Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKT0BER 1976 19 GEIR HALLGRÍMSSON, forsætisráðherra, kom óvænt til Óslóar meðan ráðherrafundur NATO stóð þar yfir í maf 1976. Hér ræðir hann við norska blaðamenn ásamt Einari Ágústsyni að hafa verið með sérstakan undanslátt. Ríkis- stjórnin í heild stóð frammi fyrir mjög erfiðu og miklu vandamáli Það þurfti oft að beita bæði lagni og hörku og menn höfðu þar oft ýmislegt fram að færa en ekki minnist ég þess, að það hafi verið fært sem álit hvors stjórnarflokksins fyrir sig. Ég tel, að skrif sem þessi séu ekki vel til þess fallin að efla samhug og samstarf um ríkisstjórn ef mark væri á þeim tekið. En ég trúi því ekki að nokkur samstarfsmaður okkar í ríkisstjórn eigi þar hlut að máli. Gagnkvæm f iskvei ð iréttindi — Hvað er þér efst í huga á þessum degi? — Það er efst í mínum huga nú eins og fyrir einu ári, að við náum hámarksnýtingu innan 200 mílna fiskveiðilögsögu okkar. Þeir tak- mörkuðu samningar, sem gerðir hafa verið við aðrar þjóðir, renna sumir út á þessu ári, aðrir seint á næsta ári og enn aðrir eru uppsegjanlegir af okkar hálfu með 6 mánaða uppsagnarfresti. Ég tel, að við eigum ekki að endurnýja samninga við aðrar þjóðir nema um gagnkvæm fiskveiðíréttindi sé að ræða og þá verðum við íslendingar að meta það og vega, hvað okkur sjálfum er fyrir beztu í þessum efnum. Ég vil þó ekki láta hjá líða að taka fram, að ég vil líta sérstaklega á hagsmuni Færeyinga í þessu sambandi. Færeyingar eru þjóð, sem er meira háð fiskveiðum en við, sem þó erum mjög verulega háðir fiskveiðum og fisk- vinnslu. Þetta er nágrannaþjóð okkar, sem alltaf hefur átt vinsamleg samskipti við íslenzku þjóð- ina. Ennfremur vil ég benda á, að það er mikil nauðsyn fyrir okkur að halda opnum samninga- leiðum. Við þurfum og getum þurft I ríkum mæli að leita á fiskimið annarrra þjóða. Við skulum taka sem dæmi, þegar Grænlendingar hafa fært út í 200 mílur. Þá getur það haft gífurlega þýðingu fyrir okkur að eiga rétt til fiskveiða við Grænland og sömuleiðis vil ég benda á, að á loðnuveiðum í sumar kom það fyrir, að íslenzk veiðiskip veiddu loðnu það djúpt úti af Vestfjörðum, að það hefði verið Grænlandsmegin við miðlínu, ef búið hefði verið að færa út fiskveiðilögsögu við Grænland. Við skulum gera ráð fyrir að framhald verði á þessum veiðum og loðnan geti verið það langt undan landi að meginþorri veiðanna verði Græn- landsmegin við miðlínu. Þá værum við illa staddir, ef við hefðum alls staðar lokað dyrum til samn- inga. Þá vil ég einnig benda á síldveiðar í Norðursjó, þótt ég telji þá hagsmuni okkar ekki eins mikils- verða og þeir voru fyrir nokkrum árum vegna þess hve nærri sldarstofninum hefur verið gengið. Ef EBE býður okkur gagnkvæm fiskveiðiréttindi í íslenzkri fiskveiðilögsögu eigum við að minum dómi að skoða það og í því Ijósi, hvað er hagkvæmast fyrir okkur. Eins og ég sagði f upphafi hefur hlutdeild erlendra fiskimanna verið gífurlega há hvað snertir veiðar á botnlægum fisktegundum og á því tímabili, sem ég nefndi fyrr, þ.e. 1958—1973, var heildarafli botn- lægra fisktegunda 1 1 milljónir 648,2 þúsund tonn. Þar af veiddu erlendar þjóðir 5 milljónir 569,6 þúsund tonn. Ég hef fyllstu ástæðu til að vera bjartsýnn á stóraukna hlutdeild