Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1976 Athugasemdir vegna grein- ar próf. Halldórs Halldórs- sonar í Mbl. 10. október sl. Prófessor Halldór Halldórsson hefur í grein, sem birtist i Morgunblaðinu s.l. sunnudag, lýst áhyggjum sínum vegna tiltekinna ákvæða í tillögum um breytingar á reglugerð heimspekideildar há- skólans sem nú liggja í Mennta- málaráðuneytinu og biða staðfest- ingar. Sjálfsagt eru flestir eða all- ir lesendur blaðsins sammála prófessor Halldóri um það að illt sé í efni ef heimspekideild og háskólaráð láta frá sér fara tillög- ur sem stofna í voða framtíð íslenskrar tungu og bókmennta og vamti ég því að þeir séu fúsir að hlýða á hvað einn af tilræðis- mönnunum hefur fram að færa sér til málsbóta. Heimspekideild og háskólaráð hafa gefið sér all- langan tíma til að fjalla um þær tillögur sem hér eru til umræðu og greitt um þær atkvæði oftar en einu sinni á hvorum stað. Tilræðismennirnir eru því býsna margir og ættu menn að kynna sér rækilega efnisatriði málsins áður en þeir slá því föstu að pró- fessor Haildór boði réttan skiln- ing á afleiðingum þessara reglu- gerðarbreytinga.. Ástæður til breyting- anna A undanförnum árum hefur stúdentum í Háskóla íslands, ekki síst í heimspekideild, fjölgað mjög og allar líkur eru til (studd- ar tölvuspám) að þeim haldi áfram að fjölga, a.m.k. næsta ára- tug. Þetta eru staðreyndir sem stjórnendur skólans verða að horfast í augu við hvort sem þeir telja þessa þróun að öllu leyti æskilega eða ekki. í heimspeki- deild hefur það mjög viljað brenna við á undanförnum árum, eða a.m.k. þann tíma sem nú- verandi námsskipan hefur verið í gildi, að það tæki stúdenta mun lengri tíma að ljúka námi sínu en ráð er fyrir gert, svo og að tiltölu- lega mjög mikill hluti þeirra hverfi frá náminu og Ijúki aldrei neinu fullnaðarprófi í deildinni. Þetta á sér sjálfsagt margar orsakir. Vera má að ýmsir skrái sig þar til náms án þess að hafa í hyggju að Ijúka lokaprófi. Þá kann að vera að fólk neyðist til að nota langan tíma til námsins eða hverfa alveg frá því af efnahags- ástæðum. Þrátt fyrir þetta sýnist mörgum stúdentum og kennurum í deildinni að hluti vandans sé skipulagslegur, þ.e. að náminu sé að ýmsu leyti óhaganiega fyrir komið. Skal það ekki rakið frekar en aðeins á það beni að tilgangur með breytingum er m.a. að bæta úr þessu svo að tími stúdenta og kennara megi nýtast sem best. Annað meginmarkmið með breytingunum er að gera náms- skipan deildarinnar sveigjanlegri með meíri kostum á fjölbreyti- legri samsetningu námsþátta eftir þörfum og áhugamálum einstakra stúdenta. Þetta má kalla eðlilega afleiðingu af almennum breyt- ingum, sem orðið hafa í skóla- kerfinu að undanförnu, svo og af fjölgun stúdenta og örum þjóð- félagsbreytingum sem gera það æ erfiðara að segja fyrir um hvers konar menntunar sé þörf í þjóð- félagi framtíðarinnar. Meginhlutverk B.A. námsins í heimspekideild var í upphafi menntun kennara fyrir miðskóla- stigið. Þetta skólastig hefur nú verið sameinað barnaskólastiginu í grunnskóla sem kunnugt er og stofnaður kennaraháskóli sem hefur það hlutverk að mennta a.m.k. verulegan hluta þeirra kennara sem þörf er fyrir á þessu skólastigi. Þótt kennarar í heim- spekideild muni lengst af hafa litið svo á að B.A. námið væri ekki nægileg undirbúningsmenntun fyrir menntaskóla hefur raunin orðið sú að mjög margir kennarar með B.A. próf hafa verið fast- ráðnir til starfa í menntaskólum og öðrum framhaidsskólum og veldur þar miklu stóraukin þörf fyrir kennara á framhalds- skólastigi vegna þenslu í þessum hluta skólakerfisins. Með yfirvalda ef vikið verður frá svo sjálfsögðum kröfum. Ágreiningsatriðin Ég geri ráð