Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1976 um hafði verið gert viðvart um það. Bret- ar létu í veðri vaka að þeir hefðu skilning á verndunarsjónarmiðum. Þeir láta nú slitna upp úr öllum samkomulagsumleit- unum með því að virða friðunarráðstafan- ir að vettugi. Hótanir þeirra hafa að vísu beinzt i þá átt, að við þvi mætti búast að herskipa- vernd yrði aftur tekin upp. Við mótmæl- um slíkri endurtekinni valdbeitingu harð- lega. Jafnframt skulum við halda jafn- vægi okkar, rasa ekki um ráð fram og gæta þess að sá vinnur sigur að lokum, sem meiri stillingu og þolgæði sýnir." Frydenlund og Luns segjast reiðubúnir að beita áhrifum sínum Knut Frydenlund, utanríkisráðherra Norðmanna og dr. Joseph Luns, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, lýstu báðir eftir að flotinn var aftur kom- inn inn vilja sínum til að reyna að miðla málum. ,,Ég er reiðubúinn að beita áhrif- um mínum við Breta,“ sagði Luns við Einar Ágústsson utanríkísráðherra, „til þess að draga úr hernaðaríhlutuninni“. Frydenlund lýsti því jafnframt í norska stórþinginu, að hann og norska stjórnin reyndu einnig að beita áhrifum sínum til þess að brezka stjórnin drægi freigáturn- ar aftur út fyrir 200 mílna mörkin. „Norska stjórnín telur að deilan verði ekki leyst á meðan herskip brezka flotans eru innan lögsögu Islands," sagði Fryden- lund og bætti því við að freigáturnar yrðu að fara þaðan. Stjórnmálaslitin Joseph Luns ræddi við Kissinger og Ford og jafnframt við Callaghan og Wil- son, en allt kom fyrir ekki. Hinn 19. febrúar 1976 gaf svo ríkisstjórn tslands út yfirlýsingu, þar sem stjórnmálasambandi milli tslands og Bretlands var slitið. Var þetta fyrsta sinni, sem tsland sleit stjórn- málasambandi við annað ríki. Forsenda slitanna var flotaihlutun, ásiglingar og veiðar á friðuðum svæðum. Vegna þessara atburða var fastaráð NATO kvatt saman og erlendir fréttaskýrendur lýstu áhyggj- um Bandaríkjastjórnar yfir þróun mála. Hattersley var þá staddur í Ztirich og ræddi þar um íslenzku ríkisstjórnina og kvað ekki unnt að ræða við hana vegna ágreinings innan hennar. Ólafur Jóhann- esson dómsmálaráðherra sagði að þetta væru ímyndanir hjá Hattersley, „enda hafi hann (Hattersley) aldrei komizt nið- ur á jörðina í þessu rnáli," eins og dóms- málaráðherra sagði í viðtali við Morgun- blaðið. Skömmu siðar fréttist af ferð Fryd- enlunds til Brússel, þar sem hann átti viðræður við Luns. Lítið var vitað um hvað þeim tveimur fór í milli, en Einar Ágústsson upplýsti að þessi för hefði ekki verið farin að áeggjan lslendinga, en rík- isstjórninni hafi verið kunnugt um hana. Stuðningur við íslendinga í marzbyrjun var haldinn í Kaupmanna- höfn fundur forsætisnefndar Norður- Iandaráðs. Nefndin gaf út yfirlýsingu um fiskvciðideiluna milli íslendinga og Breta og eftir útgáfu hennar var svo litið á sem hún væri diplómatískur sigur fyrir Islend- inga en áfall fyrir Breta. Geir Hallgríms- son sagði í viðtali við Morgunblaðið um yfirlýsinguna: „Ég álít að við hefðum ekki getað fengið sterkari yfirlýsingu fra Norð- urlandaráði,“ en að auki sagði Geir að þess bæri að geta að ekki væri ætlazt til þess að Norðurlandaráð samkvæmt sam- þykktum