Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1976 Fráleitt hefði verið að bíða árslita hafrétt- arráðstefhtumar — segir Eyjólfur Konráð Jónsson alþm. í samtali við Morgunblaðið um baráttuna fyrir 200 mílunum ÞEGAR ávarp 50-menninganna svonefndu um útfærslu fisk- veiðilögsögu íslands í 200 mílur var birt sumarið 1973, tók Morgunblaðið strax upp mjög harða baráttu fyrir þeirri stefnu. Síðar um haustið samþykkti þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að taka 200 mílna útfærslu upp á sína arma. Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður var einn af ritstjórum Morgunblaðsins á þessum tíma og ritaði hann mest um 200 mílurnar í blaðið. Eyjólfur Konráð hefur síðar komið mjög við sögu landhelgis- málsins sem einn af fulltrúum íslands á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Morgunblaðið hefur átt viðtal við Eyjólf Konráð Jónsson um aðdragandann að útfærslu í 200 mílur, síðasta fund hafréttar- ráðstefnunnar í New York og viðhorfin í landhelgismálum okkar íslendinga nú. Fer viðtal þetta hér á eftir. AÐDRAGANDI ÚTFÆRSLU — Hver var aðdragandi útfærslunnar i 200 sjómílur? — Allir vita um ávarp 50-menninganna, sem hvöttu mjög til þess, að íslendingar stefndu þráðbeint að 200 mílum, sagði Eyjólfur Konráð Jónsson. Auðvitað höfðu heyrzt um það raddir áður, að við værum ekki nógu djarfir í landhelgis- málum okkar, þar sem við létum okkur nægja 50 mílurnar, meðan margar þjóðir aðrar helguðu sér 200 mílur, en ávarpið varð til þess, að krafan um 200 mílur fékk vaxandi fylgi og beitti Morgun- blaðið sér af talsverðri hörku fyrir því, að íslend- ingar tækju sér 200 mílna fiskveiðilandhelgi. Það hefði mátt ætla, að stjórnmálaleiðtogar sneru bökum saman um að hrinda þessu mikla máli fram, en því miður gætti lengi vel verulegrar andstöðu áhrifamanna og minnist ég þess sérstak- lega, að Benedikt Gröndal, núverandi formaður Alþýðuflokksins, gat þess í útvarpsþætti, að við gætum ekki tekið okkur 200 mílur, þar sem mörkin mundu þá lenda uppi á Grænlandsjökli, eins og hann komst að orði. Hitt er skylt að taka fram, að hann skoðaði hug sinn og sýndi þá drenglund á Alþingi í nóvember 1975 að viðhafa eftirfarandi ummæli: „Hæstvirtur iðnaðarráðherra (Gunnar Thorodd- sen, innskot Mbl.) notaði kafla í ræðu sinni áðan til að hæla Sjálfstfl. fyrir að hann hefði haft frumkvæði um núv. baráttu til útfærslu í 200 mílur, og ég skal ekki andmæla því á nokkurn hátt. Þeir tóku mikinn fjörkipp í þessum málum og hafa barist mjög duglega og drengilega fyrir 200 mílum." Hér er skylt að geta þess, að í ágúst 1 973 ritaði Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans, grein þar sem hann víkur að því, að hyggilegt geti verið, að við færum fiskveiðitakmörkin út í 200 mílur einhliða. Hins vegar var andstaða kommúnista mjög hatrömm og flestir þekkja víst ummæli Lúðvíks Jósepssonar, sem birtust í Ðjóðviljanum 1. sept. 1973, en þau eru á þennan veg: „Hitt er allt annaS mál, hvort við íslendingar tökum okkur 200 mílna landhelgi einhvern tíma í framtíð- inni, þegar slíkt er heimilt samkvæmt breyttum alþjóðalögum eða að aflokinni hafréttarráð- stefnu SÞ." — Er það ekki rétt munaö, að I sjónvarps- þætti í lok ágústmánaðar 1973, þar sem þátt- takendur voru m.a. þáverandi forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, hafi verið gerð harkaleg árás á þig, vegna baráttu Morgunblaðsins fyrir 200 mflum? — Jú, ég man eftir þvi og hafði sannarlega gaman af þeim árásum öllum. (Þjóðviljinn birti hinn 30. ágúst 1973 forystu- grein um þennan sjónvarpsþátt og er hún birt í heild hér á síðunni til þess að sýna viðhorf kommúnista til 200 mílna útfærslunnar á þeim tíma.) — Hvað gerist svo eftir að ávarp 50- menninganna var komiðfram og Morgunblaðið hafði tekið upp baráttu fyrir þvf? — Auðvitað hlaut svö að fara, segir Eyjólfur Konráð Jónsson, að andstæðingar þess, að við tækjum okkur einhliða 200 mílur, sæju, að væn- iegast væri fyrir þá að láta af andstöðu sinni, en vegna hennar dróst þó framkvæmd mála úr Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður. hömlum þannig, að 200 mílur urðu að veruleika alltof seint. Sjálfstæðisflokkurinn tók 200 mílna útfærslu upp á stefnuskrá sína haustið 1973, en því miður varð ekki af framkvæmdum innan þeirra tímamarka, sem þá voru sett, því að í málefna- samningi núverandi stjórnarflokka, var fresturinn lengdur um eitt ár og ákveðið að færa út fyrir árslok 1 975. Það var svo gert hinn 1 5. okt. á sl. ári. VIÐHORFIN Á HAFRÉTTARRÁÐSTEFNU Hver er staðan á 200 mflna málinu nú á hafréttarráðstefnunni? — Á því leikur enginn vafi í mínum huga, að 200 mllna auðlindalögsaga er þegar orSbn að alþjóðalögum, enda Ijóst, að þau geta myndast með öðrum hætti en með alþjóðasamþykkt. Þegar þjóðir heims hver af annarri hafa tekið sér 200 mílur eru þær orðnar að alþjóðalögum. Auðvitað munar þar mest um ákvörðun stórveldanna eins og til dæmis Bandaríkjanna. Raunar benti Morgunblaðið í baráttu sinni fyrir 200 mílunum á leiðara, sem birtist í bandaríska stórblaðinu New York Times, þar sem sú skoðun kom fram að strax með ákvörðun Trumans Bandaríkjaforseta 1945 um að helga Bandaríkjunum hafsbotninn undan ströndum þessa stórveldis, hefði sú stefna verið mörkuð, sem ekki yrði stöðvuð, aðauðæfi hafsins yfir landgrunninu, hlytu að falla til strandríkis. Ég var aldrei hrifinn af 50 mílunum og taldi rangt að hverfa með þeim hætti frá landgrunnskenning- unni, sem við lögleiddum þegar á árinu 1948. Miklu fremur hefðum við strax átt að færa einhliða út í 200 mílur, þótt það að sjálfsögðu hefði kostað einhverja samninga við útlendar veiðiþjóðir — eða þá að við hefðum gefið út einhliða heimildir þeim til handa til takmarkaðra fiskveiða, sem ég hefði talið hyggilegt. Annars var það mikilvægast fyrir okkur, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.