íslendinga í fiskveiðum innan 200 mílna landhelgi. Ég vona, að sú þróun, sem verið hefur undanfarin ár, verði mun örari á næsta ári og á árinu 1 978 er það trú mín, að veiðar erlendra fiskiskipa innan 200 milna fískveiðilögsögu verði þá orðnar mjög lítilfjörlegar og aðallega i þeim tilvikum, að um gagnkvæm fiskveiðiréttindi verði að ræða að undanskildu því, sem ég sagði hérfyrr um Færeyinga. Viðhorfin til Breta — Hvað gerist, þegar samningurinn við Breta rennur út? — Ekki annað en það, að þeir eru skuldbundnir til að hætta veiðum skv. samningum sem þeir hafa gert og fara því af íslandsmiðum nema samkomulag hafi náðst um gagnkvæm fiskveiði- réttindi. En það er ekki okkar íslendinga að bjóða þau heldur Breta eða EBE, ef þeir þá hafa náð samkomulagi um útfærslu eigin fiskveiðilögsögu og yfirráð EBE yfir hafréttarmálum bandalagsríkj- anna. Að mfnu mati verður ekki um samninga við Breta að rfeða nema boð um gagnkvæm fiskveiði- réttindi verði komin fram og að við metum þau að vera hagstæð fyrir hagsmuni íslands, sagði Matt- hías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, að lokum. STG ÞORSKASTRIÐIO Á Knud Frydenlund, mal 1976. DAGSKRÁ — Anthony Crosland, utanríkisráðherra Breta, hittir hér utanríkisráðherra Norð manna, að .náli á ráðherrafundi NATO f Ósló 19. Fulltrúar 50-menninganna flytja rlkisstjórn islands áskorun um 200 mflna fiskveiðilögsögu. Einar Ágústsson. sem þá gegndi starfi forsætis- ráðherra, tekur við skjölunum úr hendi Eirlks Kristóferssonar, fyrrum skipherra. Þar á fjöldi manns á sjó og landi hlut að máli — segir Magnús Sigurjóns- son, einn 50 menninganna FYRSTA skrefið á opinber- um vettvangi f átt að 200 mflna fiskveiðilögsögu ís- lendinga var stigið 27. júlf 1973, er áskorun 50 nafn- kunnra áhugamanna um sjávarútvegsmál til Alþingis og ríkisstjórnarinnar birtist í fslenzkum fjölmiðlum, þar sem skorað er á þessa aðila „að lýsa nú þegar yfir að íslendingar muni krefjast 200 mflna fiskveiðilögsögu á væntanlegri hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóð- anna — og skipi sér þar með á bekk með þeim þjóð- um, sem lýst hafa yfir 200 mflum," eins og komist var að orði f áskoruninni. í hópi 50 menninganna var Magnús Sigurjónsson, sem sagði er Mbl. spurði hann kvað honum væri efst f huga á ársafmæli 200 mflna útfærslunnar: „Það var fjarlægur draumur, þeg- ar 200 mflna stefnan kom fyrst fram og þvf er það enn gleðilegra að sá draumur skyldi rætast svo fljótt. Nú þegar 200 mflna stefnan hefur sigrað inn á við og út á við, falla niður flokka- drættir og metingur um hvað hverjum er að þakka, þar á fjöldi manns á sjó og landi hlut að máli. Sá vandi sem nú blasir við er „að oft er erfiðara að gæta fengins fjár en afla þess." Undirritaðir skora á Alþingi íslendinga og rikisstjórn að lysa nú þegar yfir, að íslendingar muni krefjast 200 milna fiskveiðilögsögu á vœntanlegri hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, — og skipi sér þar með á bekk með þcim þjóðum, sem hafa lýst yfir 200 milum Reykjavik, i júli 1973 Þossi mynd af síðu úr Morsunblaöinu 27. júlí 1973 or af nöfnum 50 menning- anna, sem fyrstir komu fram með ' stefnuna um 200 mflna fiskveiðilög- sögu til handa íslendingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.