Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1976 Sykurnáma Siggu gömlu Eftir Ann Richards rakst á Gráálf, þar sem hann sat eins og klettur á trjábolnum. 7. „En hvaö þessi álfur er með skrítna húfu á höfðinu", tísti hún. „Ég er viss um, að hún hlýtur að fara mér vel og ef hún passar mér ekki, ætti einhver systra minna að geta notað hana!“ Hún hugsaði sig um andartak, og um leiö og hún hló lágum íkornahlátri, hljóp hún yfir rjóðrið og að trjábol Gráálfs — og kippti af honum galdrahúfunni! Ing- unn hélt auðvitað, að Gráálfur væri sof- andi, því annars hefði hún aldrei vogað sér að gera þetta. Það er því auðvelt að gera sér i hugarlund, hversu undrandi hún varð, þegar Gráálfur kallaði reiði- lega: „Hvað gengur á? Komdu strax með húfuna!“ En hann hafði varla sleppt orðinu, þegar íkorninn stökk dauðhræddur upp á greinina á háu eikartré. Hjartað barðist ótt í brjósti hennar, er hún stökk grein af grein, þar sem enginn hefði getað náð henni, síst af öllu leting- inn hann Gráálfur. Raunar gerði Gráálf- ur ekki annað en klifra upp í næsta tré og gá, hvort hann gæti fundið greni hennar, en þegar honum tókst það ekki féll hon- um allur ketill í eld og hann klöngraðist aftur niður í rjóðrið alveg sótsvartur af reiði. „Einmitt þegar mér var að detta það í hug,“ grenjaði hann. „Nú tekst mér aldrei að finna ráð til að hefna mín á Alla árrisula!“ Auðunn vestfirzki Maður hét Auðunn, íslenzkur og vest- firzkur að ætt. Hann var maður félítill og að góðu kenndur. Auðunn fór utan eitt Láttu þetta ekki áþigfá, vinur. — Þetta eru bara mennirnir mínir sem ég var áður gift! vtce MORödNí KAFP/NO GRANI göslari Fjand ... hirði það. Við erum í koiagrefti og þá kemur upp olla? rr POLLUX t '' tors u^r hefur ætfð verið pláss fyrir Þykja þér góðar kjötbollur? a.m.k. tvo á þessum bekk. Aðalleikkonan (á leik- sviðinu): Ó, Georg, geturðu ekki beðið eftir svari minu svo sem vikutfma? Rödd frá áhorfendum: Það skaltu ekki gera, Georg, þvf að svo lengi stendur leikurinn ekki. Mamma, manstu eftir manninum, sem datt hér fyrir utan dyrnar 1 gær og þú gafst konfak? — Já, drengur minn. — Nú liggur hann hér aftur. Frúin: Viltu ekki reykja einn af þessum vindlum, sem bróðir minn gaf þér f afmælisgjöf? Maðurinn: Mér dettur það ekki f hug, það eru sömu vindlarnir og ég gaf honum f jólagjöf. Pabbi, hvað er bergmál? — Það er það eina, sem hefur seinasta orðið, þegar mamma þfn er annars vegar. — Þeir segja að ég verði að hafa eitthvað fyrir stafni. Ég ætla þá að byrja á að safna skeggi. J Fangelsi óttans Framhaldssaga aftir Rosamary Gatenby Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 45 ekki hægt að borga hvorka f dollurum né pesosum. — Þakka þér fyrir, Miguel, þú hefur staðið þig með prýði. — Kærar þakkir, senor. Og góða nótt. — Þér getið bókað að þarna sluppu þér billega, sagði Whelock f samræðutón, þegar þeir gengu áfram. — Já, það getið ÞÉR sagt, sagði Jack þurrlega. — Hvenær fæ ég svo Olivettiritvélina mfna aftur? Við þessari sfðustu spurningu fékk hann ekker.t svar aðeins hvasst augnatillit. Samkvæmt orðum Whelocks setti hann farangur sinn f aftur- sætið á hvftum Ford Mustang bfl sem stóð skammt frá. Þeir gengu þvf næst inn á skrifstofuna og hann greiddi reikning sinn. Hann sagði móttökustjóranum að hann væri að flytja til vinar sfns, Ijós- myndarans, og hað hann að sjá til þess að Everestgreinin næði flug- póstinum morguninn eftir. — Er ekki orðið fulláliðið til