Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1976
febrúar og marz en þá hófust enn á ný
ásiglingar breskra herskipa á íslensk varð-
skip, sem héldu ótrauð áfram baráttu
sinni við að halda bresku veiðiþjófunum
frá veiðum. Miklar umræður urðu um
ágreining Breta og Islendinga á þingi
Norðurlandaráðs, sem haldið var um
mánaðamótin í Kaupmannahöfn og fréttir
berast af áhyggjum breskra útgerðar-
manna um neyðarástand í útgerðarmálum
Breta. Freigátan Yarmouth fékk eins og
fleiri breskar freigátur að kenna eftir-
minnilega á afturhluta varðskipsins
Baldurs.
Tólfta marz sigla tvær breskar freigátur
7 sinnum á Tý og Þór og fylgdu þessar
ásiglingar í kjölfar togvíraklippingar
varðskipsins Ægis daginn áður. Þór
skemmdist töluvert við þessar ásiglingar
og varð að leita hafnar í bili. Marz-
mánuður leið án þess að til stórátaka
kæmi á miðunum nema hvað varðskipið
Baldur sendi freigátuna Diomede í slipp
eftir að freigátan hafði gert 27 ásiglingar-
tilraunir og tekist í þremur þeirra að
koma höggi á varðskipið en með þeim
’ afleiðingum að freigátan varð að halda
heim á leið.
Innanlands snerust umræður um land-
helgismálið aðallega um hvernig hægt
væri að auka og bæta tækjakost Land-
heigisgæslunnar og fóru skipherrar
Gæslunnar meðal annars utan til að skoða
hraðbáta. Góð reynsla hafðí fengist af
notkun skuttogarans Baldurs við gæslu-
störf og 25. marz tekur ríkisstjórnin
ákvörðun um að fá annan skuttogara, Ver,
til gæslustarfa.
Flotinn breytir
um aðferð —
togaraskipstjórar setja
enn úrslitakosti
I byrjun aprílmánaðar halda freigáturn-
ar uppteknum hætti og sigla á íslensku
varðskipin og nú var það Týr sem var
fórnardýrið. Þessar endurteknu
ásiglingar freigátnanna á varðskipin urðu
til þess að þær löskuðust margar illa og
áttu Bretar í hinum mestu vandræðum f
lok mánaðarins vegna skorts á freigátum.
Togarafloti Breta hélt sig fram eftir
mánuðinum úti fyrir Vestfjörðum en skip-
stjórarnir kvörtuðu sáran undan lélegum
afla og voru á stöðugri siglingu fram og til
baka. Um 20. apríl héldu bresku togararn-
ir f austurátt og hófu veiðar úti fyrir
Norð-Austurlandi. Um 50 breskir togarar
voru nú við landið og fengu þeir óspart að
kenna á klippum varðskipsmanna.
Eins og áður gat höfðu bresku frei-
gáturnar orðið fyrir miklum skemmdum í
ásiglingum sfnum á íslensku varðskipin.
Ekki er óliklegt að sú ákvörðun yfirmanna
breska flotans í lok apríl að láta frei-
gáturnar hætta að verja togarana en
fylgja varðskipunum þess í stað eftir eins
og skuggi og láta togarana sífellt vita um
ferðir þeirra, hafi verið tekin, þegar yfir-
mennirnir sáu fram á að þeir hefðu ekki
fleiri freigátur til að senda á Islandsmið
en stór hluti freigátnanna var mikið
laskaður eftir átökin. Þessi nýja breytni
yfirmanna breska flotans var þó ekki að
skapi togaraskipstjóranna, sem hvað eftir
annað létu í Ijós óánægju sína og ekki varð
vaxandi aflaleysi til að mýkja hugi skip-
stjóranna.