fyrir að prófessor Halldór gæti tekið undir margt af því sem að framan greinir um ástæður til breytinga, en þótti þó eðlilegt að setja ágreiningsatriðin inn í sitt rétta samhengi. Meðal þeirra greina sem kenna á i heimspekideild eftir fyrir- hugaða reglu'gerðarbreytingu eru þessa þrjár, sem allar eru kenndar þar samkvæmt núgild- andi reglugerð þótt misgamlar séu:almenn bókmenntafræði, almenn málvísindi, íslenska. Ekki hirði ég að lýsa því hvað felst í Tilræði eða breytingartillögum heimspeki- eildar er reynt að koma nokkuð til móts við þarfir menntaskólannu með því að gera auknar kröfur í aðalgrein til B.A. prófs. Þenslan á framhaldsskólastigi hlýtur að hægja nokkuð á sér á næsta áratug eða á þeim tima þegar faríð verður að útskrifa fólk frá háskólanum með nýja gerð af B.A. prófi. Á sama tíma má ætla að stúdentum fjölgi veru- lega í heimspekideild, eins og fyrr segir. Þetta þýðir að verulegur hluti þeirra stúdenta sem Ijúka prófi frá deildinni á þessum tíma mun að loknu prófi hverfa til annarra starfa en kennslu. í dag er erfitt að sjá fyrir hver þau störf muni verða nema að tak- mörkuðu leyti. Þess vegna sýnist það vera skynsamleg stefna að skipuleggja nám í heimspekideild þannig að allverulegt svigrúm sé til einstaklingsbundinnar samsetningar þeirra námsþátta sem þar eru kenndir. I reglu- gerðartillögunum er þó ekki gert ráð fyrir eftirlitslausu frelsi heldur er samsetning námsins háð reglum sem stjórnendu- deildarinnar setja og frávik háð samþykki þeirra. Er þetta gert til að tryggja fræðilegt gildi náms- ins. Það hlýtur hins vegar að vera hlutverk stjórnvalda en ekki háskólans að ákveða hvaða starfs- réttindi hvert próf veitir og leið- beina stúdentum á þann hátt um það hvers konar nám sé líklegast til að gefa kost á ákveðinni at- vinnu að prófi loknu. Þannig virð- ist mér það t.d. sjálfsagður hlutur að það verði gert að skilyrði fyrir skipun í kennarastöðu á fram- haldsskólastigi að menn hafi B.A. próf þar sem aðalkennslugrein þeirra sé aðalgrein. Það hlýtur að vera algerlega á ábyrgð fræðslu- þessum greinum nema hvað rétt er að minna rækilega á að til prófs í íslensku ber mönnum að lesa bæði íslenskar bókmenntir og íslenska málfræði. tslenska er þvi ein grein og óskipt í deildinni eftir sem áður. Aðsókn að þessari grein hefur á undanförnum árum verið mjög mikii og mun meiri en að hínum greinunum báðum, sem vonlegt er. Ég tel ekki nokkra ástæðu til að ætla annað en svo margir muni útskrifast á næstu árum með íslensku (mál og bók- menntir) sem aðalgrein að alveg verði fullnægt þörf fyrir islensku- kennara á framhaldsskólastigi og jafnvel einnig í efstu bekkjum grunnskóla. Ef fræðsluyfirvöld eru smeyk við að eiga nokkuð á hættu í þessum efnum hafa þau í hendi sér að leiðbeina stúdentum sem vilja verða íslenskukennarar með þvi að auglýsa þá ætlun sína að skipa engan kennara i íslensku % Um sama leyti og Bohuslav Choupnek, sem gegnir embætti utanríkisráðherra Tékkóslóvakíu, kom í opinbera heimsókn til Lundúna f boði brezku stjórnarinnar um miðjan september, birti The Sunday Times þessa grein, sem er eftir BERNARD LEVIN. Heimboð þetta vakti athygli og úlfaþyt nokkurn, þar sem ýmsum þykir óviðeigandi, að ríkisstjórnir lýðræðisríkja skiptist á kurteisisheim- sóknum við leppstjórnir Sovétríkjanna, en aðrir telja slfkar heimsóknir sjálfsagðar á tfmum „détente“ eða slökunarstefnu í samskiptum austurs og vesturs. Utanrikisráðherrar geta ekki leyft sér að vera vandfýsnir i umgengni sinni við annað fólk. Starf þeirra er þess eðlis, að þeir hljóta að blanda geði við alls konar vafasamar og óæski- legar persónur. Það sama má auðvitað segja um þá, sem reka hóruhús, en nágrannar