að fara upp f fjöllin, sagði maðurinn f móttökunni, allur af vilja gerður til að vera til aðstoðar. Ef vinur yðar ... Hann leit spyrjandi á Whelock ... — Johnston, sagði Whelock. — Ef hr. Johnston vill fá her- bergi gætuð þið beðið með að leggja af stað þar til f fyrramálið. — Nei, þökk fyrir. Hér er indælt að vera, en ég er tilneydd- ur að fara aftur strax, sagði Art Whelock. — Við ökum bara upp að hjólhýsinu mfnu, sem er hérna fyrir norðan. Eg fékk bfl vinar hans til að fara hingað i. Engan Miguel var neins staðar að sjá, né heldur bólaði á Chevrolettinum. Hafði pilturinn getið sér til um, hvað hafði komið fyrir? Eða kærði hann sig kollótt- an fyrst hann hafði fengið greiðsluna sfna? Þeir óku pálmagöngin frá hótelinu. Jack fékk skipun um að snúa til vinstri út á þjóðveginn. — Eruð þér f raun og veru með Vern einhvers staðar uppi f fjöllunum. — Tja, það er ekki vfst að hann hafi komist alveg á leiðarenda ... Það fór hrollur um Jack þegar hann heyrði þórðargleðina f rödd mannsins. Sjálfsagt var vissara að vera ekki að bera upp spurningar. Whelock myndi njóta þess einum um of að svara og auk þess var svo engu að treysta sem hann sagði. Hann ók langa leið unz þeír komu inn f Iftið þorp sem lá við ströndina við fjallsrætur. Þeir óku gegnum þorpið og áfram út með ströndinni. Framhjá skilti sem á stóð Posada de Baja. Þar hafði Vern haldið til. t fjarlægð sá Jack langar byggingar, sem Ifklega voru litlir eins manns gistikofar. Skömmu eftir að þeir höfðu ek- ið f gegnum þorpið kom hann auga á billjós sem voru á eftir þeim. Hann róaðist við þessa sjón. Einiiverjir aðrir voru þarna á ferli. Gat það verið Míguel? Hann hlaut að hafa fengið illar grun- semdir, þegar hann sá vinnu- veitanda sinn fara af stað með ókunnugum manni. Það bar að hafa f huga að Miguel vissi f stór- um dráttum hvernig Everestmál- ið var vaxið. Miguel hlaut að hafa getið sér til um að byssu væri miðað á hann, þegar Art stóð svo furðulega vinstramegin víð hann. En væri það nú Miguel, sem veitti þeim eftirför vonaði hann af öllu hjarta að Art uppgötvaði það ekki. Ljósin voru langt að baki og enn hafði Weelock ekki tekiðeftir neinu. — Hvers vegna sögðuð þér mót- tökustjóranum að þér væruð með hjólhýsi hér í grenndinni? Það er tilbúningur. — Það var auðveldast til að hann hætti þessu málæði. Auk þess leiðir það hann á villigötur. Þá verður leatað að manni sem heitir Johnston og er með hjól- hýsi. EF einhverjum dettur þá f hug að leita ... — Ég geri ráð fyrir að ég verði látinn hverfa ... — Nei, alls ekki. Þér fáið bara að vera samvistum við félaga yðar. — Sem er horfínn. Sá sem fylgdi honum út úr Posada de Baja gleymdi að borga reikning- inn hans. Svo að hans er saknað. — Hann hefur bara stungið af. Sifk brögð þekkja allir hótel- menn. Lfkindin milli brottfarar Jacks og Verns hlutu að hafa komið Miguel einkennilega fyrir sjónir... Og þó að það væri ekki hann sem ók á eftir þeim var betra að vita af einhverjum ... — Þér getið ekki látið vera að Ifta f spegilinn sé ég, sagði Art kumpánlega. — Ef þér haldið að þar sé einhver sem ætlar að koma yður til hjálpar skjáltlast yður átakanlega. Þar er Dan Bayles á ferð f vörubflnum okkar. Við höfðum prýðilegan tfma til að skipuleggja þetta meðan þér sát- uð inni á barnum og fóruð svo að borða miðdegisverð. — Ég efa það ekki ... sagði hann, en þessi frétt kom yfir hann eins og köld gusa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.