Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÖBER 1976 41 Sá á fund sem finnur + Fyrir nokkru lauk I Bret- landi málaferlum vegna eignarréttar að 1000 ára gömlu silfurslegnu sverði, sem talið er að hafi fyrrum verið eign engil-saxnesks höfðingja. Það var brezka krúnan sem málið höfðaði og ásældist gripinn en málalok urðu þau, að Gary Fridd, nfu ára gömlum dreng. var dæmdur hjörinn á þeim forsendum, að sverðið hefði verið týnt og tröllum gefið en væri ekki „falinn fjársjðður“, en þá hefði krúnan klðfest það. Gary litli Fridd hafði verið að huga að froskum f á skammt frá heimili sfnu þegar hann sá glitra á eitthvað á árbotninum og þegar betur var að gáð kom sverðið f ljós, sem er frá 9. eða 10. öld og hefur áreiðanlega verið f eigu einhvers meirihátt- ar manns vegna dýrleika sfns. Ekkert sverð hefur varðveitzt betur frá þessum tíma. Gary og f jölskylda hans féllust á, að það yrði geymt á safni fyrst um sinn. + Meistari hrollvekjunn- ar, Alfred Hitchcock, hef- ur nú verið sæmdur franskri orðu fyrir fram- lag sitt á hvíta tjaldinu enda eru vinsældir hans ekki siðri í Frakklandi en annars staðar. Orðuveitingin fór fram í Hollywood að viðstöddu mörgu stórmenni og í þeirra hópi var m.a. leikarinn Jeanne Moreau. Myndin var tek- in þegar yfirmaður frönsku kvikmynda- stofnunarinnar heiðraði Hitchcock. Hitchcock heiðraður Dansað á ströndinni + Litli maðurinn á myndinni er greinilega mjög hrifinn af því sem fyrir augu ber á strönd- inni í Barnemouth í Englandi. Hér er á ferðinni dans- flokkurinn The Thiller Girls og þótti stúlkunum alveg tilvalið að taka lokaæfinguna á, strönd- inni en þær'' sýna í nálægu leikhúsi. Móðir litla drengsins flatmagar í flæðarmálinu og viróist vera á báðum áttum um þetta uppátæki stúlkn- anna. Hefi til sölu 4RA HERBERGJAÍBÚÐ við Hraunbæ. íbúðin er sérstaklega vönduð og í mjög góðu ásigkomulagi. Teppi á stigum og gólfum og eldhúsinnrétting- ar úr eik. Öll sameign sérstaklega snyrtileg. íbúðin er í einkasölu. Baldvin Jónsson hrl. Kirkjutorgi 66, Sími 15545. Þaðpassarfiá lec

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.