem góðum þjóðfélagsþegnum. Ekki er vafi á því að óhófsleg áfengisneyzla tslendinga, og á seinni timum einnig fíkniefna- notkun, eru undirrót afbrota, bæði hinna stærri og smærri. Um það höfum við fjölmörg hryggileg dæmi. Þá hygg ég og að rangvalið efni sjónvarps, margvíslegt, þar sem glæpir eru rauði þráðurinn, og sent er inn á hvert heimili i landinu, hafi neikvætt uppeldis- legt gildi, einkum fyrir börn og unglinga, og skapi rangt viðhorf til þjóðfélagsins og þess, hvað sé Þingsályktun: Til staðfest- ingar samnings við Breta frá 1. júní sl. Lögð hefur verið fram á al- þingi tillaga til þingsálykt- unar, er rfkisstjórnin flytur til staðfestingar á skammtfma samkomulagi við rfkisstjórn Bretiands um takmarkaðar veiðar brezkra togara hér við land. Samningur þessi var gerður 1. júnf sl. og gildir tii 1. desember nk. rétt og rangt í breytni manna. Þá taldi ráðherra að óhófsiifnaður um efni fram leiddi til auðgunar- brota, þ.á m. ávísanamisferlis. Spurning er og, hver áhrif skóla- kerfið hefur á uppvaxandi æsku, hvort þangað er sóttur hugsunar- háttur, sem er öndverður við þjóðfélag okkar. Um þetta vil ég ekkert staðhæfa, en hér er athug- unarefni fyrir félagsfræðinga. Refsing er ekki alltaf rétt mót- svar, þó hún sé nauðsynleg í mörgum og máske flestum tilfell- um, heldur það að grafast fyrir rætur brotamála, stuðla að fyrir- byggjandi aðgerðum og þroska- hjálp við ungt brotafólk, t.d. það, sem ánetjast hefur vímugjöfum. Dæmi úr daglega lffinu Sighvatur Björgvinsson (A) sagði m.a., að Alþýðuflokkurinn hefði viljað samþykkja þetta frumvarp þegar á sl. vori — og hann væri sama sinnis enn. Hann tók undir orð dómsmáiaráðherra um fyrirbyggjandi aðgerðir. Hann nefndi dæmi um áhrif sjónvarps, gegn- um glæpamynd- ir, á yngstu börn á leikskólaaldri, og vitnaði til dæma þar um, er hann bar for- stöðukonu á leikskóla fyrir. Hann átaldi það, að frumvarp þetta hefði verið sent réttarfarsnefnd til umsagnar vegna nokkurra athugasemda; það hefði átt að samþykkja það þegar sl. vor. Frumvarpið fái byr gegnum þingið Ingólfur Jónsson (S) sagði m.a., að þegar hefði verið boðaður fundur í allsherjarnefnd nk. mánudag, þar sem um þetta mál yrði fjaliað. Myndi lögð áherzla á að hraða af- greiðslu þess. I frumvarpinu, eins og það var lagt fyrir á sl. vori, hefði verið ákvæði um giidistöku hinn 1. janúar 1977. Það væri því enginn skaði skeður, þó þing- menn hefði gefið sér tóm til að fhuga svo viðamikið mál yfir sumartfmann, þar sem gildistfmi laganna yrði eftir sem áður sá sami. Vel þyrfti að vanda það sem lengi ætti að standa. Hér væri um að ræða stór- mál, sem mikils væri af vænt, og því rétt að nýta þann tíma, sem tiltækur hefði verið, vegna ákvæða um gildistöku, tii að undirbúa málið sem bezt. Nú þyrfti að hraða meóferð þess f þinginu, þann veg, að málið kæm- ist til athugunar við fjárlagagerð. Framkvæmdin skiptir mestu máli Tómas Arnason (F) tók undir það að hér væri um stórmál að ræða. Hann lagði áherzlu á sér- hæft starfsiið væntanlegrar rannsóknarlög- reglu. Tryggja þyrfti þessari nýju stofnun nægilegt fjár- magn til að standa undir hlutverki sinu. Framkvæmdin skipti ekki minna máli en lagasetningin sjálf. Rannsóknarlögreglan f Reykjavík Friðjón Þórðarson (S) ræddi efnisþætti frumvarpsins. Tók löggæziumanna að gildandi iög- um. Frestun eðlileg Svava Jakobsdóttir (Abl) sagð- ist hafa verið f hópi þeirra þyng- manna, sem töldu frestun málsins eðlilega á sl. vori, með tilliti til þeirra athugasemda, sem fram hefðu komið frá umsagnaraðilum og gildistöku, sem tilgreind hefði verið 1. janúar 1977. Hér 4 Alþingi mætti hins vegar ekki fjalla um þetta þýðingarmikla mái með sama móðursýkis- hættinum og einkeqnt hefði umræðu alla í blöðum og fjöl- miðlum. Hún taldi og Alþýðu- flokkinn skjóta yfir mark í gagnrýni sinni. Gauragangurinn mætti ekki leiða til þess að hrópað yrði „krossfest- ið hann“ áður en niðurstöður málsrannsókna lægju almennt fyrir. Hún tók jákvæða afstöðu til frumvarpsins sem slíks en lagði áherzlu á þau orð dómsmálaráð- herra, að betri refsingu, þó nauð- synleg kynni að vera, væru fyrir- byggjandi aðgerðir. Veita þyrfti Framhald á bis. 46 WATERGATE EZ3 f lauels & gallabuxur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.