Varðskipsmenn létu þessar breyttu
starfsaðferðir flotans engin áhrif hafa á
gerðir sinar og sóttu nú fram með auknum
þunga. Enn einu sinni gripu bresku
togaraskiptstjórarnir til þess ráðs að
senda bresku rikisstjórninni úrslitakosti
um aukna vernd og fjárhagsbætur. Vildu
skipstjórarnir fá svar við óskum sínum
fyrir klukkan 12 á hádegi 4. maí. Breska
ríkisstjórnin bað togaraskipstjórana að
bíða enn um stund, en þeir ákváðu að sigla
út fyrir 200 milna mörkin. Togaraeig-
endur skipuðu skipstjórunum að halda
strax daginn eftir inn fyrir mörkin, sem
þeir og gerðu. Á öðrum degi frá þvi að
togaramennirnir höfðu óskað svars við
úrslitakostum sinum samþykkti breska
stjórnin að senda tvær freigátur og
dráttarbát til viðbótar á íslandsmið.
Togarasjómenn fögnuðu hinni auknu
vernd en heimtuðu enn bætur og hófu nú
veiðar á ný.
Átti að koma
Tý á botninn?
Strax og breska ríkisstjórnin hefði
ákveðið að fjölga freigátunum á íslands-
miðum hófu þær fjórar freigátur, sem til
staðar voru á miðunum harkalegar
aðgerðir gegn íslensku varðskipunum.
Með þessum aðgerðum freigátnanna
hófust alvarlegustu átök þessa þorska-
stríðs og mátti sannarlega litlu muna að
þar fór ekki verr en raun varð á.
Ásiglingarnar á varðskipin hófust með
því að freigátan Falmouth F-113 sigldi á
mikilli ferð fram með bakborðssiðu Týs og
sló skutnum harkalega í varðskipið en Týr
var þá i töluverðri fjarlægð frá togara-
hópnum. Þessu næst sigldi freigátan
Mermaid á stjórnborðsafturhorn Baldurs
og kom eins og hálfs metra rifa á miðsíðu
freigátunnar. Ásiglingar freigátnanna
héldu áfram fram eftir kvöldi og þegar
yfir lauk höfðu þær siglt sex sinnum á
varðskipin Baldur, Oðin og Tý. Harkaleg-
astar voru ásiglingar Falmouth á Tý en
skipin skullu alls þrisvar sinnum saman. I
tvö seinni skiptin voru árekstrarnir það
harkalegir að Týr hallaðist milli 70 og 80
gráður og litlu munaði að skipverjar þess
féllu útbyrðis. í síðasta árekstrinum fest-
ust skipin saman um tíma og skrúfublöðin
á annarri hliðarskrúfu Týs brotnuðu af.
Týr var mikið laskaður eftir þessar
ásiglingar og einn maður slasaðist lítil-
lega. Guðmundur Kjærnested, skipherra á
Tý, lét þau orð falla eftir þennan atburð
að ekkert islenskt skip annað en Týr hefði
þolað þau högg, sem skipið fékk á sig.
Næsta dag héldu freigáturnar enn
áfram ásiglinartilraunum sinum en frei-
gáturnar sem nú voru á Islandsmiðum
voru allar laskaðar og Falmouth varð að
yfirgefa miðin eftir ásiglingar sinar á Tý.
Bresku togurunum hér við land hafði nú
fækkað verulega og þann 8. maí voru
togararnir orðnir fjórtán en á sama tima
voru verndarskipin tólf.
Ægir reynir töku
togara — Nimrod
hótar að skjóta
Varðskipið Ægir reyndi þann 12. maí að
taka breska togarann Primellu út af Vest-
fjörðum og skaut varðskipið föstu að-
vörunarskoti í nánd við togarann en flug-
maður Nimrod-þotu, sem þárna var nær-
stödd skarst þá í leikinn með því að hóta
að skjóta á varðskipið ef það léti ekki af
aðgerðum sinum. Ekki var vitað hvort
Nimrod-þotan væri vopnuð og siðar gáfu
Bretar aðeins loðin svör um vopnabúnað
þotunnar. Varðskipsmenn ákváðu þó að
láta af aðgerðum sinum. Um miðjan
mánuðinn auka Bretar enn eftirlitsflug
sitt við Island og senda hingað skuttogara
til gæslustarfa.
