Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÖBER 1976 13 Takmarkið: Engin slysaalda í ár I dag má setja nagladekk undir bílinn - Dragið það ekki fram í fyrstu snjóa FRA og með deginum ( dag er bfleigendum heimilt að setja neglda snjóhjólbarða undir bfla sfna. Hér fara á eftir leiðbeiningar, sem slysarannsóknardeild lögreglunnar hefur tekið saman af þvf til- efni: Ef einhver færi að ganga á skíðum á grænu túni að sumar- lagi álitu flestir að hann væri „bilaður". En ef sá hinn sami missti stjórn á bílnum sfnum í hálku vegna þess, að sumarhjól- barðar væru ennþá f notkun, teldu flestir það eðlilegt. Á hverju hausti eru of margir bfl- stjórar, sem gleyma því, að snjórinn og ísinn eru jafn hálir ár eftir ár. Eftir 15. okt. ár hvert er heimilt að búa bflinn til vetrar- aksturs með negldum hjólbörð- um. Raunar má gera þetta fyrr, ef færð gefur tilefni til þess. Samt eru alltof margir, sem aka á sumarhjólbörðum þar til fyrsta hálkan kemur eða leng- ur. Á fyrsta hálkudegi haustsins hér f Reykjavík verða oft um 40 umferðaróhöpp, sem rekja má að einhverju eða öllu leyti til vanbúnaðar bfla til aksturs í snjó og hálku. Það er of seint að búa bflinn til vetraraksturs eft- ir að snjórinn og hálkan eru komin. Það á að gerast áður. í reglum um gerð og búnað bfla segir: „Þegar snjór eða fsing er á vegi, skal hafa snjó- keðjur á hjólum eða annan bún- að, t.d. hjólbarða með grófum mynstrum eða með nöglum, sem veitt getur viðnám. Eigi leysir notkun þessa búnaðar ökumann undan þvf að sýna ýtrustu varúð í akstri". I sömu reglugerð segir einn- ig: „Þegar bifreið, sem er innan við 3500 kg að leyfðri heildar- þyngd, er búin negldum hjól- börðum, skulu öll hjól vera með negldum börðum. Heimilt er þó að nota keðjur á hjólum eins öxuls og neglda hjólbarða á öðr- um. Á bifreið, sem er 3500 kg að leyfðri heildarþyngd eða meir og búin er negldum hjól- börðum, skulu hjól á sama öxli vera með negldum börðum. Naglar skulu vera sem næst jafnmargir á hverjum hjól- barða. Þegar tvöföld hjól eru á öxli nægir að annar hjólbarðinn sé negldur, enda séu negldir hjólbarðar þá samhverfir um lengdarás bifreiðar". B.O. Endurbætur ráðgerð- ar á Bessastöðum Forsetafjölskyldan kann að þurfa að flytja úr húsinu á meðan I FJÁRLAGAFRUMVARPINU fyrir næsta ár kemur fram að ráðgert er að verja 29 milljón- um króna til nauðsynlegra breytinga og endurbóta á for- setasetrinu á Bessastöðum. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér f for- sætisráðuneytinu hefur embætti húsameistara ríkisins gert lauslega áætlun um kostn- að við allsherjarviðgerð á for- setasetsinu, einkum gamla aðal- húsinu, Bessastaðastofu. I áætl- uninni kemur fram tillaga um Framhald á bls. 46 Jóhann Hafstein for- maður fyrstu hússtjóm- ar Sjálfstæðishússins Á FUNDI miðstjórnar Sjálf- stæðisflokksins, sem haldinn var i gær, var kjörin fyrsta hússtjórn hins nýja Sjálfstæðishúss við Bol- holt í Reykjavfk. Formaður stjórnarinnar var kjörinn Jóhann Hafstein. Vara- formaður er Albert Guðmunds- son, en aðrir i stjórn eru Hjörtur Hjartarson, Kristín Magnúsdóttir og Þorsteinn Pálsson. Varamenn eru Sigurður Hafstein og Gústav B. Einarsson. Bygginganefnd Sjálfstæðis- hússins lét af störfum fyrir ári, en sfðan hefur Albert Guðmundsson veitt framkvæmdum forstöðu. Framkvæmdirnar eru nú að komast á lokastig, enda hefur Jóhann Hafstein mestur hluti hússins verið tekinn í notkun, og hófst almennt fundarhald á neðstu hæðinni ný- lega. •^Gallabuxumar11-0 sem endast & endast BANKASTRÆTI ©-14275 LAUGAVEGUR ©-21599

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.