sínum gæfi út yfirlýsingar um utanríkismál og því síður um deilur eins rikís við riki utan ráðsins. Hins vegar vildu menn að ekki léki vafi á því hvernig Norðurlandaráð liti á landhelgismálið. Þess vegna gaf forsætisnefndin út þessa yfirlýsingu. í Kaupmannahöfn hélt síðan forsætisráðherra blaðamannafund, þar sem mikill áhugi var á fískveiðídeilunni. Þar sagði Geir að skilyrði fyrir frekari viðræðum við Breta væru að herskipin færu út úr fiskveiðilögsögunni og aukin skilningur þeirra á málstað Íslendinga. Rétt fyrir miðjan marz ná svo lslending- ar samningum við Norðmenn. Norðmenn fengu leyfi til veiða innan fiskveiðilögsög- unnar og selja Norðmenn tslendingum sjálfdæmi í að ákveða hámarksafla og ná veiðiheimildir aðeins til línu- og hand- færaveiðara, en botnvörpuveiðar voru bannaðar. Einar Ágústsson sagði í viðtali við Morgunblaðið að hann liti svo á að hér væri um að ræða timamótasamning, þar sem þetta væri í fyrsta skipti, sem strand- ríki gæti einhliða ákveðið hámarksafla. Yrði það ákvörðun sjávarútvegsráðuneyt- isins, hve Norðmönnum yrði leyft að veiða mikinn afla hér við land. Hinn 20. marz gera Islendingar síðan samkomulag við Færeyinga, sem fá heimild til þess að veiða 17 þúsund tonn á linu á ári, en þar af voru 8 þúsund tonn þorskur. Saltfisk- togurum Færeyinga var með samkomulag- inu bannað að stunda veiðar innar 200 mílna, en áður hafði leyfi verið í gildi fyrir tvo slika. Niðurstaðan, sem blasir við umheimin- um er sem sagt — allir geta samið við Islendinga, nema Bretar. Það er því alls ekki skrítið, þótt menn hafi farið að velta fyrir sér, hvort eitthvað væri að Bretum og 24. marz kom Alexander Solzhenitsyn fram í viðtali i BBC. Rithöfundurinn var þar ómyrkur i máli og sagði Bretum misk- unnarlaust til syndanna. Hann minntist á fiskveiðideiluna við Islendinga og sagði. „Þið ákváðuð að staðfesta hreysti ykkar í augum umheimsins og endurheimta sjálfsvirðingu ykkar, þá sýnduð þið óvið- jafnanlega dirfsku gagnvart íslandi, gagn- vart Spáni — löndum, sem ekki gátu svar- að í sömu mynt.“ Þessi yfirlýsing og aðrar um Breta fóru óneitanlega i taugarnar á Bretum og Wilson forsætisráðherra svar- aði rithöfundinum í neðri málstofu brezka þingsins og vísaði þar á bug ummælum hans. En á þessum tíma hafði Wilson kunngert þá ákvörðun sína að hann hygð- ist segja af sér sem leiðtogi brezka Verka- mannaflokksins og Callaghan og Michael Foot börðust um leiðtogasætið. Skapaðist þá óvissa um hver yrði utanríkisráðherra Breta og hver stefnubreyting yrði í kjöl- far þess. Callaghan tekur við af Wilson Callaghan tók við af Wilson og sigraði Foot innan Verkamannaflokksins. Islend- ingar höfðu hálft í hvoru vonazt til þess að Foot sem var róttækur færi með sigur af hólmi í viðureigninni við Callaghan og þegar það gerðist ekki litu menn nokkuð daprir á framtíð og þróun landhelgismáls- ins. Þótti mönnum ólíklegt af fyrri Vestur-þýzku ráðherrarnir Hans Júrgen Wischnewski (lengst til vinstri á myndinni) og Fritz Logemann. ræða við íslenzku ráðherrana Einar Ágústsson og Gunnar Thoroddsen f Reykjavfk f október 1975. Stórsil Btetar aidrei \ Bretar ?f;LySuiputn'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.