slíkra staða geta þó alla vega kvartað yfir háreysti og hurðaskellum þar um nætur, og jafnvel er hægt að krefjast þess að húsa- leiga f hverfinu sé lækkuð þeg- ar það fer að fá á sig óorð. Á sömu lund hlýtur mat okkar að vera á nýjasta hneyksli brezku stjórnarinnar þar sem hún traðkar á almennu velsæmi og mannúðarstefnu. Um þessar mundir geta Sovétríkin hrósað happi. Þau hafa loks unnið sig- ur í máli, sem hefur verið þeim mikið keppikefli árum saman. „Utanrikisráðherra Tékkóslóvakiu" er að koma í opinbera heimsókn til Bret- lands. Eins og ég hefi þráfaldlega bent á er Bohuslav Chotjpnek ekki frekar utanríkisráðherra Tékkóslóvakfu en ég. Tékkóslóvakfa hefur ekki frek- ar utanrfkisstefnu en ríkið hafði árið 1942, og ástæðan er sú sama og þá: Herseta ófyrir- leitins og grimmlynds óvinar hjá þessari stoltu þjóð i fögru landi er staðreynd, og Tekkóslóvakia er ekki annað en hjáleiga f heimsveldi þessa óvinar. Akvörðun um stefnu í utanrfkismálum jafnt sem innanríkismálum er ekki tekin í Prag, heldur Moskvu. Þótt brezka stjórnin hafi 'ekki lengur þá afsökun, að Harold Wilson sé í forsæti, þá er maðurinn sem hingað kemur alls ekki fulltrúi tékknesku þjóðarinnar, heldur er hann að- eins einn úr mjög fámennum hópi tékkneskra föðurlands- svikara, sem eru svo gjör- sneyddir sjálfsvirðingu og heiðarleika, að þeir eru fúsir til að þjóna heimsvaldasinnunum, — jafnvel þegar þeir fyrirskipa skefjalausar ofsóknir á hendur hverjum þeim, sem minnist einu orði á það, að stjórnin, sem komst til valda og rfkir f skjóli sovézkra skriðdreka, hefur alls engan stuðning meðal þjóðar- innar. Ef tékkneska þjóðin hefði sjálfsforræði, þá væri löngu búið að sækja Bohuslav Choupnek til saka fyrir föður- landssvik og glæpi þá, sem hann hefur vissulega drýgt. Og þetta er maðurinn, sem brezka stjórnin býður velkominn. Ymsir þingmenn Verkamanna- flokksins mundu. hafa uppi harkaleg mótmæli jafnt i orði sem á borði ef fulltrúi stjórnar- innar i Suður-Afríku kæmi hingað, en sömu menn munu BOHUSLAV CHOUPNEK — hann á að baki sér einn stórkost- legasta svikaferil í sögu Tékkólsóvakíu, en er nú hossað sem fulltrúa tékknesku þjóðarinnar í veizlusölum erlendis. í um- boði hvers var hann kominn? nú fagna. Þeir munu rifast um boðskort á samkomur, sem haldnar verða Bohuslav Choup- nek til heiðurs, svo ekki sé minnzt á ánægjuna yfir áfeng- inu sem falt verður fyrir ekkert í veizlunum. Heimboð stjórnarinnar til Bohuslav Choupnek er hneisa. Ekki einungis af stjórnmálaleg- um ástæðum, heldur einnig af ástæðum, sem snerta persónu hans sjálfs. Sök hans er ekki aðeins sú, að hann er ekki full- trúi fyrir eitt eða neitt I Tékkó- slóvakíu. Ég er heldur ekki að amast við því út af fyrir sig, að opinberum aðila frá sovézkri nýlendu sé boðið að koma hingað og koma fram fyrir hönd stjórnar ríkis, þótt vissu- lega sé það hin mesta óhæfa. En svikaferill Choupneks er einn hinn stórkostlegasti, sem um getur i sögu Tékkóslóvakiu. Hann dvaldist í Moskvu um nokkurt skeið undir þvi yfir- skini að hann væri að sir>na þar fréttaflutningi fyrir tékkneskt blað, þótt ekki sé vitað til þess að hann hafi nokkurn tima komið nálægt blaðamennsku. Síðan var hann sendur til Prag og gerður þar að aðstoðar- menntamálaráðherra i stjórn hins alræmda Novotnys, þótt hann væri enn siður fær um að gegna því starfi. Hlýðni hans og þjónkun við hina sovézku hús- bændur var bráðlega við brugð- ið. Hann var boðinn og búinn að framkvæma hvað sem farið var fram á þótt það bryti aug- ljóslega Lbága við hagsmuni þjóðar hans. Arið 1968 var hann skipaður innanrikismálaráðherra fyrstu leppstjórnarinnar, sem Sovét-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.