Baráttan í landhelgisdeilunni færist nú
enn frá miðunum til stjórnmálamanna og
afskipti Knud Frydenlund, utanríkisráð-
herra Noregs, hefjast. Breski togaraflot-
inn heldur sig um þessar mundir við Hval-
bak og veiðir þar undir flotavernd.
Breskir og islenskir ráðamenn ræða
saman í Ósló um hugsanlega lausn fisk-
veiðideilu þjóðanna og á meðan takast
íslensku varðskipin á við freigáturnar og
síðustu tíu dagana í maí sigla freigáturnar
þrívegis á íslensk varðskip.
Geir Hallgrimsson forsætisráðherra og
Einar Ágústsson utanríkisráðherra ræddu
við Crosland, utanríkisráðherra Breta, í
Ósló 21. maí og í lok þeirra viðræðna lögðu
þeir áherslu á að samningaviðræður gætu
ekki farið fram fyrr en bresku herskipin
væru farin út úr fiskveiðilögsögunni.
Breska ríkisstjórnin féllst á þetta skilyrði
Islendinga og að morgni 30. maí voru
bresku verndarskipin kölluð út úr 200
mílna landhelgi Islands. Samkomulag i
fiskveiðideilu þjóðanna var undirritað í
Ósló 1. júní og þar með var lokið þriðja
þorskastríði Breta og íslendinga.
Þorskastríðið sem nú var lokið hafði
verið til muna harðara en tvö hin fyrri.
Varðskipsmennirnir íslensku beittu þvi
annálaða vopni. klippunum, alls 46 sinn-
um gegn breskum veiðiþjófum á'þessu
tímabili. Bresku verndarskipunum tókst
alls 48 sinnum að sigla á islensku varð-
skipin og oftast var það Týr sem varð fyrir
þessum árásum eða 18 sinnum. Öll
íslensku varðskipin voru meir og minna
löskuð eftir þessi átök og það sama mátti
segja um freigátur hennar hátignar Breta-
drottningar. Islensku varðskipsmennirnir
höfðu ekki einasta barist fyrir réttlætis-
máli þjóðar sinnar heldur rutt brautina
fyrir útfærslu fiskveiðilögsögu annarra
þjóða.
Týr halastýfði alls
sextán brezka togara
Á meðan þriðja
þorskastrlðið milli
Breta og Islendinga
stóð yfir gerðu bresk
skip alls 28 árásir á fs-
lensk varðskip. 1 þess-
um 28 árásum tókst
Bretunum 48 sinnum að
sigla á varðskipin og f
42 tilvikum voru það
freigáturnar, sem voru
að verki. Fimm sinnum
sigldu bresku dráttar-
bátarnir á varðskipin og
f tveimur tilvikum voru
það breskir togarar,
sem sigldu á varðskip-
in.
Frá þvf að. samkomu-
lagið um veiðar breta
innan 50 mflna land-
helginnar rann út þann
13. nóvember 1975 og til
1. júnf 1976, þegar sam-
komulag f fiskveiði-
deilu þjóðanna var
undirritað, klipptu ís-
lensk varðskip 46 sinn-
um á togvfra breskra
togara. Varðskipið Týr
var stórtækast f klipp-
ingunum og klipptí alls
16 sinnum. Ægir hala-
stýfði 13 Breta, Óðinn 4
og Þór og Baldur sex
hvor. Varðskipið Ver
klippti ekki aftan úr
neinum breskum togara
en Árvakur klippti einu
sinni og tókst varðskips-
mönnum að ná meiri-
hlutanum af trollinu
um borð f varðskipið.
Fengu varðskipsmenn
Klippurnar á Þór Iðta lltið yfir sér þar sem þær hanga
aftan úr skut varSskipsins. Alls klipptu Islenzku varS-
skipin aftan úr 46 brezkum togurum I þessu þorska-
strlði.
þannig glænýja ýsti að
snæða en þetta troll
Bretanna reyndist ólög-
legt að gerð.
.... „EKKERT ANNAÐ ÍSLENZKT SKIP EN TÝR HEFÐI Þ0LAÐ ÞESS! HÖGG"....